Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 14
✓ / LITLA STULKAN OG STRIÐIÐ Myndlýsing: Guðný Svava. SMÁSAGA EFTIR ÖNNU FR. KRISTJÁNSDÓTTUR LÍTIL stúlka skokkaði inn túnið, beygði sig niður öðru hverju og strauk fíngr- unum létt við sóleyjarblað eða nýút- sprunginn fífíl. Hún gekk í sveigum; lagði leið þar sem grasið var minnst, reyndar ekki af því að hún væri að hugsa um grasið, heldur til að passa að hýju skórnir yrðu ekki votir í grasinu. Því þetta voru afskapiega failegir skór sem pabbi hafði keypt. Hún var klædd í sólgult pils og hvíta peysu með gatamynstri - framleiðsla ömmu á prjóna- vélina sem stóð uppi í geymslu undir gluggan- um. Amma stóð langtímum saman við þessa prjónavél og framleiddi allt mögulegt fallegt og nytsamt; fallegt voru peysur og klukkur; nyi> samt voru skjólflíkur sem hún prjónaði á menn á næstu bæjum. Sólgula pilsið með hvítum og fjólubláum rósum var framleiðsla mömmu úr saumavélinni, sem var engu síðri en prjónavélin þótt þaðan kæmu ekki skjólflíkur heldur spari- kjólar á Láru á Búðum og fleiri nágrannakonur. Lára vildi bara svarta silkikjóla, hún var alltaf í svörtum fotum, hinar konurnar vildu skrautlega rósótta kjóla eða köflótt pils. Litla telpan sat tímum saman í herbergi ömmu þar sem sniðin voru geymd. Hún skoðaði af nákvæmni mynd- imar af tískudömum heimsborganna, velti fyrir sér hvar þær hefðu verið þegar þær voru litlar, hvort þær ættu fegurðardrottningar fyrir mæð- ur eða kvikmyndaleikara fyrir feður - eða hvort þær hefðu fæðst undir heillastjömu. Einhver ástæða hlaut að vera fyrir því að stúlkur gátu orðið svo undurfallegar að þær gætu látið mynda sig í tískublöðum. Amma fíissaði við þessum hugmyndum, sagði að þetta væm tild- urrófur með lakkaðar neglur, rétt eins og að þær hefðu dyfið fíngmnum í kálfsblóð. En mamma stjómaði nú samt tískunni í allri sveiL inni því þegar tískan síkkaði setti mamma gann- eringar í kjólana og þegar tískan styttist aftur fjarlægði hún ganneringamar. Þess vegna var mamma tískudama og það hafði litla stúlkan oft sagt vinkonum sínum þegar þær vom með derr- ing. Og við því áttu þær ekkert svar. Litla stúlkan hélt ferð sinni áfram uns hún kom að litlum kletti í túninu. Þar hafði hún bú- ið sitt. Hún læddist að klettinum og tyllti sér á syllu; hér mátti ekki vera með hávaða vegna þess að huldufólkið bjó í öðram kletti ekki íangt frá. Reyndar var hún ógurlega hrædd við huldu- fólk og þótt hún hefði ekki séð það, hafði hún heyrt það tala saman. Það var þegar mamma og stóra systir vom að raka inni á túni og hún hafði farið í heimsókn til þeirra og af því tilefni farið í spariskó stóra systur. En af því þær vora að raka þarna hafði hún þorað að ganga upp með klettinum, upp næstum alla skriðuna sem var við klettinn innanverðan og þá hafði hún heyrt huldufólkið tala saman inni í klettin- um. Hún varð svo hrædd að hún hljóp með háahljóðum niður alla skriðuna og niður á tún til mömmu sem henti hrífunni út í loftið og kom hlaupandi á móti stúlkunni sinni. Seinna sagði mamma að þetta hefði bara verið bergmál af samtali hennar og stóra systur. Stóra systir sagði að hún væri ímyndunarveik en það var bara vegna þess að skórnir hennar vora ekki ballfærir eftir ferðina niður urðina. Síðan hafði hún aldrei farið nálægt þessum huldufólkskletti. Og fór meira að segja aldrei í búið sitt nema það væri sól og heiður himinn því einhvernveginn fannst henni að þá væri engin hætta á að huldufólkið léti á sér kræla. Og í dag var sérstaklega góður dagur, hún hafði klætt sig í sparifötin og fínu skóna, síðan ' farið með ömmu að mjólka og amma hafði spurt hversvegna hún væri spariklædd og hvort mamma hefði gefíð leyfí, telpan játti því og það var alveg satt; hún hafði stungið höfð- inu inn um svefnherbergisdymar hjá mömmu og spurt hvort hún mætti fara í sparifötin - ósköp lágt svo hún vekti ekki litlu systur - og mamma, sem var hálfsofandi, sagði já, elskan, en kannski hafði hún ekki heyrt spurninguna, kannski haldið að hún væri að spyrja hvort hún mætti fá kremkex frá Frón. Það var svo gaman að fara með ömmu að mjólka, kýrnar sváfu úti og héldu sig upp við foss á nóttunni þar sem var góð beit, hún og amma röltu þangað í rólegheitum; ömmu lá * aldrei á, sagði frá því þegar hún sjálf var lítil og telpan sagði ömmu öll sín leyndarmál - nema eitt eða tvö. Hún lét fara vel um sig á sillunni, nartaði í hundasúru og hugsaði um hvað það vora þægi- legir dagar þegar hún var full af svona góðum tilfinningum. Engin hræðsla að skríða upp í gegn um magann, upp í raddböndin svo þau urðu óvirk þegar mest lá við að tjá sig skil- merkilega, engin ruglingsleg fart á hugsunum, enginn kvíði fyrir því sem kannski myndi ske í næstu andrá. í dag var hún ekki hrædd við neitt, nema náttúrlega huldufólkið - og í gær var ekki talað um Kóreustríðið í útvarpinu svo kannski var það hætt; hún hafði líka farið með pabba fram að Básum í gær og þá voru krakk- arnir ekki að stríða Filip, döngluðu ekki einu sinni í hann. Þessar tvennar áhyggjur hafði þessi litla telpa, annars vegar Kóreustríðið, sem mennimir í eldhúsinu töluðu um meðan þeir drakku kaffi og borðuðu kleinur; sögðu að það breiddist út og bráðum kæmi heimsstyrj- öld - og hins vegar Filip á Básum sem allir vora vondir við þangað til í gær. En kannski héldi stríðið áfram á morgun og þá myndu strákarnir aftur fara að berja Filip. Lengi vissi hún ekkert hvaðan þessi Filip hafði allt í einu komið en svo spurði hún stóru systur sem upplýsti að Filip hefði átt heima úti í eyju ásamt foreldrum og tíu systkinum, þar hefði ekki verið til matur, þá hefði hreppsnefndin komið, flutt öll börnin upp á land, komið þeim fyrir á bæjunum og borgað með þeim. Svo þau fengju mat. Telpan taldi í fyrstu að það væri þónokkuð fínt að hreppsnefndin borg- aði með einhverjum, þá hlaut maður að vera eitthvað meira en lítið; hún hafði verið komin á fremsta hlunn að spyrja hreppstjórann hvort hann vildi borga með henni svo pabbi þyrfti ekki að fara suður á veturna til að vinna, en hætti við þvi henni kom í hug að þá yrðu sjálf- sagt allir vondir við hana eins og Filip. I þessari sveit var enginn skóli. Heldur var kennt á bæjunum, 3-5 vikur á hverjum bæ. Henni þótti gaman í skóla, hún var fyrir löngu læs og skrifandi og gat þess vegna sjálf lesið um Kóreustríðið í Tímanum - og hún gat oft hjálpað Filip sem vildi ekki læra að lesa. Þó var hann miklu eldri en hún. Hann átti að læra fleira en lestur; biblíusög- ur, landafræði, sögu; hvernig gat kennaranum honum Björgúlfi dottið í hug að hann gæti Iært bækur þegar hann gat ekki lesið? Hún stalst til að lesa fyrir hann, eða reyna að endursegja honum það sem stóð í bókunum. Einusinni þegar Björgúlfur var að hlýða honum yfir var hún svo spennt að hún stillti sér upp fyrir aftan stólinn hjá Filip og þegar hann gat svarað öllu rétt varð hún svo glöð og stolt að hún kyssti hann á hnakkann. Allir í bekknum öskruðu af hlátri og Björgúlfur, sem henni þótti annars mikið til koma, hann hló líka. Hún gekk niður- lút í sætið sitt og í næstu frímínútum stríddu strákarnir henni með því að spyrja hvort hún ætlaði að giftast Filip. Og hún hét því að ein- hverntíma skyldi hún hefna sín á þessum and- styggðar strákum. Stelpurnar vildu ekki tala við hana; stóðu hneykslaðar í hnapp upp við vegg og sögðu að Filli hefði verið með lús þegar hann kom úr eyjunum. Filla nafnið hafði hann hlotið fyrsta daginn í skólanum því krakkarnir sögðu að Fil- ip væri ekkert nafn, svoleiðis héti ekki al- mennilegt fólk. Og hún sá ekki betur en Filip væri líka reið- ur við hana því hún hafði gefið tilefni til nýrrar atlögu að honum. Hann bar annars aldrei hönd fyrir höfuð sér, sama þótt honum væri hrint og hann sleginn svo að það blæddi úr honum. Hann var hvorki grannur né þrekinn, einhvers- staðar mitt á milli, skollitað hárið hékk alltaf hálfblautt niður undir augu, húð hans var brúnni og þykkari en hinna krakkanna og hann var alltaf klæddur í tötra. Augun - grá og slikjuleg - minntu á augu í hundi sem hafði verið bundinn í marga daga, án þess að fá vott eða þurrt; þau lýstu ótta og hatri, þó ennþá meira hræðslu og vanmáttarkennd. Á hveijum morgni kom hann í skólann ásamt hinum krökkunum, hann gekk alltaf síðastur og hafði bækurnar sínar í strigapoka. Stundum hugsaði telpan um hvort hreppsnefndin gæti ekki borgað aðeins meira svo hægt væri að út- vega honum skólatösku og betri föt. Hún hafði beðið ömmu að prjóna á hann peysu en amma vildi ekki móðga fólkið á Básum sagði hún. Þá hafði hún beðið pabba að kaupa á hann stígvél, pabbi hafði ekki sagt neitt - bai-a strokið fallega ljósa hárið hennar og sagt að hún væri besta pabbastelpa í víðri veröld. Skömmu seinna vildi svo til að pabbi keypti sér stígvél og þegar hann kom heim með þau vora þau mörgum núm- eram of lítil. Pabbi bar þennan einstaka aula- skap sinn undir Björgúlf sem vissi engin ráð, svo hann nefndi þessa óheppni við Kristjón bónda á Básum og bætti því við að þetta væra einhver lé- legustu stígvél sem hann hefði séð - svo rétti hann stígvélin til Filips og spurði kurteislega hvort hann gæti hugsanlega gert sér þann greiða að slíta þeim út. Filip tók við þeim án þess að segja orð, henti af sér gúmmískónum og vipp- aði sér í stígvélin. Pabbi var farinn að tala um pólitík við Kristjón en eins og óvart beygði hann sig eftir gúmmískógörmunum og henti þeim í raslið. Og um leið og hann dásamaði fastheldni íramsóknarmanna í byggðamálum - lagðist hann á hnén og krotaði upphafsstafi Filips innan í stígvélin. En gleði telpunnar var ekki langvinn vegna þessa atburðar því næsta dag vissi Filip ekkert svar við spumingum Björgúlfs. Um af- leiðingar þess gat hún vart hugsað ennþá, sjálfur kennarinn hafði stokkið upp úr stólnum, þrifið í hárlubbann á drengnum og barið hann með krepptum hnefa - fyrst milli herðablaðanna, síð- an í andlitið. Það heyrðist ofurh'til stuna frá Filip að öðra leyti kveinkaði hann sér ekki, hann lypp- aðist niður í stólinn þegar kennai-inn sleppti tak- inu, blóðið rann úr nösum hans, æðið rann af Björgúlfi; hann tók upp tóbaksklútinn sinn og þurrkaði blóðið af drengnum, það fékk undarleg- an lit þegar það blandaðist saman við rjólafgang- ana í klútnum. Strákamir glottu hróðugir, stelp- urnar supu hveljur, litla telpan með ljósa fallega hárið þorði ekki að draga andann. Síðan hélt kennslan áfram. Hana langaði að segja pabba frá þessu en hún gat ekki fært þennan atburð í orð, hann var brenndur inn í sál hennar að eilífu. Hún lagði sig alla fram við að hjálpa Filip en hann vildi ekki lengur hlusta eða yfirleitt vera í návist hennar. Hún var logandi hrædd um að atvikið myndi endurtaka sig, reyndi að koma í veg fyrir það 14 IFSBÓK MORGl INRIAÐSINS ~ MFNNING/IISTIR 1 ft SFPTFMRFR 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.