Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 15
 AUSTAN UM HEIÐI Kristnir dulvitringar hafa löngum verið þess áskynja, að Jesús frá Nazaret væri mestur Ijóm- hugi, sem fram hefur komið á jörðu. En hann gat líka verið harður í horn að taka og velti um boðum víxlaranna í musterinu eins og spænski málarinn El Greco lýsir í þessu fræga verki. með því að spyrja kennarann um allt sem henni gat dottið í hug til að halda athygli hans, hún lærði allar sínar lexíur utanbókar og sagði strákunum til syndanna fullum hálsi svo að það lækkaði í þeim rostinn. Hún fann að þrátt fyrir að aldur hennar stæði ekki skrifaður í háum töl- um og hún væri þar að auki lítil eftir aldri, hafði hún samt áhrif. Hún nefndi Filip í bænunum sínum á hverju kvöldi og trúði Almættinu fyrir því að þegar hún yrði stór myndi hún draga strákana fyrir herrétt og um Sveinka á Búðum átti hún langar samræður við Almættið, því hann var allra verstur við Filip. Það var samt einn annmarki á þessari ákvörðun hennar; hún vissi ekki hvort stelpur gætu átt nokkuð í því að draga fólk fyrir herrétt, hún hafði aldrei séð annað en karlmenn á stríðsmyndunum - en kannski gæti hún dulbúið sig; farið í föt af pabba og fengið lánaða kindabyssuna. Hún fullyrti við Almættið að hjálp pabba ætti hún vísa, því hann hafði meira að segja atyrt unga manninn í Fa- grabæ þegar hann hafði kallað Filip hreppsómaga og skipað honum að kyssa skóna sína upp á grín; já þá hafði pabbi sagt að svona lágt gæti enginn lagst og hún áleit að það væri vegna þess að Filip væri særður á hnjánum og ætti þess vegna erfitt með að beygja sig niður að skóm. Pabbi hafði verið reiður í röddinni og af einhverjum ástæðum hafði gleðibylgja smeygt sér í gegn um maga telpunnar og haldið áfram alla leið og upp í háls. Það var svo notaleg tilfínning, rétt eins og þegar maður er alveg að fara að opna jólapakkana. En daginn í dag, þennan fallega sólskinsdag vildi hún ekki setja blett á með því að vera að hugsa um þessa ólukkans krakka, mamma og amma höfðu líka báðar sagt að Filip yrði aldrei maður nema hann lærði að bjarga sér og berja á móti - hún vildi heldur ekki hugsa um stríðið í Kóreu þótt mennirnir í eldhúsinu segðu að það breiddist út um allan heiminn. Hún mundi vel eftir seinna stríðinu þótt mamma segði að hún hefði verið svo ung að það væri lífsins ómögulegt að hún myndi nokkuð. Það var ekki rétt. Hún mundi vel þegar krakk- arnir úr Reykjavík, sem vöru sendir í sveitina á sumrin og áttu að passa haria, heyrðu í flugvél og hlupu öskrandi inn í bæ. Hún hafði öskrað hæst af öllum. Lengi vel vissi hún ekkert hvað- an þetta hljóð kom, hún vissi ekki einusinni hvað flugvél var, samt hélt hún áfram að vera hrædd við þetta hljóð. En þegar Kóreustríðið byrjaði, var hún farin að lesa og þurfti ekki að spyrja neinn um neitt. Hún ímyndaði sér að þegar stríðið kæmi til Islands, myndu koma skriðdrekar á rosalegum beltum, þeir myndu þess vegna ekki koma eftir veginum, þar sem hægt var að sjá til þeirra, nei, þeir myndu koma innan af túni og henda sprengju á húsið svo ekkert væri eftir - ekki einusinni amma sem hafði þó staðið ýmislegt af sér. Hún hafði stundum ráðgert að fara með litlu systur hátt upp í fjall í felur, þar sem enginn gæti fundið þær; sprengjurnar næðu heldur ekki svo langt var hún viss um, en þessari för var alltaf slegið á frest vegna hræðslu hennar við huldufólkið. Hún vissi alveg að hermenn skilja ekki neitt eftir lifandi en huldufólkið gerði engum neitt sem lét það í friði; kannski myndi það jafnvel hjálpa henni með litlu systur ... hún stundi og það kom óánægjusvipur á andlit hennar. Var hún ekki búin að segja við sjálfa sig að hún ætl- aði ekki að hugsa um þessa voðalegu hluti í dag, var hún ekki búin að ákveða að halda þessari notalegu tilfinningu innan í sér? Og nú var hún á leiðinni burt; í staðinn smáskreið hræðslan inn í hana. Hvað nú ef hermennirnir kæmu þeg- ar hún var með pabba frammi á Búðum hjá Láru og Manga? Hvað nú ef þeir kæmu meðan allir svæfu? Svo langt í burtu voru þeir nú ekki. Stóra systir sagði um daginn að það væri her í Reykjavík sem alltaf væri að syngja á Lækjar- torgi. Og ef þeir kæmu nú á flugvél og sprengj- urnar dyttu beint ofan úr himninum? Svo var alltaf verið að tala um NATO. Hún vissi ekki hver NATO var en hann var örugg- Iega eitthvað í sambandi við hermenn. Kannski var það NATO sem söng á Lækjartorgi. Þá datt henni allt í einu í hug hvort Filip gæti ekki orðið hermaður. Hann var allavega jafnstór og Kóreuhermennirnir sem hún hafði séð á mynd- um. Og þeir voru alltaf kámugir í framan og sjálfsagt í görmum, hver myndi fara í stríð í al- mennilegum fötum? Ekki nokkur maður. Það glaðnaði yfir henni við þessar hugsanir. Kannski gæti Filip lært að fljuga þótt hann gæti ekki lært að lesa. Og kannski yrðu strák- arnir þá hræddir við hann því hann fengi sprengjuflugvél til umráða. Hún hresstist öll við þessar hugmyndir. Góðu tilfmningarnar fylltu hana aftur, það var eins og að maginn væri ekki lengur til, andar- drátturinn var léttur eins og skýhnoðri, þetta var góður dagur, kannski þyrfti hún ekki að flýja með litlu systur til fjalla. Kannski myndi NATO syngja svo hátt á Lækjartorgi að hann gleymdi að fara í stríð. Hún reis á fætur, dustaði gras af sólgula pilsinu, strauk hendinni yfír fínu skóna og trítl- aði glaðbeitt heim á leið. Höfundurinn er skrifstofumaður í Reykjavík. KRISTIN EFTIR HEIMI STEINSSON DULVÍSI er hjartarót trúar. Hana er hvarvetna að finna um heimskringl- una og á öllum æviskeiðum mann- kyns. Kristin dulvísi er jafn gömul átrúnaði vorum. Kristnir Ijómhugar skipta þúsundum í aldanna rás. Frá þeim er runnin fjölþætt bókmenntagrein, sem tekur tU allra þátta hugljómunar. Jesúsfró Nazaret Jesús Kristur er leyndardómsfyllsti ein- staklingurinn í sögu mannanna. Kirkjan dró saman sérstöðu hans í trúarjátningum sínum, en þar er það játað, að Kristur sé hvort tveggja í senn sannur Guð og sannur maður. Þessu trúum vér kristnir menn enn þann dag í dag og munum að líkindum gjöra, unz úr slítur fyrir heiminum. Oss er ljóst, að um er að ræða þverstæðu, sem eigi gengur röklega upp. En vér lútum Kristi í föruneyti kross- manna hans um tvö þúsund ár. Þar fyrir heimilast oss að hugleiða aðrar hliðar máls. Meginhlið snýr að manninum Jesú frá Nazaret. Hver var hann, og hvernig fáum vér gjört oss grein fyrir honum? Spurn- ingarnar eru áleitnar og svörin sum hver heillandi. HeimOdir vorar um Jesúm er fyrst og fremst að finna í Nýja testamentinu. Sam- stofna guðspjöllin þrjú, Matteusar, Markúsar og Lúkasar guðspjöll segja sögu Jesú hvert með sínum hætti. En söguþráðurinn er hinn sami. Jóhannesar guðspjall er höfuðrit og birtir meðal annars efni, sem ekki er að finna nema þar. Því hefur verið haldið fram, að Jó- hannesar guðspjall geymi að hluta tO leyni- lega fræðslu, sem frelsarinn flutti lærisvein- um sínum einum, en ekki almenningi. Kristnir dulvitringar hafa löngum verið þess áskynja, að Jesús frá Nazaret væri mest- ur ljómhugi, sem fram hefur komið á jörðu. Þeir benda á, að Nýja testamentið allt er þrungið frásögnum af hugljómunum frelsar- ans og lærisveina hans. Þar gnæfir Jóhannes- ar guðspjall yfir önnur rit: Jesús kveðst ítrek- að vera „í föðurnum" og faðirinn „í honum“. TO lærisveina sinna beinir hann orðunum: „Verið í mér, þá verð ég í yður“. Þessi orð skírskota öll tO þeirrar „leyndardómsfullu einingar“ Guðs og manns, sem er hámark hugljómunar. Póll postuli og frumkristnin í Postulasögu Nýja testamentisins og í bréfum Páls postula til safnaða víðs vegar um Rómaveldi getur að líta frásagnir af hugljóm- un og skírskotun tO áður greindrar „leyndar- dómsfullrar einingar". Páll virðist hafa verið í hópi fremstu ljómhuga aldanna. Frumkristnu söfnuðirnir iðkuðu beinlínis hugljómun. Hún birtist í margs konar náðargjöfum heOags anda og er kunnust úr frásögn Postulasög- unnar af hvítasunnuundrinu. Þegar frá leið, rénaði þessi straumur. Hann hefur hins vegar fylgt kirkjunni á öllum öldum og náð nýju há- marki með náðargjafavakningu kristinna manna um vora daga. Nýja testamentið talar um „úthellingu andans“. Hið sama gjöra margir nútímamenn, þegar þeir lýsa návist Drottins. Trúarreynslan, sem þessi orð vitna um, er af sama toga og reynsla ljómhugans, er lifir „leyndardómsfulla einingu" sjálfs sín og Guðs. í báðum tilvikum er um að ræða un- DULVÍSI að orðum ofar, sem menn þó leitast við að orð- færa í mæltu máli. Hugljómun i fornkirkjunni Kirkjufeður fornkirkjunnar voru margir hverjir ljómhugar. Einn þeirra, - fjórðu aldar maður, - kemst svo að orði í hugvekju um trúna: „Ef þú vOt tala um Guð svo sem honum hæfir eða nema það, sem um hann er mælt, skaltu snúa baki við líkama þínum og skiln- ingai-vitum og láta eftir allt hið tímanlega, alla hluti, sem koma og fara, alla fegurð veraldar. Þú skalt hefja þig yfir stjömurnar, Ijóma þeirra og mikOleika. Stíg þú í andanum út fyr- h’ alheiminn og hvfl augu þín við æðstu feg- urð. Horf þú á himneskar hirðsveitir, á höfuð- englana í vegsemd þeirra, á tignirnar og dfottinvöldin. Lát huga þinn stíga upp yfir sköpunaverkið í hefld. Leið þú augum eðli Guðs hins eilífa og óumbreytanlega, sem er ótOkvæmt ljós, óumræðilegur máttur, tak- markalaus og fullkominn ljómi, dýrð öllu ofar og efstu gæði. Hann lýstur hugfangna sál þína með ólýsanlegum hætti, og í kærleika sínum býður hann þér návist, sem tunga mannsins megnar ekki frá að greina." Þessi orð hins aldna kirkjuföður heyrum vér að hluta til endurtekin við hverja útdeil- ingu sakramentisins í íslenzku þjóðkirkjunni um vora daga, en þar tónai’ presturinn: „Þess vegna með englunum og höfuðenglunum, með tignunum og drottinvöldunum, sömuleiðis ásamt öllum himneskum hirðsveitum syngj- um vér lofsönginn þinnar dýrðar.“ Þannig vís- ar táknræn mynd og leikræn tjáning heflagr- ar messu til dulvísrar nándar og innri stað- reyndar hinnar æðstu reynslu, sem hugsuð verður. Forn og ný arfleifð'kirkjunnar sam- einast í trúarupplifun safnaðarins. Þrep hugljómunarinnar Kristnir ljómhugar aldanna tala í bókum sínum um þrjú þrep, sem manninum hentar að ganga á leið sinni tO Guðs. Þau nefnast hreinsun, upplýsing og eining. Hreinsun er fyrsta stigið og felst í því að tína af sér lestina og leggja þá tfl hliðar. Upplýsing er varanlegt bænalíf, sem leiðir hinn trúaða á vit Guði. Eining er endanlegt markmið ferlisins: Guð sezt að í sálu mannsins um lengri eða skemmri tíma. Samkvæmt þessum skilningi var Guð faðir ávallt og óumbreytanlega í sálu Jesú frá Nazaret. Oss hinum kristnu er ætlað að breyta eftir Jesú, feta í hans spor, bjóða heilögum anda sæti í sálum vorum. Þetta hafa menn á öllum öldum gjört, tO dæmis með því að iðka klausturlifnað. Vér mótmælendur eigum ýmissa kosta völ, þótt ekki séum vér klaustrafólk. „Kyrrðardagar" eru mönnum tíðir hin síðari ár. Þar er í boði ferli, sem leiðir þátttakendur nær Guði. Hver einasta messa gjörir raunar hið sama, svo og einkum og sér í lagi bæn þín í einrúmi. Kirkja fagnaðarerindisins minnir þó jafnan á hitt, að Guð kemur að fyiTa bragði tfl vor í syni sínum Jesú Kristi. Hans er frumkvæðið, en vort er að þiggja boð Guðs og gjöf. Vort er að veita andanum viðtöku. Hversdagslegir menn sannreyna þráfaldlega, að Drottinn strýkur þeim um vanga öldungis óvænt og án undir- búnings. Þannig kannt jafnvel þú, lesandi minn góður, að eiga kost innOegustu hugljómunar á fómum vegi, án minnsta tflverknaðar af þinni hálfu. Vegni þér vel á veginum þeim. Höfundurinn er prestur og stðarhaldari á Þingvöllum. EIRÍKUR ÖRN NORÐDAHL LÍTIL- iAtinn Ég stend í stríði við sjálfan mig. Ég stend fyrír frarnan okkur og ota mínum geirum sem eru hjákátlegir í samanburði við herstyrk þann er þú býður uppá. Efnavopn þín eitra huga minn með æskilegum sem og óæskilegum hugmyndum um stakið okkur. Kjarnorkuvopn þín kljúfa mig í litlar hitaeiningar sem ráfa ráð og dáðlausar um, í leit að íverustað og algleymi. Jarðsprengjumar fjarlægja grundvöllinn undan mér og ögn af vinstrí fótleggnum. Vélbyssum þínum er beint að taugakerfinu og þegar skotin ríða af tætist ég í sundur. Fiugumaður þinn stígur á þind mína og ég missi andann í þá mund sem ég ætlaði að gefast upp. Stakur hermaur klifrar upp á afmyndaðan og sundurspi-engdan skrokk minn, nagar sig inn að hjartanu og fær sér vænan bita. Þú, stígur inná vígvöllinn og dregur fána minn hálfa leið að húni. RÚNAR KRISTJÁNSSON YTZHAK RABIN Þú féllst sem margir fleirí sem fremstir þurfa að standa og reyna að ryðja vegi og ráða fram úr vanda. I stríði þinnar þjóðar þunga og hita barstu, því hollur henni í öllu til hinstu stundar varstu. Þú féllst því hatri fyrir sem fyllir hjörtu manna sem enga elsku geyma og allar sættir banna. En eitt er víst þú verður um veröld alla liðinn þeim kyndil 1 krafts og dáða sem kjósa að efla friðinn. Þú féllst en blóð þitt blandar nú blóði við þá alla sem hafa þannig hlotið með hetjulund að falla. Þú kveiktir von svo víða, já, von um allarjarðir, en féllst sem fórn í þágu þess fríðar sem þú varðir. Þín verður minnst sem mannsins er mætti hatrí og bræði, en fremstur stóð í flokki gegn fáviskunnar æði, sem vék ei undan ábyrgð við ógnir hættuslóðar, - sem morðingjanum mætti í martröð eigin þjóðar! Höfundurinn býr ó Skagaströnd. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.