Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 5
Að sögn Jóns Þorkelssonar í formála II. bindis Fornbréfasafns má rekja upphaf áfram- halds hans til ársins 1886, „að eg fór þess á leit, að fá fé til þess að halda útgáfunni áfram, og studdu það ýmsir góðir menn“. Jón Þorkelsson lét svo sannarlega ekki sitja við orðin tóm, því að fyrsta hefti II. bindis kom út þegar árið 1888 og bindi þessu var lokið með registri árið 1893. Það sama ár var búið að prenta allan texta III. bindis, en útkomu þess lauk 1896 og var slíkur hraði á útgáfunni meðan Jóns forna naut við. Styrks naut útgáfan úr ríkissjóði Dana allt til 1919, en þá var kominn út meira en helmingur þess alls sem út hefur komið af Fornbréfasafninu. Sumarið 1898 flutti Jón alkominn til Islands er honum bauðst staða við Landsskjalasafn ís- lands, síðar Þjóðskjalasafn Islands. Veitti Al- þingi fé til starfans sumarið 1899 og var Jón skipaður landsskjalavörður í lok þess árs og fyrsti starfsmaður safnsins. Var hann þar rétt- ur maður á réttum stað eins og Hannes Þor- steinsson orðaði það. Var hann sérlega ötull að ganga eftir því að menn skiluðu skjölum og embættisbókum til safnsins og í framhaldi af því birti hann 1908: Skýrslu um skjöl og hand- rit í safni Arna Magnússonar^ sem komin eru úr opinberum skjalasöfnum á Islandi. Skýrslan var „Samin að fyrirlagi Stjórnarráðs Islands.“ Má þetta á vissan hátt kalla upphaf handrita- málsins. Arið 1928 var afhent í Þjóðskjalasafn margt fornbréfa og skjala úr Árnasafni, Kon- unglega bókasafninu og Ríkisskjalasafni Dana. Afrek Jóns Þorkelssonar við Þjóðskjalasafnið eru efni í sérstaka grein og væri meira en mak- legt að Þjóðskjalasafn Islands minntist þess með einhverjum hætti, þegar 100 ár eru liðin frá því að hann hóf störf við safnið. Um störf Jóns Þorkelssonar að útgáfu Forn- bréfasafnsins farast samstarfsmanni hans, Hannesi Þorsteinssyni svo orð: „Er ekki að orðlengja um það, að á þeim 37 árum, er dr. Jóni auðnaðist að vinna að þessu nytsemdar- verki, voru gefín út 10 stór bindi með ná- kvæmu registri við þau öll, nema hið síðasta, er enn hefur ekki samið verið. Varð aldrei til muna hlé á útgáfunni nema árin 1919, 1920 og 1921 (og 1922), en þá voru gefin út 4 hepti af Bréfabók Guðbrands biskups, merkisriti, er fé- lagið þyrfti að ljúka sem fyrst. 1922 kom út registrið við 10. bindi Fornbréfasafnsins og 1923 1. hepti 12. bindis, sem allt eru viðaukar við fyrri bindin, og var það síðasta heptið, sem dr. Jón sá um til prentunar af stórvirki þessu, sem nú er komið fram í miðja 16. öld (til árs- loka 1550) í 11 bindum alls. En mér er kunnugt um, að hann hafði nær þaulsafnað bréfum í út- gáfuna til 1570 og að miklu leyti til 1580, og raðað öllu í rétta tímaröð, svo að það verður til- tölulega létt verk að sjá um framhaldsútgáfuna til þess tíma, því að ekki getur komið til mála, að hætt verði nú við jafnmikið nytsemdarverk, sérstaklega þá er handritið er svo að segja á reiðum höndum um næsta 20 ára bil. Það er óþarft að lýsa hér nánar gagnsemi Fornbréfa- safnsins fyrir sögu vora.“ (Skírnir. 98 (1924) 11.) Jón Þorkelsson lét sér ekki nægja að gefa út Fornbréfasafnið. Hann stóð fyrir stofnun Sögufélags 1902. Á vegum þess var ýmislegt gefið út og árið 1912 hóf það útgáfu á Alþingis- bókum íslands og eru þær fyrstu fyrir árið 1570. Jón sagði í formála I. bindis að árið 1930 yrði Alþingi 1000 ára: „Þyrfti útgáfa Alþingis- bókanna að fá þann óskabyr, að þá væri henni lokið.“ Jón Þorkelsson sá um útgáfu fjögurra fyrstu binda Alþingisbókanna og 1. heftis V. bindis, en seinasta bindi eða 17. bindi þeirra leit fyrst dagsins ljós 1990 eða 60 árum síðar en áætlað var í upphafi. Þetta rit er að vissu leyti framhald Fornbréfasafnsins. Margar fleiri útgáfur komu frá hendi Jóns og verður hér ekki reynt að telja það allt upp, en rétt er þó að nefna Islenskar ártíðaskrár, en þær hefðu að réttu átt að koma í Fornbréfasafninu, en nauðsynlegt var að birta með þeim miklar skýringar. Á meðan Jón var í Kaupmannahöfn vann hann að útgáfu á Islandske anneler til 1578 sem vanalega er kennd við Gustav Storm, Njáluútgáfu Konráðs Gíslasonar og hinni miklu útgáfu á Jónsbók með Ólafi Halldórs- syni, sem kom út 1904 eða eftir að hann kom heim. Annað er helst að nefna: Saga Jörundar hundadagakonungs með 98 fylgiskjölum. Kbh. 1892; Saga Magnúsar prúða. Kbh. 1895. Eftir að heim kom gaf hann út m. a. Þjóðsögur og munnmæli 1899; Æfisögu Jóns Skálholtsrekt- ors (Þorkelssonar) í tveimur bindum 1910; Tyrkjaránið á íslandi 1627 1906-1909; Biskupa- sögur Jóns Halldórssonar í Hítardal og fleiri bækur auk smærri rita. Einnig fékkst hann við stjórnmál, sem hefur mörgum reynst nokkuð tímafrekt. Það verður að teljast mikið undrun- arefni hve miklu hann afkastaði. Seinasta bindi Fornbréfasafnsins sem Jón forni lauk við að fullu var það X., en af XI. bindi var aðeins ólokið registri er hann dó, en þá var eins og áður sagði komið 1. hefti af XII. bindi. Páll Eggert Ólason lauk síðan við bæði þessi bindi og gerði registur, en þá var lokið tímaröð bréfanna til 1554. Fleira af skjölum lét Rithönd Jóns forna. Úr óprentuðum drögum til fornbréfasafns. Uppskrift Jóns forna af kvæði af krossinum í Kaldaðarnesi. Kvæðið er frá því fyrir siðaskipti. Bókmerki Jóns Þorkelssonar. Gerhard Munthe teiknaði. Jón forni prenta. Frá hans hendi komu út fjög- ur hefti af Bréfabók Guðbrands byskups Þor- lákssonar, sem fyrr var nefnd, en við hana lauk Páll Eggert Ólason einnig og sagði að hún ætti í raun að vera XVI. bindi Fornbréfasafnsins. Eins og haft var eftir Hannesi Þorsteinssyni hér fyrr var Jón Þorkelsson búinn að þaulsafna til framhalds Forubréfasafnsins til 1570 og það gaf Páll Eggert Ólason síðan út sem XIII.-XV. bindi, en registur ber ártalið 1951. Þar er for- máli undirritaður af Páli, sem að vísu dó 1949, og ræddi hann um framhald útgáfunnar og tal- aði þar tvímælalaust sá sem var allra manna kunnugastur heimildum um sögu þessa tíma- bils. Hann taldi þar komið að tímamótum því að árið 1570 hefjast útgefnar Alþingisbækur. Páll Eggert taldi „einsætt, að Fornbréfasafn- inu verði haldið áfram, enda virðist ekkert því til fyrirstöðu, til 1650-60 eða svo.“ Einnig ræddi Páll um það sem gert hefði verið fleira til framhalds Fornbréfasafnsins, ýmis skjöl frá tíð Guðbrands biskups Þorlákssonar og upp- skriftir sem gerðar voru eftir skjalauppskrift- um í Árnasafni, Apographa. Þau voru skrifuð upp fyrir tilstilli Jóns forna og „það sem eftir var að ráðsmennsku Hannesar Þorsteinsson- ar.“ Hér til viðbótar má nefna, að í uppskrift- um Jóns forna eru m. a. skjalabækur frá tíma Odds biskups Einarssonar (d. 1630) og upp- skriftir skjala víðs vegar að allt fram á 18. öld. Páll benti hér réttilega á að miklar „bækur er ekki að ræða um fyr en 1650, bréfabækur Brynjólfs byskups Sveinssonar". Þá fer að verða álitamál um framhald prentunar, en hér verða nefndar hinar stórmerku Vísitasíubækur Brynjólfs biskups Sveinssonar sem eru með nákvæmari og meiri vitneskju um kirkjur, ástand þeirra og eignir en fyrri bækur; má sem dæmi nefna að þar eru taldar upp jarðir með nafni og dýrleika, sem sókn eiga að hverri kirkju og er þetta stundum elsta heimild um sumar jarðir. Væri geysimikill fengur að hafa þessar bækur aðgengilegar. Eftir að Jón forni lést, eða síðan árið 1924, hefur skjölum á íslensku ekki verið safnað saman til útgáfu í Islenzku fornbréfasafni. Annar afreksmaður, Páll Eggert Ólason, fór í þeim bindum, sem hann gaf út nærri því ein- göngu eftir uppskriftum, sem Jón Þorkelsson hafði látið gera. Eftir að 15. bindinu lauk, hefur ekki komið út bindi af Fornbréfasafni þar sem gefin hafa verið út skjöl á íslensku. I stuttu máli má segja, að Islendingar hafi rekið sjálf- stæðisbaráttu sína á grundvelli söguþekkingar. Snar þáttur í baráttunni var að safna og gefa út heimildir um sögu landsins. Eftir að fullveldi var náð var hætt að safna til útgáfu Fornbréfa- safns og eftir að ísland varð lýðveldi var hætt að gefa út áður óprentaðar heimildir um elstu sögu. Eins og áður sagði naut útgáfan styrks úr ríkissjóði Dana til 1919. Nú er svo komið að útlendingum finnst skömm okkar Islendinga orðin nokkur að vanrækja gjörsamlega útgáfur fornbréfa. Er svo að sjá, að hér gæti minni- máttarkenndar, því að á sama tíma hafa ís- lendingar verið mjög uppteknir af „að setja hlutina í evrópskt samhengi“. 3. HVERNIG HEFUR VERIÐ UNNIÐ AD? Áður hefur það komið fram að ekki var lokið við útgáfu á Kvæðasafni, sem Jón Þorkelsson hóf að gefa út og ekki hefur heldur verið lokið Islenzkum miðaldakvæðum, sem Jón Helgason byrjaði á fyrir stríð. Er eins og áður sagði nokkuð af trúarlegum kveðskap fyrh-1600 óút- gefinn, þó tiltölulega meira af veraldlegum kveðskap. Því ber heldur ekki að neita, að rannsóknir á skáldskap þessa tímabils eru einkar erfiðar og ekki verða þær léttari er kemur fram á 17. öld. Ástæðan fyrir því er varðveislan, en kveðskapur frá þessum tíma er sjaldnast varðveittur í eiginhandarritum höf- unda, heldur eru kvæðahandrit í söfnum hér- lendis og erlendis svo hundruðum skiptir. Til þess að hægt verði að fá yfirlit um kveðskap á Islandi á öldunum eftir siðaskipti er mest nauðsyn að gera vandaða kvæðaskrá. Þörfin á því er mjög mikil þar sem í brunanum í Kaup- mannahöfn 1728 brann mikið af ungum kveð- skap. Þess vegna er t. d. í Stokkhólmi og Bretasafni (British Library) mikið af kveð- skap, sem ekki er varðveittur annars staðai-. Hér skulu nefnd tvö dæmi um það hve varð- veisla kveðskapar þessa tíma getur verið sér- kennileg: I Islenzkum miðaldakvæðum (II. 158) gaf Jón Helgason út kvæði, sem hann taldi vera frá kaþólskum tíma, en er aðeins kunnugt í handriti frá því um 1820. Árið 1894 skrifaði Sigmundur Matthíasson Long 27 kvæði upp vestur í Winnipeg, sem hann sagði vera eftir Jón Guðmundsson lærða (1574-1658). Sigmundur fluttist vestur um haf 1889 og hlýt- ur að hafa haft forrit kvæðanna í Winnipeg, en þau hafa ekki komið í leitirnar. Ef kvæðin í handriti Sigmundar eru borin saman við önnur rit Jóns lærða er auðséð að Sigmundur fer með rétt mál. í þessum tilvikum líður á þriðju öld frá því að kvæði eru ort, þangað til varðveitt handrit eru skrifuð. Um íslenskar bækur og handrit í Norður-Ameríku skrifaði ég grein í Lesbókina 22. apríl 1995 og einnig ræði ég um þetta í riti mínu, Eddurit Jóns Guðmundssonar lærða. Þessi dæmi sýna, svo að ekki verður um villst, að leita þarf vel og víða, ef menn ætla að leita af sér allan grun um handrit kvæða frá síðari öldum. Árið 1958 var byrjað á mikilli kvæðaskrá í Landsbókasafni og gerði Grímur M. Helgason grein fyrir henni í Árbók safnsins 1967. Skráin er spjaldskrá og er henni raðað á upphaf og höfund, en ekki hefur neitt verið unnið að henni í um það bil 30 ár. Nauðsynlegt er að halda kvæðaskránni áfram og þá vitanlega með nýrri tækni. Sem dæmi um þörfina má nefna að sumar kveðskapargreinar hafa gjörsamlega verið vanræktar, eins og t. d. erfiljóð og viki- vakakvæði, þar sem engar erlendar hliðstæður eru kunnar. Eins og getið var áður grundvallaðist sjálf- stæðisbarátta vor á skjölum. Þegar sem harð- ast var deilt um stjórnmál á Islandi 1908 gáfu Jón Þorkelsson og Einar Arnórsson út nokkuð óvanalegan „kosningapésa" sem hét Ríkisrétt- indi íslands. Um tilganginn segja þeir í for- mála: „... skjöl þessi og gögn hafa eiginlega aldrei komizt í hendur almennings hér á landi, þó að mest af þeim hafi verið prentað áður á víð og dreif. En sumum af skjölum þessum er svo varið, að þau ættu að vera kunn á hverju heimili í landinu, og Gamla sáttmála ætti í rauninni hvert manns barn hér á landi að kunna utanbókar eins og faðir vor.“ Eftir lát Páls Eggerts Ólasonar var ekki haldið áfram útgáfu Fombréfasafnsins efth- aðdráttum Jóns Þorkelssonar. Árið 1952 kom út 1. hefti af enskum skjölum sem snerta Is- land og stóð Björn Þorsteinsson að þeirri út- gáfu. Því bindi lauk 1972 og voru þar eingöngu ensk og þýsk skjöl og er gott að hafa skjöl af svipuðum uppruna saman í bindi. Vitaskuld var þetta hið nauðsynlegasta verk, en á sjötta ára- tugnum var stétt íslenskra sagnfræðinga hvað fáliðuðust og var því enginn til að halda áfram að gefa út önnur bréf frá þessum tíma. Eftir að XVI. bindi lauk hefur ekki verið unnið að áframhaldi. Einu umræðui’nar sem mér er kunnugt að íram hafi komið um framhald var á aðalfundi Hins íslenzka bókmenntafélags 1. des. 1973, en þá var spurt hvort félagið hygðist halda áfram útgáfu Fornbréfasafnsins. „For- seti svaraði fyrirspurninni á þá lund, að líkur væru á, að útgáfu fornbréfa yrði haldið áfram í samvinnu við Þjóðskjalasafnið." Ekki hefur neitt orðið úr framkvæmdum. Þjóðskjalasafnið gaf á árunum 1979 og 1983 út 2 bindi undir rit- raðartitlinum Heimildaútgáfa Þjóðskjalasafns: Bréfabók Þorláks biskups Skúlasonar og Prestastefnudómar og bréfabók Gísla biskups Þorlákssonar. Þessi útgáfa var kostuð af dán- argjöf Jórunnar Jónsdóttur frá Nautabúi, sem gefin var til minningar um son hennar Ingvar Stefánsson skjalavörð. Var í dánargjöfinni ósk- að eftir, „að fyrst um sinn skuli sitja í fyrirrúmi skjöl um sögu Hólastóls á 17. öld“. Eins og Ijóst er af þessu var ekkert samband milli þessara bóka og útgáfu Fornbréfasafnsins. Ár- ið 1993 komu út: Jarðabréf frá 16. og 17. öld, útdrættir, á vegum Hins íslenska fræðafélags í Kaupmannahöfn. Þessi bók var eins konar framhald endurútgáfu Jarðabókar Árna Magn- ússonar og Páls Vídalíns. Bréfm, sem þarna eru prentuð í útdrætti, voru skrifuð upp snemma á öldinni og eru þær uppskriftir meðal skjala til framhalds útgáfu Fornbréfasafns í Þjóðskjalasafni, en svo er að sjá að útgefanda og aðstoðarmönnum í safninu hafi ekki verið kunnugt um þau. Eg hef rætt nánar um útgáfu þessa í ritdómi í Sögu, tímariti Sögufélags, árið 1994. s. 285-292. Sextán bindi Fornbréfasafns eru ekki tæm- andi útgáfa allra skjala sem snerta Island til 1570. í Sögu íslands III. bindi frá 1978 er kafli með heitinu: „Lögfesting konungsvalds“ eftir Björn heitinn Þorsteinsson og Sigurð Líndal. Þar er (s. 29) m. a. fjallað nokkuð um íslenzkt fornbréfasafn og sagt að um það bil eitt bindi skjala frá tímabilinu fyrir siðbreytingu sé enn óprentað. Þarna virðist vera endurtekning á því sem stendur í niðurlagi formála Björns Þorsteinssonar að XVI. bindi Fornbréfasafns- ins: „Því miður koma hér ekki öll kurl til graf- ar, öll óbirt skjöl frá fyrrgreindu árabili. A síð- ustu árum hefur mér orðið kunnugt um tals- vert magn af skjölum, sem ættu heima í Forn- bréfasafninu og eru frá tímabilinu efth’ 1480.“ Á hvorugum staðnum er neitt getið um hvers konar skjöl þetta eru eða hvar þau eru varð- veitt, t. d. verður ekki séð hvort þessi skjöl eru sama eðlis og önnur í XVI. bindi Fornbréfa- safns eða skjöl skrifuð á íslandi. Margir halda ranglega að öll skjöl frá því fyrir siðaskipti hafi verið útgefin með einhverjum hætti. Vitaskuld er útgáfa Fornbréfasafnsins ekki gallalaus fremur en önnur mannanna verk, enda var mikill hluti þess hratt unninn og við aðrar aðstæður en nú tíðkast. Registur er að mörgu leyti nákvæmara en í sambærilegum verkum á Norðurlöndum. Utgáfan er yfirleitt nægilega nákvæm fyrir sagnfræðinga, þótt málfræðingar verði að nota ritið með varúð. SJÁ NÆSTU SÍÐU ŒSBÓK MORGUNBIAÐSINS ~ MENNING/USTIR 18. SEPTEMBER 1999 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.