Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 7
um svo og landsjóðs sem bauð fyrir vegavinnu mun betri kjör en bændur. Úr mörgu að moða I blaðagrein er aðeins hægt að líta á örfá atriði í svo umfangsmiklu verki. Aðferðin er sú sama og í Kjalnesingabók; ábúendaskrá á öllum gömlum jörðum frá 1703 í flestum til- vikum; þó eru ábúendur í Reykjadal raktir til 1671. Eftir um 1880 tekur við ítarlegra ábú- endatal, getið um öll börn hjóna, oft með myndum, svo og þeirra afkomendur. Ábúendatalið frá 1703 og fram til 1880 leið- ir í ljós ótrúlega búferlaflutninga. Menn hafa flutt af einni jörð á aðra og búið í skamman tíma á hverjum stað. Til dæmis má benda á Hlíð, sem átti að heita að væri í byggð til 1959 og var einn af efstu bæjum í hreppnum. Þar hefur fjöldi bænda búið, en stundum aðeins eitt eða tvö ár. Hamarsholt skammt frá Gull- fossi hefur verið í eyði síðan 1875, en þar höfðu 16 bændur búið frá 1703. Allt er það fróðlegt, en ekki er minni fengur í myndum af bæjunum á ýmsum stigum. Eftir Ingimund Einarsson á Laugum eru allmargar og prýðilega útfærðar vatnslitamyndir af bæj- um í Hrunamannahreppi um miðja öldina og eru þær góð heimild um millistig í útliti og byggingu bæjarhúsa áður en steinsteypan tók við. Óvenjulegast hefur verið útlit bæjarins á Sólheimum árið 1940, þar sem tvær burstir rísa uppúr víðfeðmari byggingu, en torfveggir aðeins neðst. Þótt aðeins sé hálf öld liðin þekkist umhverfið ekki lengur sem sést á fal- legri mynd af bænum í Gröf, þar sem níu burstir standa í beinni röð. Hér er í rauninni lifandi komin hin rómantíska mynd af sveita- bæ áður en vélaöld rann upp. Það leynir sér ekki að Emil bóndi í Gröf hefur verið snyrti- menni; hann var þar að auki menningarfröm- uður í þá veru að hann kom á eigin spýtur upp minja- og byggðasafni. Við sjáum í þesari bók myndir af Hruna- mönnum í sparifötunum, en líka við bústörfin. Gamall mjólkurpóstur úr Tungunum kannast afskaplega vel við mjólkurflutninga á Fossi; sumpart á klökkum, annað á hestvögnum. Huppa á Kluftum Ef einhver var frægur í Hrunamannahreppi um miðja öldina þá var það kýrin Huppa á Kluftum, þá afurðamesta gæðakýr landsins. Helgi á Hrafnkelsstöðum sagði söguna af því góða Kluftakyni í Frey 1973. Þar segir m.a. svo: ,Á síðustu áratugum nítjándu aldar bjó í Núpstúni í Hrunamannahreppi bóndi sá er Stefán hét. Hann var afi Brynjólfs Bjamason- ar fyrrverandi menntamálaráðherra nýsköp- unarstjórnarinnar svonefndu. Nú bar það við að ein besta snemmbæran varð eitthvað ókyrr á básnum og sá Stefán bóndi að hún mundi vilja komast í kynni við tudda. Þetta var í þá daga þegar kýrnar voru látnar hafa allt fyrir en tuddar aldrei fluttir milli bæja. Vegna þess að kýrin mátti engan tíma missa lagði bóndi af stað með kusu í taumi. Leiðin lá inn með háu fjalli og var éijagangur á. Gerði nú þreyfandi útsynningsél á bóndann er tók það ráð að forða sér undir háan klett til að standa af sér élið. Þegar élinu slotaði vildi bóndi halda áfram ferðinni. En kýrin rótaði sér hvergi undan klettinum og leið svo nokkur stund að hún stóð sem fastast. Þótti bónda þetta kynlegt mjög. Svo fór þó um síðir að kýrin drattaðist af stað og gat bóndi haldið ferðinni áfram á fund tuddans. En þegar kusa var leidd fyrir hann brá svo undarlega við að hún ætlaði alveg vitlaus að verða og komu menn henni hvergi nærri tuddanum. Mátti bóndi halda heim við svo búið og bjóst við að þurfa að fara aftur með kúna eftir þrjár vikur. En að þeim tíma liðnum og áfram brá svo Sólheimar um 1940. Takið eftir sérkennilegu byggingarlagi á bænum. Teikning eftir Ingimund Einarsson frá Laugum, sem teiknaði marga bæi í Hrunamannahreppi. Dugnaðarlegar vinnukonur við heyskap í Hrepphólum á þriðja áratugnum. Landsfræg mjólkurkýr, Huppa á Kluftum, hér með dætrum sínum. í baksýn sést bærinn á Kiuftum sem nú er í eyði. við að kýrin var hin stilltasta. Og þótti það furðu gegna. Varð þvi ekkert af ástarfundi við tuddann. En svo kom það á daginn er stundir liðu að kýrin virtist vera með kálfi og eftir níu mánuði frá því bóndi fór erindisleysu til tudd- ans, fæddust tveir kálfar, tuddi og kvíga. Þeg- ar svona stóð á var það venjan að kvígan væri ófrjó eða viðrini, sem kallað var. En menn trúðu því að ólánsmerki væri að drepa viðrini og leiddi það hörmungar yfir kúastofninn. Kvígan var því sett á sem viðrini og átti að drepa hana eftir tvö til þrjú ár. En viðrini þetta var ekki allt þar sem það var séð. Þegar kvígan var eins árs gömul fór hún að halda uppi gangmálum sem kallað var og létu menn það eftir henni að koma með tudda. Kvígan tók því fagnandi og nú eru gripir undan henni komnir um allt land. Þessi kvíga hét Murta“. Landskunnur Hreppamaður, Helgi á Hrafn- kelsstöðum, í Svartagili 1965. Helgi rekur síðan að Murta varð afburða kýr og sóttust menn eftir því að fá kálfa undan henni. Undan henni var Rauðbrá í Núpstúni og í beinan kvenlegg Huppa sem fæddist í Núps- túni 1926. Hún fluttist með Margréti Andrés- dóttur á ættarsetrið Klufta og þar setti hún ís- landsmet og mjólkaði meira en nokkur kýr hafði áður gert. Undan henni voru sett á fimm kynbótanaut og þegar hún fæddi bolakálf 1940 létu Mývetningar sig ekki muna um að senda eftir honum vörubíl. Eru nú afkomendur Huppu dreifðir um allt land. I bókinni er mynd af málverki Halldórs Péturssonar af Huppu, en bærinn á Kluftum sem þar sést í baksýn er ekki til lengur. Kluftar fóru í eyði 1954. Jörðin er norðan við Kaldbak og í meiri hæð yfir sjó en svo að búskaparskilyrði séu góð. Hestvagnalest og vinnukonur í heyskap. Gamlar ljósmyndir leiða í Ijós breytingarn- ar sem urðu frá einum aldarfjórðungi til ann- ars í Hrunamannahreppi, en voru þó ekkert öðruvísi þar en annarsstaðar. Myndin frá þriðja áratugnum af hinum galvösku vinnu- konum í Hrepphólum með hrífumar sínar er merkileg því hún sýnir að þar á bæ hafa þær verið átta. Það segir sig sjálft að kaupið hefur ekki verið hátt fyrst búskapur á miðlungsjörð gat staðið undir öðrum eins vinnukrafti. Jafn- framt er jjóst að þessar konur hafa þá ekki átt mikla möguleika „á mölinni“. SJÁNÆSTU SÍÐU LFSRÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18 SEPTEMBER 1999 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.