Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 16
SÝNING Á VERKUM HELGA ÞORGILS FRIÐJÓNSSONAR í LISTASAFNIÍSLANDS Listasafn íslands opnar í dag sýningu á olíumál- verkum Hel ga Þorgils F riðjónssonar listamanns. Sýningunni e jr ætlað að gefa yfirlit y rfir tveggja áratuga listferil hans og di raga fram helstu höfund- areinkenni. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR hitti Helga í vinnustofu hans í Þverholtinu og hann sagði henni að mál- verkið lifói góðu lífi. MARKMIÐI sýningar- innar lýsir Ólafur Kvaran sýningarstjóri þannig í aðfaraorðum að það sé að gefa yfirlit yfir listferil Helga Þorgils, draga fram meginþemu listar hans og dýpka skilninginn á stöðu hans í íslenskri og alþjóðlegri samtímalist. „Það er mikilvægt hlutverk fyrir Listasafn Islands að efna til sýninga á verkum starfandi íslenskra og er- lendra listamanna sem eru virkir þátttakend- ur í samtímalistinni, bæði til að auka skilning okkar á listinni og um leið móta og skerpa menningarlega sjálfsmynd okkar í nútíman- um,“ segir þar ennfremur. Helgi Þorgils segist varla vera orðinn nógu gamall til þess að hægt sé að tala um yfirlitssýningu á verkum hans, enda sé sýn- ingin líka takmörkuð við málverk hans og , það fyrst og fremst stóru málverkin. Jafn- hliða því sem hann vinnur að málverkinu vinnur hann hugmyndir sínar í teikningu, grafík, skúlptúr og texta. En á sýningunni sem opnuð verður í sal 1 í Listasafni íslands í dag gefur að líta tuttugu stór málverk, hið elsta frá árinu 1982 og hið nýjasta rétt nýþomað. Auk þess má sjá safn eldri smá- mynda í kjallaranum, einskonar myndröð. „Þetta eru rúmlega 40 verk, 20x20 senti- metrar, það elsta frá 1978. Þetta er eiginlega á mörkum þess að vera eitt verk og fjörutíu," segir hann og bætir við að hann hafi lagt mikla áherslu á að hafa þessi minni verk með á sýningunni, þar sem þau eigi að geta aukið skilning á stóru verkunum. En eru þá stóru verkin tuttugu sem Lista- safnið sýnir nú rjóminn af málverkum Helga T Þorgils? „Ég held að ég ætti nú sjálfur erfitt með að ákveða það. SérstakJega vegna þess að þar er ekkert af minni myndunum mínum, sem eru um metri og þar um kring, og mér fínnst þær mjög mikilvægar í samhengi við þær stóru,“ segir hann og segist gjaman stilla upp litlum og stórum myndum saman, þar sem það bjóði upp á ákveðna víxlverkun og of- hlæði. „Þessi aðferð skapar visst óöryggi eða óróa og undirstrikar það að verkin saman eru eitt. Þessi víxlverkun verður ekki á sýning- unni en ég leysti það kannski að einhveiju leyti með því að hafa gamlar og nýjar myndir saman, þeim er ekki raðað upp línulega í __ tíma.“ Hann lýsir hugmyndinni bak við litlu mynd- imar í kjallaranum þannig: „Hugsunin var að þær væru unnar mjög líkt og dagbók. Ég teikna á hveijum degi teikningar sem eins og flæða á pappírinn, stundum bara orð og stundum myndir, stundum bara vottur af Morgunblaðið/Kristinn Auðvitað verður maður var við að tískustraumar breytast enpað halda allar liststefnur sínu gildipótt pað komi hljóðlátir tímar. Það erpá ágætt að nota pá til íhugunar ogjafnvel finna fyrirpví að listin er hvorkipeningar né kastljós. þróun sé að ræða. „Það þarf ekki annað en að horfa á myndimar og bera saman ártölin til að sjá það. Það má segja að einn hlutur sé nokkuð augljós. Það verða skil um 1983. Áður reyndi ég mikið á þanþol þess óvænta og umsnúning þess hversdagslega, t.d. með því að gefa mál- verkunum hrátt yfirbragð og útlit. Þar af leið- andi var ég að vinna á einhvem hátt gegn hefð- inni í þessi hefðbundnu efni. Bæði efnislega efnið og það huglæga fékk þessa meðferð. Það hefur mjög lengi verið einkennandi í listum að menn era að brjóta upp fagurfræðina oft með kaldhæðni og hráleika eða þá með afmörkun hlutanna og í sumum tilfellum hafa verk jafn- vel nær eingöngu gengið út á það að koma áhorfandanum á óvart. Um ‘83 tek ég ákvörð- un en hún er þó lengi að taka á sig mynd, því þó að ég sé búinn að fá hugmyndina þá tekur Listamaðurinn á vinnustofu sinni. Vernd, 1988. hugmynd. Hugmyndin á bak við þessa myndröð var að yfirfæra þetta á striga með eins litlum málaratilfæringum og hægt væri, þ.e.a.s. að láta þær vera eins hráar og skissur. Og þar var ég að hugsa um málaraformið, þetta sögulega efni málverkið, sem er eins og einhvers konar traustsyfirlýsing og staðfesta varðandi söguna. Einhvers konar eilífð eins oglífið.“ Þanþol þ«ss óvasnta og umsnúningwr þess hversdagslega Aðspurður um þróun í málverkunum segir Helgi Þorgils augljóst að um einhvers konar „MJOG MARGT AÐ GERAST í MÁLVERKINU" 16 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/USTIR 18. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.