Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 17
TÝNDUR TOJVLIST Sígildir diskar MOZART/HENNEBERG/ SCHACK/GERL/SCHIKANEDER W.A. Mozart, J.B. Henneberg, B. Schack, F. X. Gerl & E. Schikaneder: Vizkusteinninn eða Töfraeyjan. Singspiel í 2 þáttum við texta e. E. Schikaneder. Kurt Streit (Astromonte), Alan Ewing (Eutifronte), Chris Pedro Trakas (Sa- dik), Paul Austin Kelly (Nadir), Judith Lovat (Nadine), Kevin Deas (Lubano), Jane Giering- De Haan (Lubanara), Sharon Baker (andi). Kór og hljdms.veit Boston Baroque u. stj. Martins Pearlmans. Telarc CD-80508. Upptaka: DDD Massachusetts, 9/1998. Útgáfuár: 1999. Lengd (2 diskar): 124:20. Verð (12 tónar): 3.500 kr. SÍGILDAN tónlistarheim skaka annað slagið hasarfréttir, þar sem kunngjört er, að nú hafi fundizt áður óþekkt eða löngu glatað verk eftir frægan fornsnilling. En oft reynist reykur án elds. „Jena“-sinfónía Beethovens reyndist vera eftir Friedrich Witt, og „Óðins- véa“-sinfónía Mozarts („K16a“ en sennilega rangfeðruð) var í bezta falli hálfklunnalegt bernskuverk. Tónsögulegt gildi endurfundar bandaríska tónsagnfræðingsins Davids J. Buchs á Vizku- steini ofangreindra fimmmenninga frá 1790 á eftir að koma í ljós. En ef satt reynist að hér sé komin n.k. „forstúdía" að Töfraflautu Moz- arts, þá má eflaust telja hérumrædda útgáfu með merkari uppgötvunum á síðari áratug- um. Prófessor Buch fann áður óþekkt handrit að Vizkusteininum í Hamborg 1996 meðal skjala sem skilað hafði verið aftur af stríðs- feng Sovétmanna úr seinni heimsstyrjöld, þai- sem „von Mozart" stóð skrifað fyrir ofan þrjú hinna 54 atriða óperunnar. Fyrir utan fjögur höfundarlaus atriði eru níu eignuð Henneberg, fimm Schack, fjögur Gerl, tvö Schikaneder, auk þess sem önnur sex atriði gætu hugsanlega einnig verið eftir Mozart. ' Ævintýraóperur voru í tízku seint á 18. öld, og hafði raunar lengi verið áhugi á dulúð austurlanda í þýzkumælandi óperuheimi, áð- ur en sýndarmorgunlenzkt ævintýrasafn C.M. Wielands Dschinnistan kom út. Þangað sótti Emanuel Schikaneder, félagi og frímúr- arareglubróðir Mozarts sem jafnframt rak Theater auf der Wieden í úthverfi Vínar, efnivið í þrjú líbrettó á stuttum tíma: Vizku- steininn (Der Stein der Weisen), Der Derwisch og loks Töfraflautuna eða „Lulu, oder die Zauberflöte" eins og sagan hét fullu nafni (m.a. notuð af Kuhlau („Lulu“, 1824).) Slíkar töfraóperur urðu feiknavinsælar á ör- skömmum tíma, svo jafna má við rokksöng- leikafár okkar tíma. En fleiri voru um hituna en Schikaneder- hópurinn, og menn urðu að vinna hratt til að hafa í við keppinautana. 120 árum fyrir færi- band Fords var þannig farið að semja óperar í hópefli í Vínarborg. Mozart var um þetta leyti kominn að fótum fram fjárhagslega, eins og fjölmörg átakanleg betlibréf hans til reglubróðurins Puchbergs sýna, og hefur því eftir öllu að dæma lagt í púkk í von um skjót- an ábata. Auk þess vora hinir fjórmenning- arnir vinir hans og samstarfsmenn í Töfraflautunni ári síðar, þar sem Henneberg stjórnaði, Schack söng Tamino, Gerl Sarastro og Schikaneder Papageno, auk þess að vera framleiðandi og líbrettisti. Tónsmíðasamstarfið gæti hafa farið fram í garðkofa við leikhús Schikaneders sem virð- ist vísað til í varðveittu bréfi frá honum til Mozarts nokkru fyrir framflutning Töfraflautunnar: „Kæri Wolfgang, skila þér hér með aftur „Pa-pa-pa“-inu þínu [dúett Papagenós og Papagenuj sem mér lízt nokk- uð vel á. Látum það a.m.k. duga. Hittumst í kvöld á venjulegum stað.“ Maður sér ósjálfrátt fyrir sér góðkunningj- ana fimm mætast í litlum timburhjalla, skipt- ast á hugmyndum og hispurslausum athuga- semdum við tíð hlátrasköll, líkt og á nútíma heilastormsfundi þar sem allt er látið flakka, og væri óefað upplögð sena í kvikmynd. Ekki dregur úr þeirri tilfinningu við hlustun á frá- bærri innspilun Boston Baroque og hinna ágætu einsöngvara. Túlkunin er innblásin, ef- laust ekki sízt af hinu spennandi tilefni, og - merkilegast af öllu - heildai-svipur verksins er ótrúlega samstæður hjá því að skuli hafa verið samið af „nefnd“. Það er sem maður sæi slíkt takast í nú- tímaverki! En margt hefur sjálfsagt hjálpazt að - gott vinnuandrúmsloft, sviðsvirk sögu- framvinda - og ekki sízt sameiginlegt tónmál. Ólíkt því sem nú er, þegar sjálf undirstaða Teningurinn, 1991. Ljósmyndir/Viktor Smári Nýjasta verkið á sýningunni, Blóm á strönd, 1999. það mig yfirleitt mörg ár að mjaka henni áfram þar til hún nær einhverjum þroska. Á þessu stigi fannst mér þetta allt í einu einhvem veg- inn orðið of auðvelt eða nægilega sinnt af öðr- um og ekki eiga lengur við mitt hugarfar. Þeg- ar maður er búinn að mála meira en hundrað svona myndir, hráar dagbækur, þá missa þær líka ferskleikann, eða að minnsta kosti fjarar athafnagleðin út, þó að þær myndir sem þegar era gerðar haldi sínu og ég persónulega er mjög ánægður með þær. Þarna var svo komið að ég ætlaði að skoða þann möguleika að fara meira inn á hefðina og koma hinumegin frá, að fara jafnvel lengra í hina áttina og reyna að nota hana þeim megin frá sem mér finnst miklu meira spennandi verkefni í augnablikinu og að mörgu leyti hættulegra og meira ögrandi, viðkvæmara og ég held heiðarlegra. En þetta tók mig nokkur ár og það sést á þess- ari sýningu. Breytingin var svona þriggja ára ferli. Auðvitað er ég í stöðugri breytingu og enn tel ég mig vera að þróast mikið og þroskast," segir hann. Ekki aðkallandi spurning hvort mól- verkið sé dautt eða ekki dautt „Mér finnst mjög margt vera að gerast í málverkinu núna og bara talsvert í myndlistar- heiminum yfirhöfuð,“ segir Helgi Þorgils, sem telur sig ekki geta kvartað yfir stöðu málverks- ins. „Mér hefur reyndar aldrei þótt það að- kallandi spuming hvort málverkið sé dautt eða ekki dautt,“ heldur hann áfram. Skemmst er að minnast umræðu sem spannst í tengslum við sýningu í Listaskálanum í Hveragerði á liðnu sumri, þai' sem margir vora á því að mál- verkinu hefði verið úthýst úr söfnum og sýn- ingarsölum hér á landi. „Þetta er nú meira og minna vol. Eg held að þetta miðist við gamla tíma þegar menn seldu upp heilu sýningarnar - það gerist náttúrulega ekki lengur. Ég man þegar ég var í námi um og eftir 1970, þá vora kennarar mínir, sem eru virtir málarar og sumh- þeirra sem heyrðist í núna, að halda sýn- ingar og það seldist hver einasta mynd. Þessir tímar koma aldrei aftur og það þýðir ekki einu sinni að vonast eftir því. Nema menn verði eitt- hvað stórlega frægir og verk þeirra séu keypt á svoleiðis forsendum,“ segir hann og heldur áfram: „Ég vinn mikið með erlendum lista- mönnum og mér finnst málverkinu vera veitt mjög mikil athygli, listtímaritin era full af þessu. Auðvitað verður maður var við að tísku- straumai’ breytast en það halda allar liststefn- ur sínu gildi þótt það komi hljóðlátir tímar. Það er þá ágætt að nota þá til íhugunar og jafnvel finna fyrir því að listin er hvorki peningar né kastljós. Þvert ofan í það sem margir halda fram þá sýnist mér á listtímaritunum að mál- verkið sé að koma aftur með svolitlum þunga eða að minnsta kosti ekki gefa eftir. Hvað mig varðar hafa menn alltaf viljað sýna verkin mín. Þau eru borin saman við verk annarra málara og myndlistarmanna úti i heimi sem era ágætir málarar eða hvað sem er, þannig að ég er nokkuð sæll með mitt.“ Sýningin í Listasafni Islands verður opnuð kl. 17 í dag og stendur hún fram til 24. október. Fjárfestingarbanki atvinnulífsins styrkir sýn- inguna og útgáfu bókar í tengslum við hana. HLEKKUR tónsmíðaaðferðar virðist endurskoðuð frá granni fyrir hvert nýtt verk í linnulausri leit að nýsköpun og „framleika". Að vísu tekst ekki að afsanna gömlu stað- hæfinguna um að meistaraverk hafi aldrei verið samið af nefnd, því verkið verður tæp- lega talið meistaraverk. En það sómir sérr furðuvel í samanburði við önnur samtímaverk minni spámanna, og óvitandi fær varla heyrt að fimm ólíkir einstaklingai’ skuli hafa lagt hönd á sköpunárplóginn. Sjaldan eða aldrei dofnar yfir dillandi ljóðrænni „Sturm und Drang“-tónlistinni, og víða hlakkar í hlust- andanum þegar heyrast skondnar ávísanir á Töfraflautuna sem varla geta allar verið til- viljun. Vel og vandlega hefur verið að öllu staðið, auk þess sem 1. upplagi settsins fylgir auka- diskur með fróðlegu spjalli stjórnandans um þennan „týnda hlekk“ við Töfraflautuna. Og -t hver sem hlutdeild snillingsins frá Salzburg á eftir að reynast, þá má þegar hafa mikla ánægju af Vizkusteininum á eigin forsendum verksins. TINCTORIS Johannes Tinctoris: Missa L’Homme Armé; Missa Sine nomine nr. 1. The Clerk’s Group (Lucy Ballard, William Missin [A), Tom Raskin, Matthew Vine [T], Robert Rice, Jonathan Arnold [Bar.[, Giles Underwood, Robert Macdonald [B]). Stjórnandi: Edward Wickham. Framleiðandi: Musique en Wallonie, Belgíu. Cyprés CYP 3608. Upptaka: DDD, West Wratt- ing, U.K., 4-5/1997. Útgáfuár: 1997. Lengd: 68:36. Verð (12 tónar): 2.000 kr. JOHANNES Tinctoris frá Ypres í Flandri (1430-1511) var samtímamaður Ockeghems * og einn merkasti tónfræðingur síðmiðalda. Hann reit fyrstu tónlistaralfræðiorðabókina og fjölda annarra tónfræðirita. Hafa þau þó skyggt á tónsmíðar hans, enda fáar varð- veitzt. Lítið er um ævi hans vitað, nema hvað hann þjónaði Napólíkonungi sem lögfræðing- ur, kórstjóri og tónlistarkennari og eyddi ævikvöldi sem kanúki í Nivelles. Tímaskeið hans er um margt merkilegt í tónlistarsögunni. Einstaklingshyggja endur- reisnar fer að ganga í garð, og njörvaður Ars Nova-stíll fyrri tveggja alda þokar fyrir kliðmýkri hljómabeitingu með notkun á harmónískum rytma og nútímalegri meðferð ómstreitna, hermikontrapunkti, stækkun tónsviðsins, einfaldari hrynjandi og almennt fjölbreytilegi’i rithætti. Lagði kynslóð Tinct-v orisar þannig til mörg þau verkfæri er áttu eftir að gera 16. öldina að gullöld kórtónlist- ar. Það er bæði gagn og tilbreyting í því að skoða tónaveröld svona löngu liðinna tíma. Sérstaklega fyrri messan (líkt og margar aðrai’ síðmiðaldamessui’ samin við víðkunna flökkuþjóðlagið „L’Homme armé“) sýnir, að fræðimaðurinn átti sér lagræna æð sem stundum slagar hátt í Josquin, og þríradda Sine nomine-messan er enn melódískari, þó að heildarsvipur hennar fölni hjá hinu meist- aralega fjögurra radda systurverki, enda að líkindum samið mun seinna, hugsanlega fyrir páfakrýningu kringum 1492. The Clerk’s Group er nýstofnaður söng- hópur og fylgja engar upplýsingar um hann, en þótt án stórtilþrifa sé er söngurinn vand- aður og í góðu raddjafnvægi. Upptakan er dálítið þurr fyrir kirkju, en skýr. Ríkarður Ö. Pálsson LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999 17

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.