Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 20
f „HUGARFLUGSGÁFUÐ VÉL" OG HIMNARÍKI EFTIR JÓN THOR GÍSLASON Hér segir af tveimur myndlistarsýningum í Dusseldorf; sýningu í Listasafninu, sem ber yfirskriftina „Brúður, lík- amar, vélmenni/hugarburður módernistanna", og sýn- ingu á samtímalist í Listaskálanum beint á móti. Verk á sýningunni „Puppen - Körper - Automaten/Phantsmen der Moderne". Frá sýningunni Himnaríki. ERUM við komin svo langt að hið skynsemisgáfaða dýr „animal rational11 er ekki lengur til, heldur hugarflugsgáfuð vél? Pessari spurningu var varpað fram í upp- hafi aldarinnar, þá er vélvæðingin var verulega farin að láta til sín taka. Sumir gengu lengra og komust að þeirri niðurstöðu að eftirgerðin væri betri kostur en frumgerðin, þar sem hún hrömar ekki líkt og hinn náttúrulegi manns- líkami. Þessa dagana stendur yfír sérlega merkileg sýning í Listasafninu í Dusseldorf (Kunst- samlung Nordrhein-Westfalen), í gamla bæn- um á bökkum Rínarfljóts. Sýningin ber yfir- skriftina, „Brúður, líkamar, vélmenni/hugar- burður módemistanna", og hefur að geyma yfír 400 verk 90 listamanna sem flestallir vom virkir á fyrri hluta þessarar aldar. í sögu hinna svonefndu avantgard-lista- manna, notuðust margir er þann hóp skipuðu, við fjölda líkingamynda sem svipar til mann- eskjunnar og endurspeglar þar með tilvist hennar í hreyfanlegum tvífömm. Utstillinga- og tuskubrúður, leik- og liðamótabrúður, sjálfvirkir menn og vélmenni, gervilimir og líffæramódel, vaxbrjóstmyndir og hárkollu- höfuð byggja veröld þessarar listrænu sýnar. Hin margbmgðna tilvist milli blekkjandi lík- ingar og greinilegs tilbúnings heillar málara, myndhöggvara og ljósmyndara. Brúður og aðrar gervimanneskjur em gagnhugsuð fram- leiðsla listafurða, sem samt sem áður líkja eft- ir lífsfjöri og öðlast stundum sitt eigið líf svo vakið getur óhugnað. Þessi tvískinnungur hafði sem mest áhrif á listamennina; tvísýn, tortímandi, töfrandi, erótísk kynferðisleg spenna brúðanna sem minna á persónueinkenni skurðgoðanna. Einkennandi er að notkun þeirra eykst á tímum þegar hin nákvæma eftirgerð manns- myndarinnar er að hverfa, þar sem hún birt- ist ekki lengur sem eftirmynd raunveruleik- ans, heldur sem tiibúin andstæð veröld í list- inni. Þungamiðja sýningarinnar samanstend- ur þess vegna fyrst og fremst af tilbúnum manneskjum, þar sem sjá má viðfangsefnið kristallast í uppstillingu líkamsfyrirbrigð- anna; mynda mörk milli náttúru og afurðar. Svið þeirra gervimanneskja sem sýndar eru, nær frá hinni þjóðsögulegu dúkku, sveiptri leyndardómum, yfir klippimyndakroppa og kynlegar brúður dada-istanna til hreyfaniegra lima konstrúktívistanna og útstillingargína súrrealistanna. Sérstök áhersla er lögð á allan * þennan fjölda gína og gervimanneskja, því þær endurvarpa tvíræðni brúðunnar, milli blekkj- andi eftirgerðar náttúrunnar, en undirstrika í senn tiibúninginn, og snerta þannig mörkin er varða trúverðugleika Ijósmyndarinnar. Það má skilja framangreint þannig að brúðumar og aðrir fulltrúar manneskjunnar á þessari sýn- ingu marki fagurfræðileg mörk módemist- anna, þar sem listamaðurinn reynir að gera sér grein íyrir hinum mismunandi listrænu miðl- um og samhenginu milli náttúru og listar, milli vemleika og tálsýnar, fmmverks og eftirgerð- ar, sannieika og iygi. Sýningin þræðir sig þannig á umhugsunarverðan hátt áfram til samtímalistarmnar, ekki síst vill hún verða skilin sem framlag til skiinings á forsögu nú- verandi viðfangsefnis samtímalistarinnar: lík- ama manneskjunnar, eftirgerð sem og fjöl- 4 þættri skilgreiningu hans í mismunandi formi og útfærslu. Sýningin sem slík er því hvetjandi sem umræðugmndvöllur um stöðu listarinnar á okkar dögum. Ljósmyndir og ljósmyndasamsetningar (fotomontage) skipa stóran hluta sýningarinn- ar, og ber þá helst að nefna nöfn eins og Man Ray, Herbert List, Josef Sudek og Umbo. Ljósmyndir Hans Bellmer af kúluliðamóta- brúðum em ógleymanlegar í fagurfræði sinni, ljóðrænu og djúpri dulhyggju, en sjálfur út- skýrði hann þær sem „trúverðuga skelfingu hversdagsins og fjórðu víddina“. Fjölda mál- verka og teikninga gefur að sjá eftir þá ^jChirico og Grosz sem og konstrúktívistana Lissitzky, Leger og Depero. Af leikbrúðum Alexöndm Exter vekja fyrst athygli „sam- lokumaðurinn" og „auglýsingaskiltamaður- inn“ sem gerðar voru 1921 fyrir kvikmynd eftir Peter nokkum Gad. Þrílitaði ballettinn hans Oskars Schlemmers, þar sem listamað- urinn hannaði bæði búningana og samdi dansana, er sýndur á hvítu tjaldi ásamt nokkmm fmmgerðum af búningunum sem notaðir em í kvikmyndinni. Dadaparið Haus- mann og Hannah Höch sem byrjuðu á því ásamt félögum sínum í Dada-Berlín að setja saman myndir og texta úr hinum og þessum áttum, sem ekkert áttu sameiginlegt og höfðu heldur ekkert með list að gera, sýna afrakst- urinn: Collage-myndir. Enn þann dag í dag geisla þessar klippimyndir af ferskleika löngu liðinna tíma. „HEAVEN" Í KUNSTHALLE í dUsseldorf Beint á móti Listasafninu, við Grabbetorgið í gamla bænum stendur yfir sýning á samtíma- list í Listaskálanum (Kunsthalle Dússeldorf). Þama er um að ræða samvinnu milli þessara tveggja listastofnana og tilgangurinn að opin- bera þau sterku tengsl sem merkjanleg eru milli samtímalistarinnar og módemismanns. Heaven eða Himnaríki er yfirskrift sýning- arinnar og leggur hún á athyglisverðan hátt áherslu á tilvist trúarlegra grandvallaratriða í nútímalist og poppmenningu, fatatísku og aug- lýsingastarfsemi. Sjá má viðfangsefnið spegl- ast í málverki og skúlptúr, vídeóinnsetningum og Ijósmyndum, „guðsdýrkunargripum“ og gemingum. Hið upphafna himneska eðli finnur sína samtímalegu túlkun í verkum 36 lista- manna af mismunandi þjóðemi og upprana, í heilögum myndum og tísku. Þetta er sýning hinnar trúarlegu áru, sem sýnir svo ekki verð- ur um villst að duldar verar, helgisiðir og ýmis fyrirbæri eiga sér enn tilvist i sálarlífi mann- eskjunnar. Poppstjörnur, kvikmyndastjömur og aðalsdætur eru settar á himneskan stall, lif- andi sem dauðar, enda skipar þetta ágæta fólk hlutverk hinna heilögu á okkar tímum. Hinir útvöldu era fallegir og frægir. Helgisiðir hins fullkomna sjálfs speglast því í líkamsdýrkun- inni og baráttunni við fituna. Þetta samræmist hinni trúarlegu kreddu þar sem fegurð og dyggð tilheyra hvort öðru sem og veikleiki holdsins og syndin. Verur frá öðrum hnöttum eru sendiboðar hærra valds og karlmannlegar konur era umboðsmenn fullkomnunar. Upp- gangur kaupæðis gerir vart við sig og í ferða- mannabransanum leita menn og konur að full- nægingu draumsins um fyrirheitna landið. Víd- eóklippur verða að bænum og teknópartí enda í trúarlegri alsælu. I nútímalist aldarinnar á hið upphafna upp- rana sinn í óhlutbundnum verkum málara eins og Malewitsch og Kandinsky, en hefur nú á dögum snúist yfir í hlutbundna list. Þetta má skýra þannig að á okkar trúlausu tímum lifir engu að síður hið trúarlega element áfram og þarf á útrás að halda sem krefst upplifunar á hlutbundnum (tál)veraleika. Við þekkjum þennan veraleika þegar úr fjölmiðl- unum, í auglýsingunum, í sápuóperanum, í fréttunum og umræðuþáttunum, þó svo við gefum því engan veralegan gaum að sannfær- ast um sannleiksgildi hans; að víst sé að við séum hæf til að geta greint á milli hins raun- veralega og hreinnar tálsýnar. Þá er komið er inn í Listaskálann taka á móti sýningargestinum tröppurnar upp í kynningarsalina, huldar pullulagaðri beibí- bleikri baðmull í líki ilmandi altarisklæðis og er hér um að ræða verk yngsta þátttakand- ans, Kötju Klofts, fæddrar 1973. Af öðram verkum og sýnendum má nefna Lundúnapar- ið Gilbert og George sem á stóru sýningar- tjaldi dansa á miðaldavísu yfir í aðra veröld í leit að svörum er viðkoma stöðu samfélagsins og siðferðislegum skilningi þjóða og einstak- linga, landslagsmálverk ameríska málarans Ed Ruscha af sólarlagi og ísilögðum fjöllum er gera listmiðilinn gamalgróna sjálfan að trúarbrögðum, pólýesterviðarkvoðu breska listamannsins Ron Mueck sem umbreytist í hvítvoðunga af risaættum, keramikstyttu í yf- irstærð af poppgoði eftir New York-búann Jeff Koons sem lætur sig ekki vanta, stað- setta skammt frá sykursætum andlitum Ffla- delfíumálarans Karenar Kilimniks máluðum með olíu á striga af poppstjömum og kvik- myndastjörnum eins og Leonardo di Caprio, skrautlega kvenbúninga fatahönnuðarins Thi- errys Muglers er gera sumar konur að englum og aðrar að djöflum, kjól tunglkon- unnar, hannaðan af kínversku listakonunni Oin Yufen er gefur okkur hugmynd um gífur- lega hæð Lúnu sem og fíngerðan vöxt hennar í anda ungstflskonunnar, að ógleymdri hinni hæfileikaríku listakonu Olgu Tobreluts frá Pétursborg, en hún sýnir stór plaköt unnin með stafrænni tækni, þar sem sjá má stjömu- rnar okkar í umgjörð liðinna tíma, til að mynda Elvis Presley sem nýkrýndan riddara á miðöldum. Hið melankólíska viðhorf nútímaheimspek- inga er vart að merkja og því segir sig sjálft að „dýptin", fjórða víddin svonefnda, er að mestu leyti fjarri góðu gamni, sem hefur þó verið aðal listarinnar frá upphafi vega. Þarna ræður miklu sú skoðun hugmyndafræðinga póstmódemismans að draga dýptina upp á yf- irborðið, og er þá átt við fyrirbrigði sem þýða mætti yfir á íslenska tungu sem rósamáls- dýpt. Þessi nýja tegund dýptarinnar, ef svo má segja, skilar sér aðallega í þeirri virkni sem umlykur og býr þá þegar í fyrirmyndum er notaðar era í listaverk, án þess að lista- maðurinn reyni að hafa persónuleg áhrif þar á. Það skal þó tekið fram að hin eiginlega dýpt, með óræðum persónulegum hugsýnum í anda „fjórðu víddarinnar", er nú þegar farin að gera vart við sig í samtímalistinni; undir yfirborðinu, meðvituð um tilvist rósamáls- dýptarinnar, og er ekki ólíklegt að þessi til- hneiging einstakra listamanna eigi eftir að hafa veraleg áhrif á áframhaldandi þróun hins upphafna himneska viðfangsefnis. Það er ferskur andvari er leikur um sali Listaskálans í Dússeldorf þessa sumar- og haustdaga á þröskuldi nýrrai- aldar. Nýir sem eldri listmiðlar sameinast í bróðemi án þess að einn trafli annan, enda viðfangsefnið sem öllu máli skiptir. Þvert á móti er um sam- hljóma heild að ræða er gefur sýningunni blæbrigðafull geðhrif er minna á ævintýra- landið. Sýningarnar standa til 17. október næst- komandi, en rétt er að taka fram að „Himna- ríki“ verður endurtekið í Tate Gallery í Liver- pool frá 11. desember 1999 til 27. febrúar 2000. Höfundurinn er listmálari í Þýzkalandi. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.