Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 10
MELTORFAN ER OPIN
DAGBOKARSLITUR AF
HEIÐUM OG HÁLENDI
EFTIR MATTHÍAS JOHANNESSEN
HELGI Hallgrímsson, nátt-
úrufræðingur hér á Egils-
stöðum, sendi mér dálitla
lesningu í sumar og nú hef
ég verið að glugga í ritling
sem heitir Fljótsdals grund.
Það er hnýsileg lesning áður
en við förum uppá hálendið.
Þar eru margvíslegar upplýsingar um landið
hér í kring og sögu þess, t.a.m. þetta um hið
umdeilda svæði, Eyjabakka: „Eyjar eða
Þóriseyjar er flæðislétta mikil suðaustan við
Snæfell, í um 650 m hæð yfir sjó, þar sem
Jökulsá hefur íyllt upp gamlan vatnsbotn og
myndað fjölmarga hólma eða eyjar, sem
margar eru algrónar og vaxnar stargresi og
sumar alsettar tjörnum. Beggja vegna eru
svo fagurlega gróin nes, Eyjabakkar að aust-
anverðu en Þjófagilsflói og Snæfellsnes að
vestanverðu. „Hvergi annars staðar ganga
mikil graslendi alveg upp að Vatnajökli,
nema hér,“ segir Þorv. Thoroddsen.
Nú er öll þessi slétta kölluð Eyjabakka-
svæði eða bara Eyjabakkar. Þar er mikið
fuglaland, heiðagæsir svo þúsundum skiptir
seinni part sumars.
Eyjabakkasvæðið er á margan hátt sam-
bærilegt við Þjórsárver við Hofsjökul og eru
bæði talin með merkustu hálendisvinjum ís-
lands. Sá er þó munurinn að Þjórsárver hafa
verið friðlýst um aldur og ævi en Eyjabakk-
ar dæmdir til að kaffærast í jökullóni Fljóts-
dalsvirkjunar.“
Síðan segir að Snæfell sé hæsta fjall utan
meginjökla, 1833 m yfir sjó; dæmigert eld-
fjall eða eldkeila sem minnir á nafna sinn á
Snæfellsnesi, en ekki er vitað til að það hafi
gosið á sögulegum tíma. Samt má víst finna
hraunklepra á austurhomi tindsins sem eru
svo að segja óveðraðir. Þar segir enn að
Snæfell sé heilagt fjall í huga flestra sem til
þekkja og hafi Fljótsdælir varað Svein Páls-
son 1794 við að ganga á fjallið, töldu að það
mundi hefna sín með illviðri, enda sannaðist
það á Sveini, þegar hann freistaðist að ganga
á tindinn. Loks segir að bflvegur hafi verið
lagður upp á heiðina 1980 og síðan lengdur
inn að Laugarfelli, en þangað er ferðinni
heitið - og þó lengra.
Það er lítið um náttúrulýsingar í íslendinga
sögum og setningin fógur er hlíðin einsdæmi í
þessum bókmenntum. En fegurðarskyn fom-
manna lýsir sér með áhrifamiklum hætti í
mörgum ömefnum. Sá sem gaf Fagradal nafn
á sínum tíma hefur haft svipaða tilfinningu
íyrir umhverfinu og við sem nú lifum. Hann
hefur áreiðanlega farið um þetta svæði á sól-
björtum sumardegi og kunnað að meta þá
veizlu augans sem við blasti. Á vetrin er heið-
in oft illfær.
3. september,
föstwdagur, Egilsstöðum
Heiðríkt veður og heldur spakt, bjart og
hlýtt; enginn ógangur í veðrinu. Friðsæll
himinn og skip heiðríkjunnar liggja fyrir
akkeri yfir húsi skáldsins á Skriðuklaustri.
Hrafnkell Jónsson, sem er einn af helztu
talsmönnum náttúmvemdarsinna hér
eystra, útvegaði okkur tvo leiðsögumenn í
ferðina, þá Þórhall Þorsteinsson, hjá
RARIK, sem er varamaður í náttúmvernd-
arráði og mikill öræfagarpur og eindreginn
andstæðingur virkjanaframkvæmda við
Eyjabakka og Kárahnjúka, og Aðalstein Að-
alsteinsson frá Vaðbrekku, sem sér um
hreindýraveiðar á hálendinu; hvor um sig
eins og alfræðibók um öræfin og sögu þessa
einstæða og undurfagra héraðs. Ferðin var í
alla staði hin ánægjulegasta og raunar
ógleymanleg. Allt sem við sáum var nýtt af
nálinni og okkur áður ókunnugt. Aðalsteinn
er mikill virkjanamaður og því var mjög lær-
dómsríkt fyrir mig að heyra samtal þeirra
félaga og öndverðar skoðanir. Morgunblaðið
þarf að gæta sín því mikið er í húfi, en ég tel
eftir ferðina að það hafi verið rétt stefna hjá
okkur að óska eftir því að Eyjabakkavirkjun
færi í umhverfísmat, þótt báðir leiðsögu-
menn okkar séu þeirrar skoðunar að það taki
a.m.k. tvö ár. Reynt yrði að drepa málinu á
dreif og seinka því eins og hægt væri. Auk
þess sem þeir sögðu okkur frá kennileitum,
örnefnum og umhverfi þama á öræfaslóðum
fengum við margar skemmtilegar og fróðleg-
ar sögur af lífí fólksins á þessum slóðum og
hafði ég gaman af því. Aðalsteinn gat tengt
umhverfið Hrafnkötlu hvar sem við vorum á
ferð, hvort sem við ókum framhjá Hrafnkels-
stöðum í Fljótsdal eða Aðalbóli eða Eyvind-
arfjalli þar sem Hrafnkell drap Eyvind,
bróður Sáms. Var þessi fróðleikur bæði end-
urnærandi reynsla og ný upplifun. En sagan
sýnir að allir vilja vera efstir á strái í sinni
sveit.
Fyrst komum við að Skriðuklaustri þar
sem nýr forstöðumaður tók á móti okkur,
ásamt Sigurði Blöndal, skógræktarstjóra, en
þangað höfðum við aldrei komið áður. Nýi
forstöðumaðurinn er kornungur, Skúli Bjöm
Gunnarsson, og hyggst hann breyta þessu
gamla höfuðbóli Gunnars skálds Gunnars-
sonar í fræðastofnun og skáldamiðstöð. Skúli
Björn hefur gefið út smásagnasafn, Lífs-
klukkan tifar, sem hlaut ágætar viðtökur.
Hann er viðfelldinn ungur maður og ástæða
til að ætla að setrið rísi úr öskustónni á hans
tíð. Um það á að ríkja friður eins og Hrafns-
eyri. Sigurður Blöndal var náskyldur Gunn-
ari skáldi í móðurætt og sagði okkur ýmis-
legt af því þegar hann fór að Klaustri með
móður sinni í tveggja sólarhringa síðsumars-
heimsóknir til frændfólksins. Mig minnir það
séu um 30 herbergi í þessu höfðingjasetri og
sýndi Sigurður okkur skrifstofu skáldsins,
svefnherbergi þeirra hjóna, gestaherbergi
og annað sem heyrir þessu þýzka hugviti til.
Það voru ekki tök á að hlaða bæinn úr steini
eins og arkitektinn ætlaðist til, en þá brá
Guðmundur Þorbjömsson, völundur frá
Seyðisfirði, faðir Þorbjöms Guðmundssonar,
fyrrum ritstjórnarfulltrúa Morgunblaðsins, á
það ráð að steypa steinana utan á veggina og
tókst það með ágætum. Steinarnir voru fyrst
þvegnir úr saltsýru svo að enginn gróður
gæti festst við þá og prýða nú alla útveggi,
óveðraðir. Vigfús í Geitagerði sá um gmnn-
gröft, um hann skrifaði ég í Ferðarispum.
Hann var skemmtilegur karl og sérstæður.
Skriðuklaustur er fomt stórbýli. Þar var
klaustur frá 1493 til siðaskipta, en kirkja til
1792. Þar sat Hans sýslumaður Wium, fræg-
ur af Sunnevu-máli. Þar er sagt að hann
liggi, en þar mun einnig vera leiði Jóns hraks
sem Stephan G. Stephansson orti um. Gunn-
ar Gunnarsson settist að á Skriðuklaustri
1939 og reisti þetta stórhýsi, sem þýzkur
arkitekt teiknaði, Höger að nafni, en gaf það
síðan ríkinu ásamt jörðinni og var þar rekin
tilraunastöð sauðfjárræktar og jarðræktar,
en nú hefur hún verið lögð niður. Á
Skriðuklaustri er lista- og fræðimannnsíbúð
á vegum Gunnarsstofnunar, en formaður
hennar er Helgi Gíslason á Helgafelli, ættað-
ur frá Skógargerði. Hann talaði við mig og
bauð okkur að koma við. Það var fyrir orð
Hrafnkels Jónssonar. Það var kominn tími
til að ég kæmi að Skriðuklaustri og sæi þetta
ótrúlega höfðingjasetur, en ég kom oft á
heimfli þeirra Gunnars og Franziscu í
Reykjavík, skrifaði um Gunnar og varði
hann fyrir kommúnistum á sínum tíma. Milli
okkar var þannig hlýleg vinátta, enda met ég
hann mikils og skáldskap hans. Gunnar
yngri var einnig á Klaustri með foreldrum
sínum, góðlegur maður og listhagur.
Ég þekkti allar hliðar á Gunnari skáldi,
sumar hvassar eins og útsynningur, aðrar
hlýjar, manneskjulegar og viðfelldnar. Með Jó-
hannesi, afa mínum, og afa á Knerri ríkti mikil
vinátta og studdi þessi afi Gunnars Jóhannes í
þingkosningum í Múlasýslu á sínum tíma.
Eg hafði einnig gaman af að sjá Arnheiðar-
staði handan Lagarins þegar við ókum vestur
með Leginum sunnanverðum, en þar var móðir
mín í sveit, þegar hún var lítil telpa á Seyðis-
firði. Þar bjó hún í herbergi með tveimur systr-
um sem báðar smituðust af berklum, en sjálf
slapp hún við þennan mesta ógnvald þeirra
tíma.
Ógleymanlegt var einnig að sjá Hengifoss,
einn af hæstu fossum landsins, 118 metrar; gilið
einstaklega fagurt og fjölbreytilegt. Við komum
ekki að Valþjófsstað, þar sem Gunnar var fædd-
ur, en horfðum þangað heim. Valþjófsstaðar-
hurðin er hvort eð er ekki þar á staðnum, hún
er varðveitt í Þjóðminjasafninu, en eftirlíking á
Valþjófsstað. Þaðan voru þeir bræður Þorvarð-
ur Þórarinsson, sem Barði Guðmundsson segir
að hafi skrifað Njálu, og Oddur Þórarinsson,
bróðir hans, sem Sturla Þórðarson lýsir í Is-
lendinga sögu sinni, en sú lýsing er að hluta tfl
fyrirmynd að Gunnari á Hlíðarenda, enda var
Oddur talinn manna vígfimastur á Sturlunga-
öld, veginn í Geldingaholti 1255. Þorvarður Þór-
arinsson drap aftur á móti Þorgils skarða á
Hrafnagili, sællar minningar. Af því hlaut hann
lítinn sóma.
Sigurður Blöndal lýsti heimili þeirra Franz-
iscu eins og ég hafði upplifað það og Gunnari
sem hlýlegum manni oftast, en heldur hvassyrt-
um, ef því var að skipta. Eitt sinn kom Jóhann
bflstjóri hjá K.H. akandi heim á hlað á Klaustri
og fór mikinn. Hann ók á smiðju sem þar stóð
og beyglaði mikið. Gunnar skáld stóð á hlaðinu
og sá þessar aðfarir, brást hinn versti við og
skammaði Jóhann, en Jói lét sér hvergi bregða
og svaraði: Þetta er nú ekki mikið, þú hefðir átt
að sjá þegar ég keyrði á Súðina!
Þá var Gunnari öllum lokið og fór að skelli- i
hlæja.
Sigurður sagði að oftast hafi verið borðað I
niðri í matsalnum, en þegar gesti bar að garði
var maturinn borinn upp í stofu. Gunnar borð-
1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999