Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 18.09.1999, Blaðsíða 9
RAUÐ- HÓLAR í LESBÓK 31. júlí sl. var myndafrásögn af Rauðhólunum, sem eru þekkt kennilciti innan við Reykjavík. Svo sem kunnugt er var megnið af þeim tekið og sett undir flugbrautir í Vatnsmýrinni á stríðsárun- um. Enda þótt myndrænt landslag, sum- part uppgróið, hafi orðið til í Rauðhólum, er gjarnan sagt að þeir hafi verið eyði- lagðir. En hvernig litu Rauðhólarnir út áð- ur en rauðamalarnám hófst þar? Ekki er að sjá að margir hafi mundað myndavélar þar og ljósmyndir af hólunum eru a.m.k. sjaldséðar, ef þær eru þá yfirhöfuð til. Hinsvegar fékk Lesbók upplýsingar um að til væri málverk af Rauðhólunum frá ár- inu 1929 eftir Júlíönu Sveinsdóttur list- málara. Ljósmyndin sem hér fylgir er af þessu málverki Júlíönu og þar má sjá að hólarnir hafa sumpart verið grasi grónir, en víða skín í rauðamölina. Efnistaka var að vísu lítillega hafin fyrir 1940, en þegar Júlíana málaði myndina hefur ekki verið farið að hrófla við hólunum. Þeim fækkar nú sem muna Rauðhólana eins og þeir eru á myndinni, þó hafa ugglaust einhverjir sem nú eru um áttrætt komið þangað á barnsaldri. GS. Gler og álpóstar einkenna ytra útlit hússins. Þesskonar áferð þótti nýstárleg á fyrstu ára- tugum aldarinnar, en þykir nú full vélræn og kaldranaleg. Það rýfur þó einhæfnina að tré í umhverfinu speglast í glerinu. NÝTT HÚS ALÞJÓÐA VEÐURFRÆÐISTOFN- UNARINNAR Alþjóða Veðurfræðistofnunin, eða World Meteorological Organization eins og hún heitir á ensku, er í Genf og hefur nýlega fengið til umráða nýtt stórhýsi. Það er í hæsta máta nútímalegt hús og sker sig nokkuð úr í nágrenni við hefð- bundnar byggingar. Þessi útgáfa af módem- isma er stundum nefnd techno, þ.e. kennd við tækni, þó ekki sé gengið eins langt og stund- um áður í því að láta hús líta út sem einskonar vél fyrir starfsemina innan veggja. Ekki er þó ljóst hvaða tilgang það kann að hafa að Veð- urfræðistofnunin sé í húsi sem a.m.k. ofan frá lítur út eins og skipsskrokkur. Hliðarnar sveigjast út svo breidd hússins verður mest um miðjuna, en endarnir mjókka í einskonar stefni. Segja má að mikill hreinleiki einkenni heild- ina en þessar risastóru hliðar úr gleri, áli og stáli eru nokkuð meinlætalegar og minna á dauðhreinsunina sem módemisminn leiddi yfir Á jarðhæð Alþjóða Veðurfræðistofnunarinn- ar. Einnig þar eru málmsúlur, málmfletir og gler í fyrirrúmi. Dæmigerður techno-stíll. byggingarlistina fyrr á öldinni, ekki sízt í skýjakljúfum Mies van der Rohe. Afleiðingin af þeirri tízku varð skeliileg íyrir borgir heims- Hús Alþjóða Veðurfræðistofnunarinnar séð ofan frá. Þar sést m.a. kápan, ytra byrðið, sem umlykur húsið og er hugsuð til að jafna hita og birtu. ins, sem fylltust af húsum í fxystikistustfl. Sveigðar línur Veðurfræðistofnunarinnar eru síður fallnar til að verða óþolandi en frystikist- umar og Genf hefur ekki annað en ávinning af húsi sem sker sig frá hinu hefðbundna. Það yrði hinsvegar dapurlegt að sjá heila borg sem byggð væri úr húsum af þessu tagi. En það er ekki aðeins útlitið sem dregur dám af tæknihyggju. Loftræstingin er hrein tæknisnilld og fæst með því að svölu og fersku lofti er safnað neðanjarðar. Það er dregið upp með úthliðum hússins og inn á hverja hæð svo menn hafa ekki annað en gott loft til að anda að sér um leið og þeir spá í veðurspilin. Vegna stöðu hússins á lóðinni þurfti að bregðast við þeim verðurfarsaðstæð- um, að kaldh- norðanvindar mæða á annari hlið hússins, en hin hliðin snýr móti sól og getur þá orðið efitt að verjast hitanum þegar glugar eru stórir. Vegna þessa er húsið með tvöfaldan ytri byrðing; fast gler á ytra byrð- ingi norðurhliðar, en opnanlegt að sunnan- verðu. Það er með öðrum orðum séð fyrir notalegu veðurfari í þessu húsi. Arkitektar hússins em heimamenn: Rino Brodbeck og Jacques Roulet. GS. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 18. SEPTEMBER 1999 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.