Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Qupperneq 15
krigslyríkk (Den Norske Bokklubben 1976) undir ritstjórn Ivars Eskelands, með 99 ljóð- um eftir 23 skáld, frá Jóhannesi úr Kötlum (1899-1972) til Péturs Gunnarssonar (f. 1947). Loks kom í þýðingu Knuts 0degárds safnritið Moderne islandske dikt (Det Norske Samlaget 1990) með 103 ljóðum eftir 7 skáld, frá Stefáni Herði Grímssyni (f. 1920) til Gyrð- is Elíassonar (f. 1961). Safnrit d enskw og kinverskw Og víkur þá sögunni útfyrir norræna mál- svæðið. Ai'ið 1976 var mér boðið að dveljast fjóra mánuði við Iowa-háskóla og taka þátt í International Writing Program ásamt tæp- lega 30 höfundum hvaðanæva úr heiminum. Skáldið Paul Engle, sem var frumkvöðull og forstöðumaður hinnar alþjóðlegu samveru, fór þess á leit að ég tækist á hendur að kynna íslenska nútímaljóðlist fyrir enskumælandi lesendum og fékk mér til fulltingis ungt og efnilegt ljóðskáld, Mick Fedullo, til að lesa yf- ir þýðingarnar og gera á þeim nauðsynlegar lagfæringar. I þrjá mánuði sat ég við frá morgni frammá miðja nótt og glímdi við ljóð 28 skálda, frá Snorra Hjartarsyni (1906-1986) til Steinunnar Sigurðardóttur (f. 1950). Afraksturinn varð ríflega 350 ljóð sem ætlun- in var að gefa út í Iowa Translations Seríes sem hjónin Hualing Nieh og Paul Engle rit- stýrðu. I þeim bókaflokki höfðu áður birst sýnisbækur hebreskrar, rússneskrar, júgóslavneskrar, japanskrar, kínverskrar og kóreskrar nútímaljóðlistar. Talsverður drátt- ur varð á útgáfunni, þannig að þýðingarnar komu ekki út fyrren haustið 1982 undir heit- inu The Postwar Poetry of Iceland (Uni- versity of Iowa Press). Fékk bókin yfirleitt góða dóma, en vakti líka hörð viðbrögð femínista sem þótti hlutur kvenna fyrir borð borinn. Urðu um málið snarpar deilur milli Alison Tartt annarsvegar og Shauns F.D. Hughes og Dicks Ringlers hinsvegar í Scand- inavian Studies No. 4 1986 (bls. 342-406). Liðu svo fram stundir til haustsins 1993, þegar kínverska skáldið Dong Jiping var þátt- takandi í International Writing Program. Komst hann þar í tæri við The Postwar Poetry of Iceland og varð svo hrifinn að hann afréð að snúa hluta safnsins á kínversku. En hann vildi líka hafa með einhver yngri skáld. Svo heppilega vildi til, að út hafði komið í Lundúnum undir ritstjórn Páls Valssonar lítil sýnisbók íslenskrar samtímaljóðlistar, Brush- strokes of Blue (Greyhound Press 1994) og var einskonar framhald fyrra safnsins. Voru þar birt 51 ljóð 8 yngri skálda í þýðingu okkar Bernards Scudders og Davids McDuffs. Ur þessum tveimur bókum þýddi Dong Jiping íjóðin í fyrstu kínversku sýnisbók íslenskrar ljóðlistar, Tíminn og vatnið - íslensk nú- tímaljóðlist (Dun Hung listaverka- og bókaút- gáfa, Tsjungking 1998), sem kynnt var hér í Sigrídwr og Jóhann I IGuðs bænum, Jóhann. Hvað ertu að gera, hættu þessu, þú meiðir mig. Ég geri þetta fyrir þig, Sigríður mín, geri þetta svo að þú sért óhult, svo eitthvað komi ekki fyrir þig, þú gætir slasað þig eða jafvel dáið, þú veist að það má ekki gerast. En er ekki of langt geng- ið að járna mig, hvað ætlarðu að láta mig sitja hérna lengi, járnaða við rúm. Það sem eftir er af okkar lífi, elskan mín, ég kem til með að hugsa vel um þig, þú átt eftir að þakka mér fyrir þetta, það er ég viss um. Sigríður finnur köld handjárnin á vinstri úlnlið sínum, finnur hvernig þau særa hana, hún horfír á mann sinn, Jóhann, horfir á hann taka til mat á bakka, horfir á glaðlegt andlit hans. Núna ertu örugg, elskan, hérna er mat- ur handa þér, ég er svo hamingjusamur, núna veit ég að þú ert örugg. En Jóhann, ég þarf að komast á baðherbergið, þú verður að losa mig. Nei, Sigríður mín, ég er búinn að sjá fyr- ir því, þú gerir það sem þú þarft að gera í þessa skál, hún horfir á hann við rúmgaflinn með skál í höndunum, þá rennurðu ekki til á flísunum á baðherberginu, þú veist að þær eru oft blautar og það getur verið stórhættu- legt. Jóhann, þú hlýtur að vera að grínast, það járnar enginn konuna sína við rúm, jafnvel þó að hann sé hræddur um hana. Viltu horfa á sjónvarp, elskan, segir hann og kveikir á því, ég held að það sé að byrja stórskemmtileg mynd um seinni heimsstyrj- öldina, ég skal meira að segja poppa, þú vilt alltaf hafa popp þegar þú horfir á bíómyndir, er það ekki. Sigríður horfir á eftir honum þar sem hann gengur út úr herberginu, hún reyn- Lesbókinni í nóvember 1998. í bókinni eru 226 ljóð eftir 37 skáld, frá Snorra Hjartarsyni til Braga Ólafssonar (f. 1962). Safnrit ó rússneskw og þýskw I millitíðinni hafði komið út á rússnesku sýnisbókin Is sovi'emennoj íslandskoj poezíí (Islensk nútímaljóðlist) sem gefin var út af Radúga í Moskvu 1987. Voru þar birt ljóð fimm skálda: Jóns úr Vör (54 ljóð), Hannesar Sigfússonar (36 ljóð), undirritaðs (46 ljóð), Þorsteins frá Hamri (66 ljóð) og Jóhanns Hjálmarssonar (51 ljóð). Þjóðverjar hafa ekki látið sitt eftir liggja. Aukþess sem komið hafa út glæsileg tvítyngd ljóðasöfn Stefáns Harðar Grímssonar, Gea- hnter Flugelschlag (Kleinheinrich 1992), og Snorra Hjartarsonar, Brennend fliegt ein Schwan með vatnslitamyndum eftir Bernd Koberling (Kleinheinrich 1997),' stóð edition die horen að myndarlegu tvítyngdu safnriti ís- lenskrar samtímaljóðlistar undir heitinu Ich hörte die Farbe blau - Poesie aus Island (1992) undir ritstjóm Gregors Laschens og Wolfgangs Sehiffers. Þar eru kynnt sex skáld: Hannes Sigfússon (14 ljóð), Baldur Óskarsson (17 ljóð), Linda Vilhjálmsdóttir (18 ljóð), Gyrðir Elíasson (16 ljóð), Ingibjörg Haralds- dóttir (10 ljóð) og Matthías Johannessen (10 ljóð). Sex þýsk skáld þýddu eða endurortu Rila-klaustrið er um 1000 ára gamalt og næststærsta klaustur á Balkanskaga. ljóðin í samráði við höfundana; í mörgum til- vikum em birtar fleiri en ein þýðing á sama ljóði. Grafíska myndskreytingu gerði Dorothea Reese-Heim. Safnrit á búlgörskw Og er þá komið að síðustu erlendu sýnisbók íslenskrai' nútímaljóðlistar, sem mér er kunn- ugt um og er tilefni þessa greinarkorns. Kom hún út hjá Bókaforlaginu Litze í Búlgaríu í byrjun júní 1999 undir heitinu Vremetó í vó- EFTIR ERLING JÓN VALGARÐSSON ir að smeygja hendinni úr handjárninu án ár- angurs, finnur bara meiri sársauka, hann hlýtur að vera að fíflast, hugsar hún, hann hefur aldrei látið undai'lega, aldrei gert neitt óeðlilegt, hún heyrir í poppinu í örbylgjuofn- inum, heyrir hann söngla. Er myndin byrjuð, kallar hann. Nei, svarar Sigríður. Hún heyrir hvernig síðustu poppsteinai'nir poppast, hann gengur inn með poppskál, brosandi út af eyr- um, núna skulum við hafa það gott, elskan. Hafa það gott, ertu búinn að missa vitið, Jó- hann, heldurðu að ég ætli að sitja héma hand- járnuð upp í rúmi, éta popp og horfa á bíó- mynd um seinni heimsstyrjöldina, þú hlýtur að vera eitthvað verri, losaðu mig og hættu þessari vitleysu. Elsku Sigi'íður mín, ég geri þetta fyrir þig, þú veist að ég elska þig. Sigríðwr eg Jóhann II Er hann faðir þinn að drekka eina ferðina enn spyr Sigríður, ég veit það ekki svar- ar Jóhann, þú veist að þessi tilgáta þín getur ekki staðist Sigríður, hún bara stenst ekki, hvernig í ósköpunum á ég að finna fyrir áhrifum af því áfengi sem hann drekkur, það er engan veginn hægt. Hvernig getur þú útskýrt það að alltaf þegar hann drekkur þá finnur þú á þér, þú veist að við er- um búin að sanna þetta, þú bara vilt ekki trúa þessu, hún lítur á manninn sinn þar sem hann situr einsog draugur fyrir framan hana. Hann finnur óbragðið í munninum, finnur bragðið af rommi, hann kyngir slímugu munnvatni, rennir því niður uppskorpnaðan hálsinn, þerrar svitann af enninu, skelfur, þetta stenst ekki. Síðast þegai' hann datt í það þurftirðu upp á sjúkrahús, manstu það heldur data - Sevremenna íslandska póesía (Tíminn og vatnið - Islensk nútímaljóðlist) í þýðingu Ægis E. Sverrissonar. I þessu safni eru birt 61 ljóð eftir 16 skáld, frá Steini Steinarr (1908-1958) til Braga Ólafssonar. Vera Gantséva valdi ljóðin og skrifar for- mála sem hún nefnir „Blóð og hunang“. Dvaldist hún hérlendis þrjá mánuði sumarið 1998 á Styrk Snorra Sturlusonar. Hún er pró- fessor í norrænum bókmenntum við Sófíuhá- skóla og rekur sömuleiðis eigið útgáfufyrir- tæki. Gantséva er mikilvæg persóna í búlgör- sku bókmenntalífi. Faðir hennar var sendi- herra á íslandi með aðsetur í Stokkhólmi þarsem hún lærði sænsku, en megináherslu lagði hún á íslenskar miðaldabókmenntir. Hefur hún verið ötul við að kynna íslenskar bókmenntii' í Búlgaríu og skrifað greinar um fjölmarga hérlenda höfunda. Ég kom til Sófíu nokkrum dögum áðuren sýnisbókin var kynnt og var fenginn til að flytja fyrirlestur við norrænudeild Sófíuhá- skóla um þróun íslenskrar menningar frá öndverðu. Kom mér mjög á óvart hve fjölsótt- ur fyrirlesturinn var. Áheyrendur voru ríflega sjötíu talsins og langflestir við nám í norræn- um fræðum, 90% þeirra af kvenkyni. Spurn- ingarnar eftir fyrirlesturinn leiddu í ljós að unga fólkið var undravel heima í norrænum bókmenntum og hafði lifandi áhuga á því sem ég hafði til málanna að leggja. Sett hefur verið á laggirnar norrænt bóka- safn við deildina og voru aðstandendur þess hjartanlega þakklátir fyrir íslensku bækurnar sem við færðum því að gjöf. Greinilegt er að norræn menning er Búlgörum hugarhaldin, enda gera þeir mun meira en nokkur önnur þjóð á Balkanskaga til að rækta og efla sam- skipti við Norðurlönd. Ægir E. Sverrisson er sonarsonai' Sverris heitins Kristjánssonar sagnfræðings. Hann á búlgarska móður og er tvltyngdur. Hefur hann dvalið langdvölum hérlendis og kennir íslensku við Sófíuháskóla. Þekkt búlgörsk ljóðskáld voru fengin til að fara yfir lokagerð þýðinganna, þeirra á meðal Georgí Konstant- ínov sem ritstýrir einu helsta bókmenntatíma- riti Búlgaríu. Utgefandi safnritsins og eigandi Litze er ljóðskáldið og þýðandinn Pavel Slavjanskí, sem hefur áður gefið út sýnisbækur frá ýms- um löndum, meðal annars Finnlandi. Hann og Gantséva höfðu líka hönd í bagga með þýðing- unum. Kynningarhútíðin i Sófiw Safnritið var kynnt á mikilli hátíð í Menn- ingarhöllinni í Sófíu fyi'ir fullum sal af fólki. Var salurinn bæði myndríkur og fjörlegur, meðþví gervallur veggurinn andspænis áheyrendum er þakinn litskrúðugi-i freskó- mynd sem sýnir alla helstu rithöfunda Búlgaríu á undanförnum rúmum hundrað ár- Sigríður áfram, þú fékkst áfengiseitrun, ég hefði getað misst þig þá, og hver lá á sjúkra- húsinu annar en faðir þinn, líka með eitrun, og þú veist að þetta er búið að gerast marg oft, viltu að ég hringi í hann núna og athugi hvort han sé að drekka. Nei, Sigríður svarar Jóhann og horfir á andlit hennar hringsnúast fyrir framan sig, ég vil ekki vita hvort hann er að drekka. Jóhann stendur á fætur, ég ætla í rúmið Sigríður, hann finnur hvernig fætumir gefa eftir, svigna, hann veit að hann er draugfullur og hann veit líka að hann hefur ekki bragðað áfengi, þetta stenst ekki tuldrar hann um leið og líkaminn mjakast í átt að svefnherberginu, hann leggst og lokar augunum, sortinn er þægilegur, hann finnur hvernig slaknar á taugum og allri líkamsstai’fsemi. Hann veit að faðir hans er drukkinn, veit að þetta gerist í hvert skipti sem hann drekkur. Sígríður sest á rúmstokkinn og horfir á manninn sinn, ég veit að þetta er ótrúlegt, Jó- hann minn, en svona er þetta nú samt. Hann svarar ekki. Opnar ekki augun þótt síminn hringi. Sigríður tekur tólið upp, góðan daginn, Sigríður hér segir hún, rödd á hinum enda lín- unnar kynnir sig og spyr eftir Jóhanni, hann kemst ekki í símann, hann er veikur svarar hún, en get ég tekið skilaboð. Röddin heldur áfram, þetta er á Landspítalanum, það er varðandi föður hans, hann lést fyrir örfáum mínútum. Sigríður leggur frá sér símtólið, snertir munn Jóhanns með sínum, finnur ekki andardrátt, finnur ekki líf, situr og horfir á líf- vana líkama Jóhanns, situr og horfir. Höfundurinn er myndlistarmaður ó Akureyri. um. Eru þeir á fimmta tug talsins og sýndir í margvíslegum stellingum. Við Ingibjörg Haraldsdóttir vorum boðs- gestir á kynningarhátíðinni og þótti báðum mikið til hennar koma. Héldum við stuttar töl- ur, hún á rússnesku, ég á ensku; leikarar lásu uppúr sýnisbókinni og þekkt búlgörsk söng- kona söng á íslensku fjögur lög: „Sofðu unga • ástin mín“, „Smávinir fagrir“, „Snert hörpu mína“ og ,Austankaldinn á oss blés“. Fór hún mjög smekklega með lögin og vakti fögnuð áheyrenda. Framburður á textunum var furðugóður, enda hafði Ægir tekið hana í læri. Ennfremur söng blandaður kór búlgörsk þjóðlög. Sýnisbókin var til sölu á hátíðinni og seldist vel. Eftir dagskrána flykktist fólk að okkur Ingibjörgu og spurði í þaula um einstök Ijóð, inntak þeirra og efnistök. í Búlgaríu nýtur ljóðlist greinilega almennra vinsælda og virð- ist skipta menn máli. Fréttum við að Búlgarar búsettir í Makedóníu hefðu þegar pantað tugi - eintaka af bókinni. Eftir hátíðina var farið með okkur í hið víð- fræga þúsund ára gamla Rílaklaustur sem liggur í djúpu gljúfri í Rílafjöllum, umlukt há- um viðivöxnum ásum, um 120 kílómetra fyrir suðvestan höfuðborgina. Klaustrið var stofn- að af einsetumanninum Jóhannesi (Ivan) Rilski kringum árið 1000 og er annað stærsta klaustur á Balkanskaga, margra hæða óreglu- legur ferhyrningur utanum rúmgóðan garð þarsem stendur stórfengleg kirkja með fimm hvelfdum turnum, ríkulega skreytt litskrúð- ugum vegg- og loftmyndum. Freskómyndim- ar eru ótrúlega fjölbreytilegar, enda eru þær elstu frá 13du öld en þær yngstu frá miðri síð- ustu öld. Eru flestar þeirra vel varðveittar, og hefur miklu verið kostað til að viðhalda þess- um foma helgidómi, sem hefur ekki einasta a gegnt veigamiklu trúarlegu hlutverki í hinum orþódoxa heimi, heldur líka verið merkilegt fræðasetur og varðveislustaður mikilvægra sögulegra gagna. Klaustrið er talið vera ein af menningargersemum Balkanskaga. Dvölinni í Búlgaríu lauk með daglangri heimsókn til borgarinnar Plóvdív í sunnan- verðu landinu, sem frá fornu fari hefur verið óopinber menningarmiðstöð landsins, enda í flestu tilliti mun þekkilegri borg en flatneskjulegur höfuðstaðurinn, svipmikil og sólrík borg reist á nokkmm hæðum, iðandi af lífi og framtaki. Þar hittum við fyrir nokkur af ■ þekktari yngri skáldum Búlgara og áttum við þau ánægjulegar og lærdómsríkar samræður. Hvarvetna þarsem við bámm niður urðum við áskynja djúprættrar löngunar landsmanna til að efla samskipti við aðrar þjóðir og hljóta viðurkenningu á ótvíræðu framlagi Búlgara til evrópskrar menningar á liðnum öldum. í því efni eiga þeir ýmislegt sammerkt við ís- lendinga. MARlA skagan DÖGUN „Langfíngruð hönd með gullið a uga í miðjum lófa leikur á hamrabelti og fjallseggjar hvassar sólarlagið“ Túnið orðið grænt og tindilfættur spói að vella í mó. Svo orti ég er ég unglingur ilutti mjólkina ríðandi með klyfjahest í taumí yfír Affallið heima. Hérna svo löngu löngu síðai• sé ég aldrei sólarlag. Þó mun þar koma að það vitjar mín ef til vill sungið af vörum skammdegisnætur og vekur mér dögun. Mun þá árroði yfírjökli tún orðið grænt spói langvella í mó og hyljótt áin streyma til hafs?? Höfundurinn er skáld í Reykjavík. TVÆR ÖRSÖGUR LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999 1 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.