Lesbók Morgunblaðsins - 09.10.1999, Síða 19
4. MÁLÞING NORRÆNNA MENNINGARNETA
MENNINGARNET OPNA ■
ÓTEUANDI DYR
ÍSLENSKA menningarnetið er í góðum fé-
lagsskap þar sem eru menningarnet hinna
Norðurlandanna. Netin eru ólík innbyrðis en
þar sem þau deila markmiðum og metnaði
hittast umsjónarmenn þeirra reglulega til
þess að bera saman bækur - eða öllu heldur -
heimasíður sínar. Þema 4. málþings norrænna
menningarneta var „staðbundin menningar-
net“ og var vöngum velt yfu- gildi héraðs- og
landsneta í smáu og stóru samhengi.
Norrænu menningametin eru starfrækt af
menningar- eða menntamálaráðuneyti hvers
lands fyrir sig. Um er að ræða upplýsinganet
sem tengja saman vefí menningar- og lista-
stofnana og auðvelda almenningi aðgang að
menningai'tengdu efni á Netinu. Á Menning-
arneti Islands (www.menning.is) er til dæmis
að finna tengla við heimasíður Rithöfunda-
sambands Islands og íslensku menningai'-
samsteypunnar art.is, svo dæmi séu nefnd, og
opnast þannig á einum stað dyr að mörgum
og ólíkum menningarkimum Netsins.
Salvör Gissurardóttir er nýr formaður
stjórnar Menningarnets Islands, en forveri
hennar, Gunnar Harðarson, greindi frá bauta-
steinum síðasta starfsárs á málþinginu. Hann
upplýsti að ensk útgáfa vefjarins væri nú loks
komin í gagnið og meðal nýrra tengla
minntist hann á Upplýsingamiðstöð myndlist-
ar, sem er gagnabanki um listamenn og
myndverk.
Gerjun á öllwm vígstöðvum
Menningamet Danmerkur (www.kultur-
net.dk) og Svíþjóðar (www.kultur.nu) eiga það
sameiginlegt að gegna tvennskonar hlutverki.
Annars vegar höfða þau til almennings á sömu
forsendum og hið íslenska, en hins vegar eru
þau nokkurs konar hjálparhella þeirra sem
vinna við menningarmiðlun á Netinu. Á
sænska menningametinu er til að mynda boðið
upp á námskeið í heimasíðugerð, auk þess sem
stjóm vefjarins hefur dreift fræðsluefni um út-
gáfumál á Netinu. „Athuganir sýna að um
helmingur Svía hefur reynslu af því að vafra
um Netið og æ fleiri gefa út eigið efni á Net-
inu,“ sagði Cissi Billgren Askwall, verkefnis-
stjóri Menningamets Svíþjóðar. Sænsk yfir-
völd veita hvað mest fé til reksturs menningar-
nets af öllum Norðurlöndunum og starfa nú
sex manns í fullu starfi við rekstur vefjarins.
Fulltrúi Noregs lýsti þeirri framtíðarsýn að
Menningarnet Noregs (www.kulturnett.no)
ætti ekki einungis að vera vefur um menningu
heldur vefur með menningarlegu innihaldi.
Aðrir fulltrúar sögðu markmið sitt það sama,
en eigin framleiðsla menningarefnis er þó enn
skammt á veg komin hjá flestum menningar-
Tölvutæknin þarf ekki að
drepa hefðbundinni list-
iðkun á dreif heldur getur
samvinna nets og veru-
leika styrkt staðbundið
menningarlíf verulega.
SIGURBJÖRG ÞRAST-
ARDÓTTIR sat 4. málþing
norrænna mennmgar-
neta í Reykjavík.
netunum. Finnska netþjónustan Kulttuuri-
sampo (www.kulttuurisampo.fi) er sér á báti
að því leyti að meginmarkmið vefjarins er að
vera vettvangur lifandi menningai’umræðu.
„Á vefnum er m.a. rekinn fréttabanki um
menningarlíf, auk þess sem við starfrækjum
umræðutorg fyiir almenning," sagði Marita
Muukkonen, liðsmaður ritstjórnar. Að hennar
sögn snýst Kulttuurisampo um menning-
arpólitík en annað menningarnet, Kulttu-
urinet (wwwr.kulttuuri.net) sinnir almennum
listviðburðum.
Undirbúningur er hafinn að Menningarneti
Álandseyja og greindi Lotta Marshall frá því
að heimasíður landsstjórnarinnar, bókasafns-
ins og allra skóla eyjanna yrðu senn tengdar
með kerfisbundnum hætti.
Martin Næs, starfsmaður Landsbókasafns
Færeyja, upplýsti málþingsgesti um að
Menningarnet Færeyja hefði ekkert stai'fslið
og enga peninga en forsíða vefjarins væri þó
tilbúin. Ymis færeysk söfn og menningar-
stofnanir státuðu af ágætum heimasíðum og
færeysk stjórnvöld hefðu fyrir skemmstu loks
svarað endurteknum bréfaskriftum bóka-
safnsmanna um að hefja nú formlegan undir-
búning að Menningarneti Færeyja.
Skortur á fé og starfsfólki hindrar að sama
skapi uppsetningu menningarnets á Græn-
landi, en Grænlendingar áttu þó fulltrúa á
málþinginu. „Áhugi okkar beinist fyrst og
fremst að fræðsluneti fyrir skóla, en á næsta
ári stendur til að nettengja helstu mennta-
stofnanir landsins, sem er skref í áttina að
sameiginlegu menningai'neti," sagði Ole
Fredriksen.
I! -e . -► . a 1 3 5 53 5 v
Frá Menningarneti íslands má meðal annars
tengjast Upplýsingamiðstöð myndlistar.
Svseðisnet fyrir
heimamenn og gesti
Fyrri degi málþingsins lauk með því að
kynnt voru staðbundin menningamet, eða
svæðisnet. Saamiweb (www.saamiweb.org) er
menningar- og fréttavefur Sama sem skrifað-
ur er á sex tungumálum: samísku, norsku,
sænsku, finnsku, ensku og spænsku, en for-
svarsmenn Saamiweb leggja mikið upp úr
miðjuleysi Netsins. „Við völdum til dæmis
endinguna .org á vefslóðina af ásettu ráði. Við
vildum ekki tengja vefinn ákveðnu landi með
því að nota einkennisstafina .no, .fi eða .se því
vefurinn þjónai’ samísku byggðunum í heild
sinni,“ útskýrði verkefnisstjórinn Ole Isak
Mienna. Hann benti á að með því að þýða efni
yfir á jafn útbreidd tungumál og spænsku og
ensku væri markhópurinn í raun heimurinn
allur og þannig væri nýttur til hins ýtrasta
styi'kur Netsins sem fjölmiðils. „Á fréttasíð-
um Saamiweb eru stórir og smáir atburðir
nær og fjær skoðaðir með augum Sama - í því
liggur sérstaða vefjarins í flórunni."
Héraðsvefurinn Kulturnett Hordaland (hor-
daland.kulturnett.no) er staðbundið menning-
arnet í Noregi og þjónar 430 þúsund íbúum
héraðsins Hörðalands. Synnove Gjermundnes
kynnti vefinn, sem geymir upplýsingar um
bóka- og listasöfn, menningarviðburði og
fleira, auk tengla við undirvefi eins og Hörða-
land í stríði og Vef eldri borgara.
I Svíþjóð er rekið menningarnetið Kult-
urnát Dalarna (www.knd.nu) fyrir 500 þúsund
íbúa héraðsins Dalama og aðra áhugasama.
„Eitt af markmiðunum er að kynna menningu
svæðisins fyrir fólki sem hyggst heimsækja
héraðið," sagði Lars Wikström, ritstjóri vefj-
arins. „Jafnframt er hugmyndin að hvetja
innfædda listamenn til þess að kynna sér
möguleika Netsins og nýta sér það sem sinp,
eigin tjáningarmiðil. Við styrkjum til dæmis
útvalin verkefni ólíki'a listamanna og skipu-
leggjum námskeið um skipulag menningar-
starfsemi.“
Hornsteinn allra svæðisnetanna er við-
burðadagatal, tímasett skrá yfir listviðburði
sem á döfinni eru í grenndinni. Þar geta að-
standendur viðburðanna sjálfir ritað upplýs-
ingar á listann í gegnum tölvupóst.
Ekki einsleit heild
Að lokum flutti Bragi Halldórsson fyrir-
lestur um veflist og gerði skýran greinarmun
á list sem sköpuð er frá grunni á Netinu og
myndverkum sem skönnuð eru inn á tölvu-
skjá. Hið fyrrnefnda væri veflist.enda „stend-
ur veflistaverk ekki undir nafni ef hægt er að
leika sköpun þess eftir með öðrum miðlum."
Bragi varpaði upp á skjá sýnishornum af eig-*
in verkum við góðar undirtektir málþings-
gesta.
Talsverðai' umræður sköpuðust á þinginu
um nauðsyn frekara samstarfs milli norrænu
menningametanna. Allir voru sammála um
nauðsyn þess að skiptast á hugmyndum og
reynslusögum en efasemdir komu fram gagn-
vart hugmyndinni um sameiginlegt menning-
amet Norðurlandanna. Þjóðirnar væru ólíkar
um margt og ættu ekki að reyna að steypa
menningarkynningu sína í sama mót nema
kannski með sameiginlegri forsíðu að þeim
menningametum sem fyrir væm. „Norður-<
löndin eru ekki einsleit heild, nema helst í
augum Bandaríkjamanna eða annarra sem
horfa á okkur úr fjarlægð," sögðu dönsku
þátttakendurnir og bættu við: „Uppbygging
Netsins er þannig að notendahópur jafnt
svæðisneta sem landsneta er heimurinn allur.
Það þarf ekki þverþjóðlegan vef til þess að ná
til margra landa í einu - hver og einn getur
náð víðtækri athygli á eigin forsendum.11
Kostum og göllum landfræðilegrar nálgun-
ar vai' velt upp og rætt hvort fýsilegt væri að
flokka upplýsingar um norræna menningar-
starfsemi eftir efni (leiklist, tónlist, o.s.frv.) í
stað uppruna. Þýsku gestirnir bentu á að vefir
á Netinu yrðu stfellt umfangsmeiri og giskuðu
á að ef Norðurlandanet myndi ekki taka við af
landsnetum myndi allsherjar Evrópunet gera
það á endanum. „Grunneiningarnar verða*
áfram svæðisnetin, en þau munu smám saman
tengjast og mynda þéttriðið net,“ sögðu Þjóð-
verjarnir í lok líflegi'a umræðna.
HJÁLPA LISTAMÖNNUM
AÐ SKAPA SÉR
LÍF Á NETINU
KULTURSERVER, sem á íslensku mætti
kalla Menningarmiðlai'a, er eins konar gras-
rótarhreyfing listamanna á Netinu, í senn
bundin við ákveðin svæði og opin öllum heim-
inum. Þýska margmiðlunarfyrirtækið Ponton
hefur þegar stofnað Kulturserver í fjórum
sambandslöndum Þýskalands og einn í
Kosovo, en þeim síðastnefnda er ætlað að
styðja endurreisn menningarlífs og vera vett-
vangur frjálsra skoðanaskipta í Kosovo.
Tveir af forsprökkum Kulturserver, þeir
Klaas Glenewinkel og Beryamin Heiders-
berger, einn af fjórum eigendum Ponton, voru
gestafyi-irlesarar á málþingi norrænna menn-
ingarneta þar sem þeir greindu frá hugsjón-
inni að baki Kulturserver. Jafnframt áttu þeir
samtal við blaðamann Morgunblaðsins um til-
urð og framtíð verkefnisins.
Öllum frjúls aðgangur
„Kulturserver er samfélag á Netinu, til
þess hugsað að styrkja samskipti listamanna,
menningarstofnana og neytenda á tilteknu
svæði. Þetta er eins konar vefveröld sem veit-
ir í senn yfirsýn yfir menningarlíf á Netinu
sjálfu og utan þess. Aðgangur er frjáls og
þátttakendum er að auki hjálpað við að útbúa
sína eigin heimasíðu endurgjaldslaust," út-
skýi'ir Klaas sem situr við tölvuna. Hann slær
inn slóðina www.kulturserver.de og bendir á
þrjár spánnýjar heimasíður frá síðustu
klukkustund, en alls eru heimasíður Kultur-
seiwer um 1.300 talsins.
Um leið og heimasíðan er komin í höfn fær
eigandi hennar netfang í tölvupóstkerfinu
„Webmail" og getur nálgast það úr hvaða
tölvu sem er. „Þetta er óháð póstþjónustu-
kerfi sem hentar vel þeim fjölmörgu lista-
mönnum sem ekki líst á að leggja lag sitt við
markaðsrisa á við Microsoft," segir Benjamin
kíminn og vísar þar til póstkerfisins út-
breidda, Hotmail.
Skráðar heimsóknir í vefsamfélagið Kultur-
server eru um 30 þúsund á mánuði en talan
tvöfaldast að sögn félaganna á sex mánaða
fresti. Áskrifendur að fréttabréfi Kulturser-
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
Þjóðverjarnir Klaas Glenewinkel og Benja-
min Heidersberger kynntust á netkaffihúsi í
Japan og vinna nú saman að frjálsri miðlun
menningar á Netinu.
ver eru 2.500 og sívaxandi fjöldi listamanna
tekur þátt í að móta viðburðadagatalið sem er
hjai'ta Kulturserver á hverju svæði. Þar er
öllum frjálst að skrá og auglýsa tónleika, upp-
lestra, gjörninga og hvers kyns aðrar uppá-
komur.
„Kosturinn við Kulturserver er að það eru
ekki bara stórar menningarstofnanir sem
hafa efni á því að vera með. Þar mætast pönk-
sveitir og óperuhús, óháðir listamenn og sam-
tök. Við bjóðum ókeypis rými á Netinu og
leggjum fólki lið við að senda út sitt eigið
efni,“ segir Benjamin, en auk heimasíðutorgs
starfrækh' Kulturserver útvarpsstöð á Netinu
þai' sem hver sem er getur gerst dagskrár-
gerðarmaður og sent út sjónvarps- eða hljóð-
varpsefni úr stofunni heima hjá sér.
Vilja bæta íslandi i hópinn
Benjamin og Klaas hafa ferðast víða til
þess að breiða út „fagnaðarerindi" starfsem-
innar og mynda tengsl við listamenn. Nú síð-
ast heimsóttu þeh' Kúbu og Eystrasaltslöndin
í því skyni að kanna jarðveginn fyrh- útibú
Kulturserver „og það má vel koma fram að»
við höfum mikinn áhuga á að stofna „Kultur-
server Iceland“,“ upplýsa þeir og útskýra að
frumforsendur fyi’ir rekstri Kulturserver í
hverju landi sé dugandi ritstjóri og fundvísi á
fjármagn. í Þýskalandi er rekstur Kulturser-
ver nú styrktur af stjórn viðkomandi sam-
bandslands og Deutsche Telekom en draum-
urinn er að vefsamfélagið fjármagni sig sjálft
í framtíðinni, svo sem með auglýsingaborðum
og miðasölu á listviðburði. „Aðalatriðið er að
þátttaka í þessu netsamfélagi er frjáls og rit-
skoðun er ekki beitt nema brýna nauðsyn beri
til og birting brjóti augljóslega í bága við lög.“
I kvöld klukkan 18 að íslenskum tíma verð-
ur sendur út á hljóð- og sjónvarpsstöðinh?
Kulturseiwer TV - Radio þáttur í beinni út-
sendingu um Island í umsjá Ástu Olafsdóttur
og Wolfgangs Mueller. Fram koma meðal
annars Gjörningaklúbburinn, hljómsveitin
Stilluppsteypa, Oskakórinn og Birgir Örn
Thoroddsen. Slóðin er www.kulturserver.de
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS ~ MENNING/LISTIR 9. OKTÓBER 1999 1 9