Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Síða 14
ELISABET
UÓNSHJARTA
KLÍFUR HEKLU
EFTIR ELÍSABETU JÖKULSDÓTTUR
Við tróðum vikur og snjóskafla óður en við komum
upp. Svo vorum við komin upp. Og ég verð
að játa að mérvarð ekki um sel. Fjallið var þá
li fand i. Ég fékl k á tilfinninguna að Hekla gæti
rifi nað upp með rótum þegar minnst varði, enda
✓ a hún það víst til að hafa á sér lí tinn fyrirvara.
AÐ var fyrir tilviljun að ég
kynntist eldfjallinu Heklu.
Auðvitað hafði ég vitað af
henni frá því ég var lítil, lesið
um hana og gosin í henni í Öld-
inni okkar, sem ég lá í af
dramatískum áhuga þegar ég
var lítil stelpa en ég varð strax
á unga aldri sólgin í dramatík og ellefu ára
gömul gleypti ég í mig, af þeim sökum, öll
ættfræðirit sem til voru á heimili móður-
foreldra minna. Ég sat dögum saman alein
inní bókaherbergi, hafði lokað að mér og las
ættfræðina baki brotnu í útsaumuðu stólun-
um hennar ömmu, og í hvert skipti sem stóð
fyrir aftan eitthvert nafn: Fór til Vestur-
heims, hríslaðist um mig dramatískur unað-
ur.
Svo gaus Hekla 1970, Hekla var alltaf ein-
hvernveginn inni í umræðunni, stundum var
talað um hana við hádegisverðarborðið,
svona einsog hún væri eitthvað í ætt við
persónu eða altjént sérstakan heim. Amma
átti útsaumaða mynd af Kötlugosinu 1918,
og ef maður stóð fyrir framan myndina,
barst talið fljótlega að Heklu, og öðrum eld-
fjöllum í landinu, og allskonar dramatík sem
þjóðin hafði lent í. Móðuharðindi, haíís,
tyrkjaránið, reynistaðabræður, svartidauði,
drekkingarhylur, suðurlandsskjálftamir,
sjálfstæðisbaráttan. Allt var morandi í
dramatík. Ég fékk fljótlega tilfínningu fyrir
þessu skrítna landi sem ég bjó í, erfiða og
undursamlega. Og um náttúruna og hennar
ýmsu fjöll og jökla var talað um einsog
hverjar aðrar persónur, hvað hefði á daga
þeirra drifið, uppruna þeirra og uppátæki,
og uppá hverju þær gætu tekið þegar
minnst varði. Gat ekki bara Snæfellsjökull
tekið uppá því að gjósa?
En 1970 fórum við, ég og Illugi bróðir
minn, með móðurforeldrum okkar í rútu til
að sjá Heklu gjósa. Og þama stóðum við í
myrkrinu, lengst í fjarska spúði fjallið eldi
og reyk, og hraunið vall fram, murrandi og
ískrandi, glóandi, fyrir framan nefið á okk-
ur. Síðan hef ég ekki séð Heklu gjósa, hún
gaus næst 1980, þá átti ég kærasta og hann
stakk af með vinum sínum að skoða gosið og
ég fyrirgaf honum seint, þótt hann reyndi að
sannfæra mig um að þetta hefði ekki verið
neitt merkilegt og þau hefðu ekkert séð
nema gráan mökk og bílalest. Síðan held ég
því fram að náttúruhamfarir taki sig best út
í sjónvarpinu. Svo liðu árin og ég hafði
kynnst ýmsum fjöllum og fossum einsog
vera ber. Dag einn hitti ég Ingu Bjarnason,
leikstjóra og Leif heitinn Þórarinsson, tón-
skáld, sem höfðu flutt búferlum til Hellu, í
því skyni að draga sig út úr borgarskarkal-
anum. Þau höfðu kynnst fólkinu í Selssundi.
Bærinn stendur við Heklurætur og kúrir
milli tveggja hraunelfa. Inga og Leifur
sögðu að ég skyldi fara í Selssund og segja:
Ég er komin. Þá myndi nokkuð mjög merki-
legt gerast. Enn liðu árin. Og ég ekkert að
hugsa um Heklu, þessa póstkortadís og
dramatíkurbombu en hlýt þó að hafa sent
vinum mínum í útlöndum póstkort af henni
til að monta mig.
Það var ekki fyrr en ég endurnýjaði kynn-
in við vin minn af prússneskum aðalsættum,
sem dró mig á háhælaskóm yfir Fimm-
vörðuháls, að Hekla kom aftur inní líf mitt.
Það vildi svo til að þessi vinur minn átti kofa
í Heklu-hrauninu, sem faðir hans hafði smíð-
að í trúlofunarstandi og þess vegna af skilj-
anlegum ástæðum kallað Syndasel. Synda-
selið stendur í hraunrjóðri skammt frá
Bjólfelli, er „næsti bær við“ Selssund og því
var hann aldavinur fólksins í Selssundi, sem
skal nú nefnt til sögunnar, en þar ber fyrst
að telja Sverri bónda Haraldsson, sem er
líka listmálari og frægur kommúnisti, (í and-
dyrinu á Selssundi hanga enn uppi útsaum-
aðar myndir af leníntrotskíogmaó), Svölu
konu hans, sem er annáluð steina- og blóma-
manneskja en fólk leggur sig í stórhættu til
að færa henni grjót og jurtir hvaðanæva af
landinu, þau eru bændur í Selssundi ásamt
Muggi syni sínum og Björku, konu hans.
Þegar ég sagði vini mínum söguna sem Inga
og Leifur höfðu sagt mér, hló hann því þetta
klingdi bjöllum hjá honum. Þessi þrjú orð
væru eins konar töfralykill að bænum, sem
lykist þá upp einsog hulduhóll og allt stæði
manni opið. Gestabækur á bænum er þétt-
skrifaðar nöfnum fólks sem hefur sagst vera
komið og eiginlega ekki komist í burtu.
Þannig hafði Sverrir Haraldsson, listmál-
ari, (nafni bóndans) bankað uppá einn dag-
inn og sagst vera kominn, honum var afhent
stofan í húsinu til ábúðar, stóð þar við árum
saman og málaði rofabörðin sín, seinna kom
Jökull Jakobsson, rithöfundur, sagðist vera
kominn, reyndar frá útvarpinu til að segja
frá hegðun Hekiugossins, dvaldi dögum
saman í Selssundi, svaf alltaf fram á hádegi
og reið trylltum folum á kvöldin, milli þess
sem dramatískt gosið í eldfjallinu hríslaðist
um sálina í honum, svo birtist listakonan
Róska með heilt kvikmyndatökulið og leik-
araragengi, sagðist vera komin, og þáðu þau
viðurgjöming í margar vikur. Svo var það
einn góðan veðurdag að ég bankaði uppá og
sagðist vera komin.
Aður en greint er frá þeim töfmm sem þá
áttu sér stað, skal nú sögunni vikið að þeim
dögum sem ég dvaldi í Syndaseli, ein með
sjálfri mér og Heklu. Ég var ekkert sérstak-
lega að hugsa um Heklu, þegar ég bað vin
minn um að lána mér kofann í fáeina daga,
en mest til að vera ein með sjálfri mér, en
það hleypur stundum i mig að það hljóti að
vera bráðnauðsynlegt. Svarið við því fannst
kannski í viðtali við söngkonuna Björk sem
ég fann í gömlum blaðabunka í Syndaselinu
en þar er haft eftir henni: „Það er ekki bara
maðurinn og konan, heldur það sem er á
milli þeirra.“
Það er gaman að hafa sig til. Ég keypti í
matinn, pakkaði niður skósíðum kjól, bók til
að skrifa í, og gjöfum frá mömmu sem hún
hafði borið heim frá arabalöndum: ofið teppi
með lækningamátt og blár silkikoddi frá
bedúínum í eyðimörkinni. En í arabalöndun-
um er búið að vefa og sauma bæði drauma
og tilfinningar, langanir og þrár, að
ógleymdum öllum hugsunum í klæðin fín.
Eg lagði af stað á Saabnum og ekki man ég
lengur afhverju ég fór að hugsa um draum
og veruleika á leiðinni, þessi ólíkindatól, sem
þykjast stundum vera eitthvað allt annað en
jjau eru. Þau eru kannski eins konar form
fyrir lífið, já bæði tvö. Mér fannst ég vita
eftir áralangar rannsóknir hvernig ætti að
breyta draum í veruleika, en eftir fjögurra
daga einveruferð undir Heklurótum þóttist
ég vera orðin svo mögnuð að ég gæti breytt
veruleika í draum. Frá því segir nú að ein-
hverju leyti.
Fyrsta sem maður gerir þegar maður
kemur aleinn í ókunnugt hús uppi í óbyggð-
um er að hugsa um afhverju í ósköpunum
maður sé hér einn, einhver hljóti að koma og
afhverju maður hafi ekki fengið einhvern
með sér. En fer að sofa í hyldýpi einmana-
leikans, draumarnir koma um nóttina og
þegar maður vaknar í býtið daginn eftir og
kíkir út um gluggann hafa þrjátíu þrestir
raðað sér í kringum kofann og um leið og
maður blikkar auga þenja þeir brjóstið og
lautin titrar af söng. Og utan um húsið ligg-
ur fingerður köngulóarvefur og daggardrop-
arnir glitra einsog perlur í vefnum. Þannig
hófst hver dagur í Syndaseli. Og sólin hellti
geislum sínum yfir einsog síðu, ljósi hári.
Næstu dagar fóru í rannsaka svæðið.
Hekla er að búa til Island, ríki hennar er
sérstakt ríki í landinu og tildæmis ofan af
Bjólfjallinu, einu af nágrannafjöllunum, sést
hvernig starfsemi hennar er einsog magnað-
ur útsaumur, hraunin frá liðnum öldum mis-
munandi mosavaxin, grasivaxin eða kolbika-
svört, vefjast hvert inní annað, liggja hvert
ofaná öðru, hverfa hvert undir annað. Fyrir
utan þau kynstur og býsn af ótrúlegustu
undrum sem finna má í nágrenni hennar,
ógnarstórt grjót hefur splundrast í parta, í
kletti hefur bergmálið orðið eftir og skilið
eftir sig hringlaga hljóðbylgjur, já og fyrir
utan alla þá smágíga í hlíðum hennar sem
eru vægast sagt kynferðislegir í laginu. Og
yfir öllu trónir eldfjallið. Hraunið tekur á sig
ótrúlegar myndir, ég rakst þarna á ljón sem
lá hnarreist í mestu makindum í hrauninu.
Ég spái því að ljónið hafi verið hér á vappi á
forsögulegum tíma og í einu gosinu hafi aska
fallið yfir það og það stiknað einsog íbúarnir
í Pompei. Síðan feykti vindurinn öskunni
burt og eftir varð ljónið. Þetta mun vera
Hekluljónið, sem frægt er af fornum munn-
mælum. Ég settist niður og teiknaði það. Og
þegar ég teiknaði ljónið vissi ég að það var
tákn.
Og þarna komst ég að því að ef allt er gert
mjög nákvæmt, gerist eitthvað magnað, eitt-
hvað sem maður átti ekki von á, kraftur
losnar úr læðingi, og eina leiðin til að hafa
stjórn á þessum krafti er að láta undan hon-
um. Myndin á bak við myndina kemur í ljós.
Skal hér gripið í dagbókina mína máli mínu
til sönnunnar en hún lýsir fyrsta morgnin-
um: Fyrst opnaði ég augun og það var sól-
skin úti og mig hafði dreymt draum. Svo fór
ég fram úr rúminu og gekk berfætt útí gras-
ið og svo sótti ég vatn í lækinn og fékk mér
vatn að smakka og svo burstaði ég tennurn-
ar og pissaði bak við runna og hlustaði á
fuglana syngja og tísta, svo náði ég í eldivið-
inn og ég kveikti upp í kamínunni og eldur-
inn skíðlogaði, svo hitaði ég mér kaffi og
fékk mér ljúffengan morgunmat, jógúrt,
banana og ástarpúng með kaffinu og svo lá
ég í grasinu og lét sólina skína á mig og ég
stóð á fætur og klappaði blómunum og loð-
'víðinum og svo sá ég menn á hestum og veif-
aði þeim og einn veifaði á móti og ég hugsaði
fullt af hugsunum og fann fullt af tilfinning-
um og svo skrifaði ég og svo breiddi ég úr
töfrateppinu og stakk niður íslenskum fána í
grasið og svo fór ég í skóna mína og bláa
kjólinn minn með hvítu blómunum og batt á
mig bókina mína og svo lagði ég af stað og
þegar ég sá eldfjallið fór ég að hágráta og
lagðist niður á jörðina og grét með ekka og
tárin streymdu í mosann. (Og eldfjallið tók
mig í fangið og hvíslaði: Svona, svona.)
Þannig voru nú fyrstu nánu kynni mín af
Heklu.
Ég skil þau nú ekki almennilega, mér sem
svona rétt súi-nar í augum þegar eitthvað
stendur í ljósum logum, en það var kannski
hvað ég hafði gert allt nákvæmt og rólega,
áður en ég sá fjallið. Þannig koma réttu
áhrifin fram. Þess má geta að staðurinn
þaðan sem ég sá hana fyrst er mjög til-
komumikill, hraunbreiður vaxnar mosa og
hríslum mynda fordyri eða göng að einskon-
ar altari sem eru hinar ægilegu hraun-
brekkur úr gosinu 1947, grár hraunfoss, það
er einsog þær hafi storknað á broti úr sek-
úndu, og séu enn að renna. Ofan á þessu
mikla verki hvílir sjálft fjallið einsog inn-
blásin altaristafla. Þegar ég hafði dvalið í
hraun- inu fjóra daga, sofið í mosanum undir
berum himni eina nóttina og vaknað þegar
sólin lá einsog appelsína í skál eldfjallsins,
klifrað uppá öll nærliggjandi fjöll, fundið
leynistíga í hrauninu, var ég á gangi einu
1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. OKTÓBER 1999