Lesbók Morgunblaðsins - 16.10.1999, Qupperneq 19
DANSGLEÐIN
í FYRIRRÚMI
Konunglegi ballettinn hefur fengið nýja stjórn og það
sést þegar á ballettinum, segir SIGRÚN DAVÍDS-
DOTTIR eftir fyrstu sýningu haustsins.
MR. B“, „herra B“, eins og hann
var venjulega kallaður, er einn
helsti danshöfundur aldarinn-
ar. Þegar George Balanchine
lést 1983 skildi hann ekki að-
eins eftir sig langa verkaskrá, heldur hafði
hann einnig byggt upp einn besta ballett í
heimi, New York City Ballet. Ein aðaldans-
mær hans úr þeim flokki, Colleen Neary, er
nú ein af stjórnendum Konunglega danska
ballettsins, þar sem dansarinn og eiginmaður
hennar, Aage Thordal-Christensen er ný-
skipaður ballettstjóri.
A fyrsta ballettkvöldi starfsársins setti
Neary einmitt upp tvo Balanchine-balletta,
auk þess sem sýndir voru ballettar eftir
Spánverjann Nacho Duato og hinn banda-
ríska Jerome Robbins.
Rússneskt yfir í bandarískt
Fullu nafni hét herra B Georgi Melitono-
vich Balanshivadze og kom eins og nafnið
bendir til frá Rússlandi. Eins og fleiri lista-
menn flýði Balanshivadze frá Rússlandi 1924
í kjölfar byltingarinnar. A endanum lenti
hann í París, þar sem hann var tekinn í Rúss-
neska ballettinn, „Ballet Russes", sem Serge
Diaghilev rak. Balanshivadze tók upp
franska útgáfu af nafni sínu og samdi balletta
fyrir þennan víðfræga ballett, þar sem dans-
arar eins og Nijinskí gerðu garðinn frægan.
Þegar Diaghilev dó 1929 leystist rússneski
ballettinn upp og Balanchine fór á flakk.
Honum stóð til boða að starfa við Parísar-
óperuna, en leist ekki á að taka við því sem
honum fannst vera safn fremur en lifandi
staður. Hann var hjá Konunglega danska bal-
lettinum veturinn 1931-1932 en var heldur
ekki ánægður þar. Þreyttur á Evrópu og í
félagi við Lincoln Kirstein, bandarískan auð-
kýfíngsson, sem vildi fjárfesta í balletthóp
Balanchine, kom hann sér fyrir í New York.
Úr varð New York City Ballet, sem oft er
nefndur besti ballett í heimi.
Ballettar Balanchine þykja einkennast af
einfaldri og hreinræktaðri fagurfræði. Nea-
ry segir balletta Balanchines ólíka en falli þó
greinilega innan sömu hefðar. Sjálf minnist
hún með gleði og þakklæti tímans hjá
Balanchine, sem var svo gjöfull á hugsanir
sínar og reynslu við dansarana.
Á Balanchine-dagskránni eru Capriccio
fyrir píanó og hljómsveit við tónlist eftir
annan Rússa, Igor Stravinskí. Þeir landarn-
ir unnu gjarnan saman og tengdust mjög í
verkum sínum. Ballettinn er hluti af lengri
ballett, „Jewels", Skartgripir, sem Balanchi-
ne fékk hugmyndina að á skartgripasýn-
ingu. Capriccio er annar hluti þess balletts.
Ballettinn er fyrir tvo karlsólódansara,
sólódansmey og tólf dansara og þar sem bal-
lettinn hét Rúbínar hefur skapast sú hefð að
dansararnir dansi í rúbínrauðum búningum.
Sólódansmeyjan er Silja Schandorff, ein af
stjörnum flokksins. Tvídans við tónlist eftir
Tjækofskí er dansaður af Caroline Cavallo
og Kenneth Greve, sem einnig tilheyra
stjörnuliði Konunglega. Báðir ballettarnir
hafa fáguð og stílhrein einkenni Balanchine.
Sem tilfínningaheit andstæða við fágun
Balanchine er Jardi Tancat, sem er kata-
lónska og þýðir Lokaður garður. Nacho
Duato er spánskur dansari og danshöfun-
dur, sem meðal annars hefur starfað með
sænska Cullberg-ballettinum, en hefur síðan
1990 verið ballettstjóri við spánska þjóðar-
Dansararnir í Capriccio í Konunglega ballettinum í Kaupmannahöfn: Andrew Bowman, Gabor
Baunoch, Silja Schandorff, Kristoffer Sakurai, Morten Eggert.
ballettinn í Madríd og blásið nýju lífi í hann.
í Tardi Jancat hefur Duato spánskar hefðir í
huga, þjóðlög og bændasamfélagið og skap-
ar heillandi ballett. Tónlistin eftir Maria del
Mar Bonet og ballettinn er dansaður af sex
frábærum dönsunim, þar sem Marie-Pierre
Grave skilaði hlutverki sínu á sterkan og
hrífandi hátt.
Skop og skemmtan er ekki oft tengt bal-
lett, en Tónleikarnir, The Concert, eftir Jer-
ome Robbins, er undantekning frá þeirri
reglu. Þetta er grínballett, þar sem píanó-
leikari er að spila tónlist eftir Chopin og
dansararnir leika áheyrendurna, þar sem
sumir eru algjörlega heillaðir og aðrir alveg
að deyja úr leiðindum rétt eins og á venju-
legum tónleikum.
Það ,er Jean-Pierre Frolich, sem setti bal-
lettinn á svið, en hann hefur dansað í New
York City Ballet, þar sem hann er aðstoðar-
ballettstjóri. Hann dansaði á sínum tíma í
ballettum Robbins, sem hann þekkir því vel,
en semur einnig sjálfur. Ballettinn er giska
glettinn og spaugilegur og því koma dansar-
arnir vel til skila, auk þess sem James Thur-
ber píanóleikari tekur þátt í gamninu um
leið og hann flytur tónlistina.
Eftir erfiðleika og mannaskipti undanfar-
ið var eins og Konunglegi ballettinn hefði nú •<
fundið dansgleðina aftur. Það geislaði af
flokknum og dansáhugamenn hlakka til
næstu sýninga, en á dagskrá í vetur er meðal
annars Svanavatnið, Giselle, Don Quixote og
Glaða ekkjan. Það er því nóg að hlakka til.
VONARGLÆTA
ÖRVÆNTINGAR
TÖJVLIST
Sígildir diskar
SCHNITTKE
BRITTEN
Alfred Schnittke: Strengjakvartettarnir;
„Collected songs where every verse is fílled
with grief „ (úr Konsert fyrir blandaðan kór,
úts. af Kronos-kvartettinum). Kronos kvar-
tettinn (David Harrington, John Sherba, fiðl-
ur; Hank Dutt, vídla; Joan Jeanrenaud, selló.)
Nonesuch 7559-79500-2. Upptaka: DDD, Mas-
sachusetts 11/1987 (nr. 3) og Kaliforníu 8/
1994-8/1996. Útgáfuár: 1998. Lengd (2 disk-
ar); 106:51. Verð (Skífan): 3.999 kr.
Benjamin Britten: Double Concerto. „Young
Apollo" Op. 16 (1939) f. píanó, strengjakvar-
tett og strengjasveit; Tvöfaldur konsert í h-
moll f. fiðlu, víólu & hljómsveit (1932; frum-
innspilun); Tvær portrettmyndir f. str.sveit
(1930; fruminnsp.); Sinfóníetta Op. 1 (1932),
útgáfa f. litla hljómsveit (fruminnsp.) Gidon
Kremer, fiðla; Yuri Bashmet, víóla; Nikolai
Lugansky, píanó; Hallé-hljómsveitin u. stj.
Kents Nagano. Erato 3984-25502-2. Upptaka:
DDD, Manchester 2/11/1998. Útgáfuár:
1999. Lengd: 58:36. Verð (Skífan): 2.199 kr.
RÚSSNESKA tónskáldið Afred Schnittke
(1934-98) var svo til nákvæmlega samtíma-
maður Leifs okkar Þórarinssonar og framan
af, lfkt og hann, seríalisti (raðtæknihöf-
undur), þótt flest annað skilji á milli. Meðal
annars umhverfið og afstaða þess til fram-
sækinnar tónlistar. Á Vesturlöndum var
óvildin aðallega almenningsmegin; í Sovét
hjá stjórnvöldum. Þó að Schnittke hafi ekki
beinlínis verið í lífsháska eins og Sjostako-
vitsj - til þess lánaðist honum að fæðast
nógu seint eftir Stalín - hlaut hann samt
ærna óværð af hálfu hins opinbera, eins og
Simon Volkov (æviskrárritari Sjostakovitsj-
ar) lýsir í diskbæklingi. Yfirvöldin gerzku
lögðu þá steina í götu hans og annarra
„óþægra“ tónskálda er þau gátu, enda fór
ekki að fréttast af þessum sérstæða höfundi
vestur fyrir tjald fyrr en líða tók á 9. áratug.
Þá hafði hann þegar samið fjölda sinfóm'a,
balletta, kór- og söngverka og tónlist við
hátt í 50[!] kvikmyndir. En hann átti eftir að
slá í gegn svo um munaði. I dag er hann trú-
lega mest flutta rússneska tónskáldið af
sinni kynslóð.
Eftir þeim fjórum kvartettum að dæma
sem Schnittke náði að semja (frá 1966, 1980,
1983 og 1989) er vandséð í fljótu bragði ná-
kvæmlega hvað í tónlist hans höfði svona
sterkt til vestrænna hlustenda. Hér er svo
sannarlega ekki skemmtitónlist á ferð. Hún
er þvert á móti oftast háalvarleg og sveiflast
milli ógnvekjandi dulúðar, hyldjúprar ör-
væntingar og froðufellandi æðiskasta. Þar á
ofan er stíllinn iðulega sundurlaus eins og
pjötluteppi, enda Schnittke oft kenndur við,
og jafnvel sagður frumkvöðull að, „pólystíl-
isma“ eða fjölstílatækni, þar sem gamla aka-
demíska bannorðið „stílbrot" er sett í há-
sæti. Sem sé varla vænlegt til vinsælda hjá
settlegum vínarklassíkunnendum.
En eins og Bernstein eitt sinn benti á, get-
ur mikil kynngi verið fólgin í stílbroti. Ollu
skiptir hvernig á er haldið. Skýrasta og
magnaðasta dæmið í hérumræddu setti er
trúlega 3. kvartettinn, þar sem Schnittke
teflir fram tilvitnunum úr endurreisnarverki
eftir Orlando di Lasso, Grosse Fuge Beetho-
vens og DSCH-fangamarki Sjostakovitsjar,
svo úr verður mögnuð hugvekja um „tónlist-
arinnar óvissu tíma“ fyrr og nú, þegai- hand-
bragð og persónuleiki Schnittkes og geng-
inna starfsbræðra hans skarast á
sameiginlegum snertiflötum og verða að
einni tímalausri „medítatífri" heild.
3. kvartettinn ætti að höfða til jafnvel
hlédrægustu kammerfíkla. Yfir honum er
undarleg dulin heiðríkja þrátt fyrir dimmúð-
legt yfirbragð, sem kannski myndar kjarna
þess sem hinir fjölmörgu Schnittke-aðdá-
endur síðari ára hafa fallið fyrir - vonar-
glætuna bak við örvæntinguna. Það gerir
gæfumuninn milli annarra álíka vandvirkra
nútímatónskálda sem kunna að skrifa jafn-
vel fyrir hljóðfæri og Alfred Schnittke, þó að
þau séu trúlega ekki mörg. Hinn 35 mín.
langi fimmþætti 4. kvartett hefur ekki alveg
sama galdur til að bera. Hann er þykkari í
rithætti og eirðarlausari í heild, en þó víða
áhrifamikill.
Eins og gefur að skilja um kröfuharða
tónlist sem þessa, er flutningshliðin gífur-
legt atriði. Þar stendur Kronos-kvartettinn
með pálmann í höndunum. Mikið vatn hefur
að sönnu til sjávar runnið, síðan kvartettinn
kom fram í Áusturbæjarbíói kringum 1977
með m.a. frumsamda blúsa og Jimi Hendrix-
lög á dagskránni. Það hefur líklega verið
meðan grúppan var enn nógu lítið þekkt til
að fást á viðráðanlegu verði, því mér er ekki
kunnugt um að Kronos hafi komið hingað
síðan. Enn halda sömu einstaklingar hópinn
- og enn eiga þeir til að láta vaða á súðum í
vali viðfangsefna (og hafa raunai- verið gagn-
rýndir fyrir það). En spilamennska þeirra
hér er langt yfir slíkt þras hafin. Hún er ein-
faldlega frábær.
Tvö verk Benjamins Brittens (1913-76)
birtast hér í hljóðriti í fyrsta sinn ef trúa má
diskumslagi, Tvöfaldi konsertinn og Tvær
portrettmyndir, auk þess sem „Apollon
ungi“ var ekki endurflutt fyrr en 1979, enda
tekið af skrá skömmu eftir frumuppfærslu
1939. Hugsanlega vegna nærri því mínímal-
ískrar ritháttar verksins (í A-dúr frá byrjun
til enda!), sem að því leyti hefur þá verið
aldarþriðjungi á undan sinni samtíð.
Þessi diskur beinlínis spriklar af æsku-
fjöri. Verkin eru öll frá einhverju frjóasta og
afkastamesta sköpunarskeiði Brittens, 4.
áratugnum, þegar hinn ungi snillingur var
haldinn er virtist óstöðvandi hugmynda-
flæði. Hann lá sjaldan lengi yfir kláruðu
verki (og jafnvel ekki einu sinni hálfklár-
uðu), heldur sneri sér umsvifalaust að næsta
viðfangsefni. Fyrir vikið lentu ófá verk í
saltbinginn. Það er þannig dæmigert íyrir
örlög Tvöfalda konsertsins, sem var raddút-
skrifaður í flýti úr uppkasti og frumfluttur af
nemendahljómsveit við vanefni, að aldrei var *-
gerð nein hreinrituð raddskrá, og verkið
skömmu síðar lagt til hliðar. Má það eigin-
lega furðulegt heita, því tónsmíðin stendur
fyllilega fyrir sínu meðal annarra
„gleymdra" verka Brittens hér og vel það,
þótt virðist bera svolítið svipmót af nýklass-
ík Stravinskys. A.m.k. ekki lítið afrek fyrir
18 ára ungling - sem á hinn bóginn samdi
sínar fyrstu óperur áður en hann komst á
táningsaldur!
Portrettmyndirnar tvær fyrir strengi
(samtals um 15 mín.) eru saindar ári fyrir
konsertinn. Þær eru sérlega heillandi
áheyrnar; í senn hárómantískar í anda og
döggferskar. Önnur er „um“ einn skólafé-
laga Brittens, hin (með angurværan söng
einleiksvíólu, hljóðfæri tónskáldsins, í fyrir-
rámi) helguð höfundi sjálfum. Innileg, nærri
erótísk, tónlist sem leiðir hugann ýmist að
edenssælli brezki-i náttúru eða dreymandi
aldamótateikningum Aubreys Beardsley.
Síðust en ekki sízt kemur Sinfóníettan frá
1932 sem Britten útfærði fyrir stæiri hljóm-
sveit 1936 og hefur heyrzt þannig á hljóm-
plötum þangað til nú. Metnaðarfullt verk
þar sem ungt tónskáld hyggst setja rækilegt
mark sitt á tónlistarheiminn. Þrátt fyrir
blendnar fyrstu undirtektir má enda segja,
að Britten hafi upp frá þessu verki staðið
uppi sem fremsti tónhöfundur Breta af sinni
kynslóð.
Einleikarar og hljómsveit undir skýrt
mótaðri stjórn Kents Nagano koma hrífandi*#
ferskleika æskuverka Brittens vel til skila,
og upptakan í hinum velhljómandi Bridge-
water Hall í Manchester hefur bæði tærleika
og safa.
Ríkarður Ö. Pálsson
t
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 16. OKTÓBER 1999 19