Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Síða 6
HUGLEIKUR
/ /
A F í ágúst í f „SALNA- :LAKKI" ^rra fór leikfélagið Hugleikur á norður-
evrópska áhugaleiklistarhátíð í Harstad í \ o —I CD CQ
Sýning hóp sins á söngleiknum Sálir Jónanna ganga
aftur í leikstjórn Viðars Eggertssonar vakti kátínu og
viðbrögð leikhúsáhuggfólks og áður en Hugleikur
vissi af sat hann uppi með boð til Litháen og Færeyja
SÆVAR SIGURGEIRSSON, einn Hugleiksmanna,
rekur ferðasögu þessa siglda leikfélags.
FÆST okkar tóku því alvarlega
þegar menningarvitar frá Lithá-
en komu að máli við þáverandi
formann félagsins í Harstad og
buðu okkur að sýna þar. Fréttin
gekk milli manna í hópnum eins
og góður brandari og eiginlega
vissi enginn hvort um var að
ræða Eistland, Lettland eða Litháen. Svo var
hlegið að öllu saman. Nógu erfitt hafði nú ver-
ið að klöngrast þetta norður fyrir heimskauts-
bauginn, auk þess sem við eftirlétum frænd-
um okkar leikmyndina í spónamat. Innst inni
held ég þó að flestir hafi hugsað: „Auðvitað
förum við.“ I vetur kom svo staðfesting á boð-
inu og í vor hófst skipulögð fjáröflun og undir-
búningur en þar bjuggum við að dýrmætri
reynslu frá Noregsævintýrinu. Viðar Egg-
ertsson leikstjóri var fenginn til að enduræfa
með okkur verkið, ný leikmynd var smíðuð,
og Leikfélag Mosfellssveitar lánaði Bæjar-
leikhúsið til æfinga síðustu vikuna.
Miðvikudaginn 14. júlí var svo lagt í hann
með millilendingu og gistingu í Kaupmanna-
höfn. Þar bættust í hópinn tveir dyggir
áhangendur auk síðasta leikarans sem nú er
búsettur í Danmörku og missti því af æfing-
um hér heima. Það varð því úr að við hefðum
textaæfingu fyrir hann á Kastrup daginn eftir
og þó að hópurinn reyndi að láta lítið fara fyr-
ir sér vakti uppákoman engu að síður athygli
nokkurra ferðalanga og góðlátleg hjón hentu
tyrkneskri smámynt til einnar prímadonn-
unnar þar sem hún brast í söng á flugvellin-
um. Þaðan flugum við svo 29 talsins til Vilnius
og komum til Trakai seinnipart fimmtudags.
Trakai er ótrúlega heillandi borg, umlukin
stöðuvötnum og á lítilli eyju í Galvé-vatni
trónir stolt bæjarbúa, Trakai Pilis, kastali frá
14. öld eins og leikmynd úr ævintýri. Hann
hefur reyndar verið eyðilagður nokkrum
sinnum gegnum tíðina en var síðast endur-
byggður milli 1930 og 1950. Þar hefur miklu
sögusafni verið komið fyiir en auk þess að
vera eitt helsta aðdráttarafl ferðamanna á
þessu svæði gegnir kastalinn miklu menning-
arhlutverki, ekki síst í tengslum við Trakai
Festival sem er ekki leiklistarhátíð heldur al-
menn listahátíð. Þar eru gjarnan mikilsháttar
tónlistaruppákomur á útisviði sem reist hefur
verið í miðjum kastalagarðinum og tónleika-
uppfærslur á óperum Verdis og Puccinis voru
nýafstaðnar. Þama var okkur einnig ætlað að
sýna. Okkur brá nokkuð í brún þegar við sá-
um sviðið. Það minnti helst á sautjándajúníp-
all á Lækjartorgi sem tjaldað var yfir með
hvítu tjaldi og g-ólfið ljósar spónaplötur. Þama
hafði aldrei verið leikið áður og framkvæmda-
stjóri hátíðarinnar skildi ekki alveg kröfur
okkar um svört leiktjöld og bauð grænan
tjalddúk. Með nokkru harðfylgi tókst okkur
þó að kippa í þá spotta sem til þurfti til að
breyta umgjörðinni í viðunandi leikhús sem
félli að sýningunni. Við þessar nýju aðstæður
náðum við einni æfingu að kvöldi föstudags en
sýningin var á laugardegi. Honum eyddum
við í bæjarrölt og afslöppun, söngæfingar og
fínni lagfæringar á sviðinu. Lýsingin var
nokkurt vandamál þar sem leikritið hefst í
Myndin sem birtist í Lietuvos Rytas. Einar Þór
Einarsson í hlutverki Kölska.
helvíti og krefst myrkurs og rauðra vítisloga.
Ljósameistari alheimsins var ekki á því að
veita okkur það myrkur sem þurfti og í hálfr-
ökkri hófst sýningin, eilítið skrykkjótt framan
af, en tókst af viðtökum að dæma að ná hylli
þeirra tæplega 600 áhorfenda sem lögðu á sig
að fylgjast með þeirri stíltegundasúpu sem
fram var borin á óskiljanlegu tungumáli, ís-
lensku. Vilja, ein af kunningjum okkar úr lit-
háíska leikhópnum, sem einnig átti sæti í
framkvæmdanefnd hátíðarinnar flutti ávarp
fyrir sýningu og rakti söguþráð verksins á lit-
háísku og henni kipptum við inn sem gesta-
leikara í lokaatriði. Það vakti að vonum þakk-
látan hlátur. Seinna sáum við í umfjöllun
litháíska dagblaðsins Lietuvos Rytas nokkuð
vel látið af sýningunni þótt blaðamaður sæi
ástæðu til að telja Sunkus kelias i dangu (en
svo hét leikritið upp á litháísku) nokkuð ólíkt
verkum fyrirrennara okkar, þeirra Verdis og
Puccinis. Eftir sýningu tók við íslenskur
frumsýningarfagnaður í matsal hótelsins sem
endaði með sundspretti í Galvé-vatni um
miðja nótt.
Gaman að vera íslendingur í Lithóen
Daginn eftir var okkur ekið í skoðunarferð
um höfuðborgina Vilnius í boði leikhópsins frá
Trakai, sem við kynntumst á hátíðinni í Nor-
egi í fyrra. Hún hófst við sjónvarpstuminn
fræga, 356 metra hátt mannvirki, sem auk
þess að hýsa veitingastað sem snýst er nú orð-
ið einskonar minnismerki um harmleikinn 13.
janúar 1990 þegar 14 óbreyttir borgarar létu
lífið í skriðdrekaárás rússneska hersins eftir
langt umsátur. Þar heíur verið sett upp safn
til heiðurs fómarlömbunum og þaðan fer eng-
inn ósnortinn. Með óhugnanlegum ljósmynd-
um sem sýna í Smáatriðum hvar og hvemig
hvert þeirra lést er maður óþyrmilega minnt-
ur á hversu nálægt okkur þessir atburðir em
bæði í tíma og rúmi. Skynjun manns á mikil-
Trakai-kastali - eins og leikmynd úr ævintýri
Greinarhöfundur vid eitt af uppáhaldsskiltum sínum á flugvellinum í Vágar.
Bert starvsfólk
f only
vægi sjálfstæðis þeirra og stolts heimamanna
verður enn sterkari fyrir vikið. Þó að það
hljómi ankannalega þáer í ljósi frægrar sjálf-
stæðisviðurkenningar íslendinga heldur ekk-
ert leiðinlegt að vera íslendingur í Litháen,
spássera um Islandijos- götuna í Vilnius og
taki maður heimamann tali, berst talið fljót-
lega að umræddri stuðningsyfirlýsingu og
maður er umsvifalaust kominn nánast í dýrl-
ingatölu.
Eftir nokkrar kirkjur og hefðbundna túr-
hestamennsku í Vilnius var okkur ekið aftur
til Trakai en þar biðu vinir okkar úr leikfélag-
inu með ferju við kastalann og tóku á móti
okkur með bjórkútum og harmonikkuspili.
Þaðan var siglt yfir Galvé-vatn í rjóður með
stóru hringsviði, slegið upp varðeldi og glóð-
aðar pylsur. Svo var sungið og dansað og farið
í leiki og hóparnir hristust rækilega saman
þrátt fyrir að örlaði á tungumálaörðugleikum.
Aðeins einn úr þeirra hópi var slarkfær á
ensku, ein konan talaði góða þýsku sem fá
okkar töluðu af nokkru viti og því varð að
treysta á önnur tjáningarform. Þarna komu
Romualdas Petraitis, framkvæmdastjóri
listahátíðarinnar, og Vitautas Mikalauskas,
borgarstjóri Trakai, og skipst var á gjöfum og
hlýlegum orðum. Þegar í land var komið flutt-
ist fagnaðurinn upp á hótel og þaðan út í vatn.
Að sjálfsögðu.
Með trega kvöddum við svo vini okkar og
vatnaparadísina Trakai á mánudagsmorgni,
sumir héldu heim, en okkar hinna biðu þrír
stórkostlegir sólarhringar á eigin vegum í
Vilnius í sama 30 stiga hitanum og alla hina
dagana. Vinir okkar eltu okkur reyndar með
rútu þangað og buðu í skoðunarferð til Kaun-
as sem er næststærsta borg Litháen, ekki
langt frá Vilnius. Svo enn þurftum við að
kveðja. Nú hefur hins vegar verið afráðið að
NEATA (North European Amateur Theatre
Association) muni halda leiklistarhátíð í Trak-
ai að ári og má telja nokkuð öruggt að ein-
hverjir úr hópnum muni leggja leið sína þang-
að, þó ekki væri til annars en að slæða upp
þau gleraugu sem týndust á nætursundinu.
„Litli bróðir" staðfesti boðið
Áður en við fórum til Litháen höfðu Færey-
ingar ámálgað við okkur ósk um að sýna leikr-
itið í Norðurlandahúsinu í Þórshöfn í septem-
ber í tengslum við aðalfund MÁF
(Meginfélags áhugaleikara í Færeyjum) sem
er samskonar batterí og BÍL (Bandalag ís-
lenskra leikfélaga) hér heima. Sverre Eng-
holm, formaður MÁF, hafði einnig séð sýn-
inguna í Noregi og hrifist af. Þrátt fyrir að
það boð hefði ekki fengist staðfest og nokkur-
rar svartsýni gætti í hópnum um að við hefð-
um möguleika á að fjármagna aðra ferð fyrir
þetta stóran hóp á svo stuttum tíma, sendum
við samt leikmyndina beint þangað frá Lithá-
en til vonar og vara. Þeir gætu þá fargað
henni fyrir okkur. Einnig töldum við útséð um
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999