Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Qupperneq 10
HÖFUÐBÓL f FLJÓTSDAL 1 Ljósmynd/Oddur Sigurðsson Yfirlitsmynd úr Fljótsdal. Myndin er tekin yfir Víðivallahálsi. Suðurdalur, Múli og Norðurdalur til vinstri, með Snæfelli og Kverkfjöllum í fjarska. Til hægri eru nesin með höfuðbólunum Valþjófsstað og Skriðuklaustri, en Fljótsdalsheiði (með vötnum) fyrir ofan. Bessastaðir eru aðeins hægra megin á myndinni. EFTIR HELGA HALLGRÍMSSON 1 þessum greinaflokki verður fjallað urm i þrjú höfuðból í Fljótsdal á Héraði austur, landnámsjörðina Bessastaði, klausturjörðina Skriðuklaustur og kirkjustaðinn Vc .i- þjófsstað. Þessar jarðir eru samliggjanc Ji í miðri sveitog hafa ávallt myndað kjarna hennar. Fl jótsdalur hefur mikið verið í fréttum að undanförnu vegna fyrirætlana um virkjun Jökulsár í Fljótsdal, sem mjög er umdeild. Bærinn Bessastaðir í Fljótsdal stendur á lækjargrand undir brekkurótum, nokkurn spöl fyr- ir utan Bessastaðaá (Bessu), sem kemur þar fram úr miklu gljúfragili, og fellur á eyram út fyrir neðan bæinn. Utan og neð- an bæjar er víðáttumikil slétta, Bessastaðanes, sem nú er orðin samfeEt tún. Þar standa nýbýlin Eyrarland (stofnað 1937) og Litla-Grand, og gamla hjáleigan, Bessast- aðagerði. Skammt fyrir innan bæinn, er önnur gömul hjáleiga, Hamborg, sem fór í eyði 1958. Líklega hefur bærinn Melar einnig verið hjá- leiga frá Bessastöðum. Hefur því aEt landið miEi Hengifossár og Bessu, sem kallað er „MiEi ánna“, upphaflega tilheyrt jörðinni. FjaEið upp af Bessastöðum er með aflíðandi bratta, næstum klettalaust og allvel gróið, en alsett lækjagEjum, er graflst hafa í þykkan jökulaur. Þar hefur um aldaraðir legið reiðveg- ur yfir Fljótsdalsheiði, Bessastaðavegur, sem kemur niður að bænum Klausturseli á Jökul- dal. í Hrafnkels sögu nefnist hann Bessagötur. A áranum 1975-80 var lagður þarna fullkom- inn bílvegur upp á heiðina, kaEaður Snæfells- vegur, því að hann liggur inn að Snæfelli, og er nú fjölfarinn á sumram. Bessastaðir eru því enn sem fyrr á krossgötum, í miðri blómlegri sveit. Á Bessastöðum hefur sama ættfólk búið síð- an um 1870, að Jónas Jónsson frá Víðivöllum og Bergljót Þorsteinsdóttir frá Brekkugerði settust þar að, og er það kallað Bessastaðaætt. Jón sonur Jónasar og Anna Jóhannsdóttir kona hans áttu 19 böm, og komust 14 þeirra upp. Við bæinn er gamall skrúðgarður, með háum og myndarlegum trjám, sem Anna húsfreyja (1877- 1954) átti mestan veg og vanda af, og framan af 20. öldinni þótti hann bera af öðrum skrúðgörðum á Héraði. Undruðust margir þá ástundun hennar. Núverandi bóndi er Andrés Einarsson frá Bessastöðum, sem hefur stundað smíðar með búskapnum, og kona hans Lilja Esther Ragn- arsdóttir, úr Amessýslu, og eiga þau fjögur böm. Þau hættu búskap nú í haust. Um 1995 var bústofninn 225 kindur og 3 hross. Túnið er um 30 ha. íbúðarhús úr steini var byggt 1937 og stækkað síðar. Þá eru myndarleg fjárhús úr steini rétt við bæinn. Á Eyrarlandi búa Þorvarður Ingimarsson af Bessastaðaætt og Sólveig Jóna Ólafsdóttir úr Skagafirði. Þau stunda hrossarækt og minka- rækt, auk sauðfjárbúskapar. Á Bessastöðum væri tilvaEnn staður lyrir umferðarmiðstöð og ferðaþjónustu, vegna hins mikla straums ferðamanna inn á öræfin, sem náði hámarki síðastliðið sumar, en á líklega eft- ir að vaxa. Má vel hugsa sér að í framtíðinni muni rísa þorp á Bessastaðagrundum. Landnámsbær Engan þarf að undra, að Bessastaðir séu taldir vera bústaður Brynjólfs hins gamla, þó ekki sé þess getið í Landnámu, en samkvæmt henni nam Brynjólfur: „Fljótsdal allan fyrir ofan Hengifossá fyrir vestan (Lagarfljót), en fyrir ofan Gilsá fyrir austan, Skriðudal allan og svo Völluna út til Evindarár og tók mikið af landnámi Una Garð- arssonar og byggði þar frændum sínum og mágum. Hann átti þá tíu börn, en síðan fékk hann Helgu, er átt hafði Herjólfur bróðir hans, og áttu þau þrjú börn. Þeirra son var Özurr, faðir Bersa, föður Hólmsteins..." (Landnáma- bók). Brynjólfur var því mikEl ættfaðir á þessum slóðum, og kallast sú ætt Fljótsdælir. Fljóts- dæhr vora friðsemdarmenn og margir spa- kvitrir. Bersi Özurarson, sonarsonur Brynj- ólfs, var þeirra frægastur, og við hann er bærinn kenndur. Af honum fara margar sögur. Af Brynjólfi var einnig kominn Kolskeggur fróði, er „sagði fyrir um landnám" í Austfirð- ingafjórðungi, þegar Landnámabók var rituð. Kirkju- og þingstaður Á Bessastöðum reis kirkja, líklega við upp- haf kristni. Með vissu er þar kirkja um 1200, og önnur á Valþjófsstað. Um 1300 varð Val- þjófsstaðarkirkja aðalkirkjan, þegar þar var settur „staður". Eftir að klausturkirkja var byggð á Skriðu, tók hún við hlutverki Bessast- aðakirkju, sem var lögð niður um 1600. Ekki sjást lengur neinar minjar um kirkju eða kirkjugarð á Bessastöðum, en kirkjan hefur ef- laust verið heima við bæinn, sem enn er á sama stað. Löggiltur þingstaður var á Bessastöðum snemma á öldum og fram á 18. öld. Um það vitna örnefnin Þingvöllur og Þingbrekka í tún- inu innan og neðan við bæinn, og sér þar enn móta fyrir lítEli tótt og garðlagi, rétt neðan vegar. I skjölum um Sunnevumálin er getið um sérstakt þinghús á Bessastöðum. Hefur það líklega staðið á Þingvelli, en þar var síðar fjár- hús nefnt Þingvallahús, er stóð fram á þessa öld. Vigfús Ormsson (Frásagnir um fornaldar- leifar I, 35) segir þarna hafa verið ferhyrnt garðlag, um 30-40 faðma á hvern veg, og var kallað Hringur. Héldu menn það vera fornan dómhring, en aðrir töldu það vera „sáðgarð Bessa“. (Nú er stykkið utan við ÞingvöEinn kaEað Hringur). Minjar þingstaðarins eru friðlýstar, en sagt er að vegurinn hafi verið lagður í gegnum Þingvöllinn. Stutt fyrir innan Hamborg er Gálgaklettui-, neðst í hlíðarbrekkunni. Lítil reynihrísla vex út úr klettinum, til vitnis um breytt viðhorf gagn- vart afbrotamönnum. Drekkingarhylur er í Bessastaðaá, inn frá Gálgakletti. Bæði örnefn- in tengjast þingstaðnum, þó ekki séu neinar heimildir um aftökur þar. (Karlar voru hengdir en konum drekkt). „Hofgar&ur" Spak-Bersa Bersi Özurarson á Bessastöðum kemur víða við fornsögur Fljótsdæla. Hann var spakur að viti og þessvegna auknefndur Spak-Bersi. „Hann var blótmaður mikill og hafði mikinn átrúnað við goðin“, segir í Fljótsdælu. Hann var kallaður fóstri Helga Droplaugarsonar, sem dvaldi hjá honum löngum í æsku. Helgi fyrirleit goðatrúna, og varð þeim þetta oft að misklíðarefni. I síðasta kafla sögunnar (sem nú er varðveitt) segir frá því er þeir Grímur og Helgi Droplaugarsynir villtust í hríðarbyl, og komu loks að „hofgarði" Bersa: „Þeir sjá sorta einn í hríðinni fyrir sér. Þeir sjá að það var virki eitt mikið og svo hátt, að Helgi getur eigi betur en tekið upp jafnhátt. Þeirgengu umhverfís virkið. Það var kringlótt. Þeir finna að hlið var þar fyrir, grindlæst og búið um vel. Helgi mælti: „Vita muntu hvar við erum komnir." „Nei,“ sagði Grímur, „heldur fer það fjarri, því að hér hefí eg aldrei komið fyrr, svo að eg m una. “ „Ekki er mér það, “ segir Helgi. „Kenni eg víst hvar við erum komnir. Þetta er hofgarður Bersa fóstra míns... “ (ísl. fornrit XI, 294). LANDNÁMSBÆRI 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.