Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.11.1999, Blaðsíða 14
tónverk fyrir Dómkórinn. „Þetta gerðist þannig að árið 1992 fengum við enskan gestastjómanda til að stjóma Dóm- kómum. Ég þurfti að fara til Lundúna vegna undirbúnings og sá þá auglýsta tónleika sem mér þóttu forvitnilegir. Þar heyrði ég meðal annars verkið Missa Adventus et Quadrages- ima eftir Petr Eben og hreifst mikið af. Svo mikið að þegar ég kom heim skrifaði ég tón- skáldinu bréf og bað hann að útvega mér nótur að þessu verki og jafnvel fleirum. Ég sagði honum deili á mér og Dómkómum og að við hefðum þann sið að fá tónskáld til að semja eitt nýtt verk fyrir okkur á hverju ári. Svo spurði ég hvort hann væri ef til vill fáanlegur til að semja fyrir okkur. Hann tók þessu ákaflega vel og sagði það mikinn heiður fyrir sig að fá að semja tónverk fyrir íslendinga, þeir væru friðelskandi þjóð sem hefði aldrei farið með stríði á hendur öðr- um þjóðum. Hann vildi semja við jákvæðan texta og fyrir valinu varð fallegur texti úr Jes- aja þar sem segir frá framtíðarríkinu þegar allt mannkyn talar einni tungu og ljónið bítur gras með lambinu á meðan kálfamir leika sér við skógarbimina. Petr Eben kom svo hingað til lands ásamt konu sinni þegar við fluttum verkið og reynd- ist afskaplega látlaus og þægflegur maður eins og allii- sannir listamenn. Það var því gaman að geta heiðrað hann á afmælinu hans,“ sagði Marteinn H. Friðriksson. Þrennir tónleikar Ferðin til Prag var mikil upplifun fyrir alla sem þátt tóku í henni. Við sungum þrívegis, fyrst á Gamla torginu nærri styttunni af Jó- hanni Húss þar sem við fluttum íslensk þjóðlög í bland við madrígala. Föstudaginn 29. október sungum við tvívegis ásamt kór frá Varberg á vesturströnd Svíþjóðar. Fyni tónleikamir voru haldnir í kirkju heflags Nikulásar við Gamla torgið en þar sungu kóramir hvor í sínu lagi verk eftir Petr Eben og frá heimalöndum sínum. Auk þriggja verka eftir Eben fluttum við Requiem Jóns Leifs, Credo eftir Hjálmar H. Ragnarsson og Áminningu eftir Þorkel Sig- urbjömsson en hann var með okkur í þessari ferð ásamt Barböru konu sinni. Um kvöldið fluttum við okkur um set yfir í Basilíku heilags Jakobs sem er steinsnar frá Gamla torginu. Þar sungu kóramir saman tvö verk Ebens, Missa Adventus og Te Deum sem áður eru nefnd. Einnig voru á dagskránni verk fyrir orgel og trompet sem heimamenn fluttu. Af öðrum tónleikum á þessari tónlistarhátíð er það að segja að hún hófst áður en við kom- um með tónleikum kórs frá Finnlandi. Daginn eftir tónleika okkar voru svo sinfóníutónleikar í Rudolfinum-tónleikahöflinni þar sem flutt voru verk eftir Anton Dvorák og Petr Eben. Hátíðinni lauk svo á sunnudagskvöldi þegar sænski kórinn og kór frá Miinchen í Þýska- landi ásamt innlendum einsöngvurum og hljómsveit fluttu Requiem Mozarts í kapellu sem kennd er við Betlehem. Kunnugleg rödd Að öðru leyti nutum við lífsins í þessari fögra borg sem einkennist af mikilli uppbygg- ingargleði. Það er hægt að eyða mörgum dög- um í það eitt að horfa á húsin í Prag og enn fleiri í að horfa á mannlífið. Þama má sjá allar helstu stfltegundir byggingarlistarsögunnar, allt frá barokk til rjómatertustíls Jósefs Sta- líns. Það er búið að gera upp mörg hús af ást og virðingu fyrir hefðinni og hvarvetna er ver- ið að hamast. Á sjálfan þjóðhátíðardag Tékka, 28. október, urðum við að klofa yfir tæki og tóí byggingarmanna til að komast inn á æfinga- stað. Og tflbrigði mannlífsins era ekki færri en í húsagerðariistinni því Prag stendur á kross- götum margra heima ef út í það er farið. Að sjálfsögðu höfðum við opin augun fyrir framlagi íslendinga til menningarlífsins í borginni. Þar ber hæst veitingastaðinn Resta- urant Reykjavík í hjarta bæjarins sem Þórir Gunnarsson ræðismaður starfrækir af mynd- arskap. Og þar sem við sátum og horfðum á uppfærslu á Don Giovanni Mozarts í brúðu- leikhúsi fannst okkur ein röddin hljóma kunn- uglega. Þar var þá kominn Kristinn Sigmun- dsson sem söng hlutverk II Commendatore af alkunnum glæsibrag. Ég hef reyndar heyrt að þessi sýning sé væntanleg á listahátíð í Reykjavík næsta sumar og mæli eindregið með henni. En þeim sem áhuga hafa á að kynnast hinu geðþekka tónskáldi Petr Eben skal bent á að tfl þess gefst ágætt tækifæri í Dómkirkjunni annað kvöld, sunnudagskvöld kl. 20:30, þegar Dómkórinn syngur öll verkin sem við sungum í Prag. Þar verður einnig mættur tékkneski organistinn Jan Kalfus sem lék með okkur í Prag, mikfll snfllingur. Að viðbættum verkum Ebens flytur kórinn nýtt verk sem Páll Pamp- ichler Pálsson samdi fyrir okkur og nefnist Luxaeterna eða Ljósið eilífa. Höfundurinn er blaðamaður og syngur 2. bossa í Dómkórnum. Flestar myndanna tók Eyþór Árna- son. ^ Jökulvatn í grennd við Skaftafell. Vatnslitir 1994. Eign Barbican Center í London. ISLANDSFERÐIR MOY KEIGHTLEY Við Öskju um sólsetur. Vatnslitir. EFTIR HAFDÍSI HERBERTSDÓTTUR BENNET ísland var hinni írskætt- uðu Moy Keightley innblástur, hliðstætt því sem fjallið St. Victoire var Cézanne og Giverny- garðurinn var Monet. Hún undi sér best í víðfeðmi öræfanna, en | því miðurer [ Dessi listakona fallin frá fyriraldur fram. MOY Keightley var orðin þroskuð lista- kona og merkur kennari (kenndi m.a. við Central St. Martin’s School of Art í London, einn best þekkta lista- skólann í Englandi) er hún kom til ís- lands í fyrsta sinn árið 1977. Má segja að uppfrá því ætti landið hug hennar allan. Hún undi sér best í víðfeðmi öræfanna og þótt fædd væri og uppalin í stórborg, víl- aði hún ekki fyrir sér óþægindin og erfið- ið sem því gátu fylgt, einkum í misjöfnum veðrum. Raunar voru það einmitt hinar snöggu veðrabreytingar, með tilheyrandi ljósbrigðum og stórfenglegu skýjafari sem höfðuðu mest til henar og urðu að hennar sérfagi. Hún þróaði tækni sem var mjög sér- stæð og persónuleg, var líkast því að hún skapaði fagurgerðan vef úr landslaginu, oft settan perlum og eðalsteinum. Þótt hún ynni nær eingöngu í vatnslitum og í fremur smáu formi, voru það ótrúleg áhrif sem hún töfraði fram. Sjálf á ég eft- ir hana uppáhaldsmynd sem, þótt óhlut- læg sé, gefur til kynna að tíminn sé nokk- uð löngu eftir sólarlag síðla hausts, það er horft til íshafsins - dumbrauðir og ísbláir litirnir senda kaldan hroll niður bakið en ylja um leið hjartarætur útlaganum, barni norðursins, sem sest hefur að á erlendri grund en aldrei alveg fest rætur. Árið 1995 tók Moy þátt í alþjóðlegri samkeppni, sem beint var að starfandi listamönnum og nefnd var „Listamenn á ferð“. Átti efnið að vera sem næst ferða- saga í myndum. Hún sendi inn verk, sem samsett var úr svipmyndum frá Islandi, nefnt „íslandsferð - 30 ferðaþættir", hver og ein lítil gersemi þrungin kyngikrafti íslenskrar náttúru. Hún bar sigur úr být- um, hlaut að verðlaunum þriggja vikna ferð og uppihald _ hvar sem hún vildi í heiminum. Varð Ástralía fyrir valinu og naut hún þeirrar ferðar í ríkum mæli. Eigi að síður sneri hún sér strax að efn- inu þegar heim kom: að vinna úr efniviði þeim sem hún hafði safnað að sér á Isl- andi um sumarið. Moy var hógvær að eðlisfari og lagði ekki sjálfshól í vana sinn, en í þctta sinn sagði hún mér sigri hrósandi: „Ég vann þetta fyrir Island" - en eftir svolitla um- hugsun bætti hún við „en Island vann það líka fyrir mig“. Moy kemur ekki til Islands í ár. Þrem- ur vikum eftir að hún kom heim úr íslandsferðinni í fyrra fékk hún heilablóð- fall og dó skyndilega. Það sorglega er að hún hafði einmitt þá um sumarið látið af kennarastörfum og hugðist beina öllum sínum kröftum að listsköpuninni. Hún 1 4 LESBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/LISTIR 6. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.