Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Qupperneq 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.11.1999, Qupperneq 16
I Nú þegar 10 ár eru liðin frá falli Berlínarmúrsins hefur Moderna museet í Stokkhólmi opnað sýn- ingu á verkum listamanna frá fyrrum kommúnista- ríkjum Austur-Evrópu. INGA BIRNA EINARS- DÓTTIR fór á sýninguna. EFTIR múrinn er umfangsmesta sýning í sögu safnsins og hefur tekið ííflega þrjú ár að undir- búa hana. Fyrir utan sjálfa myndlistarsýninguna eru nokk- ur verk til sýnis á opinberum stöðum i miðborg Stokkhólms og í október var haldin kvik- myndahátíð, þar sem sýndar voru nýjar aust- ur-evrópskar kvikmyndir. Það voru þrír starfsmenn safnsins sem ferðuðust um Austur-Evrópu (frá Þýskalandi í vestri að Kákasus í austri og frá Eystrasalti í norðri að Balkanskaga í suðri), tóku viðtöl við fjölda listamanna og völdu síðan fulltrúa á sýninguna úr þeim hópi. Afraksturinn er verk 140 listamanna frá 22 löndum og er sýning- unni ætlað að endurspegla þann fjölbreyti- leika sem ríkir í listsköpun í þessum löndum. A sýningunni er sjónum beint að 15 ára tímabili, frá miðjum níunda áratugnum til dagsins í dag og lögð er áhersla á að sýna verk myndlistarmanna af yngri kynslóðinni. Þetta er tímabii mikilla breytinga í stjómmálum og menningu. Listsköpun og allar forsendur hennar hafa gjörbreyst á stuttum tíma. Nú geta listamenn sinnt listsköpun og sýnt verk sín án afskipta hins opinbera. Með tjáningar- frelsi spretta upp nýjar stefnur og ný fagur- fræði tekur gildi. Listamenn eru ekki lengur verkfæri hins opinbera og það leiðir til breyttrar sjálfsmyndar listamanna. Eftir múrinn er ekki sýning á pólitískri myndlist. Engu að síður endurspegla mörg verkanna á sýningunni ástandið í samfélag- ánu. Langflest verkanna á sýningunni eru ljós- myndir og innsetningar, sumar með hljóði ogj eða myndböndum. Ljósmyndimar em hráar og miskunnarlausar og sýna á áhrifaríkan hátt upplausnina í samfélaginu. Fylgifiskar hins nýfengna frelsis eru fátækt og fólk án heimils og atvinnu sem ekki var til samkvæmt gömlu hugmyndafræðinni. Ungveijamir Er- hardt Mikios og Dominic Hisplos létu heimil- islausa í Búdapest fá einnota myndavélar í þeim tilgangi að taka myndir af því mikilvæg- asta í lífi þeirra. Veruleikinn einkennist af leit að mat eða öðmm „verðmætum" í ruslagám- um á götum úti og margir tóku myndir af starfsfólki í súpueldhúsi sem oft er eina vonin um mat. Boris Michailov fæst við áþekka hluti. I ljósaskiptunum er nafn á myndaröð sem er tekin á götum Charkov í Úkraínu. Þar blasa við miskunnarleysi og grimmd götunnar með heimilislausum og fötluðum betlumm. Blár tónn myndanna eykur enn frekar á áhrif- in. Galina Moskaleva tekur ljósmyndir af 9 unglingum sem hafa alist upp nálægt kjam- orkuverinu í Tjemobyl. Þau hafa öll gengist undir skjaldkirtilsaðgerð vegna krabbameins og örin em vel sjáanleg. Við stöndum frammi íyrir augnaráði þeirra. Sum þeirra brosa þrátt fyrir allt en flest em alvarleg. Innsetning Audrius Novickas frá Litháen nefnist „gamlar goðsagnir reyndar á ný“ (Old legends newly tested). Verldð lætur lítið yfir sér en er engu að síður áhrifamikið. Fjórtán gamlar derhúfur era festar á jámstöng og snúa allar upp líkt og þegar betlarar rétta fram húfuna til að taka við smápeningum. Þær em reyndar fengnar hjá betlurum í Vilnius og minna á lífið á götunni. Verk annarra listamanna einkennast meira af fortíðinni. Igor Mouchlin frá Rússlandi sýn- ir ljósmyndir af gömlum og veðruðum högg- Artur Klinov, innsetning með sjö ferðatöskum sem eru merktar ýmsum hugsuðum. myndum. Lenin og verkamenn með brosandi steinandlit halda á hamri og sigð. Gamla hug- myndafræðin er steinrunnin og að hmni kom- in. Pólverjinn Libera Zbigniew vill búa til eins raunveraleg leikföng og hægt er. Hann sýnir umbúðir med legokubbum þar sem hægt er að setja saman útrýmingarbúðir, líkbrennslu og pyntingarklefa. Litlu legokallamir líta út fyrir að vera sauðmeinlausir í svörtum einkennis- búningum og svo era aðrir eins og beinagrind- ur. Innsetning Arthur Klinoz-Totengráber inniheldur sjö gamlar og lúnar ferðatöskur. Hver þeirra hefur veriðmerkt einhverjum hugsuði s.s. Lenin, Marx, Freud og Kafka og innihald þeirra eftir því. í tösku Lenins era mólótovkokteilar, taska Marx er full af gler- krakkum með mygluðu innihaldi sem líkleg- ast voru einu sinni matvæli og í tösku Freud era boxhanskar. Taska Kafka er hins vegar lokuð og ekki hægt að sjá hvað hún hefur að geyma. .Eftir múrinn endurspeglar vel þá upplausn sem ríkir í fyrram kommúnistaríkjum Aust- ur-Evrópu. Sýningin er fjölbreytileg og yfir- gripsmikil en verður á köflum sundurlaus. Það er kannski ekki við öðra að búast þegar sett er saman sýning með svo miklum fjölda verka. Það er erfitt að taka afstöðu til verk- anna því þau era svo tilfinningaþrangin upp- lifun fortíðar og samtíðar þar sem allt getur gerst. I heild sinni er sýningin áhrifamikil og vekur upp ýmsa spumingar varðandi ástand í þessum nýfrjálsu ríkjum Eftir múrinn stendur til 16. janúar næst- komandi og verður síðar sett upp á fleiri stöð- um í Evrópu, m.a. í Ludvig museum of con- Gallna Moskaleva, úr myndaröðinni Börn sem hafa gengist undir skjaldkirtilsaðgerð. temporary art í Búdapest. Fyrir þá sem hafa áhuga á að fræðast um sýninguna er bent á heimasíðu safnsins, www.modernamuseet.se. Þar era sýnishorn verka og stutt viðtöl við nokkra listamenn. Audrus Novickas, innsetning með derhúfum fengnum hjá betlurum. 1 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. NÓVEMBER 1999

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.