Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Síða 9
Stórtónleikar Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands í íþróttaskemmunni á Akureyri
DRAUMUR EINLEIKAR-
ANS AÐ RÆTAST
Einstakt tækifæri
Morgunblaðið/Kristján
Hjónin Guðmundur Óli Gunnarsson, aðalstjórnandi Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands, og Helga
Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari standa í stórræðum á morgun, en þá leikur hún 2. Píanókon-
sert Brahms með hljómsveítinni. Þarna eru þau heima á Bakka í Svarfaðardal, að njóta vorblíð-
unnar á veröndinni fyrir átök morgundagsins.
SÍÐUSTU tónleikar Sinfón-
íuhljómsveitar Norðurlands á
þessu starfsári verða haldnir í
Iþróttaskemmunni á Akureyri
á morgun, sunnudaginn 9. apr-
íl, og hefjst þeir kl. 16. Um er
að ræða stórtónleika í tvennum
skilningi, hljómsveitin verður
óvenju stór að þessu sinni, skipuð um 50 hljóð-
færaleikurnum, og fluttur verður píanókonsert
nr. 2 í B-dúr eftir Brahms. Guðmundur Oli
Gunnarsson stjórnar hljómsveitinni og Helga
Bryndís Magnúsdóttir er einleikari.
Guðmundur Óli sagði að þegar vandaður
konsertflygill var keyptur til Akureyrar fyrir
fáum árum hefði verið ákveðið að efna til tón-
leika með þremur píanistum úr hópi heima-
manna, Richard Simm lék 2. píanókonsert
Rachmaninov á þeim fyrstu, þá lék Daníel Þor-
steinsson 3. píanókonsert Beethovens og nú er
komið að Helgu Bryndísi að spila 2. píanókon-
sert Brahms. Þá hefur Snorri Sigfús Birgisson
einnig leikið á flygilinn með hljómsveitinni,
frumflutti píanókonsert sem hann samdi sér-
staklega að beiðni forsvarsmanna hljómsveit-
arinnar.
Litbrigðaríkt spænst verk
„Þetta verða ekta sinfónískir tónleikar,"
sagði Guðmundur Óli um tónleikana. „Fyrra
verkið sem flutt verður er E1 Amor brujo, eða
Ástargaldur eftir Manuel de Falla, en það er
svíta úr samnefndum ballett sem túlkar ástar-
sögu frá Andalúsíu. Ung stúlka, Candelas, á í
vandræðum með látinn elskhuga sem kemur í
veg fyrir kossa hennar og næsta biðils. Draug-
urinn lætur ginnast af annarri ungri stúlku
sem notuð er sem tálbeita og Candelas gerir
sér ijóst að hún er hrifnari af biðlinum lifandi
en afturgöngunni. Þetta verk er byggt upp á
mörgum þáttum, flestir eru stuttir og hver
með sinni stemmningu. Þetta er býsna lit-
brigðalrík tónlist eins og spænsk tónlist oft er
og skemmtilega skrifuð fyrir hljómsveitina,"
sagði Guðmundur Óli, en einn þátturinn, Eld-
dansinn, ætti að vera flestum kunnur en hann
er eitt þekktasta verk Falla.
Síðara verkið á tónleikunum er píanókon-
sert nr. 2 í B-dúr op. 83 eftir Johannes
Brahms, eitt af hans veigameiri verkum og
hefur nokkra sérstöðu meðal rómantískra
píanókonserta, en um hann hefur verið sagt að
hann væri sinfónía með píanóleik, enda er hlut-
verk hljómsveitarinnar veigameira en oftast er
í slíkum verkum. Að mati margra er um að
ræða erfiðasta einleikshlutverk í
tónbókmenntum rómantískra píanókonserta.
íslenskur einleikari, Rögnvaldur Sigurjóns-
son, flutti konsertinn með Sinfóníuhljómsveit
íslands árið 1975 og nú 25 árum síðar mun
Helga Bryndís leika hann með Sinfóníuhljóm-
sveit Norðurlands.
„Þetta er mikið verk og reynir bæði á ein-
leikai'ann og hljómsveitina, en það er oft svo
með einleikskonserta að þeir þykja heldur
þunnir í roðinu fyrir hljómsveitina að fást við.
Svo er ekki í þessu verki, hljómsveitarhlutinn
er óvenjumikill," sagði Guðmundur Óli.
Helga Bi-yndís sagði að píanókonsertinn
væri afar langur og krefjandi fyrir píanistann.
„En mér finnst hann hafa allt til að bera sem
prýðir góðan píanókonsert, hann er stórfeng-
legur,“ sagði hún. Helga Bryndís sagði að hún
hefði átt nótur þessa konserts í mörg ár og af
og til hefði hún tekið þær fram og spilað úr
honum kafla í nokkra daga, en svo lagt þær til
hliðar í einhverja mánuði. „Eg hef þannig verið
að fikta við þennan konsert árum saman og það
hefur alltaf verið draumur að spila hann,“
sagði hún.
Þegar henni bauðst nú að leika með Sinfón-
íuhljómsveit Norðurlands og velja sér verk
þurfti hún ekki að hugsa sig lengi um. „Þetta
er einstakt tækifæri, bæði að fá að spila með
hljómsveit, en einleikarar hafa í raun sárafá
tækifæri til þess og eins að geta valið verkið.
Það má eiginlega segja að þetta sé algjört æv-
intýri,“ sagði Helga Bryndís.
Visst brjálæði en
fyllilega þess virði
„Menn hafa verið að segja að ég sé hálf
geggjuð að leggja út í þetta og vissulega má
segja að þetta sé visst brjálæði. Að leggja alla
þessa vinnu í undirbúninginn og fá svo að spila
þetta einu sinni, en að mínu mati er það fylli-
lega þess virði. Þetta er verðugt verkefni og
æfingatíminn hefur gefið mér mikið. Þessi
konsert er í mínum huga fallegasti konsert í
heimi og það verður virkilega gaman að spila
hann á tónleikunum," sagði Helga Bryndís, en
hún hóf tónlistarnám í Vestmannaeyjum og
nam síðan við Tónlistarskólann í Reykjavík hjá
Jónasi Ingimundarsyni. Þaðan útskrifaðist
hún árið 1987 og var við framhaldsnám í Vínar-
borg og Helsinki. Síðustu ár hefur hún starfað
við Tónlistarskólann á Akureyri.
Guðmundur Óli hefur verið aðalstjómandi
Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands frá upphafi,
en hann hefur einnig stjórnað Kammersveit
Reykjavíkur, Islensku hljómsveitinni og Sin-
fóníuhljómsveit íslands, bæði á tónleikum og
við upptökur. Þá er hann fastur stjórnandi
Caput.
BERIO OG
SEQUENZURNAR
Á morgun, sunnudag, kl. 20.30, munu meðlimir úr
Caput-hópnum f lytja sjö sequenzur eftir Luciano Berio
í Salnum í Kópavogi. SNORRISIGFÚS BIRGISSON
segir frá þessu ítalska tónskáldi.
/
TALSKA tónskáldið Luciano Berio
(fæddur 24. október 1925) er eitt
afkastamesta tónskáld samtímans og
hefur samið tónverk í nánast öllum þeim
formum sem hægt er að hugsa sér.
Meðal þeirra verka hans sem þekkt-
ust eru má telja þrettán verk (tólf fyrir
einleikshljóðfæri og eitt fyrir kven-
mannsrödd) sem bera nafnið „Sequenza“.
Sequenza I, fyrir flautu er frá árinu 1958 en
Sequenza XIII, fyrir harmoníku sem er síðasta
verkið í röðinni var samin árið 1995. Samkvæmt
nýjustu upplýsingum frá útgefanda tónskálds-
ins er Sequenza XIV (fyrir slagverk) í undir-
búningi um þessar mundir svo það má segja að
Berio hafi samið Sequenzur alla sína starfsævi
og þess vegna eðlilegt að álíta að þær gefi nokk-
uð góða heildarmynd af höfundarverki hans.
Þótt Sequenzurnar hafi orðið til á löngu
tímabili, næstum fjörutíu árum, og þótt þær
séu þess vegna af eðlilegum ástæðum hver með
sínu sniði eru þær þó samdar að ýmsu leyti á
sameiginlegum grundvelli og nefnir tónskáldið
nokkur atriði í stuttri ritgerð sem hann lætur
íylgja geisladiskum þar sem er að finna nýlega
heildarútgáfu þessara verka (útg. Deutsche
Grammophon).
Fyrst nefnir hann það að Sequenzurnar
byggjast allar á röð (ít. ,,sequenza“) hljóma (eða
hljómsvæða) og eiga hinir ýmsu þættir tónlist-
ai'innar rætur í þeim. Oft má heyra tilraunir til
að láta lagrænt ferli skilgreina hljómræna
framvindu og eru slík vinnubrögð eðli málsins
samkvæmt sérstaklega áberandi í þeim sequ-
enzum sem samdar eru fyrir einradda hljóð-
færi. Einnig er í flestum þessara verka gerð til-
raun til að örva lagskipta hlustun, því tónlistin
skiptir ört um látbragð. Auk þess að kanna
gaumgæfilega ýmis tæknileg atriði hefm- Berio
í nokkrum sequenzum reynt að bregða Ijósi á
samband flytjanda og hljóðfæris með því að
rjúfa venjubundið samhengi í háttemi flytja-
ndans og búa til nýtt samhengi og þá verða til
verk sem eru ekki síður leikræn en tónræn.
Sequenza II fyrir kvenmannsrödd er gott
dæmi um þetta.
Skynbragð á stíltegundir
I fyri'nefndri ritgerð má einnig fræðast um
hug Berios til hljóðfærasnillinga. Hann tekur
ekki undh' með þeim sem gera lítið úr fingi-a-
fimi og tæknilegum yfirburðum og leggja slíkt
að jöfnu við andlega fátækt. Á hinn bóginn er
ljóst að hann hefur sóst eftir að semja verk sín
fyrir hljóðfæraleikara sem geta státað af fleiru
en því að hafa fullkomið vald á hljóðfæri sínu.
Nefnir hann í því sambandi hversu æskilegt
það sé að flytjendur nú á dögum beri skyn-
bragð á sem flestar stíltegundir tónlistai’sög-
unnar og noti hljóðfæri sín til tjáningar í marg-
breytilegustu mynd en einnig að þeir séu
reiðubúnh' að kanna og rannsaka og bæta við
Morgunblaðið/Jim Smart
Félagar í Caput stilltu sér upp fyrir Ijósmyndarann í vorsólinni í Borgarholtinu á dögunum.
sig. Slíkir flytjendur sem auk þess búi yfir
næmi og góðum gáfum muni hvorki einskorða
sig við fingrafími né láta sér nægja sérfræði-
þekkingu á afmörkuðum sviðum. Sá sem semur
tónverk fyrir þá sem með sanni má kalla snilld-
arflytjendur nútímans er að mati Berios á viss-
an hátt að vegsama sjaldgæfan skilning á milli
tónskálds og flytjanda og tónverkið er til vitnis
um aðstæður sem liggja til grundvallar slíkum
skilningi.
Að lokum er að finna í títtnefndri ritgerð
hugleiðingar Berios um hljóðfæri. Segir hann
að þeim sé ekki hægt að breyta og reyndar sé
heldur ekki hægt að uppræta þau og allra síst
finna þau upp; í öllu falli eigi slíkt ekki að vera
hlutverk tónskálda heldur geti þau einungis
stuðlað að þróun hljóðfæranna með því að nota
þau og reyna að skilja hvernig félagslegir, hag-
rænh' og tæknilegir þættir auk tónlistarlegra
og hljóðfræðilegra þátta hafi haft áhrif á gerð
þeirra. Hann hrífst af hægfara og tignarlegri
siglingu hljóðfæranna í tímans rás og álítur að
þau séu hluti af tungutaki tónlistaiinnar; það að
„finna upp“ hljóðfæri finnst honum álíka fánýtt
og átakanlegt og það væri að finna upp mál-
fræðireglu í gömlu tungumáli. Það kemur því
ekki á óvart að Berio skuli hvorki reyna að
breyta arfgerð hljóðfæranna sjálfra né semja
tónlist „gegn eðli þeirra".
Efnisskrá tónleikanna
Á morgun, sunnudag, kl. 20.30, munu með-
limir úr Caput-hópnum flytja eftii-taldar 7
sequenzur í Salnum í Kópavogi:
Sequenza I (1958), fyrir flautu (Kolbeinn
Bjarnason)
Sequenza III (1965), fyrir kvenmannsrödd
(Marta G. Halldórsdóttir)
Sequenza IV (1966), fyrir píanó (Daníel Þor-
steinsson)
Sequenza VII (1969), fyrir óbó (Eydís
Franzdóttir)
Sequenza VIII (1976), fyrir fiðlu (Signin Eð-
valdsdóttir)
Sequenza IX (1980), fyrir klarinett (Guðni
Franzson)
Sequenza XI (1987-1988), fyrir gítar (Krist-
ján Eldjárn)
Höfundur er lónskáld og píanóleikari.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000 9