Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Side 11

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Side 11
Nordalsíshús á myndinni miðri stóð við Kalkofnsveg. Myndin er tekin af Arnarhóli. iANN- ^gvinn og síðan sprengdur frá með járnkörlum. ) með töngum, en þeim var síðan raðað á sleða. málið. Við rjerum svo við Sveinn rjett út fyrir Höfðann og þar var vitlaus þorskur. Þar dró hvor sem betur gat, því þetta var mitt líf og yndi. Og þegar í land kom hafði jeg dregið þrem þorskum fleira en Sveinn. Bemdsen varð úti með flöskuna, en við strákamir dmkkum, og skiftum bróður- lega. En aldrei varð jeg fullur hjá Ólafi, nema í þetta eina skifti af ölinu. Mjer þótti ölið brúklegt í þetta fyi-sta skifti, en fjekk skömm á því og bragð- aði aldrei öl í mörg ár á eftir. Frá Ólafi á Skagaströnd fór jeg til Jónasar gamla á Eyjólfsstöðum í Vatnsdal og var þar vinnumaður og síðar ráðsmaður, alls í 18 ár. Hann var hálfbróðir minn. Jeg var ekki beisinn eftir Skagastrandarvist- ina. Við komum samtímis að Eyjólfsstöðum Jósef, sem seinna var bóndi á Helgavatni og jeg. Þurftum bakþúfu Eitt af okkar fyrstu verkum var að fara með lest vestan frá Sigiíðarstaðaós og heim í Eyj- ólfsstaði. Jónas var með í ferðinni, en hann reið frá okkur og ljet okkur eina með lestina. Við gát- um ekki iátið upp klyf nema lyfta báðir sama bagganum á klakkinn, og ríggirða svo á klárunum að enginn þyrfti að standa undir hinumegin. Og altaf urðum við að leitast við að á ekki nema þar sem var stórþýfi, til þess að styttra væri að lyfta upp klyfjunum. En jeg var víst ekki búinn að vera marga mánuði á Eyjólfsstöðum þegar jeg gat jafnhattað klyf. Það var fjörugt sveitalíf í Vatnsdalnum í þá daga. Mikil undur og skelfing voru þar hressilegir kariar, Lárus sýslumaður, sr. Hjörleifur, Bene- dikt í Hvammi, Jósep á Hjallalandi og fleiri, hver öðrum hermannlegri. Þá var oft mannaferð um hjerað á sunnudögum og mikið að gera fyrir hús- freyjumar. Þeim þótti sumum blessuðum, að sunnudagarnir væru sínirverstu dagar. Jeg fann aldrei til þess, að jeg hefði mikið að Jóhannes var hestamaður og fór stundum ríðandi um bæinn, jafnvel full geyst, því Þorvaldur pólitf vildi sekta hann fyrir of hraða reið, en klárinn hafði bara verið á tölti og Jóhannes siapp. Ljósmynd/Carl Ólafsson Jóhannes Nordal á yngri árum sínum. gera. En það hefir víst verið svo. Þá var jeg ekki haltur og skakkur af gigtinni og margdrepinn einsogjeger nú. Jeg hafði altaf dálítið af kindum fyrir mig og fjekk mig lausan í viku á slættinum til að heyja handa þeim, og nokkur hross hafði jeg. Sumarið 1880 man jeg, að jeg heyjaði og þurkaði 60 hesta á viku, hafði kerlingu til að raka, en engið, sem jeg íjekk, var ljelegt - útskæklai'. Það var indælis sumar. Þá átti jeg 50-60 fjár og 4 hross. Maður fjekk á þeim árum 20 krónur fyrir sauðinn hjá Coghill og 75-100 krónur fyrir 2-3 vetra tryppi. Það var góður skildingur. Meðan jeg var á Eyjólfsstöðum reri jeg 4 haustvertíðir á Skagaströnd og fiskaði gráðugt. Og nokkrar vorvertíðú reri jeg frá Hliði á Álfta- nesi. „Lítilf jörlegur" sjómaður Fyrstu vertíðina mína hjer syðra var jeg á átt- æring hjá formanni, er Ólafur hjet. Þegai’ hann sá mig fyrst, hvað lítilfjörlegur jeg var, ætlaði hann ekki að vilja taka mig. Bóndinn á Hliði hafði lofað honum að útvega honum góðan mann. Óli spurði mig að því, hvort jeg væri vanur sjó. Jeg sagði, að það gæti nú ekki heitið. En hann yrði að segja af eða á, hvort hann tæki mig eða ekki. Því ef hann neitaði, færi jeg strax upp að Hliði og fengi mjer annað skip- rúm. Hann hafði austanmenn á bátnum, rígastóra og bráðónýta. Þeir höfðu hver þeirra hálfa vætt af smjöri og niðurskorinn sauð. Jeg spurði, hvort jeg ætti ekki að fá færi og renna eins og hinir. Hann Ijet mig hafa kolryðgaðaðn öngul, og sker jeg umsvifa- laust tauminn af. Þá spurði hann, hvað jeg væri að gera. Jeg sagðist ekki ætla að nota neina ryðkló. Jeg hafði með mjer hneif frá Tómasi í Brekkukoti með ljómandi tinsíld. A bátnum með okkur var Sigurður nokkur, tengdasonur formannsins, kallaður Siggi snari. Hann fór að ybbast við mig í róðrinum. Jeg svara honum engu. Hann spyr, hversvegna jeg svari ekki. Jeg segi þá, að hann geti ekki krafið mig svars fyr en hann sje orðinn formaður minn. Þegar hann sá, hve mikið jeg dró, blíðkaðist hann allur. Jeg ræ svo með honum og dreg 52 fiska, Óli 53, en hinir ekki til jafnaðar nema sinn hlut og við okkar og dauðu hlutina. En þegar við komum í land bauðst Siggi til að lána mér koffortið sitt, því það væri vont að hafa enga læsta hirslu í fjölmenninu. Öli formaður sagði einu sinni fullur, að hann hefði svarið fyrir að jeg væri svona mikill sjómað- ur, ekki meiri fyrir mann að sjá en jeg var. Næst Guði Eitt sinn, er við vorum í róðri, hafði verið stinn- ingskaldi af suðri, en snerist í norðrið með ofsa, er fram á daginn kom, svo hver kvikan ílyksaðist á aðra. Óli stýrði afbragðsvel. En honum leist ekki á. Hann sagði okkur að ryðja bátinn og það fljótt. Bað hann síðan Bjama nokkum að taka við stýr- inu, því sjer væri svo kalt á höndunum. En þegar Bjarni var tekinn við gaf svo mikið á, að við ætluð- um ekki að hafa við að ausa. Þá sagði jeg við Óla, að honum væri skammar nær að stýra sjálfur í ekki meira veðri en þetta. Og fiskinn snerti jeg ekki. Best hann fylgi okkur. „Ætlai- þú að óhlýðnast mjer?“ sagði Óli þá og býr sig til að berja mig. Jeg sagði þá við hann, að það væri best hann biði með að berja mig þangað til ef við kæmumst í land. Um kvöldið sagði hann við mig: „Við eigum, Jóhannes minn næst guði þjer að þakka, að við höfum komið í land þessum afla.“ - Hvað fjekst þú í kaup yfir vertíðina? - Annan veturinn minn á Alftanesinu hafði jeg 300 ki'óna hlut. En kaupið mitt var 100 krónur. Svona gekk það til þá. Maður mátti ekki vera lausamaður nema með hrekkjum og uppistandi. Búlausir menn urðu að ráða sig í vist. í stórhríð Heyrðu góði, eigum við ekki að fá okkur einn - þú drekkur fyrst. Verst með mig, að jeg er hættur að þola brennivín. Það er af sem áður var, þegar jeg gat teygað hálfflösku af whisky og varð ekki meint af. Við vorum að liðka klárana okkar, Hannes Thorarensen og jeg. Það sagði Hannes, þegai- jeg var búinn að taka þetta inn, að hann hefði ekki sjeð lögulegar tekið í hest en hann sá til mín þá. Jeg var á gammfjörugum klár sem jeg átti sjálfur. Það var mitt líf og yndi að sitja á hest- um og kippa í þá. Þeir fengu ekki að ráða. Við vorum að tala um Vatnsdalinn. Mjer leidd- ust harðindin á árunum eftir 1880, og fór að hugsa um að breyta tiL Systkini mín voru mörg komin vestur. Og svo fór jeg að hugsa tii vesturfarar. Það voru meiri gaddhörkurnar á þeim árum og iðulausar stórhríðar. Einu sinni fór jeg fyrir hús- bónda minn vestur að Klömbrum til Júlíusar læknis. Á mig skall blindhríð, þegar jeg átti svo sem hálftíma ferð eftir að Klömbrum. Jeg rakst af tilviijun á fjárhús. Húsmænirinn og heykumlið var upp úr fönn, annað í kafi. Jeg ætlaði að kom- ast inn í húsið og hlýjuna, en ekkert var til að moka frá dyrunum með. Þá datt mjer í hug að leita að steini á heyinu og mölva mig síðan inn í húsið, eða heyið. En enginn steinn var á torfinu. Það er ekki svipviðrasamt í Klömbrum, hugsaði jeg, úr því ekki þarf neitt grjót að bera á heytorf- ið. Þá var farið að rofa svo mikið til, að jeg fann harðspora fjármannsins og gat fetað mig eftir þeim heim að bænum. Vorhret Vorið, sem jeg fór vestur til Ameríku, 1887, var mjög illveðrasamt. Jeg átti 50-60 kindur og nokk- ur hross, er jeg seldi Jónasi bónda. En 35 geml- inga framgengna misti hann í einu hríðarkastinu. En versta stórhríðin skall á þann 20. maí. Þá var jeg laus úr vistinni og orðinn minn maður. Búið var að sleppa ánum, og voru þær í Vatns- dalsfjallinu. Mjer leist ekki á veðrið um morguninn. Var þjett kafaldsmugga. Spurði jeg Jónas, hvort hon- um fyndist ekki, að varlegast væri að smala án- um. En hann kvað nei við því. Hann sagði að bráð- lega myndi birta upp. Hann sæi, að það væri góðviðri í fjúkinu. En jeg var á annari skoðun. Og jeg fór með Pjetri nokkrum, sem ráðinn var fjár- maður í minn stað, upp í fjall, út í Hvammsbreið, komst upp fyrir æmar, en í því var líka komin blindaska og mátti ekid tæpara standa að við næðum heim með fjeð. Hríðin stóð í hálfan mán- uð. Miklir fjárskaðar urðu víða um sveitir, og mátti Jónas bóndi þakka mjer, að hann átti sitt fje. Til Ameríku En nú fór jeg til Ameríku. Margt var samferðafólk mitt vestur, en minnis- stæðastur er mjer Jón Benediktsson, sem oftast var kallaður Hóla-Jón, þó hann væri þá farinn frá Hólum fyrir nokkrum árum. Hann var ósköp óþrifalegur, karlanginn, og altaf með munntó- bakshönk í treyjuvasanum og lafði tóbaksrúllan svo langt út úr vasanum að hann gat gripið end- ann í munn sjer, þó hönkin í vasanum væri þar kyr. Það var nú hans máti að umgangast tóbak. Það var orðið annað upplitið á honum en þegar hann keypti að því er sagt var 48 blankhatta í einu á Hofsós til þess að hafa þá til skiftanna. - En hvemig stóð á því, að þú komst heim aft- ur, en ílentist ekki í Ameríku? - Eiginlega ætlaði jeg altaf að koma heim aftur, og langaði altaf heim. En að úr því varð eftir sjö ár, það er saga út af fyrir sig og hún er svona: En heyrðu góði, þú bragðar ekkert á þessu, segii' Jóhannes um leið og hann hellir í staupið. Það þori jeg þó að bölva mjer upp á, að þú færð ekki betra ákavíti annarsstaðar. Nytsamir hlutir Þá skiftum við einum „löjten“. Og síðan hjelt hann áfram: Sagan er svona: Hingað heim kom Sigurðm' frændi minn Jó- hannesson skáld. Hann var eitt sinn í glöðum hóp niðri á Hótel Islandi. Þangað kom Halldór Jóns- son bankagjaldkeri. Hann sagði við Sigurð svona í glensi, að Sigurður væri líklega einn af þessum vesturfararagentum, en þeir væm yfirleitt ekki vel sjeðir hjer heim á Fróni. Sigurður neitaði því harðlega. En Halldór þóttist ekki vilja taka það sem gilda vöm, og þótti sem Sigurður gæti rekið erindi sín á laun. En þá blandaði Tryggvi Gunnarsson sjer í mál- ið og sagði, að rjettara væri fyrir þá að tala um einhverja nytsama hluti, heldur en vera að pexa um þetta. T.d. ætti Sigurður að vísa þeim á ein- hvern Islending vestra, sem kynni til íshúsagerð- ar og geymslu á fiski, svo við gætum geymt hann von úr viti eins og þeir Ameríkumenn. Þá sagði Sigurður, að hann vissi af manni vestra, sem kynni nú alt til þeirra hluta og hann langaði einmitt að hverfa heim. Og Sigurður bein- línis lofaði þeim því þama á Hótel Island, að fá mig til að koma og setja á fót íshúsgeymslu. Hann skrifaði mjer svo um þetta alt vestur og sagði sem var, að hann hefði í votta viðurvist lofað þeim að útvega þeim manninn. Þetta varð til þess aðjegkom heim. Meðan jeg var vestra var jeg talsvert við húsa- smíðar, og svo hjá miklu fiskveiðaijelagi, er rak hvítfiskveiðar og seldi hvítfiskinn ísaðan suður um öll Bandaríki. Alla leið til Englands var hann sendur í ís. Jeg var við alt, sem að þessu laut, við að byggja íshús og ísa fiskinn. Auk þess var jeg stundum við verslun hjá þessu fjelagi. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.