Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Side 14

Lesbók Morgunblaðsins - 08.04.2000, Side 14
HUN HELST KAUS AÐ ELSKA OG SKRIFA ÓLÖF SIGURÐARDÓTTIR Á HLÖÐUM OG BRÉFASAMBAND HENNAR OG ÞORSTEINS ERLINGSSONAR í Kaupmannahöfn 1890. Á myndinni eru frá vinstrl: Hermann Jónasson, Hjónln Ólöf Sigurðardóttir og Haldór Guðmundsson smiður. Myndin er Stelndór Bjömsson, Þorsteinn Eriingsson og Páll Jónsson. sennilega tekin 1887 þegar þau giftu sig. Kvennasögusafn íslands. EFTIR ERNU SVERRISDÓTTUR Á morgun eru liðin 143 ór frá fæðingu Ólafar Sigurðardóttur, skáldkon- unnar sem kenndi sig við Hlaðir í Hörgárdal. Hún fæddist hinn níunda apríl árið 1857 á Sauðdalsá á Vatnsnesi í Húnavatns- sýslu, dóttir fátækra og barnmargra hjóna. NÍTJÁN ára fór Ólöf að heiman, fyrst í vist að Tjörn á Vatnsnesi og þaðan til Reykjavíkur í ljósmóðurnám. Hún lauk náminu árið 1882 og hélt sama ár til Kaupmannahafnar í eins árs framhaldsnám. Að námi loknu starf- aði hún sem ljósmóðir í Reykjavík en lét af störfum árið 1888 vegna veikinda. Árið 1887 giftist hún Halldóri Guðmundssyni (f. 1850) norðlenskum smiði og fluttist með honum ár- ið eftir, norður á Hlaðir í Eyjaflrði. Þar bjuggu þau til ársins 1920, en það sama ár lést Halldór. Þeim varð ekki barna auðið. Þau hjónin höfðu aðskilinn fjárhag og heyjaði Olöf sjálf fyrir sínar skepnur, en fékk fæði og húsnæði fyrir heimilisstörfin. Hún vann einn- tg fyrir sér með tóvinnu og vann til verðlauna fyrir handavinnu sína, sem var mjög eftirsótt af sveitungum hennar. Eftir dauða Halldórs fluttist Ólöf til Akur- eyrar og bjó þar á ýmsum stöðum þar til hún fluttist suður til Reykjavíkur árið 1924. Þar bjó Ólöf til dauðadags, blind og farin að heilsu á Elliheimilinu Grund, 23. mars 1933. Ólöf var alla ævina grönn og fíngerð með falleg, stór einkennileg augu, sem voru sálin hennar úthverf. Strax í æsku þráði hún ann- an og betri heim, þar sem skáldskapur, menntun og fegurð réðu ríkjum. Ólöf upplifði sig alla tíð á skjön við flest samferðafólk sitt, og var sú vitund samofin sjálfsmynd hennar og þörfinni fyrir sjálfstæði. Hún barðist allt- af við óyndi og öfgar í sálinni og miklar til- finningasveiflur sem hún gaf mál í ljóðum sínum. Síðar á ævinni fann hún þessum til- finningum farveg í trúnni og spíritisma. Ólöf var mikill náttúruunnandi og leitaði einkum eftir hinu smáa, mjúka, og hlýja í veröldinni. Ólöf var um margt mjög óvenjuleg kona og er fyrsta yfirlýsta kvenréttindakonan í ís- lenskri ljóðagerð. Ljóðin hennar eru mjög persónuleg og jafnframt ævisöguleg og skír- skota oft til reynslu kvenna. Hún leit mjög upp til annarra karlskálda, bæði sem kona og skáld og sóttist eftir vinfengi þeirra og viður- kenningu. Tvær ljóðabækur komu út eftir Ólöfu, sú fyrri 1888 og síðari 1913. Báðar nefndi hún Nokkur smákvæði. Eftir Ólöfu birtust einnig smásögur í blöðum og tímarit- um og árið 1945 kom út Ritsafn með úrvali ljóða hennar og smásagna. I Eimreiðinni frá 1906 birtist einnig ritgerð eftir hana sem nefnd var „Bernskuheimilið mitt“ og greindi frá æsku Ólafar og nánasta umhverfi. Rit- gerðin er mjög ýtarleg og vakti hneykslan margra samferðamanna Ólafar sakir ber- sögli. Ólöf og Þorsteinn. Saga í bréfum í bréfasafni Þorsteins Erlingssonar skálds, sem nú er varðveitt á handritadeild Landsbóksafnsins er að finna brot af sögu Ólafar í ^ulnuðum og velktum sendibréfum. Leiðir Olafar og Þorsteins lágu saman á námsárum beggja í Reykjavík, þar sem þau leigðu um tíma herbergi í sama húsi. Haustið 1883 hélt Þorsteinn til Kaupmannahafnar í framhaldsnám og þá hófst bréfasamband skáldanna tveggja, sem stóð með hléum til ársins 1914, en Þorsteinn lést það ár. í gegn- um bréfin bundust þau óvenju sterkum til- finningaböndum. Bréfasambandið var fram- an af mjög persónulegt og geymdi táknmál tilfinninga þeirra, skoðanir, þrár og skáld- skap. Bréfin eru einnig einstök heimild um sjálfsvitund skáldkonu og leit hennar að samastað í karlaveröld íslenskra bókmennta. Bréf Þorsteins til Ólafar eru í einkaeign og hafa ekki verið aðgengileg til þessa. Á morg- un, sunnudaginn 9. apríl, kemur út 4. bindi í ritröðinni, Sýnisbók íslenskrnr alþýðumenn- ingar sem ber heitið Orð af eldi. Bréfasam- band Ólafar Sigurðardóttur á Hlöðum og Þorsteins Erlingssonar á árunum 1883-1914. Nýja bindið geymir heildarsafn sendibréfana sem hafa varðveist, og gengu á milli Ólafar og Þorsteins á þessu tímabili. Til Þorsteins fró Ólöfu. Við bjarmann af orðaeldi Bréfið sem hér fer á eftir er skrifað af Óiöfu árið 1895. Eina óveðursnótt í október er Ólöf andvaka á Hlöðum og leitar skjóls í gömlum bréfum Þorsteins. Gömlu bréfin hans og tilfinningarnar sem þau vekja, verða kveikjan að því að Ólöf sest niður og skrifar sínum gamla vini. Bréfið er sjálfsævisögu- brot, þar sem hún lítur yfir líf sitt og líðan síðan þau skyldu vorið 1888. Þá voru liðin sjö ár frá því þau heyrðust síðast, Þorsteinn var þá enn búsettur í Kaupmannhöfn, en dvaldi á Islandi við rannskóknarstörf sumarið 1895. Hlöðum 24. október 1895. Góðan daginn, Þorsteinn! Gamli vinur minn, sjá, nú kjem eg fljúg- andi’ á fundinn aptur þinn. Eg vona að eg þurfi ekki að segja til nafns míns, þú munt kannast við kvinnuna. Dreimdi þig mig ekki í nótt kunningi? Eg var meiri partin af nótt- inni hjá þjer, meiri parturinn af mjer. Þakk fyrir síðast! og er eg þjer ekki velkomin, hjartanlega velkomin ennþá? jú, eg finn að eg er það, þó eg heyri ekki hvað þú hugsar. Þú skilur einungis ekki í kvaða erindum eg er komin til þín eptir svo langa útivist, 7-8 ára fjærveru. Nú skal eg strax gjöra grein fyrir ferða- lægi mínu og erindi. Eg sat ein í hreiðri mínu í gærkveld - eins og optar - eg gat ekki fund- ið frið fyrir ólátum í íslendsku illviðri. Þá fjekk eg alt í einu andann yfir mig, hjálpræð- is andann, tók upp gamlann brjefaböggul frá Þorsteini Erlingssyni, sem ekkert auga hefir í lesið í 7 ár, og settist við að lesa, og las upp mestalla súpuna og sat við það lángt framm á nótt, og svo hugfangin get eg enn orðið - bráðum fertug - að eg varð einkis óveðurs vör meðan á því stóð. Blessaður sjertu fyrir alla gleðina og gagnið, sem eg hef haft af þjer Þorsteinn! Eg meina: gleði verði þjer að því! Marga sólskinsstund hafa ljóðin þín komið með inní hugann minn síðan þú komst í ljós- mál aptur. Eg kann þau flest án þess að eg læri þau, eg bara les þau, og svo setjast þau að í huganum sjálfkrafa, og eg sit með þau, þar „hvísla þau bæði dag og nótt, í leini“. Það gjöra einginn önnur börn en börnin þín, mjer finnst líka að eg hafi alla daga átt þau, áður en eg sá þau. Eg leik við þau og hlæ og græt með þeim, og þeirri hilli hafa ekki annara af- kvæmi náð hjá mjer en þín. Hlægilegt kann- ske það sje, en eg grjet yfir snjótitlingnum þínum í Dýravininum. Já, víst grjet eg yfir honum, og þjer lof. Mikið hefðir þú getað gjört mig ófarsæla hefðir þú lagt þig til, hjer fyrri á árum, því þá hefði eg enginn maður verið til að bjarga mjer, og nú gleður það mig eitt meðal annars, að þjer fórst vel við mig og drengilega í alla staði. Hvað gæfan hefir líka leikið sjer að því, að annast mig á allar lund- ir! Já, þú bíður eptir erindinu! Börnin þín trubluðu mig - nú kemur það: það var nú það, að eg hugsaði að þú værir kannske ekki svo ólíkur mjer í öllu að þjer hvarflaði aldrei í hug málefnið okkar gamla, og að þjer kynni að vera forvitni á að vita hvað af „Ólöfu þinni litlu" hefði orðið eptir dauðann, og nú er eg komin hjer til þín, til að segja þjer söguna af henni. Hún er sem segir: Eg giptist eins og þú vissir - 87 og átti bágt um það leiti - bágast sem eg hef átt á æfinni - og alt leit illa út fyrir okkur hjónum hvað fé- lagsskap okkar snerti, og svo náði hann eing- um föstum fótum í Rvík með atvinnu og undi þar ið versta. Eg átti - sem sagt - bágt og hann átti bágt, og svo veiktist eg, og lá lengi um veturinn, og þá fór blessuð sólin að skína gegnum myrkrið í mjer, því hann fór að hjúkra mjer eins og mömmurnar hjúkra litlu börnunum sínum, og eg fór að elska hann aptur svo komst eg á fætur en var þó veik, og sá að eg gat ekki haldið áfram að stunda starf mitt sem yfirsetukona, og samþykti svo að fara með honum norður. Hann fór feginn seint um veturinn, eg nauðug um vorið. Þegar eg var búin að láta prenta kvæðin mín, og kvaddi nú alt það sem mjer var orðið kært, og eg hjelt ómissandi fyrir vellíðan mína, eg vissi ekki annað enn gleðin og vonin mín yrðu eptir, og kvaddi þær, en þær komu þá með mjer, og eltu mig hingað norður að bæ þeim sem Hlaðir - eða Hlöð - heitir, og þar settumst við allar að hjá manni mínum - sem er þó ekki bóndi minn, enn fóstri - og þar situm við enn hjá honum. Fyrstu 3 árin var eg mikið veik, stundum í rúminu, og stundum á fótum og staulaðist út og inn við hækjur eða prik, því eg gat ekki staðið óstudd, hriggurinn var ónýtur, eins og sundurlaus, og eg öll úr rjettum skorðum. Læknarnir hristu höfuð sín, og hjeldu auð- sjánlega að úti væri um mig, enda var eg ekki væn að útliti þá, og átti mjer ekki gleði nje heilbrigðis von um tíma, en hvorutveggja kom þó hreint óvænt af öllum. Hriggurinn hnítti á sig stóran hnút, mjöðmin sem var skökk og vitlaus varð að liði aptur og líka- minn allur tórnaði við, og nú er eg ekki ver á mig kominn enn margur annar - nema hvað enginn maður getur fengið ást á vaxtarpríði 1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. APRÍL 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.