Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 3
I I SHOk MOIK.I Mil VDSINS - MENMNG I IS I IIi
20. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR
Júbíleum í Róm
órið 2000
Árið 2000 er nefnt júbíleum-ár í í kaþólsk-
um sið. Um þetta heilaga ár skrifar Krist-
inn Pétursson og kemur þar fram að á
þessu ári fá trúaðir fyrirgefningu synda
sinna.
Júbílárið hófst um síðustu áramót með
því að páfinn bankaði þrisvar með silfur-
hamri á bronshurð í' hinum helgu dyrum
Péturskirkjunnar.
Gerhard Richter
er maður nefndur í Þýzkalandi, en ekki er
víst að lesendur kannist við nafnið. Virt
listatímarit, Art - Das Kunstmagazin, hefur
þó komist að þeirri niðurstöðu að hann sé
„mikilvægasti" máiari samtimans. Richter
málar í tveimur gerólíkum stíltegundum en
greinin er unnin upp úr tímaritinu.
Tónlistarmenn
21. aldar
er yfirskrift, tónleika sem Listahátíð stend-
ur fyrir í Salnum annað kvöld. Margrét
Sveinbjömsdóttir átti samtal við fjóra unga
tóniistarmenn sem koma þar fram.
Garðhúsabærinn
eða Kolonihaven er heitið á sýningu á bygg-
ingarlist sem verður opnuð á Kjarvalsstöð-
um í dag. Sýningin er liður í Reykjavík -
menningarborg Evrópu árið 2000 og sam-
eiginlegt framlag Arkitektafélags Islands
og Listasafns Reykjavíkur til Listahátíðar.
Sýningarsljórinn, Kirsten Kiser, segir Sús-
önnu Svavarsdóttur frá þessari einstaklega
skemmtilegu hugmynd og hvaða tilgangi
garðhúsin hafa þjónað hér og erlendis í tím-
ans rás.
FORSÍÐUMYNDINA
tók Þorkell Þorkelsson ó lokaæfingu San Francisco-ballettsins ó Svanavatn-
inu í Borgarleikhúsinu.
BYRON LÁVARÐUR
FALLSENAKERIBS
GRÍMUR THOMSEN ÞÝDDI
Ofan kom Assúr með óvígan her,
sem ísmöl að sjá bak við rjúkanda hver,
blikuðu spjótin svo bjart ogsvo þétt
sem bjarmi af stjörnum á Genezareth.
Blöðum á vordag á laufgrænum lund
líkui' varherínn um dagseturs mund;
hráviði líkur í hreti hann lá,
hrjáður að morgni ogfallinn í strá.
Dauðans sveif andkaldur engill um grund
ogfesti enum sofandi hermönnum blund;
slokknaði auga ogstirðnaði brá,
stundi við hjartað oghætti að slá.
Með nasirnar flæstar lá fákurinn þar,
en fjörið þó storknað í æðunum var;
feigðar af vitunum froða honum stóð,
hann freyddi ekki lengur af kappi og móð.
Heldöggu sleginn og bleikur á brá
i brynjunni stirðnaður ríddarinn lá;
gunnfánar dnípðu oggeirskafta fjöld,
gall ei ríð lúður, oghljóð voru tjöld.
Hátt kveina ekkjurnar Assúrs í dal,
öll eru líkneskin hrunin af Baal;
heiðingjans vald, þótt með hjör eigi sótt,
hjaðnaði Guðs fyriralmætti skjótt.
George Gordon Byron, betur þekktur sem Byron lóvarður, 1788-1824, var eitt
af höfuðskóldum rómantísku slefnunnar og eiginlega persónugervingur hennar.
Þýðandinn er þjóðskóldið og bóndinn ó Bessastöðum. Ljóðið er birt í tilefni af
umfjöllun um rómantík ó bls 12.
ONDVEGISHUS
RABB
✓
Aþeirri Listahátíð sem nú er
gengin í garð er meðal
annars brugðið Ijósi á ís-
lenzka byggingarlist með
sérblaði því sem fylgir
Morgunblaðinu, svo og
sýningu sem opnuð hefur
verið í Listasafni Reykja-
víkur. Þetta er þörf úttekt og áminning; oft
hefur því verið haldið fram að við eigum eng-
an arf í þessu efni og að íslenzk byggingarlist
sé í hæsta máta ómerkileg.
Hvorttveggja er rangt og líklega byggt á
gamalli minnimáttarkennd. Við eigum enga
Kristjánsborgarhöll eða Versali, enga Péturs-
kirkju og enga skýjakljúfa. Hin frægu stór-
virld byggingarlistarinnar er eðlilega ekki að
finna á Islandi. Það kemur þó listrænum tök-
um ekki við; margt af því bezta í byggingarlist
okkar birtist í því smágerða, en er jafn verð-
mætt fyrir því. Þama erum við íslendingar
ekki einir á báti og má benda á hliðstæðu í
færeyskum arkitektúr, ekki sízt í gömlu timb-
urkirkjunum. Sumar þekktustu perlur bygg-
ingarlistar á Vesturlöndum er heldur ekki að
finna meðal stórhýsa; hofin á Akrópólis í
Aþenu til dæmis, Petit Trianon í París og fleiri
en eitt íbúðarhús eftir Frank Lloyd Wright.
Sú skoðun heyrist jafnvel, að engin íslenzk
byggingarlist sé til; allt sé útlend eftiröpun.
Því er til að svara að við erum í þessu efni
hluti af vestrænni byggingarhefð þar sem
áhrif hafa flætt frjálst milli landa. Samt sem
áður er hægt að benda á séríslenzkt afbrigði:
Torfbæinn, sem hvergi hefur verið til annars-
staðar og telst vera sérstakt framlag okkar til
byggingarlistar í heiminum.
Fyrir liðlega tveimur árum leitaði Lesbók
til nokkurra valinkunnra manna og bað þá að
tilnefna tíu úrvalshús á íslandi. Niðurstaðan
varð sú að Safnahúsið við Hverfisgötu (nú
Þjóðmenningarhús), Húsavíkurkirkja og Nor-
ræna húsið fengu flest atkvæði. Ekki kom það
áóvart.
Dómnefndin sem valdi 50 „öndvegishús og
merkileg mannvirki" fyrir Listahátíð 2000
valdi einnig flest þeirra sömu húsa sem urðu
fyrir valinu 1998. Þótt afar skiptar skoðanir
séu almennt um byggingar er eftirtektarvert
að þeir sem bezt hafa kynnt sér þessa sögu
eru ótrúlega sammála þegar til þess kemur að
velja það sem helzt þykir skara fram úr.
Með sérblað Morgunblaðsins og Listahátíð-
ar um öndvegishús og merkileg mannvirki við
höndina geta landsmenn ekið hringveginn í
sumar og hugað að ýmsu, sem þeim hefur til
þessa ekki þótt ómaksins virði að gaumgæfa,
eða vissu ekki að væri til. Þá munu þeir sjá að
við erum ríkari en oft hefur verið talið.
Dómnefndin bendir okkur á að staldra við
hjá Seljavallalaug undir Eyjafjöllum sem
mörgum finnst ugglaust að sé svo frumstætt
mannvirki að það eigi ekki heima á úrvalslist-
anum. Látum það kyrrt liggja. Nokkru aust-
ar, á Kirkjubæjarklaustri, er hinsvegar gott
dæmi um hvað lítil bygging getur haft mikið
hstrænt vægi: Kapellan þar eftir þá bræður
Helga og Vilhjálm Hjálmarssyni er staðar-
prýði og ein þeirra bygginga sem hvað bezt
hafa tekizt hjá okkur. Snertispöl austar er enn
ástæða til að stanza, segir dómnefndin, og
virða fyrir sér hina nýju brú á Sandgígjukvísl
austan við Lómagnúp.
Það eru með öðrum orðum ekld einungis
hús sem vert er að skoða, heldur og ýmis
merkileg mannvirki. Þar á meðal eru Skeiða-
réttir hjá Reykjum á Skeiðum og vitinn við
Kálfshamarsvík á Skaga; mannvirki sem
stendur í næsta nágrenni við stórfenglegt
stuðlaberg, en er nokkuð frá alfaraleið. Ljós-
myndin af innsiglingunni í Homafjarðarós,
sem dómnenfdin bendir á, er tekin úr lofti.
Ekki veit ég hvort hún nýtur sýn frá Höfn, en
Bjamaneskirkju eftir Hannes Davíðsson er
þeim mun auðveldara að virða fyrir sér. Frá
hringveginum á Austurlandi er ástæða til að
leggja lykkju á leiðina austur yfir Fjarðar-
heiði og sjá gömul og glæsileg hús á Seyðis-
firði frá tímabili sveiser-stílsins, til dæmis
Bamaskólahúsið.
Húsavík ætti að vera viðkomustaður, þó
ekki væri nema vegna Húsavíkurkirkju Rögn-
valdar Ólafssonar. Þar rís þetta sérstaka fyr-
irbæri, íslenzki bárujárns-sveiserinn í sér-
stakar hæðir og kirijan er ef til vill bezta verk
þessa merka brautryðjanda.
Akureyringar eiga margt sem ástæða væri
til að benda á. Dómnefndin hefur valið Höepn-
ersverzlun; eitt af gömlu timburhúsunum, svo
og nýlega byggingu Amtsbókasafnsins. Ef til
vill þykir það undarleg tilnefning þegar Akur-
eyrarkirkju Guðjóns Samúelssonar er sleppt.
En dómnefndin bendir á að tilgangurinn hafi
ekki verið að vekja einungis athygli á því aug-
Ijósa, heldur einnig á athyglisverðum húsum
og mannvirkjum sem minna ber á.
Víðimýrarkirkja er skammt frá þjóðvegin-
um þegar ekið er frá Varmahlíð upp á Vatns-
skarð og vestur í Húnaþingi era Þingeyrar
ekki ýkja langt frá veginum. Steinhlaðna
kirkjan þar, verk Sverris Runólfssonar
steinsmiðs, er einn af dýrgripum okkar. Það-
an er förinni heitið vestur á firði.
Frá liðnum tíma eru að segja má fjórir
þungavigtarstaðir byggingarlistar á landinu
þegar Reykjavík er frá talin. Það em Seyðis-
fjörður, Stykkishólmur, Akureyri og Ísafjörð-
ur. Þar hefur Neðstikaupstaður maklega orð-
ið fyrir valinu og þaðan er ekki langt að fara til
að sjá merkilegt hús í Vigur.
Á leiðinni suður er aðeins smávægilegur
krókur til Stykkishólms, og kann að koma á
óvart að fremur sé bent á gömlu kirkjuna en
hina nýju og glæsilegu kirkju eftir Jón Har-
aldsson arkitekt, sem segja má að sé orðin
táknmynd bæjarins. Gamalt verzlunarhús
Tang & Riis, sem nú hýsir skrifstofur Sig.
Ágústssonar, er einnig án efa eitt merkileg-
asta hús landsins. Á leiðinni suður tökum við á
okkur krók út að Búðum. Þar hefur Búða-
kirkja komizt á listann; eftirminnileg kirkja í
sérkennilegu umhverfi.
Nú er ekki lengur ekið yfir Hvítárbrúna hjá
Feijukoti, sem dómnefndin hefur valið, og
einrng er vakin athygli á því hvað vegurinn
fyrir botni Kollafjarðar er fallega lagður í
landið. Áreiðanlega hafa margir tekið eftir
því.
í Reykjavík og næsta nágrenni borgarinnar
er hinsvegar úr mestu að moða. Það var lán
hvað Danir völdu góða arkitekta til að teikna
hús á íslandi, Viðeyjarstofu og kirkjuna þar á
18. öldinni og Dómkirkjuna og Alþingishúsið á
19. öldinni. Mestur fengur hefur þó verið í að
fá Jóhannes Magdahl-Nielsen, höfund Kon-
unglegu bókhlöðunnar í Kaupmannahöfn, til
að teikna Safnahúsið á fyrsta áratug 20. aldar.
Margir em á þeirri skoðun að fegurra hús hafi
ekki síðan risið á íslandi.
Er þá Safnahúsið - nú Þjóðmenningarhús -
danskur arkitektúr og er Norræna húsið
finnskur arkitektúr? Nei, þetta er byggingar-
list á íslandi, íslenzkur arkitektúr, og á sama
hátt telst íslenzka sendiráðið í Berlín, verk
Pálmars Kristmundssonar, vera þýzkur arki-
tektúr og Guggenheim-safnið í Bilbao telst
spánskur arkitektúr þótt hinn ameríski Frank
Gehry sé höfundurinn.
Hver sá sem reynir að velja nokkra tugi af
beztu húsum landsins kemst ekki hjá því að
taka afstöðu til verka Guðjóns Samúelssonar
og vandinn verður hvar á að bera niður. Tvær
ólíkar byggingar urðu fyrir valinu: Hótel
Borg og Laugarneskirkja.
Á síðasta áratugi aldarinnar auðgaðist ís-
lenzk byggingarlist af nokkrum ágætum
verkum, sem dómnefndin bendir á. Þar á
meðal em Hús Hæstaréttar, Tónlistarskóli og
Safnaðarheimili við Þjóðkirkjuna í Hafnar-
firði og síðast en ekki sízt Bláa lónið; bæði
húsið og umhverfismótunin.
Ástæða er til að vekja athygli á því að Hnit-
björg, Listasafn Einars Jónssonar á Skóla-
vörðuholti, hefur orðið fyrir valinu. Einar réð
sjálfur útliti hússins og það er engu öðm húsi
líkt; eiginlega skúlptúr utan um lífsverk lista-
mannsins, en hefur af einhveijum ástæðum
alls ekki fengið þá viðurkenningu sem það á
skilið, þar til nú.
GISLI SIGURÐSSON
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. MAÍ 2000 3