Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 8
Rosjdéstvenskij sobor - kírkja helguð fæðingu Maríu guðsmóður. íbúðarhús í Súzdal frá 17. öld. IAUGUM margra Vestur-Evrópubúa telst Stóra-Rússland enn þann dag í dag allframandlegt land, jafnvel eilítið dul- arfullt, lítt kannað af vestrænum ferða- löngum. Víðáttur Rússlands eru útlend- ingum ennþá að mestu ókunnar enda hefur landið um langan aldur verið svo pólitískt afgirt að stór landsvæði hafa jafnan verið lokuð útlendingum. Erlendir ferðamenn sem lagt hafa leið sína til landsins hafa því mátt láta sér nægja að kynnast ein- göngu stórborgunum Sánkti Pétursborg og Moskvu að einhverju marki, landið sjálft og séreinkenni þess hafa hins vegar farið að meira eða minna leyti fyrir ofan garð og neðan. Höf- uðborgin með sínar rúmlega fjórtán milljónir íbúa og Pétursborg með um það bil fimm og hálfa eru þó ekki beinlínis einkennandi fyrir rússneska iífshætti eða rússneskt borgarlíf yf- irleitt eins og það birtist í hinum minni borgum og dreifðari byggðum Rússlands, þessa mjög svo víðlenda ríkis miili Úralfjalla og austur- landamæra Úkraínu og Hvíta-Rússlands: Landflæmi á stærð við Vestur- og Mið-Evrópu samanlagða. Varnarvirki Rússneskar borgir eru hins vegar með tölu- vert öðru yfirbragði en áðumefndar tvær risa- borgir, minni borgimar öllu yfirlætislausari, lágreistari, kyrriátari, kannski manneskjulegri á sinn hátt. Rússneskar borgir tóku að myndast snemma á miðöldum í skjóli rammlega vígg- irtra borgarvirkja er kallast kreml. Borgarvir- kið er líka enn í dag oftast sjálfur innsti kjami hverrar borgar; helstu götur liggja í sveig út frá þessu kremlvirki. I elstu borgarhlutunum em byggingar jafnan einungis tveggja til fjög- urra hæða - steinhús helst að finna um miðbik borganna en meira um lágreist timburhús í ytri hverfum. Á tímum ráðstjómar bættust svo við flestar borgir Rússlands ný, stór íbúðarhverfi, sviplausar 5-6 hæða blokkir með einstaka há- hýsakrans inni á milli. Var oftast byggt úr stöðluðum, steinsteyptum einingum og er sú byggð einatt ótrúlega einsleit, drangaleg ásýndum og stingur víðast illilega í stúf við hin sviphýrari gömlu borgarhverfi. Eitt eða fleiri kirkjutorg era jafnan í hverju fjölmennara rússnesku bæjarfélagi, markaðstorg vitanlega, rúmgott pláss við jámbrautarstöðina, stór græn svæði niðri við ána, almenningsgarðar og í útjöðrum borga á landsbyggðinni getur svo oftast að líta víðlend garðlönd borgarbúa, alsett fjölskrúðugum smáhýsum og áhaldaskúram. Á undanfomum áratugum hefur það komið sér mæta vel að fjölmargir rússneskir borgarbúar rækta sjálfir nær allt sitt grænmeti, era sjálf- um sér nógir með ávexti, afla sér jafnvel sjálfir hunangs með býflugnarækt. Á söguslóSum Á síðari áram hefur áhugi Rússa á fomum hefðum og þjóðlegum menningarverðmætum verið endurvakinn og sögulegum minjum er núna sýnd mun rneiri ræktarsemi en áður þótti við hæfi. Blundandi en rótgróin þjóðemiskennd Rússa er nú vöknuð til fulis og blómstrar sem aldrei fyrr. Um það bil miðja vegu milli Moskvu og iðn- aðarborgarinnar Nisjný Novgorod, rétt um 25 km austan fylkisborgarinnar Vladimir, er hið fomfræga erkibiskupssetur Súzdal, fremur lítil borg en er þó í senn ein sú fegursta í gjörvöllu landinu og einn merkasti sögustaður Rúss- lands. Menningarsögulega séð skipar Súzdal SÚZDAL EINN MERKASTI SÖGUSTAÐUR RÚSSLANDS EFTiR HALLDÓR VILHJÁLMSSON „Gullna hringinn" kalla Rússar nokkrar fornfrægar borgir sínar fyrir norðan og austan Moskvu: Vlad imir, Súzdal, fvanovo, Bogoljúbova, Jaroslavl og Rostov eru staðir sem hafa að geyma sum hinna merkustu mannvir kja Rússlands frá miðöldum. við bændauppreisn eina mikla árið 1024 sem Jaroslav fursti hinn vitri hlaut að berja niður af mikilli hörku og með mestu erfiðismunum þó. Myndun umtalsverðs þéttbýlis í Súzdal má rekja til ársins 1054 en þá eignast Vsévolod fursti, sonur Jaroslavs, bæði Rostov og Súzdal. Staðurinn byggðist allfljótt inni á „posad“, þ.e. svæðinu kringum sjálft kremlvirkið í skjóli skíðgarðanna. Um líkt leyti tekur kristin trú að ryðja sér til rúms í Mið-Rússlandi þótt heiðinn átrúnaður sé enn víða mjög fastur fyrir. Rétt- trúnaðar-kirkjan rússneska tók snemma að hasla sér völl innan varnarmúra Súzdals og þegar í byrjun 12. aldar tók hver kirkjubygg- ingin af annarri að rísa þar á staðnum en þá var nær undantekingarlaust byggt úr timbri, það er að segja úr gildum bjálkum. í lok 11. og upp- hafi 12. aldar stóðu þegar allmargar reisulegar timburkirkjur í bænum og voru þær af ýmsum stærðum og gerðum, en kirkjuhúsin bára þó mjög af fátæklegum kofum almennings í bæn- um. Það var Vladimir Monomach fursti sem lét reisa fyrstu stóra og veglegu dómkirkjuna í Súzdal. Sú kirkja, Frelsarakirkjan, var byggð úr múrsteinum og fullgerð árið 1192 en endur- byggð að öllu leyti á árunum 1222-1225. Árið 1207 var fyrsta nunnuklaustrinu í Súzdal komið á fót, er það klaustur kennt við kyrtil Krists og telst eitt hið elsta í gjörvöllu landinu. Aðrar | p|í i I ;V' Klaustur í Súzdal, helgað kyrtli Krists. Klausturkirkja Heilags Alexanders frá 17. öld. áþekkan sess í augum Rússa og biskupsstól- arnir fomu, Skálholt og Hólar, í augum Islend- inga enda hafa Rússar jafnan sýnt staðnum mikinn sóma og haldið mannvirkjum þar við eftir bestu getu. Þegar ekið er í austurátt frá Vladimir liggur leiðin um vítt land og ofur flatt; aðeins stöku sinnum getur að líta lág, ávöl hæðardrög en hveitiakrar, sólblómaekrur, rúgakrar og feikn- arlegar kálekrar þekja landið allt í kring eins langt og augað eygir - grágrænt haf af verð- andi jarðargróða sem bylgjast mjúklega í gol- unni. Við þjóðveginn standa hávaxnir birkilun- dir á stangli, mjallhvítir trjástofnamir himingnæfir, heilu breiðumar af bleikum sig- urskúfi og þyrpingar af fölgrænum burknum mynda undirgróðurinn. Víst er landið búsæld- arlegt en ekki ýkja svipmikið. Þung umferð ris- astórra flutningabíla með langa tengivagna í eftirdragi er heldur hvimleið á tiltölulega mjó- um þjóðveginum. þeir koma æðandi á móti og flytja splunkunýja bfla frá bifreiðaverksmið- junum í Nisjný Novgorod áleiðis til Moskvu og Sánkti Pétursborgar. Það gustar kröftuglega af þessum miklu þungaflutningum þegar bíla- risarnir þjóta fram hjá með háum hvini, litla fólksbflnum okkar hnykkir við í hvert sinn. Framundan hillir undir Súzdal - og það er eiginlega nokkuð óvenjuleg sýn. Borgin stend- ur á lágum ásum við samruna ánna Kamenku og Gremjatsjku; til að sjá líkist hún einna helst einhverri óraunveralegri skýjaborg, upphafin sem ein furðuleg „fata morgana“ ofar þessum grænu akurlöndum og strjálu skógarlundum. Þannig birtist Súzdal með sínar mörgu hvítu tumspírur, blikandi hvolfþök, háa leirlita virk- isveggi og tilkomumikil borgarhlið. Þetta er ósvikin miðaldaborg sem þegar var tekin að byggjast á sturlungaöld, merkileg borg, þétt- setin fomum og sögufrægum byggingum, bæði af kirkjulegum og veraldlegum toga. Erkibiskupsstóll Súzdal er fyrst getið í heimildum í sambandi annálaðar byggingar þar á staðnum era Ros- jdéstvenskij sobor - þ.e. kirkja helguð fæðingu Maríu guðsmóður - Voskrésenskaja tsérkov - Upprisukirkjan - og klausturkirkja heilags Al- exanders. Rússland ó heljarþröm í febrúar 1238 höfðu viðbragðsfljótar og her- skáar innrásarsveitir Mongóla þegar náð fram til Nisjný Novgorod við Volgu og vora skömmu síðar komnar vestur að Súzdal og Vladimir. Alls staðar þar sem Mongólar fóru herskildi skildu þeir eftir sig sviðna jörð, eirðu engu sem fyrir þeim varð, nær öllu var gjöreytt, grimmd- in var með fádæmum. Rússland stóð berskjald- að fyrir þeirra rasandi æði og gat lengi vel hvergi rönd við reist. í Súzdal sem annars stað- ar brenndu Mongólar og myrtu allt sem hönd á festi. Bærinn var mjög illa leikinn eftir þær að- farir en samt var honum ekki með öllu eytt, því mongólskir höfðingjar tóku sér þar fljótlega bólfestu með hirð sína og riddarasveitir. Tæp- 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.