Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 9
Aöalinngangur Frelsaraklaustursins. Bygg- ingin erfrál7. öld. um aldarfjórðungi síðar - eða 1262 - sameinuð- ust borgirnar í Norðaustur-Rússlandi í örvænt- ingarfullri baráttu gegn sínum mongólsku kúgurum en sú hetjulega uppreisn mistókst og var bæld niður af mikilli hörku. Þessar borgir fengu síðan að kenna á grimmúðlegum hefndaraðgerðum Mongóla. A síðustu áratugum 13. aldar hafði þó aftur færst meiri ró yfir mannlífið á þessum slóðum og í Súzdal voru um það leyti stofnuð tvö all- merk klaustur, þ.e. Troitskij Monastyr - eða klaustur Heilagi'ar þrenningar - og Klaustur heilags Alexanders. I klaustrunum í Súzdal var meðal annars snemma lögð stund á gerð grísk- ættaðra helgimynda, íkona, jafnt handa kirkjum sem handa öllum almenningi, því íkon, eitt eða fleiri var hverju rétttrúuðu rússnesku heimili með öllu ómissandi „pravoslavnyje" kristileg tákn enda ævinlega höfð fyrir augun- um við daglega bænagjörð. Farið var eftir ströngum reglum við gerð þessara íkona og fyrirmyndir í fyrstu sóttar til sjálfra höfuð- stöðva trúarinnar í Konstantínópel. En síðar varð til sérstakur rússneskur stíll í íkonagerð, kenndur við Súzdal, og reyndar mjög ein- kennandi fyrir þann stað. Ikon frá Súzdal- klaustrunum urðu brátt þýðingarmikil trúar- tákn við helgiathafnir og voru um aldir mjög eftirsótt í Rússlandi öllu og raunar víðar. Sumir af frægustu íkona-málurum Rússlands stund- uðu list sína í Súzdal, þeirra á meðal Rodinov, Babúkhin, Pópov, Gorsjkov og Jónin ... „guðs- málaramir" eins og alþýða manna kallaði þá. Spaso-Évfimiév Eitt öflugasta og áhrifamesta munklífi í gjör- völlu Rússlandi hófst í Súzdal á 14. öld en það var hið nafntogaða Spaso-Évfimiév-klaustur sem um langan aldur varð rússnesku rétttrún- aðarkirkjunni eins konar sverð og skjöldur. Klaustrið var brátt rómað bæði fyrir frómleika í trúariðkunum og fyrir gagnmerk fræðastörf í þágu rússnesku kirkjunnar; í hartnær fimm hundruð ár komu þaðan margir af þeim prelát- um sem öðluðust æðstu metorð innan kirkjunn- ar. Nú á dögum er Súzdal fallegur og einkar kyrrlátur bær sem hefur að geyma alveg sér- stakan andblæ fomrar rússneskrar kirkju- menningar. Ferðamenn, einkum Rússar, leggja gjaman leið sína til borganna Vladimir og Súzdal til þess að kynnast merkustu sögust- öðum sínum og njóta fegurðar fornrar, þjóð- legrar byggingarlistar. í Vladimir getur meðal annars að líta eina veglegustu dómkirkju alls Rússlands, en það er dómkirkja Uppstigning- arinnar (1158-1160) með freskómyndum eftir Andrej Rúbljov, og þar er einnig að finna hina einstaklega stílhreinu og glæsilegu dómkirkju Heilags Dmitris (1194-1197). Súzdal státar af ekki færri en fjömtíu kirkju- byggingum, ijómm stóram klaustmm, erki- biskupssetrinu, auk margra annarra mann- virkja frá miðöldum. þar er m.a. einnig að finna Gostíníj dvor, merkilega verslunarmiðstöð frá 1811, en slíkar stórverslanir tóku víða að leysa opin markaðstorg af hólmi í Rússlandi á 18. og 19. öld. Innan borgarmúra sinna hefur Súzdal þannig að geyma vel varðveitta yfirlitsmynd rússneskrar byggingarlistar frá íyrri öldum. Engan skal þvi undra að borgin skipar enn í dag alveg sérstakan sess í huga flestra Rússa og telst nánast eins konar þjóðarhelgiskrín Rússaveldis. Höfundurinn er menntaskólakennari. SJONVARPSAUGAÐ EFTIR ÞORSTEIN ANTONSSON Sjónvarpið fullkomnar engan mann heldur leiðir hömlulaust sjónvarpsgláp til þess að hugsunin g llatar tilgangi sínum og draumlífið verður alrátt því [ vísarekki á neina raunveru. MEÐ SJÓNVARPI er hægt að auka flæði upplýsinga umfram aðrar þekktar leiðir; af því leiðir vinsæld- ir þessa miðils. En hversu hnitmið- að sem skilaboð em orðuð í sjónvarpi gæðir myndrænn bakmnnurinn orðin margræði. Og þar með keim af forgengileika. í sjónvarpi er merking mælts máls alltaf háð stað og stund myndefnis sem í senn opnar nýj- um sjónarmiðum leið og öðmm á sama efni. Þar með miðla myndh- í sjónvarpi upplýsingum með líkum hætti og draumar, alltaf tengt manni og aðstæðum, aldrei afdráttarlaust eða tæmandi. Meðan útsending varir era á hverju augnabliki skilyrði fyrir áhorfandann til að skynja merk- ingaferli sem varpar nýju ljósi á myndefnið. I sjónvarpi er stöðugt verið að vísa á sögu- legt samhengi, satt eða logið. Daglegt líf okkar einkennist á hinn bóginn einkum af endurtekn- ingum sem fæstir hafa áhuga á að skynja sem dramatíska atburðarás, af ugg við að færast á kaf í ókunnugleika sem hefur okkur þar með á valdi sínu. Fremur en að upplifa raunveruleik- ann samfellt og alltaf kjósum við að honum verði fundin heiti svo að dugi okkur til að stikla af einum kunnuglegum reit á annan meðan vakan varir. Til þess væntum við stuðnings ein- hvers sem reynist voldugri okkur sjálfum. Sjónvarpið á þrifnað sinn undir þessum tilvist- arótta og leiðir af því að hið stríða, óræða upp- lýsingastreymi þess ber jafnan nokkurn keim af móðursýki. Veruleiki að eigin vali Sjónvarpið miðlar upplýsingum með því að hagræða hinum sjónræna bakgranni efnis síns; umræðuþættir em sviðsettir sem gefm- um- ræðuefninu aukið mikilvægi í augum áhorfand- ans, því er miðlað jafnt í máli og mynd. Milli sviðsetningar og umræðuefnis em listræn tengsl, á sinn máta eins og milli krots, sem krakki dútlar við í kennslustund, og kennslunn- ar. Nemandinn öðlast með þessum hætti svig- rúm fyrir hugsun sína þrátt fyrir aðhald og aga hins mælta máls kennarans. Krotið er hending- arkennt þótt vitni um listræna þörf fyrir sam- ræmi. Og það er sviðsetning umræðuefnis í sjónvarpi einnig að meira eða minna leyti. Auga linsunnar, sem um stund beinist að fréttamanni og viðmælanda hans, er auga bams sem ekki getur haldið athyglinni nema litla stund í einu við hið mælta mál heldur leitast við að ijúfa fjötra þess á næman hugann með því að beina athyglinni að skallanum á nærstöddum manni, spegilmynd í hurðarhúni eða sólgleraugum. Mælt mál er alltaf úrvinnsla þess sem í hug- ann kemur og fyrir ber. Með orðum og setning- um fæst óhlutbundið samhengi, en lýðréttindi sérhvers manns em að mara í kafi í flæði áreita sem leika um skilningarvit hans og vera ekki strangur á valinu. Meðan á flutningi sjónvarps- frétta stendur minnir sjónvarpsaugað áhorf- andann á þessi réttindi sín, að hann er þrátt fyrir öll ósköpin, sem hann verður vitni að á skjánum, mennskur maður sem getur leyft sér að svara umhverfi sínu af þörf fyrir að lifa óskil- orðsbundið, hann þarf ekki að skilja hvert mál útíhörgul. Það starfsfólk sjónvarpsins, sem á hverjum degi sendir ímynd sína inn í stofur landsmanna fyrir milligöngu tækninnar, reynist í framkomu fjarri því sem telst við hæfi í daglegri um- gengni. Það yrði trappað niður með róandi lyfj- um ef það kæmi eins fram við náungann utan vinnu og það kemur fyrir á skjánum. Talandinn minnir á ofvirka eða lyfjarlús og bros hverfur varla nokkm-n tíma af andlitum þess meðan á útsendingu stendur. Sennilega er sjónvarps- brosið merki um undirgefni við áhorfandann því bros er merki um hræðslu meðal annarra dýrategunda en Vesturlandabúa á síðustu ára- tugum sem finna því fremur til sín sem meira er brosað framan í þá. Þessi tilþrif sjónvar- psfólks era merki um virðingu fyrir persónu- rétti áhorfandans. Sem og önnur einföld, beinskipt boðskipti sjónvarpsins sem sögð em uppfundin í Bandaríkjunum, fjölþjóðasamfé- lagi þar sem ólíkt mannlíf innbyrðis nær saman með þessum beinskeytta hætti. Sjónvarpið lýtur þeirri kvöð að miðla efni með persónulegum hætti sem leiðir stundum til fáránlegra úrræða eins og þegar fréttaþulur vísar börnum úr stofum landsmanna um kvöld- matarleytið í upphafi fréttar sem telst ekki á barna meðfæri. Slík ráðstöfun er einkum fárán- leg vegna þess að úrræði bama, ekki síður en fullorðinna, er að nota skjáinn til að sigrast á framandleikanum í lífi sínu. Sjónvarpið er sjálf- stæður vemleiki í augum áhorfandans, barna sem fullorðinna; og þar með aðferð til að til- reiða raunvemleika daglegs lífs svo að verði viðunandi. Ef bai-ni er bannað að takast á við óhugnaðartilfinningar í vernduðu umhverfi sjónvarpsins leitar það sér samskonar vemdar á netinu eða í kvikmyndahúsum. Sjónvarpsstöð getur breytt um áherslur og stfl, t.d. að því er varðar útlit skjáverjanna, en boðskapurinn er alltaf sá sami - um hverful- leika mannlífsins, þörfina fyrir persónusköpun gegn niðurrifsöflum og hendingum daglegs lífs. Ahorfandans er að velja hvort stfll og áherslur sjónvarpsstöðvarinnar svari til lifnaðarhátta hans sjálfs. I boði er síbrosandi skjáverji og til- reiðsla raunvemleikans í þá mynd sem talist getur hæfur vemleiki hveiju sinni. Og kann þá eitt að eiga við mig og annað við þig. Ekki bara brosin heldur margskonar önnur ýkt merki um geðbrigði sem lesin verða af andlitum skjáverj- anna. Sjónvarpið er i þessum skilningi sniðið að mannlegri þörf fyrir að njóta lífsins hverjar sem aðstæðurnar em. En það sníðir ekki að- eins klæðið heldur mótar það einnig þarfir manna fyrir það. Sjónvarp er miðill hins opna þjóðfélags því það gerir jafnan atburði úr öllu almennu um- fjöllunarefni með sviðsetningum sínum og öðr- um margræðum áhrifavökum. Það heldur því við skriði og þrálátri ófullnægju sem hvort tveggja hefur jákvæð áhrif á markaðsöflin. Sjónvarpið þrífst ekki við trúarvissu, ekki við hugmyndafræði. Þvert á móti er tómleikinn því rými fyrir sviðsmyndir sínar. Það viðheldur því tómleika í lífi manna og er þar af leiðandi mik- ilvirkur áhrifaaðili um síbreytileika mannlegra lífskjara; vettvangur sem viðheldur hlutleysi gagnvart raunvemleikanum hverju sinni og hvernig sem hann er svo hafist verði handa upp á nýtt á liðnum degi - krafan um fullkomnara tæki minni á sig að morgni. Með samspili myndar og máls er sjónvarpið áminning um óræði lífs sérhvers manns hversu rík sem trú hans er á sjálfan sig eða æðri mátt- arvöld. Líf sérhvers manns er á öllum tímum óúrgreiðanlegur flóki, óhöndlanleg stærð; óhemjuleg atburðarás í svefni sem vöku. Sjón- varpsmiðillinn líkir eftir þessu mannlega hlut- skipti. Eftir að hafa horft á raunvemleika sjálfs sín stflfærðan í sjónvarpi hefur áhorfandanum áskotnast form til að umgangast ókunnugleik- ann í lífi sínu með viðráðanlegri hætti. Útvarpið Utvarpið kemst nær akademíunni - hinum háskólamenntuðu - í að afhjúpa sannindi án þess að beygja þá túlkun undir mannlegar þarf- ir. Við heyram en sjáum ekki það sem þar fer fram. Því er reynt að komast hjá tilfmningaróti og ástriðum við flutning útvarpsefnis. Að sama skapi minnka líkurnar á að hægt sé að búa til á þeim vettvangi persónugerð fyrir áheyrandann að sníða þarfir sínar eftir. Sé því lögð mikil áhersla á sannleika og málefnalega afstöðu eins og verið hefur hjá ríkisútvarpinu beinist við- leitnin að því að móta áheyrandann í samræmi við þann óbreytanleika allan sem þjónað er. Viðleitni Ríkisútvarpsins til að staðla áheyr- J endur sína í þessum skflningi leiðir til þess að starfsemi tekur á sig snið sem minnir á fasisma: Skyldubundin afnotagjöld, mismunun fólks eft- ir landshlutum við mannaráðningar (norðlenski framburðurinn) og eftir stéttum við efnisval. Utvarpið getui1 ekki miðlað sannindum með svo ótvíræðum hætti sem fyrirlesari í kennsl- ustofu þar sem umhverfið er allt sniðið að þeirri þörf að kennsluefnið komist til skila. Það er ekki hægt að miðla sannindum án þess að um- búðimar fylgi með hvort sem er í útvarpi eða við önnur tækifæri; miðillinn er óhjákvæmilega hluti skilaboðanna. Sjeikspír í útvarpi er ekki sami Sjeikspír og á sviði eða í sjónvarpi. ís- lenskt útvarp hefur tekið miklum breytingum á síðustu áram til samræmis við þessa niður- stöðu. Úrræðið hefur orðið að rjúfa t.d. flutning sunnudagserindanna með tónlist svo ekki komi til hjónaskilnaða vegna þarfar áheyrandans fyrir einangmn meðan hann hlustar. Núorðið er, auk þessara hléa við flutning aðalefnis, gert ráð fyrir gagnvirkni hlustenda við frágang út- varpsefnis þótt flytjandi kunni að álíta sig vita betur - við getum alltaf hringt. Á sjónvarpi og útvarpi er samt óhjákvæmi- lega sá megin munur að útvarpið getur flutt ódauðleg sannindi í töluðu máli og þar með get- ur áheyrandi numið þessi sannindi án tengsla við annað en tungumálið. Á hinn bóginn er sama hve mikilvæg sannindi myndmálsins reynast áhorfanda; hann kemst ekld nær skjá- reynslu sinni en draumum sínum; hann vinnur úr henni með líkum hætti og þeim. Útvarps- tæknin freistar til að vísa á ódauðleikann, en sjónvarpið á hverfulleikann. Gleði litla mannsins Aðeins frá sjónarmiði fólks sem ánetjast hef- ur trú á að maðurinn eigi í lifandi lífi óbreytan- legan, mennskan heim að þrífast í heldur sú hugmynd gildi sínu að sjónvarp sé af hinu illa. Engir stjórnunarhættir eiga því svo illa við sjónvarpsrekstur sem miðstýring. Það er því af hinu góða að sjónvarpsstöðvum fjölgi; því fleiri þeim mun betra. Hið sjúklega við sjónvarpsá- horf er ekki fyrirferð þess heldur hitt að ein- staklingurinn trúir blint á sefjunarmátt sjón- varpsins, en hlýtur þó aldrei saðningu. Sjónvarpið fullkomnar engan mann heldur leiðir hömlulaust sjónvarpsgláp til þess að hugsunin glatar tilgangi sínum og draumlífið verður afrátt því það vísar ekki á neina raun- vem. Ofnotkun matar leiðir til þess að menn hlaupa í spik, en ástæðulaust er að finna að matnum fyrir það og jafnvel ekki næringar- þörfinni. Sama um sjónvarp; sá sem ofnotar það hafnar þeim raunveraleika sem er undir- staða alls sjónvarpsefnis, hversu lélegt sem það er, og er tekið að dreyma að tilefnislausu hin fullkomnu móttökuskilyrði fyrir nautn eins og hinn sem hleður á sig kflóum án þess að hafa aðra en þörfina fyrir þyngdina en koma fyrir þeirri ofgnótt efnis sem hann lætur í sig. Sjónvarpið miðlar okkur persónulegu lífi til að við getum notið sjálfstæðis okkar og lýðrétt- inda. Það er öflugastur miðill til verndunar lýð- ræðis sem fundinn hefur verið upp. Höfundurinn er rithöfundur. Myndlýsing/Andrés Andrésson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. MA( 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.