Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 6
LEIKSYNING ER ÞRIGGJA ÞREPA ELDFLAUG Á Litla sviði Borgarleik- hússins verður forsýnt í kvöld á Listahátíð nýtt íslenskt leikrit, Einhver í dyrunum, eftir Sigurð Pálsson. Eftir æfingu á dögunum tók HÁVAR SIGURJÓNSSON höfundinn tali. „UPPHAFLEGA byrjaði ég á þessu leikinti sem einhvers konar stúdíu í hysteríu og áráttu- maníu,“ segir Sigurður sem svar við vangavelt- um blaðamanns um að hann sé að skrifa um leik- hús, geðsýki og tungumálið, allt í senn á mjög áhrifamikinn hátt. „Síðan þróaðist þetta meira og meira útí rannsókn á tilfinningum, tungumál- inu og ekki síður rannsókn á leikhúsforminu. Frakkar kölluðu leiklist sína á 17. öld því skemmtilega nafni, „poésie dramatique", sem segir það sem segja þarf. Leikhústexti er ekki ljóð en hann getur verið er ljóðrænn og leik- rænn verður hann að vera. Glíman er að tengja þetta tvennt saman og búa til leiksýningu úr leikriti en ekki ljóðabók.“ Sigurði verður tíðrætt um þetta þar sem hann er ekki síður ljóðskáld en leikskáJd og hefur einnig skrifað skáldsögu. „Þó ég sé ljóðskáld þá er ég ekki að skrifa ljóð þegar ég skrifa skáldsögu. Eg reyni a.m.k. að hugsa um það form sem við á hverju sinni. Þeg- ar ég er í leikhúsi reyni að ég skrifa leikrit sem er stökkpallur fyrir leiksýningu. Annars var ég orðinn afhuga leikritun en það var Þórhildur Þorleifsdóttir sem hvatti mig til dáða og kom þessu verki upphaflega af stað ásamt reyndar fleirum í átaki til þess að efla íslenska leikritun." Leikkonan neitar að fara út Einhver í dyrunum er saga roskinnar leik- konu, Kolbrúnar (Kristbjörg Kjeld), sem hefur lokað sig inni frá umheiminum og neitar að fara út. Eiginmaður hennar (Þorsteinn Gunnarsson) líður íyrir þetta og reynir að hafa áhrif á hana með litlum árangri. Ungur maður (Bjöm Ingi Hilmarsson) kemur til hennar og játar að hafa dáð hana hömlulaust frá bamsaldri. Móðir hans (Edda Björgvinsdóttir) sem orðið hefur íyrir áfalli við hjálparstörf í stríðshrjáðu landi kemur einnig við sögu og einnig birtist íyrirsæta (Guð- mundur Ingi Þorvaldsson) sem minnir um margt á fortíð leikkonunnar. Allt þetta fólk er í dyrunum, kemur og fer, gengur inn og út og skilur mark sitt eftir. „Þetta er saga þessarar konu en einnig saga aðdáandans, áhorfandans, sem er jafn ómissandi í leikhúsinu og leikarinn. Verkið fjallar einnig um tengsl hjónanna, tengsl karlsogkonu. Þetta þróaðist í höndum mínum sem rann- sókn á tilfinningum og tungumálinu sem er ætl- að að tjá þær eða fela þær, eða ljúga til um þær eða segja satt um þær. Tungumálið sem aldrei dugir til að tjá tilfmningamar en hér er um að ræða það sama og sálgreining fæst við, að koma þeim upp á vitundarstig tungumálsins. í því er fólgin lausn á þeim vanda sem undir liggur. Þetta knýr einnig áfram hina dramatísku firam- vindu þar sem Kolbrún fær einhvers konar bata, en með tungumálinu, tjáningu sinni, nær hún að komast yfir vanlíðan sína að einhverju leyti.“ Sigurður segist sem leikritahöfundur sífellt vera að fást við formið. „Ég held að leikhús- formið eigi glæsta framtíð. í leikhúsi er hægt að skapa skilyrði fyrir upplifun sem hvergi er hægt að skapa annars staðar. Ég tel að leikhúsið muni beina kröftum sínum sífellt meir að því sem skapar þvf algjöra sérstöðu gagnvart öðrum miðlum leikins efnis, sjónvarpi, kvikmyndum og nú síðast tölvumiðlum ýmiss konar. Þannig tel ég að þær sögur sem höfundar vilja segja áhorf- endum ætti að skoða mjög vel og velja þeim mið- il við hæfi. Leikhúsið ætti einungis að huga að þeim sögum sem best verða sagðar í leikhúsinu. Annars ætti endilega að koma þeim í sjónvarp Morgunblaðið/Ásdís ,Þetta náttúrlega gengur ekki lengur," segir eiginmaðurinn. Morgunblaðið/Ásdís „Þú ert fyrir sæta,“ segir ieikkonan við fyrirsætuna. eða kvikmynd eða eitthvað allt annað.“ Sigurður lýsir vinnu sinni við ritun verksins á þann myndræna hátt að hann sé annars vegar í hlutverki skáldsins og hins vegar í hlutverki dramatúrgsins. „Ætli öll leikritaskáld séu ekki búin til úr þessu tvennu. Dramatúrgurinn í mér er eins konar verkfræðingur eða skipuleggjandi verksins. f fyrstu leyfði ég skáldinu að flæða eins og mögulegt var og satt að segja komst ég ekkert af stað fyrr en ég sendi verkfræðinginn undir þiljur og leyfði skáldinu að stýra skipinu út á reginhaf. Þegar skáldið gat ekki gefið upp neina staðarákvörðun á þessu hafi þá leyfði ég dramatúrgnum að reikna út hvemig hægt væri að koma skipinu í heila höfn. Kannski ekki þá höfn sem skáldið hafði hugsað sér en höfn samt. A þeim tímapunkti ákvað ég að halda öllum persónum verksins raunverulegum, gefa upp á bátinn þá hugmynd að allar persónumar utan aðalpersónan væm hugarfóstur hennar. Með þessu móti sló ég þykkan raunsæisramma um verkið og þó fyrirsætan hafi greinilega eigin- leika hugarfósturs þá er hún raunvemlegri en ég ætlaði í upphafi." Mjó læri, lítill rass, engin bijóst Fyrirsætan er forvitnileg persóna þar sem hún er leikin af karlmanni. Samt er hún ekki klæðskiptingur. Hvað liggur að baki? „Þetta var hugmynd leikstjórans (Kristínar Jóhannesdóttur) og mér fannst hún mjög snjöll. Kolbrún segir að hún hafi byrjað feril sinn sem fyrirsæta en lærin, rassinn og bijóstin hafi verið of fyrirferðarmikil. Hún var of kvenleg. Þannig er það mjög rökrétt að ofurfyrirsæta sé leikin af karlmanni sem hefur mjó læri, lítinn rass og engin brjóst. Það er sá draumur sem tískukóng- amir ala með sér. Mjög strákslegar konur, ein- hvers konar millikyn." Sigurður segir að verkið hafi verið fullskrifað þegar æfingar hófust. Hann hafi reyndar bæði gagn og gaman af að fylgjast með æfingum en hinu skapandi ferli einnar leiksýningar megi skipta í þrjú þrep. „Þetta er eins og þriggja þrepa eldflaug. Á fyrsta þrepi brennur leikrita- skáldið upp og þegar orka þess er á þrotum þá tekur sviðsetningin við og þá kviknar í leikstjór- anum. Við frumsýningu losnar annað þrepið Irá og hið þriðja tendrast og þá em leikaramir komnir á sporbaug með áhorfendum." Einhver í dymnum verður forsýnt nú á Lista- hátíð en eiginlegar sýningar taka við í haust. Sigurður segir það alltof sjaldgæft að ný verk fái tækifæri til að mótast á forsýningum með áhorfendum í íslensku leikhúsi. „Þetta er að mörgu leyti nauðsynlegt þar sem verið er að reyna algjörlega nýja hluti. Það er því mjög kærkomið fyrir höfund, leikstjóra og leikara að fá svona tækifæri til að skoða verkið á sýningum og taka svo upp þráðinn í haust eftir góðan um- hugsunartíma." 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.