Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 5
merkir í máli okkar „maður sem ferðast tii heil- agra staða“, en ferðamerkingin er þó eldri en hin trúarlega. Rómverjar kölluðu aðkomumann peregrinus (af latneska ao. peregre, erlendis) og gat ferðalag heitið peregrinatio. Þaðan er kominn okkar pílagn'mur (ít. pellegrino). Vitað er um farabók sem Gissur Hallson suðurfari setti saman eftir miðja 12. öld og hét Flos per- egrinationis, eða Ferðablómstur. „... og jafnvel betlarar Róms og laðrónar eru fyrirmannlegir hjá þeim.“ Svo segir í Landnámabók að þá er landið byggðist frá Noregi „var Adríánús [II.] páfí í Róma ok Jóhannes [VIII.] eftir hann, ..., en Hlöðver Hlöðvesson keisari fyrir norðan fjall,...“ Rétt eins og forfeður okkar víluðu ekki fyrir sér að sigla hvert á land sem var, þá settu synir þeirra og dætur það ekki fyrir sig að ganga suður. „Rómaborg er yfír öllum borgum, og hjá henni eru allar borgir að virða sem þorp, því að jörð og steinar og stræti öll eru roðin í blóði heilagra manna,“ segir Nikulás ábóti á Munkaþverá sem gekk suður um miðja 12. öld. En hann var ekki einn um að ganga þá leið og vissulega hefur hún verið troðin slóðin niður Alpafjöllin og áfram skagann til Rómar. Ör- snöggt skulum við bregða okkur inn á stofu til Snæfríðar og biskupsfrúar einn sólríkan haust- dag þar sem Amas Amæus situr hjá þeim, býð- ur þeim snuff og lýsir þeim hughrifum sem Róm vakti honum: Þá lýsti hann fyrir þeim lágri konu roskinni, heldur rýrri, í hópi þýðverskra pílagríma í Róm, óauðkendum einstaldíngi í þeim grámannahópi sem virðist enn grárri en ella í samanburði við heimamenn borgarinnar, enda ekki reiknaðir meira en fuglasveimur af innbyggjurunum, og jafnvel betlarar Róms og laðrónar em fyrir- mannlegir hjá þeim. Og ein ... er... þessi hvers- dagslega óásjálega kona ..., berfætt eins og öll Evrópa í upphafi elleftu aldar,... En í littlu knýti ... geymdi hún þó nýa skó, sem hún hafði haft með sér lengi[.]... til að gefa páfanum fyrir þær syndir sem hún hafði drýgt í landinu sem hún hafði feingið þá, Vínlandi góða. Hér er að sjálfsögðu lýst göngukonunni Guð- ríði Þorbjamardóttur „frá Glaumbæ í skaga- firði á Islandi, sem átt hafði bú í Vínlandi hinu góða um ára skeið og fætt þar son sem ættir ís- lendinga eru frá komnar, Snorra son Þorfinns karlsefnis." - Júbileum hið fyrsta var haldið í Róm árið 1300, eins og áður segir, en fyrr um öldina sem þá var að kveðja hafði þriðji suðurfarinn sem hér verður nefndur, Sturla Sighvatsson, gengið til Rómar og látið hýða sig framrni fyrir höfuð- kirkjunum sér til sáluhjálpar. Undirbúningur júbilársins Hvert júbilár á sér langan aðdraganda í und- irbúningi, en þremur árum fyrir hátíðarárið hefjast framkvæmdir og nánari skipulagning fyrir alvöru. Þessi þrjú aðfaraár eru einnig haldnar hátíðir og ráðstefnur er tengjast undir- búningnum. Júbileum er að sjálfsögðu trúarhá- tíð kaþólsku kirkjunnar, haldin á höfuðsetri hennar í Róm, en það segir sig sjálft að þrátt fyrir umtalað ríkidæmi páfagarðs (sem er víst eitthvað blankari þesssa dagana) þá getur Vat- ikanið eitt ekki staðið undir þeim gríðarkostn- aði sem hátíðarhaldinu fylgir. Rómaborg hefur að sjálfsögðu tekið sinn þátt í skipulagningu há- tíðarinnar og hennar hlutverk ekki lítið. Fékk borgin Latíumhérað og nágrannaborgimar Napólí og Flórensborg til liðs við sig - svo sem hefð er fyrir í Róm þegar mikið liggur við - um rekstur skipulagsskrifstofu vegna undirbún- ings júbilársins. Hefur hlutverk hennar einnig verið að upplýsa borgarana um hversu undir- búningnum hefur miðað, hvers þeir mega vænta varðandi samgönguröskun - fyrst vegna viðgerða, svo vegna umferðar - o.s.frv. Virtist þeim er hér skrifar að skrifstofunni hafi tekist ágætlega við upplýsingaveituna, því snemma þarsíðasta haust, rúmu ári fyrir júbilárið, feng- um við Rómarbúar í póstkassana okkar grein- argóða upplýsingarbæklinga um allt það helsta er varðaði undirbúninginn og barst meira af þvílíku efni er leið á árið. Borgin tekurtil hjá sér Það stendur mikið til í Róm. Borginni var í senn nauðsyn á andlitslyftingu og ljúft að nýta sér kærkomið tækifæri til að taka sig á í verslun og þjónustu. Var til dæmis gefið út gæðavottorð til handa þeim sem uppfylla settar (og sjálfsagð- ar) reglur um verslun og þjónustu. Þá er bara að líta eftir gæðamerkinu í glugga kaffibarsins, gistihússins, veitingahússins áður en gengið er inn. Mannvirki af öllum stærðum og gerðum frá helstu tímabilum sögunnai- - keisaraöld, endur- reisn, barokki, til nýklassíkur og arkitektúrs fasismans - voru þvegin og lagfærð: Hús og hallir, kirkjur og borgarmúrar, gosbrunnar og höggmyndir, sigurbogar og hringleikhús, torg og lestarstöðvar. Því er ekki að furða að mið- bærinn hafi hreinlega verið að hverfa bakvið dúka og vinnupalla, en götur margar sundur- grafnar við endurnýjun gamalla lagna. Þykir mörgum nóg um í borg sem er víða eins og flak- andi sár þar sem búið er að spretta sundur jörð- inni til að sýna okkur aftur í fortíðina. Opnar JÓHANNA BRYNJÓLFSDÓTTIR WATHNE SVANASÖNGUR í dag komu svanirnir sunnan með sólskin í auga, syngjandi flugu þeir yfir hafflötinn víða, var ekki svalt yfir seltu og marbláum álum, ég veit aðþiðkomuð aðhugga, hugga oggleðja. Velkomnir syngjandi vinir með sólina og vorið þið brutust um beljandi brimreistar rastir hingað til Islands brimsöltu stranda á sólhvítu vængjunum björtu. Upp til fjallvatna fagra, þiðþreytið nú flugið, mjallhvítu brjóstin nú óma af ástþrá oggleði, nú sumarnæturnar björtu óma af unaði ogelsku er svanaómarnir óma á fjallavötnunum bláu. Á meðan sól skín á fjöllum, á björtum sumarnóttum munum viðþakka ogfagna ástkæru svananna söngva á fjallanna blátæru vötnum. Höfundurinn er rithöfundur og þýðandi. RÚNAR KRISTJÁNSSON HALLGERÐUR í LAUGARNESI Ég dvelst hér gömul, dagar mínir líða og dauðans finnst mér þreytandi að bíða. Því ekki er hlýtt ísundablænum svölum ogsál mín þráirlausn frá tregans kvölum. Eg vildi ég ætti ennþá heima í Dölum! Égman það allt sem ungan hugann fyllti, það allt sem stoltið jók og tældi og villti. Það allt sem Langbrók Laxdælinga gerði í lífi þar sem oft var brugðið sverði. Mér láðist býsna oft að vera á verði! Ég Þjóstólf man þó margt sé falið húmi, hann misgerði íþví að bana Glúmi. Það gjalda flestir fyrir sakir unnar ogfrekast verða ódáðirnar kunnar. Eg lengi hef þurft að líða fyrir Gunnar! Ég brást honum og bogastreng ei léði, þá brann svo mikil heift í stóru geði. Og síðan hef ég fundið fyrir kvölum ogflesta daga strítt í vindum svölum. Eg vildi ég ætti ennþá heima í Dölum! Höfundurinn býr ó Skagaströnd. grafir - upp úr grafarbotninum hvítar marm- arasúlur og þverbitar, bein úr burðargrind borgarlíkamans foma. Samgöngubætur og skipulagning Brýn þörf var og fyrir bættar samgöngur og í þeim efnum var ekki niðurskurður heldur upp- skurður. Nýir vegir lagðir og brýr byggðar, lestarjarðgöng boruð vestur fyrir Páfagarð. Umferðarteppa á meðan. Nýir spor- og stræt- isvagnar hafa verið teknir í gagnið á nýjum leið- um. En götusteinar Rómar, sem Nikulás ábóti sagði alla roðna blóði heilagra manna, eru nú hver af öðrum að hverfa undir malbik gleymsku og fyrirgefningar sem á að vera heldur þýðara yfirferðar. Á Ítalíu og einkum í Róm fylgdust fjölmiðlar að sjálfsögðu vel með undirbúningi júbilársins. Áhyggjm- fjölmiðla stigmögnuðust er leið á síð- asta ár og var augljóst að ekki var borið mikið traust til skipuleggjenda. Rómarblaðið II Mess- aggero greindi daglega frá áhyggjum manna yfir því að ekki næðist að útvega gistingu öllum þeim ferðamönnum innlendum og erlendum sem von var á til borgarinnar, að framkvæmd- um myndi ekki ljúka á settum tíma o.s.frv. Hins vegar má ætla embættismönnum á Vatikan- og Kapítólhæð að þeir geri sér fulla grein fyrir því að grannt verði fylgst með skipulagningu ferða- mála og hátíðarhalda í borginni á júbilárinu. Búist var við um 30 milljónum pílagríma yfir ár- ið. Rómveijar eru hins vegar um 3 milljónir talsins og munu margir þeirra vart þurfa hvatn- ingu borgaryfirvalda um að yfirgefa borgina þegar hátíðin stendur sem hæst. Með kennitölu í Himnaríki Nú bendir hins vegar margt til þess að píla- grímar verði færri en ráð var fyrir gert og er þar án efa um að kenna hreinni bölsýni skipu- leggjenda og fjölmiðla sem virðast hafa fælt þá frá með yfirdrifnum viðvörunum og varúðar- ráðstöfunum. Annan maí sl. kom forsmekkur- inn að þessu er júbilhaldarar fengu mikilvæga æfingu fyrir stórhátíðina sem þá var að skella á. Þá var faðir Píus frá Pietrelcina, hettumunkur nokkur af reglu heilags Frans, lýstur sæll í sam- félagi blessaðra (áfangi á leið til dýrlings). Padre Pio, eins og hann er kallaður heima hjá sér, varð frægur fyrir að fá sáramerki Krists og sinna kraftaverkum. Hefur mikil Píusarbylgja gengið fram og aftur Italíuskagann og náð fleiri löndum. Búist var við um einni milljón fylgenda hans til borgarinnar og til að sem flestir gætu verið viðstaddir athöfn páfa fór athöfnin fram á Péturstorginu annars vegar og á Laterantorgi hins vegar, framan við Jóhannesarkirkju, dóm- kirkju Rómar. Borgaryfirvöld, skipuleggjendur og fjölmiðlar gerðu mÚdð úr þessu tilstandi - of mikið, því um helmingur þeirra sem voru búnir að boða komu sína sátu heima til að losna við öngþveiti það og troðning sem búið var að vara við. Þetta virðist ætla að endurtaka sig með júbilárið - nóg af pílagrímum samt. Dagskrá júbilársins Júbileum er ekki aðeins trúarhátíð heldur allsherjar menningarveisla sem Páfagarður og Rómaborg standa að. Því er og verður af nógu að taka í andans efnum. Júbilárið allt eru haldin eins konar litlu-júbileum sem tileinkuð eru hin- um ýmsu starfsstéttum og þjóðfélagshópum, s.s. launþegajúbileum, fjölskyldujúbileum, sjúklingajúbileum, o.s.frv., en hámarki, hvað mannfjölda varðar a.m.k., mun trúarhátíðin ná um miðjan ágúst (einmitt á þeim tíma er Róm- verjar sem aðrir ítalir streyma til fjalla eða fjöru) þegar haldið verður júbileum imgs fólks. Hver listviðburðurinn rekur svo annan og er ekki veigalítið atriði þar endm’opnun stærri sem smærri bygginga sem hafa verið í viðgerð. Undirritaður var t.d. viðstaddur er framhlið Farnesehallar við samnefnt torg í miðbænum var afhjúpuð eftir ársviðgerð, en höllin sú þykii- eitthvert hið ágætasta dæmi um byggingarlist endurreisnarinnar. Nú hefur grátt steinandlit páfahallai-innar gömlu fengið sinn upprunalega farða og er glæsileg á að líta. Góðvinur Islend- inga, Richard Serra, hefur nú nýlokið sýningu í nýjum en þó gömlum sýningarsal miðsvæðis - Trajanusarmörkuðunum frá 2. öld sem nú hýsa miðstöð nýs safns keisaratorganna. Róm að júbilári liðnu Júbilárið hefur og á eftir að gera borginni gott í alla staði. Það er að minnsta kosti auðvelt að ímynda sér að enn betra og skemmtilegra verði að gista borgina næstu árin eftir Júbileum vegna þess að þá er þegar búið að gera við helstu byggingar, bæta samgöngur, gistiað- stöðu, upplýsingamiðlun og þjónustu almennt. Róm er ekki stórborg eins og París og Lundún- ir, en hún virðist þola gesti sína alveg ágætlega. Og úr því að pílagrímar koma ekki til með að taka upp allt bæjarplássið - eins og leit út fyrir - þá er ekkert því til fyrirstöðu að menn og kon- ur taki sér göngustafinn í hönd og arki til Róms - en eflaust á öllu þægilegri hátt en forfeður okkar og -mæður. Höfundurinn nam kvikmyndagerð í Róm og er óhugamaöur um sögu og menningu borgarinnar. RAGNAR ÞORBERGSSON LÓUKVÆÐI Hvað er þetta litla lóa, þú leikur alls kyns skrípalæti, ljóðar títt en gestum gefur gætur en jafnan létt á fæti, þér er vinan vængur gefínn, vors þinn söngurþykir bestur, ungumjafnt sem öldnum ertu Islands þráði sumargestur. Lóukvak að liðnum vetri litríkt stef á landi ísa, burtu er vetur bóndi segh', barnsins augu atburð lýsa, þá ungur heyrði ég kvakið kunna knúinn var égþökk oghlýju en alltaf muntu aftur koma elsku litla lóa að nýju. Höfundurinn er eftirlaunamaður á Seltjarnarnesi, en vann áður við fiskeftirlit á vegum Sjávarafurðadeildar SÍS. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. MAÍ 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.