Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 17

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 17
Michael Graves, Bandaríkjunum. Dominique Perrault, Frakklandi. óskujanlegar, en þegar við sýnum þessi litlu hús með teikningum, Ijósmyndum og módelum, átt- ar fólk sig á því að byggingarlist er eins að- gengileg og önnur list. Það geta allir teMð af- stóðu til hennar. Við þurfum jú öll þak yfir höfuðið; við höfum öll skoðun á því í hvers konar húsnæði við viljum búa. Garðhúsin eru einföld aðferð til þess að út- skýra byggingarlist." '¦•: I lok 9. áratugarins lokaði Kirsten galleríi sínu í Los Angeles og fluttist stuttu síðar til Kaupmannahafnar. „Það er ekki hægt að reka gallerí um byggingarlist," segir hún. „Það er ekki hægt að selja vinnu arkitekta í galleríi, til dæmis teikningar og módel. Ég vissi það auð- Ijósmynd/Jens Lim Dominique Perrault, Frakklandi. vitað fyrirfram en þetta var skemmtilegt verk- efni sem opnaði mér aðra möguleika, til dæmis til að hrinda í framkvæmd sýningu eins og þessari. Ég hafði skapað mér nafh og þekkti alla fremstu arM- tekta heimsins og það var ekki lítill kostur, vegna þess að þótt ekki sé hægt að reka einka- gallerí um byggingar- list, þá setja stór söfn um allan heim upp sýn- ingar á byggingarlist." En Garðhúsabærinn er ekki bara teikningar og módel, heldur er hann orðinn að að veru- leika, vegna þess að hús þeirra arkitekta sem eiga verk á sýningunni eru smám saman að rísa í Vallensbæk þar sem bæjarstjórnin gaf verk- efninu land. Það var auð- velt fyrir Kirsten að leita til arkitekta um allan heim þegar verkefnið hafði verið samþykkt hjá menningarborginni Kaupmannahöfn 1996; fljótlega fóru að streyma inn teikningar og módel og meðal þeirra sem sýna garðhúsahugmyndir sínar eru Mario Rotta frá Sviss, Ralph Erskine, Svíþjóð, Mich- ael Graves frá Bandaríkjunum, Heikkinen og Komonen í Finnlandi, Arata Isozaki frá Japan, Josef Paul Kleinhues frá Þýskalandi, Léon Krier frá Lúxemborg, Henning Larsen frá Danmörkuk, Richard Meier frá Bandaríkjun- um, Enric Mirales frá Spáni, Dominique Perr- ault frá Frakklandi, Richard Rogers frá Bret- landi, Aido Rossi frá ítalíu, Alvaro Siza frá Portúgal og Sören Robert Lund frá Danmörku. Við Kolonihaven bætist síðan garðhús frá ís- landi innan tíðar, þar sem Arkitektafélag ís- lands hélt samkeppni um garðhús í tilefni sýn- Aldo Rossi, ítaiíu. ingarinnar og hús sigurvegaranna, Hjördísar og Dennis, mun prýða garðinn. En fyrst verður það reist í fullri stærð innan veggja Kjarvals- staða, verður síðan til sýnis hér á landi í nokkra mánuði en flyst þá til Danmerkur. „Þessi garð- ur er í stöðugri uppbyggingu ogverður það næstu áratugina," segir Kirsten. „Eg mun reka hann og bæta við hann á meðan ég lifi og eftir það tekur einhver annar við honum og heldur verkefninu áfram. Þangað til verður þetta eins konar einnar-konu-garður." Kirsten segir að upphaflega hafi garðhúsin verið hugsuð sem skjól fyrir veðri og vindum, við litla reití þar sem borgar- búar gátu haft litla garða til að rækta smávegis af mati.urtum og til að byrja með hafi þeir verið mjög frumstæðir. Þeir arkitektar sem eiga módel og teikningar á sýningunni á Kjarvals- stöðum, eru hins vegar nútímamenn sem sjá allt annan tilgang með húsunum. Sænsld arMtektínn Ralph Erskine segist sjá garðhúsið fyrir sér sem lítinn „turn til að svala þeirri barnslegu gleði sem felst í því að klifra upp í tré eða löngun okkar fullorðnu til að komast hærra og dvelja innan um laufkrónurn- ar sem svífa yfír garðinum." Mario Botta frá Sviss segir: „Verkefnið er áhugavert vegna þess að það fjallar um mennsk stærðarhlutföll. Nú á tímum risabygginga er artótektum það holl æf- ing að takast á við mannlegan mælikvarða." Hús hans á að „kalla fram tilfinningu barns sem horfir á heiminn út um rifu á felustað sínum. Josef Paul Kleihus frá Þýskalandi segist hafa hannað húsið handa dóttur sinni sem er bóka- ormur og Léon Krier frá Luxemborg segist hafa reynt að teikna hús sem lítur út fyrir að vera heimih' á sama hátt og þegar barn teiknar mynd af húsi. „Markmið mitt var að hanna dæmigert garðhús með hugmyndaauðgi þeirri og ævintýrablæ sem er einkenni slfltra smá- húsa. Húsið ber með sér að vera afdrep með þaki þar sem gott er að leita skjóls. Þar er eld- stæði, rúm, borð og aflokaður garður. í garðin- um er eldiviðarskýli." Leynikiefi sem opnast eins og blóm „Húsið er hannað sem lystíhús með útsýni tíl allra átta," segir danski arkitektinn Henning Léon Krier, Lúxemborg. Larsen um sitt garðhús. „Þaðan er hægt að fylgjast með blæbrigðum birtunnar frá sólar- uppkomu tíl sólarlags og gangi stjarna á nætur- himninum. Lagskiptur lokunarbúnaður gerir íbúum hússins kleift að tempra birtuna eftir árstíðum. Á veturna þegar byrgt er fyrir öll op verður húsið eins konar leyruklefi. Á vorin opn- ast það smám saman, hkt og blóm er springur út, þar til seinastí grindarhlerinn lyftíst og hlý sumargolan leikur um innviðina." Enn einn tilganginn með sýningunni segir Kirsten vera að sýna mikilvægi iðnaðarmanna í byggingarlistinni. „Það er ekki nóg að teikna húsin," segir hún, „til þess að geta búið í þeim verður að reisa þau. Og einmitt þær teikningar sem öllum þorra almenn- ings finnst svo óskhjanlegar, eru leikur einn í augum iðnaðarmanna. í þetta sinn efndum við til sam- keppni um garðhús og það mun standa' hálfbyggt inni á Kjarvalsstöð- um á meðan á sýningunni stendur. Þannig geta allir skoðað þá miklu vinnu sem unnin er af iðn- aðarmönnum og áttað sig á nákvæmninni sem felst í vinnu þeirra. Það er allt nyög nakvæm- lega út reiknað - og við sýnum blöð með út- reikningum þeirra." Sum húsin eru mjög nýstárleg að gerð og lög- un og eru svo agnarsmá að það er ekki gott að átta sig á notagildi þeirra í ffjótu bragði. Nota- gildi þeirra í dag er ólíkt því sem það var í lok 19. aldarinnar. I Danmörku voru þau fyrst og fremst liður í umbótum á aðbúnaði iðnverka- fólks sem bjó við óbærileg lífsskilyrði í borgum. í dag hugsaifíriargir arkitektar fremur um garð- húsin sem griðastað þar sem hægt er að njóta einveru og fá næði fjarri streitu borgarlifsins. Garohúsin f rá Korpuskóla Annað nýmæU, sem ekM var á sýningunum í KaupmannahÖfn og Stokkhólmi, er arkitektúr yngstu kynslóðarinnar á íslandi. Þar koma við sögu 27 nemendur í 5. og 6. bekk Korpuskóla sem hafa unnið með arkitektinum Örnu Math- iesen og kennurunum Arndísi Hilmarsdóttur og Jóhönnu Þ. Ingimarsdóttur að hugmynd um garðhúsabæ. Frumlegri og óhamdari arkitekt- úr gefur varla að sjá en hkönin verða öll til sýnis á Kjarvalsstöðum, auk þess sem nemendur skýra hugmyndina að baki húsanna á mynd- bandi. Nú er þetta ósköp lítið hús sem þið hönn- uðuð. Hefði ekki verið skemmtilegra að fá sýningu með stórbrotnum byggingum? „Nei, þetta er fyrst og fremst spurning um sýningu þar sem fólk getur skoðað hvernig hugmyndir verða til og hvernig er unnið úr þeim - en það er einmitt það sem við erum alltaf að fást við í okkar starfi. Aðalatriðið er að fá þetta þannig framsett að hver einasti maður geti skilið um hvað arkitektúr snýst." Höfum við einhverja raunverulega garð- húsahefð hér á landi? „Já. Á fyrri hluta 20. aldar var verið að út- hluta hér landi, sem aðallega var ætlað til að rækta kartöfiur og matjurtir. Þetta var á stóru svæði þar sem Kringlan er núna og þar voru reistir tugir ef ekki hundruð af litlum kofum, sem við höfum því miður ekki nostrað við og haldið, heldur fjarlægt. Síðan má kannski sjá leifar af þessari hefð í dag, bæði við Rauðavatn og Elliðavatn," segir Dennis. „En í dag erum við ekki að reisa skýli fyrir veðri og vindum við matjuratgarða," segir Hjördís. „Við kaupum grænmetið í stór- mörkuðum og þess vegna ákváðum við að húsið okkar ætti fremur að snúast um skjól frá streitu hvunndagsins. Þar er ekki sjón- varp, tölva eða sími." Þegar verk þeirra 17 arkitekta sem eiga garðhús á sýningunni eru skoðuð er eins og þeir hafi margir í huga flótta frá stressi, hraða, fólksfjölda, tækni og nútímaheimi. „Já, það vantar líklega marga einveru og næði nú til dags. Okkar hús er hins vegar Sigurverk Hjördisar og Dennis. hugsað fyrir tvo. Við köllum það Hús árs- tíðanna og það á að endurspegla þjóðarsál- ina. Það er á tveimur hæðum. Neðri helming- urinn er lokað rými þar sem hægt er að leita skjóls á myrkum vetrardögum - til að sitja við arineld, einn eða með ástvini sínum, lesa, hugsa, tala saman í friði, eða hvað sem er. Þessi hæð endurspeglar þjóðarsálina í því að á veturna förum við íslendingar dálítið inn í okkur. Á efri hæðinni, undir gegnsæju hvolfþaki, er hins vegar hægt að dást að mið- nætursólinni og njóta birtunnar á sumrin. Á veturna er hægt að dást að stjörnunum og norðurlj ósunum." Hvers vegna hugsið þið húsið fyrir tvo? „Það er svo nauðsynlegt að hafa félags- skap," segir Dennis. „Það er ekkert sem bannar að maður geti verið einn þar, þegar mann vantar næði, en það er nú svo að oft vantar hjón, eða par, næði til að tala saman og rækta sitt samband í heimi þar sem allt annað gengur fyrir." Nú er hvorki gert ráð fyrir eldhúsi né sa- lerni í húsinu? „Nei, ekki í þessari útgáfu. Reglurnar, sem okkur voru settar, voru þær að húsið mætti bara vera tveir og hálfur sinnum þrír metrar að ummáli og fjórir og hálfur metri á hæð, þannig að þetta er hugmynd en ekki 100% raunveruleiki. Þetta er ekki sumar- bústaður þar sem fólk getur búið og sofið. Þetta er fyrst og fremst hugsað sem griða- staður en það væri auðvitað hægt að búa til aðeins stærra hús þar sem væru nauðsynjar eins og eldhúshorn og salerni svo hægt væri að dvelja þar í einhvern tíma." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. MAÍ 2000 1 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.