Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 16
SKJOL FYRIR VEPRINU EÐA NUTÍMANUM Garðhúsabærinn, eða Kolonihaven, er heitið á sýn- ingu á byggingarlist sem verður opnuð q Kjarvals- stöðum í dag. Sýningin er liður í Reykjavík - menn- ingarborg Evrópu árið 2000 og sameiginlegt framlag Arkitektafélags íslands og Listasafns Reykjavíkur til Listahátíðar. Sýningarstjórinn, Kirsten Kiser, segir SÚSÖNNU SVAVARSDÓTTUR frá þessari einstaklega skemmtilegu hugmynd og hvaða tilgangi garðhúsin _____hafg þjónað, hér og erlendis í tímans rás._____ i a SBBBB 0, HÚS mitt er staður til að vera einn með sjálfum sér. Til að lesa, skrifa og hugsa," segir japanski arkitektinn Ar- ata Isozaki um agnarsmáa garðhúsið sem hann hannaði fyrir Kolonihaven - eða garð- húsabæinn - alþjóðlegt verkefni á sviði bygg- ingarlistar en sýning á garðhúsabænum verður opnuð á Kjarvalsstöðum í dag. Sýningin er sam- eiginlegt framlag Arkitektafélags Islands og Listasafns Reykjavfkur til verkefnisins Reykja- vfk - menningarborg árið 2000 og er á dagskrá Listahátíðar í , Reykjavfk. Hugmyndin að baki sýning- unni er sótt í danska garð- lenduhefð sem jafnframt á sér samsvörun í sögu Reykjavfkur, þar sem ræktunarlönd í útjaðri bæjarins voru mikilvægur þáttur 1 lífi margra um miðbik 20. aldar. Þar sem nú er Kringlan voru á þeim tíma garðblettir og skýli í löngum röðum og á sumrin varð þar til lítáð samfélag, eins konar „garð- húsabær", einn margra innan bæjarmarkanna. Ræktunin var kærkomin búbót á mörgum heimilum auk þess sem hún hélt við mikilvæg- um tengslum bæjarbúans við náttúruna á þeim árum sem flestir Reykvfkingar voru nýfluttir úr sveitínni. Garðhúsabærinn er farandsýning sem var fyrst sett upp í Kaupmannahöfn þegar borgin var menningarborg Evrópu árið 1996 og aftur í Stokkhólmi árið 1998. Hugmyndina að sýning- unni átti Kirsten Kiser (sem jafnframt er sýn- ingarstjóri), danskur arkitekt sem lengi hafði starfað í Los Angeles þar sem hún rak arki- tekta-gallerí og fyrirmyndin var „Vennelyst", lítið garðhúsaþorp sem í lok 19. aldar byrjaði að rísa í Kaupmannahöfn, steinsnar frá miðborg- inni, eða í „tíu mínútna hjólreiðafjarlægð", eins og Kirsten segir. Hugmyndin var liður í umbót- um á aðbúnaði iðnverkafólks en lífsskilyrði al- mennings í mörgum borg- um vor óbæriJeg sökum þrengsla og verkafólk krafðist bættar aðstöðu, jafnt á vinnustað sem heima fyrir. Frá garðskika að sælureit Til að gefa almenningi kost á afdrepi frá skarkala borganna hófu yfirvöld að úthluta garðsvæðum til útleigu utan við þéttbýlismörk- in. Landsvæðið var girt af og því deilt upp í 100- 200 fm lóðir, svo til varð lítill bær eða samfélag. I garðlandabæjunum gafst verkamönnum færi á að eiga stund með fjölskyldu sinni að loknum vinnudegi, anda að sér hreinu lofti, stunda Kirsten Kisersýningarstjóri. Morgunbb8i8/Kristinn ræktun og gleyma amstri hversdagsins um stund. Fljótlega fóru garðeigendur að reisa frumstæð skýli til að geyma verkfæri sín og leita skjóls í. Smám saman urðu húsin vandaðri og skrautlegri eftir því sem nostrað var meira við þau. Við bættust turnar, spírur, þaksvalir og súlnagöng, verandir, gluggaútskot og garð- veggir í öllum stílbrigðum. Imyndunaraflið eitt fékk að ráða ferðinni og smám saman runnu garður og hús saman í eina litrfka heild. Hver ábúandi leigði garðinn sinn og gekk leigusamningurinn í erfðir. I dag eru þeir svo eftírsóttir að biðlistinn er um 25 ár. Þegar Kirsten er spurð hvers vegna hún ákvað að setja upp farandsýningu á þessum smáhýsum, segir hún hugmyndina eiga sér langan aðdraganda. „Ég bjó lengi og starfaði í Los Angeles í Kaliforníu," segir hún, „og rak þar arkitekta-gallerí, þar sem ég sýndi verk stærstu arkitekta samtímans, bæði einkasýn- ingar og samsýningar. Á sumrin var ég með samsýningar og ein þeirra hét „California Life Guard Towers", eða Strandvarðaturnar Kali- forníu. Sú sýning tókst mjög vel og var mjög skemmtíleg og opnaði augu mín fyrir því að þetta smáa form ætti greiðan aðgang að al- menningi." Hvað áttu við? „Yfirleitt virka teikningar arkitekta mjög fráhrindandi á fólk sem er ekki í faginu, eða greinum tengdum því. Þær virka flóknar og GRIÐASTAÐUR FYRIR TVO Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Jóhannesson unnu samkeppni um garðhús sem Arkitektafélag Islands efndi til í sambandi við sýninguna á Kjarvalsstöðum. TENGSLUM við sýninguna á garðhús- unum efndi Arkitektafélag íslands til samkeppni meðal félagsmanna sinna á haustdögum 1999 til að gera uppdrátt af garðhúsi. I þeirri samkeppni sigruðu þau Hjördís Sigurgísladóttir og Dennis Jóhann- esson með teikningu sem þau segja að sé „garðskáli sem felur í sér andstæðurnar í ís- lenskri náttúru og íslenskri þjóð". Húsið þeirra hlaut heitið „Hús árstíðanna", og er að rísa innan veggja Kjarvalsstaða þegar blaðamaður hittir þau að máli til að spyrja hvort svona agnarpínulítið hús sé hluti af okkar hefðum og hvernig við getum tengt okkur hugmyndinni. Áður en þau Hjördís og Dennis svara því segjast þau vera mjög ánægð með að sýning á byggingarlist skuli hljóta svo veglegan sess á Listahátíð í ár. „Byggingarlist hefur ekki verið áberandi á Listahátíð í Reykjavfk fram að þessu," segja þau, „en nú er hins vegar eins og orðið hafi bylting. Það er allt í einu farið að fjalla um borgina og borgarbyggðina - en hingað til hefur aðallega verið fjallað um landsbyggð- ina og náttúruna í listum. Þetta er auðvitað mikið gleðiefni fyrir okk- ur arkitekta, einkum vegna þess að það hefur átt sér stað heilmikil umræða innan félagsins um það hvernig hægt sé að ná til fólksins; hvað sé hægt að gera til að tengja fagið og al- menning, vekja áhuga hans á byggingarlist." Þau Hjördís og Dennis segja að allt fram á síðustu ár hafi bilið verið of breitt á milli arkitekta og almennings, aðallega vegna þess að lengi vel hafi arkitektúr verið í hönd- um opinberra aðila. „í dag er það ekki lengur raunin," segir Dennis, „embætti húsameist- ara er ekki einu sinni lengur til. Við arki- tektar erum með okkar eigin stofur, vinnum fyrir almenning og þurfum að ná til fólksins. Þess vegna er mjög mikilvægt fyrir okkur að fá svona sýningu." Morgunblaðið/KrisHnn Dennis Jóhannesson og HJördís Sigurgisiadóttir. - 1 6 ŒSBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.