Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 19
TREYSTA TENGSL
NORRÆNS LEIKHUSFOLKS *
Á Sænsku leiklistardög-
unum í Hallunda
11 .-15. maí kom
Norræna leiklistar- og
dansnefndin verulega við
sögu. Fjögurra daga
alþjóðleg róðstefna um
dramatúrgíu ól af sér
fróðlegar umræður og
skoðanaskipti. HÁVAR
SIGURJÓNSSON
fylgdist með og ræddi við
Sverre Rodahl
framkvæmdastjóra.
NORRÆNA leiklistar- og dans-
nefndin hefur aðsetur í Kaup-
raannahöfn, þar er skrifstofan með
framkvæmdastjóranum og þremur
öðrum starfsmönnum sem sinna þeim verk-
efnum sem stofnuninni eru fengin. „Stofnun-
in heyrir undir Norrænu ráðherranefndina
sem er hin stóra sameiginlega stofnun sem
sér um framkvæmd hinna samnorrænu verk-
efna. Yfir okkur sem rekur skrifstofuna hér í
Kaupmannahöfn er hins vegar stjórnarnefnd
sem skipuð er 2 fulltrúum frá hverju Norður-
landanna og einum frá sjálfstjórnarsvæðum
s.s. Færeyjum og Alandseyjum. Núverandi
formaður er Sigrún Valbergsdóttir frá ís-
landi,“ segir Sverre sem tók við starfi fram-
kvæmdastjóra fyrir ári en áður hafði Helga
Hjörvar gegnt starfinu um nær sex ára skeið.
Hún er nú forstjóri Norræna hússins í Fær-
eyjum. Sverre er leikhúsmaður frá Noregi,
var rektor ríkisleiklistarskólans í Ósló en hef-
ur einnig starfað sem leikstjóri við ýmis leik-
hús í Noregi og Skandinavíu.
„Okkar hlutverk sem rekum skrifstofuna
er að fylgja þeirri stefnu sem stjórnarnefndin
setur okkur. Að stórum hluta er starfið fólgið
í því að styrkja ferðir leikhúsfólks á milli
Norðurlandanna, bæði einstaklinga og hópa,
leikferðir með sýningar, leiksmiðjur og nám-
skeið. Þannig er okkur ætlað að hvetja til
samstarfs og kynningar á leikstarfsemi
Norðurlandanna. Hvert Norðurlandanna
leggur til fjármagn í ákveðnu hlutfalli við
íbúafjölda og því má segja að Islendingar fái
meira til baka en þeir leggja til. „Það er þó
ekki eina ástæðan heldur líka sú að það er
dýrara fyrir íslendingana að ferðast til og frá
Skandinavíu heldur en okkur hin. Norræna
samstarfið miðast hins vegar við að allir fái
jafnt tækifæri til taka þátt í því sem er í boði
svo íslendingarnir þurí'a meiri stuðning til að
geta verið með og það ríkir fullur skilningur á
því,“ segir Sverre.
Samstarfið
er ekki sjálfsagt
Annar mikilvægur hluti af starfi leikhús-
nefndarinnar er að skipuleggja námskeið og
ráðstefnur fyrir norrænt leikhúsfólk. „Þetta
er hugsað sem eins konar endurmenntunar-
áætlun fyrir starfandi leikhúsfólk og hefur
skilað miklum árangri. Því má heldur ekki
gleyma að þetta býður upp á vettvang fýrir
norrænt leikhúsfólk að kynnast og skiptast á
skoðunum sem er nauðsynlegt ef tengsl eiga
að myndast á þessu sviði.“
Á hverju ári býður Norræna leikhús- og
dansnefndin upp á fjölda námskeiða fyrir
leikstjóra, leikara, leikmyndahönnuða og
annarra fagmanna innan leikhússins og má
segja að þetta sé nánast eini vettvangur sem
leikhúsfólki býðst til endurmenntunar á sínu
sviði. Á seinni árum hefur leikhúsnefndin
einnig aukið frumkvæði sitt að sögn Sverres
og staðið að stærri ráðstefnum og fyrirlestra-
Leikstjórarnir Peter Engkvist frá Svíþjóð, Kjartan Ragnarsson og Yngve Sundvor frá Noregi ræddu um leikgerdir skáldsagna.
8 mF 1
Sverre Rodahl framkvæmdastjóri Norrænu
leiklistar- og dansnefndarinnar.
röðum með þátttöku fremsta leikhúsfólks ú
Norðurlöndunum og einnig gesta annars
staðar frá. „Norrænt samstarf er ekki sjálf-
sagður hlutur. Það verður ekki staðar nema
stöðugt sé unnið sé að því og stoðum skotið
undir það. Ég tel að það sé enn mikilvægara
nú en áður að styrkja norrænt samstarf sem
eins konar viðspyrnu við alþjóðavæðinguna.
Það er yfirlýstur vilji ráðamanna að sérstaða
Norðurlandanna sé umheiminum ljós, í efna-
hagslegu, félagslegu og menningarlegu tilliti.
Við berjumst á síðasttöldu víglínunni og ár-
angurinn af starfi Norrænu leikhús- og dans-
nefndarinnar er umtalsverður og áþreifan-
legur.“
Gráar mýs með kaffiboila
Á sænsku leiklistardögunum skipulagði
leikhúsnefndin röð fyrirlestra og umræðu-
funda um hlutverk dramatúrgsins í nútíma-
leikhúsi. Þar kom margt fróðlegt fram en þó
situr eftir hversu óljóst þetta starf er og
hversu erfitt hefur reynst að finna drama-
túrgnum ákveðið hlutverk innan leikhússins;
misjafnlega erfltt þó eftir eftir löndum og
leikhúsum og kannski ekki síst einstaklingum
þar sem hver og einn getur og þarf að móta
starfið eftir sínum hugmyndum.
Að margra mati er starf dramatúrgsins
ýmist ofmetið eða vanmetið, starfið er víðast
hvar illa skilgreint og fæstir vita í raun hvað
dramatúrgía er og slá um sig með þessu
durtslega orði þegar önnur rök eða orð þrýt-
ur. Dramatúrg á að vera jafnfær um að bera
kaffi í leikstjórann þegjandi og auðmjúkur
þegar allt gengur vel og hann á að vera þess
umkominn að gera nothæft leikrit úr von-
lausu handriti þegar allir aðrir hafa gefist
upp á því. „Dramatúrginn er bókabéusinn í
leikhúsinu, grá mús með afsakandi bros á
vör,“ sagði Kitte Wagner, dramatúrg Betty
Nansen leikhússins í Kaupmannahöfn, en var
þó sjálf allt annað en grá mús, því af henni
geislaði kraftur og sköpunargleði. Hún sagði
jafnframt að í sínum augum væri staður
dramatúrgsins við hlið leikstjórans, „Hann er
nánasti samstarfsmaður hans, vinnur undir-
búningsvinnuna með honum, ræðir við hann
um efni verksins, og mótar hugmyndafræði
sýningarinnar."
I líflegum umræðum sem fylgdu í kjölfar
fyrirlestranna vildu sumir meina að hlutverk
dramatúrgsins væri víkjandi í nútímaleik-
húsi. „Hann átti að vera eins konar töfralausn
á 8. og 9. áratugnum en leikstjórar hafa í
auknum mæli orðið eigin dramatúrgar, vinna
forvinnu í handritum sjálfir og skrifa jafnvel
handrit að eigin sýningum upp úr skáldsög-
um eða öðru bókmenntaefni," sagði Graham
Whybrow, dramatúrg breska leikhússins
Royal Court. Hann tók þó fram að hlutverk
dramatúrgsins væri mjög misjafnt að vægi
eftir leikhúsum og ekki síður eftir löndum. „í
Þýskalandi er sterk hefð fyrir veru drama-
túrgs í leikhúsum en í Bretlandi er drama-
túrg í þeim skilningi nánast óþekkt fyrirbæri,
í bresku leikhúsi vinna dramatúrgar yfirleitt
ekki með leikstjórum við sýningar heldur ein-
ungis með höfundum og hafa þá með höndum
umsagnarhlutverk fyrst og fremst.“
Fulltrúar sænska Ríkisleikhússins bentu á
þá þróun sem þar hefði átt sér stað á undan-
förnum árum og sögðu að við skipulagsbreyt-
ingar fyrir fimm árum hefði dramatúrgum
verið fækkað úr fimm í tvo. „Það segir tals-
vert um hversu mikilvægur dramatúrg er
álitinn vera í þessu leikhúsi,“ sagði Torbjörn
Hjelm annar þeirra tveggja dramatúrga sem
eftir sitja í þessu stærsta leikhúsi Norður-
landa. Honum var greinilega ekki skemmt.
Dramtúrg er ekki höfundur en vinnur samt
með texta. Hann er ekki leikstjóri en vinnur
samt með leikstjórn. Hann gerir hvorugt
beinlínis en kemur að hvorutveggja samt.
„Góður dramatúrg má ekki ala með sér
skáldagrillur eða ganga með leikstjóra í mag-
anum,“ var eitt sinn sagt. Samt verður hann
að skilja hvorttveggja, helst kunna það líka
og í öllu falli geta talað þannig við bæði höf-
und og leikstjóra að tekið sé mark á honum.
Er nema von að hann gefist upp og spyrji
hvort einhvern langi í kaffi.
Persónuleg tengsl eða
fagleg sjónarmið
í íslenskum leikhúsum sýsla dramatúrgar
með leikskrár, vinna alls kyns ítarefni upp í <■
hendur á leikstjóra og leikurum, lesa yfir
handrit að leikritum og skila umsögnum til
leikhússtjóra. Stundum vinna þeir með höf-
undum og veita þeim ráð og hvatningu og í
einstaka tilfellum hafa dramatúrgar fylgt
leikstjóra við uppfærslu sýninga og verið
honum til halds og trausts. Persónuleg tengsl
skipta oft meira máli en fagleg sjónarmið og
lái hver sem vill leikstjóra sem kýs fremur
hafa einhvern sem hann þekkir persónulega
sér við hlið en óþekktan einstakling þó
sprenglærður sé.
Leikstjórarnir Kjartan Ragnarsson, Peter
Enkvist og Yngve Sundvor ræddu um leik-
gerðir á síðasta degi Leiklistardaganna. Að
búa til leikrit úr annars konar texta er hlut-
verk dramatúrganna, þeir eiga að kunna á
handverk leikritagerðar og geta smíðað leik- w
rit úr Ijóði, skáldsögu eða símaskránni ef svo
ber undir. Þeir þrír sem hér að ofan eru
nefndir hafa þó allir getið sér nafn fyrir leik-
stjórn þótt Kjartan Ragnarsson sé jafnvígur
sem höfundur og eigi að baki á þriðja tug
leikrita og leikgerða.
Þeir eru því staðfesting þeirrar fullyrðing-
ar að leikstjórar vinni hina dramatúrgísku
vinnu sjálfir, enginn þessara þriggja kvaðst
hafa unnið með dramatúrg við sýningar sín-
ar; Kjartan sagði að meðhöfundar, leik-
myndahönnuðir og aðrir listrænir samstarfs-
menn gegndu hlutverki dramatúrgsins við
sýningar hans en hann hefði aldrei unnið með
dramatúrg við hlið sér. Og þannig lauk þess-^
ari fjögurra daga umræðu um dramatúrgíu
með því að menn voru margs vísari, höfðu
kynnst sjónarmiðum hver annars en hvort
dramatúrgarnir sjálfir voru einhverju bætt-
ari er allsendis óvíst.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 27. MAÍ 2000 1 9*