Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 14
HULDULÆKNIR í HEIMSUÓSI EFTIR EIRÍK JÓNSSON /7Ég á eftir að verða heilbrigður, hugsaði hann. Verða mikið skáld (...) Einn morguninn mundi hann vakna snemma. Þennan morgun mundi hann alt í einu vera heill heilsu." r þriðja tug þessarar aldar varð stúlka í Eyjafirði, Margrét Jóns- dóttir í Öxnafelli, víðkunn fyrir að hún taldi sig hafa kynnst huldu- lækni sem hún nefndi Friðrik. Petta átti eft- ir að draga mikinn slóða á eftir sér. I grein sem Halldór Laxness ritaði 1936 og nefndi „Straum-og skjálftamálin" og birti síðar í > ritgerðasafninu Dagleið á fjöllum 1937 segir hann meðal annars: „Fyrir nokkrum árum var telpa norður í landi sem trúði á huldufólk, hún kynntist í dagdraumum sínum huldulækni sem hún kallaði Friðrik. Draugatrúarfélagið hér í bænum sem er yfirvald í þessum efnum, við- urkennir hinsvegar ekki huldufók, en lýsti yfir því að þessi huldulæknir væri draugur, og upp úr því fór Friðrik að gera vart við sig víðar; hann kom til galdralækna í ýms- um landsfjórðungum, meira að segja í Vest- mannaeyjum, og jafnvel í Færeyjum.“ (1937,216) í þessari grein Halldórs Laxness kemur fram að galdralæknarnir stunduðu straum- og skjálftalækningar. „Þessi straumur og skjálfti á síðan að reka sjúkdóminn út úr sjúklingnum“ (1937,217) sögðu þeir fyrir rétti að sögn Halldórs Laxness. í ritinu Öldin okkar fyrsta bindi (árið 1924) segir meðal annars um Margréti í Öxnafelli og Friðrik huldulækni: „Frá því hún var barn hefur hún séð ým- islegt, sem aðrir sjá ekki, m.a. fjölda fólks, sem henni virðist búa í klettum nálægt bæ hennar. í þeim hópi kynntist hún fyrir nokkrum árum manni, sem nefnir sig Frið- rik og segist vera læknir, og er talið að hann hafi hjálpað móður stúlkunnar eitt sinn, er hún var veik. Saga þessi varð til þess, að fólk fór að biðja Margréti um að senda Friðrik til sín, þegar það veiktist, og reyndi hún góðfúslega að verða við þessum beiðnum." (1950,221) Pegar Reimar skáld Vagnsson flutti skáldbróður sinn Ólaf Kárason Ljósvíking sjúkan á kviktrjám frá Fæti undir Fótarfæti áleiðis til Sviðinsvíkur þá spurði hann Ljós- víkinginn hvort þeir ættu ekki að láta lækna hann í leiðinni. Reimar skáld hefur orðið: „Par eru á sumum bæum huldufólk, já það þýðir ekki að horfa á mig, ekki get ég gert að því, og því í andskotanum ætli það megi ekki vera til huldufólk? Ég veit ekki til að huldufólk hafi nokkurn tíma gert manni mein, þvert á móti. Eða hefurðu ekki heyrt um lækningarnar í Kömbum?“ (1937,196). Reimar skáld skýrir fyrir Ólafi Kárasyni Ljósvíkingi hvernig Þórunn í Kömbum að- stoðar við lækningar: „Hún fer þannig að því, skal ég segja þér, að það var einhvern tíma í haust er leið eftir farið var að skyggja kvöld, þá var hún á gángi fyrir utan túnið og komst í samband við huldumann undir kletti, skal ég segja þér, karl minn. þetta var ágætismaður og snillíngur til orðs og æðis Það er nefnilega hann Friðrik huldulæknir. Síðan hefur hún hitt hann á hverjum degi í allan vetur og alt vor, og þiggur af honum aldeilis óbrigðula læknisdóma. Nema gegn um hana læknast fólkið, og af einhverjum læknast það, hver sem það er.“ (1937,197) Tómas Guðmundsson skáld sagði af sjálf- um sér sérstæða skemmtisögu frá mennta- skólaárum sínum. Sagan fór manna á milli og varð víðkunn. Fornvinur hans og bekkj- arbróðir, Halldór Laxness, notaði þessa sögu í skáldverki sínu Ljósi heimsins. Arið 1942 átti Valtýr Stefánsson ritstjóri Morg- unblaðsins viðtal við Tómas. Viðtalið var endurprentað í Morgunblaðinu 3. janúar síð- astliðinn. í viðtalinu segir Tómas Guð- mundsson söguna þannig: „Eftir því sem lengur leið á skólaárin fór maður að hafa minni og minni tíma til að stunda námið eins og gefur að skilja. Einu sinni þegar jeg hafði aldrei komið í skólann í hálfan mánuð fyr en eftir hádegi, kom Jón Ófeigsson til mín og sagði: „Hvað gengur að yður Tómas?“ í því augnabliki mundi jeg ekki eftir nema tveimur sjúkdómum, og segi: Krabbamein og tæring! Hvernig getið þjér afborið þetta Tómas minn, segir Jón með sinni saídausu nærgætni, en ofurlítið örlaði fyrir brosi í vinstra munnviki hans, svo mjer datt í hug, að jeg myndi þarna hafa tekið of djúpt í árinni, svo jeg flýtti mjer að bæta við: „Ja, það er að segja, það er krabbameinið sem hefur tæringuna." Þá færðist brosið í hitt munnvikið á Jóni.“ (Morgunblaðið 3. janúar 2000, 8) Þegar þeir skáldbræður Reimar Vagns- son og Ólafur Kárason komu að Kömbum tóku hinar þrjár Kambameyjar Reimari skáldi fagnandi. „Það skal ekki taka lángan tíma að lækna einn sjúkling, maður lifandi" (1937,211) heyrðist ein þeirra segja. Kamba- meyjar orkuðu persónulaust á skyn Ólafs Kárasonar. „ Það var eins og að horfa í eina sól, maður sér ekki neinn sérstakan geisla.“ (1937,210) Áður en Þórunn í Kömbum hóf að lækna Ólaf Kárason Ljósvíking sagði hún honum sögu af konu sem læknar töldu dauðvona og átti þvi aðeins eftir að deyja. Konan bað þá Þórunni að leita liðsinnis Friðriks huldu- læknis: „Og auðvitað var hann Friðrik ekki leingi að sjá hvað var að konunni. Það var að henni krabbamein og tæríng. En af því að báðir þessir sjúkdómar voru komnir á svo hátt stig að það var eingin leið að lækna þá hvorn út af fyrir sig, þá sagðist Friðrik ekki hafa séð annað sýnna, en gera erfiða straumtilraun á konunni í þá átt að flytja tærínguna í krabbameinið, í þeirri von að honum tækist að drepa krabbameinið úr tæríngu. Og þessa lækníngu framkvæmdi hann nóttina tuttugasta og áttunda desem- ber síðastliðinn, klukkan þrjú og hálf eftir miðnætti, en konan dauðadæmda, - hvað varð um hana? Hún sat morguninn eftir upp við dogg í rúminu sínu, alhress, með sælu- bros á vörum...“ (1937,219-222). Og lækning Ólafs Kárasonar Ljósvíkings hófst; það var sterkur straumur og mikill skjálfti. Þegar straumurinn var á enda og skjálftinn liðinn hjá rétti Þórunn í Kömbum Ólafi Kárasyni höndina og sagði: „Nú gaungum við út í vornóttina." (1937,225) Og þau gengu út í hið leiðslukennda ástand vornæturinnar: „Nóttin var eins og gagnsæ hula, bláljós og svöl, glóandi lognský í austri, rólegt lambfé á vellinum, rakkarnir sofnaðir, und- irlendið uppgufað í þoku, sem vafðist að hlíðum fjallsins og teygði sig alla leið upp í hamrabeltin, álfaleiði á hvítum firðinum, kría.“(1937,225) Var draumur Ljósvíkingsins í veikindum hans á Fæti undir Fótarfæti að rætast?: „Ég á eftir að verða heilbrigður, hugsaði hann; ég skal; einhverntíma. Rísa upp, hugsaði hann. Verða mikið skáld. Einn morguninn mundi hann vakna snemma. Þennan morgunn mundi hann alt í einu vera heill heilsu. Hann mundi klæðast eins og alt væri liðið og gánga áhyggjulaus út í vorið. Það mundi vera þessi ríka kyrrláta heiðríkja yfir landi og sjó, slikja á haffletinum, flau- elsmjúkir skuggar undan landi, einn sam- felldur kliður af fugli, og þröstur í fjallinu. Blómin mundu vera útsprúngin í túninu. Og það mundi einginn vera kominn á fætur nema hann, svona ósnortinn var þessi morg- unn, einginn hafði stigið fæti sínum í dögg þessa morguns, einginn, einginn hafði séð þennan morgun nema hann. Yndisleg víð- ernin breiddu faðm sinn móti honum einum. Og hann gekk brosandi af stað móti fegurð þessa dags. Já einn vormorgun, þá mundi hann vakna snemma." (1937,95). Höfundurinn er fyrrverandi menntaskólakennari. KRISTINN GÍSLI MAGNÚSSON í VESTUR- BÆNUM Ungur án fyrirheits gekk hann götuslóða horfínna ára sem nútíminn hefur slett sementi með virðingu fyrir Vesturbænum Hann hefur þakkað það íöllum veðrum Aldrei varíhávegum haft að söðla um frá minningu: báta við bryggju særok við dagsbrún ogrótgróna vini ávegum Trúr þeirri köllun sleit hann mörgum skónúmerum fram í andlátið í Vesturbænum húrra! Höfundurinn er skóld og prentari ó eftir- launum. ERLENDAR/BÆKUR • • / • • SJOTTA BINDISJOFERÐASOGU Frank A. Rasmussen, Bent V. Honne, Hans Chr. Johansen: Damp og diesel. Dansk so- farts historie 6.1920-1960. Gyldendal, Kabenhavn 2000. 251 bls., myndir, kort, töflur, línurit. SJÖTTA og næstsíðasta bindi sjóferðasögu Dana er nýkomið út og nær yfir fjörutíu ára tímabil, 1920-1960. þessi ár voru skeið mikilla breytinga í kaupskipaútgerð, og átti það jafnt við um rekstrarform útgerðarinnar, skipa- gerðir og þá tækni, sem notuð var á nánast öll- um sviðum siglinga og sjóflutninga. Á fyrri hluta tímabilsins hurfu síðustu seglskipin úr millilandasiglingum, og á árunum eftir síðari heimsstyrjöldina leystu olíuknúin vélskip gufuskipin af hólmi. Svokölluð fjölhæf vöru- flutningaskip, þ.e.a.s. skip sem fluttu margs- kyns vaming, voru algengasta sjónin á heims- höfunum á þessu tímabili, en skipum, sem smíðuð voru til sérstakra flutninga á einstök- um vörutegundum, fór fjölgandi. þar ber eink- um að nefna tankskip og skip sem fluttu laus- an vaming, t.d. kom, og fyrri hluti tímabilsins var gullöld stóru farþegaskipanna, lúxusskipa, sem sigldu fastar áætlunarferðir heimsálfa á milli, en fóra þess á milli í skemmtisiglingar víða um heim. Undir lok tímabilsins urðu þessi skip undir í samkeppni við flugið og þá kom fram ný gerð farþegaskipa, ferjurnar. Þær sigla flestar á styttri leiðum, flytja bæði fólk og ökutæki, og oft stóra flutningavagna, sem hlaðnir eru ýmiss konar vamingi. Við lok tímabilsins, sem þessi bók nær yfir, var mest- um hluta þess varnings, sem fluttur var með kaupskipum, hlaðið í lestar þeirra, en gáma- öldin var skammt undan. Allar þessar breytingar endurspeglast í þróun danska kaupskipaflotans á tímabilinu, og sama máli gegnir um skipasmíðar og þróun hvers kyns siglingatækni og -búnaðar. Danir voru ekki aðeins mikil siglingaþjóð. Þeir vora einnig í fremstu röð í skipasmíðum og gerð siglingatækja, og því hlaut þróunin á þeim sviðum að koma fram í siglingasögu þeirra. Miklar breytingar urðu einnig á sjálfri út- gerðinni á þeim tíma, sem hér er um fjallað. Smíði og rekstur millilandaskipa varð æ fjár- frekari og af þeim sökum liðu mörg minni út- gerðarfyrirtæki undir lok, hættu rekstri eða sameinuðust stærri fyrirtækjum. Á milli- stríðsárunum og árunum eftir síðari heims- styrjöld varð samþjöppun í útgerðinni sífellt meira áberandi og millilandasiglingar komust í æ ríkari mæli í hendur stórfyrirtækja á borð við 0K, Sameinaða og Mærsk. Öll þessi saga er rakin ýtarlega í þessari bók, og hér er einnig að finna frá- sagnir af einstökum at- burðum og tilvikum í danskri siglingasögu, sem athygli vöktu á sínum tíma. Má þar nefna átak- anlega frásögn af smíði og örlögum Grænlandsfars- ins Hans Hedtoft og af sögu og dularfullu hvarfi skólaskipsins Kobenhavn. Mjög góður kafli er einnig um danska kaupskipaút- gerð á áram síðari heims- styrjaldar. Eins og fyrri bindi í rit- röðinni er þessi bók af- bragðsvel skrifuð og læsi- leg. Hún er prýdd miklum fjölda mynda og korta, sem lífga frásögnina og myndatexta nota höfundar á skemmtilegan hátt til að bæta meginmál. þar koma þeir að ýmsum gagnlegum fróðleik, sem ekki á bein- línis heima í megintexta, myndi gera hann of stagl- saman. Bókarhöfundar eru allir meðal fremstu sagnfræðinga danskra í sögu 20. aldar og einn þeirra, Hans Chr. Johansen, er tvímælalaust fremsti hagsögufræðingur Dana um þessar mundir. í bókarlok er kafli um stöðu rannsókna á því sviði, sem bókin tekur til, og þar er einnig fjallað um helstu heimildir. Síðan koma allar nauðsynlegar skrár og fylla heilar sextán síð- ur. JÓN Þ. ÞÓR 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. MAÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.