Lesbók Morgunblaðsins - 27.05.2000, Blaðsíða 7
STÓR ORÐ OG
MIKLAR VÆNTINGAR
Tónlistarmenn 21. aldar
er > Tirskrift tónleika sem
halc Jnir verða í Salnum í
Kópavogi annað kvöld,
sunnudag, kl. 20.30 en
tónleikarnir eru liður í
dagskró Listahótíðar.
MARGRÉT SVEIN-
BJÖRNSDÓTTIR heyrði
hljóðið í fjórum af tón-
listarmönnum framtíðar.
m
30
^pÓNLISTARMENNIRNIR ungu eru á
aldrinum 16-22 ára og stunda allir nám
við Tónlistarskólann í Reykjav'ík. Ari Þór
I Vilhjálmsson leikur á fiðlu, Ámi Bjöm
Árnason og Víkingur Heiðar Ólafsson á píanó
og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir er mezzósópr-
ansöngkona.
Samtalið hefst á vangaveltum um yfirskrift-
ina „Tónlistarmenn 21. aldar“. „Þetta eru svolít-
ið stór orð sem vissulega getur verið erfitt að
standa undir,“ segir Guðrún Jóhanna. Félagar
hennar taka undir að orðin stóm skapi
ákveðnar væntingar. Það þykir Vfldngi raunar
ekkert óeðlflegt: „Auðvitað verða alltaf ein-
hveijar væntingar til okkar.“ Þau velta fyrir sér
MorgunblaðiS/Þorkel!
Ámi Björn Árnason, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, Ari Þór Vilhjálmsson og Víkingur Heióar Ólafsson
hvort betra hefði verið að segja „ungir tónlistar-
menn“ en „tónlistarmenn 21. aldar“. „Við emm
að koma fram fyrir hönd okkar kynslóðar og því
fylgir ábyrgð. Ef við spilum illa, þá getur það
orðið til þess að allir ungir listamenn verða
dæmdir sem vonlaus kynslóð!" segir Ari Þór.
Stefnt ó f ramhaldsnám erlendis
Þar sem það er ekki á hverjum degi sem þess-
ir fulltrúar ungu kynslóðarinnar koma fram á
opinberum tónleikum er við hæfi að grípa niður
í efnisskrá þar sem þeir em kynntir stuttlega:
Ari Þór Vilhjálmsson fæddist 1981 og er af ís-
lensku og mexíkönsku bergi brotinn. Hann hóf
tónlistarnám fimm ára gamall samkvæmt
Suzuki-aðferðinni en hefur verið nemandi Guð-
nýjar Guðmundsdóttur síðan 1996. Ari Þór
hyggur á framhaldsnám erlendis eftir eitt ár.
Ámi Bjöm Ámason fæddist 1982. Hann hóf
píanónám í Nýja tónlistarskólanum hjá Brynju
Tryggvadóttur árið 1990. Árið 1993 lærði hann
hjá Þorsteini Gauta Sigurðssyni við sama skóla
og lærði áfram hjá honum næsta vetur við Tón-
listarskólann í Reykjavík. Síðan 1995 hefur
hann haldið áfram píanónámi sínu þar hjá Hall-
dóri Haraldssyni.
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir fæddist árið
1977 í Reykjavík. Hún hóf að sækja einkatíma í
söng hjá Rut Magnússon haustið 1996, en að
loknu stúdentsprófi 1997 hóf hún söngnám við
Tónlistarskólann í Reykjavík undir handleiðslu
Rutar og Hrefnu Eggertsdóttur píanóleikara.
Guðrún Jóhanna lauk 8. stigi nú í vor og mun
hefja framhaldsnám í söng í haust við Guildhall
School of Music and Drama í London.
Víkingur Heiðar Ólafsson fæddist 1984 og hóf
nám í píanóleik fimm ára garnall hjá Erlu Stef-
ánsdóttur við Tónmenntaskólann í Reykjavík.
1995 fór hann í Tónlistarskólann í Reykjavík og
hefur stundað þar nám síðan hjá Peter Maté.
Víkingur hyggur á framhaldsnám erlendis eftir
eittár.
Á efnisskrá tónleikanna em verk eftir tón-
skáldin Brahms, Rachmaninoff, Prokofieff,
Bach, Chopin, Wieniawski, Liszt, Grace Willi-
ams og Kurt Weill.
Aðspurð segja þau að verkin hafi þau valið
sjálf en þó í samráði við kennara sína. Allt séu
það verk sem þau hafi verið að æfa í vetur.
Rjóminn af verkefnum vetrarins, nánar tiltekið.
Þeir Ari Þór og Ami Bjöm hefja leikinn á Són-
ötuþætti op. posth. fyrir fiðlu og píanó eftir
Johannes Brahms. Næst stígur söngkonan
Guðrún Jóhanna á svið ásamt Víkingi, sem sest
við píanóið, og saman flytja þau ljóðaflokkinn
Zigeunerlieder eftir Johannes Brahms. Þá er
komið að Árna Bimi, sem leikur á píanó Pre-
lúdíu op. 32 nr. 12 eftir Serge Rachmaninoff og
Sónötu nr. 7 op. 83 eftir Serge Prokofieff.
Eftir hlé leikur Ari Þór Largo úr sónötu op. 3
í C-dúr fyrir einleiksfiðlu eftir Johann Sebasti-
an Bach. Vfldngur leikur Noktúmu í c-moll op.
48 nr. 1 og Etýðu í a-moll op. 25 nr. 11 eftir
Fryderyk Chopin. Þá leika Ari Þór og Árni
Bjöm Polonaise de Concert í D-dúr nr. 4 eftir
Henri Wieniawski. Guðrún Jóhanna og Vfldng-
ur flytja þrjá dansa: írskt þjóðlag í útsetningu
Herbert Hughes: I have a bonnet, en það er
polki, Tarantelle eftir Grace Williams og tangó-
inn Youkali eftir Kurt Weill. Að lokum leikur
Víkingur Mephisto-vals eftir Franz Liszt.
Tónleikar eftir tuttugu ár
„Við Ari eram búin að ákveða að eftir tuttugu
ár ætlum við að flytja saman tvö lög eftir
Brahms fyrir rödd og víólu,“ segir Guðrún Jó-
hanna þegar talið berst að framtíðinni. Þetta
grípur Ámi Bjöm á lofti. „Við verðum að koma
með einhverja yfirlýsingu líka,“ segir hann og
beinir orðum sínum til Víkings. Þeir era ekki
lengi að ákveða hvað þeir vilji spila á tónleikum
árið 2020: „Lutoslawski-tilbrigðin,“ segir Ami
Bjöm ákveðinn. „Og píanókonsert fyrir tvö pí-
anó eftir Mozart," segir Víkingur. „Svo kemur
þetta eftir tuttugu ár í Mogganum!" Þau hlæja
við tflhugsunina um að eftir tuttugu ár muni þau
draga fram úr pússi sínu gulnaðar úrklippur úr
Morgunblaðinu þar sem þau boða sameiginlega
tónleika árið 2020. „Við vitum að við þurfum
tuttugu ára þroska til viðbótar til að takast á við
þessi verk,“ segir Guðrún Jóhanna alvarleg.
Ámi Björn er ekki á því að þeir Vflringur þurf-
um svo langan tíma og mikinn þroska. „Við gæt-
um svo sem alveg spilað þetta í sumar," klykkir
Víkingur út.
TILBRIGÐI UM TILBRIGÐI
TONLIST
Sígildir diskar
BACH / LOUSSIER
J.S. Bach: Goldberg-tilbrigðin. Jacques Loussier, píanó; Ben-
oit Dunoyer de Segonzac, kontrabassi; André Arpino, tromm-
ur.Telarc CD-83479. Upptaka: DDD, París, 19.-29.10.1999.
Útgáfuár: 2000. Lengd: 51:44. Verð (12 tónar): 2.100 kr.
ÞAÐ skal fúslega viðurkennt að í dálki um sígilda hljómdiska
er hér komið út á svolítið grátt svæði. Þeim sem Goldberg-
tilbrigði Bachs eru hugleiðsla, ef ekki bænarstund, í dúr og
moll, gæti þessi nýjasta afurð franska djasspíanistans og tón-
skáldsins Jacques Loussiers m.a.s. virzt grátt gaman, ef þá ekki
næsti bær við guðlast. Jafnvel þótt menn sverji af sér að til-
heyra settlegri stétt stallsetjara gömlu meistaranna og kunni að
hafa haft ánægju af úttektum Loussiers og félaga frá fyrri árum
á kannski mesta tónskáldi allra tíma, hljóta þeir a.m.k. að klóra
sér í hnakka þegar héramrætt fyrirbrigði blasir við í plöturekka
og spyrja hvort Jacques karlinn hafi nú ekki loks reist sér hurð-
arás um öxl. Eða hvernig - ef djass er skilgreindur sem e.k. til-
brigðaform - sé með góðu móti hægt að gera tilbrigði um til-
brigði?
Það þarf náttúrulega ekki að taka fram við þá sem fyrir vita,
að Goldberg-tilbrigði Bachs standa sem ein stórbrotnasta tón-
smíð barokktímans í þeii-ri grein. Endanleg og fullkomin röð
varíasjóna um 16 takta „aríu“, gerð af meistarahöndum, sem
engu ætti að vera við að bæta.
Sómakær fagurtónkeri hefði eflaust flýtt sér að gleyma því að
hafa nokkurn tíma rekið augun í diskinn. En ég gat einhverra
hluta vegna ekki á mér setið. Forvitnipúkinn vaknaði og heimt-
aði að kanna hvort uppátæki Loussier tríósins ætti sér máls-
bætur, ellegar hvort mætti áhyggjulaust afskrifa það fyrir fullt
og allt sem skringilegan óþarfa.
Niðurstaðan varð eins konar hvorki né. Bach-unnendur gætu
með fullum rétti kvartað undan of litlu af Bach. Djassunnendur
undan of litlu af djassi. Með þeim formerkjum virðist útkoman
hvorki fugl né fiskur. Meðan Loussier sleppir annars vegar iðu-
lega úr framnótum (einkum í milliröddum) eða beinlínis breytir
og prjónar við frá eigin brjósti, stundum að viðbættum for- eða
millispilum, er „djass“-útfærsla triósins á hinn bóginn oftast
miklu bundnari nóteraða upphafinu en hæfa þykir frjálsum
spuna. Sem sagt: ekkert væri auðveldara en finna afurðinni
flest til foráttu, hvort sem er frá sjónarhóli unnenda sígildrar
tónlistar eða djassins.
En ekki ætla ég samt að ganga í þann klögukór. Það er nefni-
lega fleha til í henni veröld en svart og hvítt, og margur tónhst-
arannandinn á okkar skræpóttu ofreitistímum lætur ekki draga
sig svo glatt í dilka - þó að dagskrárstjóram Ríkisútvarpsins
þyki greinilega útilokað að sömu hlustendur geti haft áhuga á
þáttaröðunum Hlustaðu ef þú þorir! og Byltingu Bítlanna kl. 13
á sunnudögum. Og þeir era líka margir sem hafa áhuga bæði á
klassík og djassi. Þeirra á meðal Bach-fíklar á við undirritaðan
sem þekkja, virða og elska Goldberg-tilbrigðin í túlkun hljóm-
borðssnillinga eins og Rosalyn Tureck (sbr. Fram, fram, fylk-
ing..., SD 10.4.1999).
Með þeirri viðkynningu í bakhöfðinu gerðist það undarlega
að maður fór smám saman að hafa lúmskt gaman að djössun
franska tríósins. Þrátt fyrir sáralitlar viðbætur umfram hryn-
sveit kontrabassa og trommusetts (fjölbreyttur sláttur Arpinos
er reyndar með því músíkalskasta sem maður hefur heyrt úr
eldhúsáhaldadeildinni) hættu úrsleppingar og einfaldanir
Loussiers furðufljótt að ergja. Maður vissi til hvers væri vísað,
hvernig það ætti að vera, og framlag tríósins gat því notið sín
sem ofurlítið frí og afslöppun frá hefðbundinni andakt - með út-
úrdúram í ýmsar stíláttir, eins og bí-bopp (7. tilbr.), debussýska
raddsamstígni (9.), gleiðgenga rölt-sveiflu (13.) og sömbu/vals-
blending (23.).
Þótt sumt hafi lukkazt miðlungi vel, eins og hálfklúðurslegu
niðurlögin í 10. og 22. tilbrigði, dauf útfærslan á hinu raunai’
ódjassandi tremóló-tilbrigði (nr. 28), að maður tali nú ekki um
hvað kontrapunktur í kanonunum níu (nr. 3, 6, 9,12,15,18, 21,
24 og 27) fór fyrir lítið þar sem önnur keðjuröddin var ýmist
hunzuð að hluta eða með öllu, gegndi furðu hvað eyrun gátu
sætt sig við, þegar hlustandinn slakaði aðeins á klónni og gaf
spiluram lausan tauminn. Það greiddi mjög fyrir meðtöku að
Loussier er tær og snyrtilegur píanisti (að vísu vottaði aðeins
fyrir smástirðleika í fingrafimustu tilbrigðunum, og lái honum
enginn sem séð hefur nóturnar), og ekki gældi síður upptöku-
hljómurinn við eyran, því hljóðritunin er með afbrigðum skýr
og falleg.
Þó hvarfli seint að manni að láta Loussier-diskinn í hendur
nýgræðingi sem fyrstu kynningu á meistaraverki Bachs, ætti
samt ekki útiloka að hann geti kveikt löngun óinnvígðra til að
nálgast hina óspjölluðu frumgerð, líkt og teiknimyndimar í „Sí-
gildum sögum“ kváðu á sínum tíma hafa beint athygli fjölda
unglinga að góðum bókmenntum. Sagt án ábyrgðar. En um-
fram allt - ef hlustandinn kemst í gott skap, eins og ég gerði, þá
getur þeim frönsku ekki verið alls varnað.
CHERUBINI
Luigi Cherubini: Strengjakvartettar nr. 2 í C-dúr (1829) og 5 í
F-dúr (1835). Hausmusik London (Monica Huggett, Pavlo
Beznosiuk, fíðlur: Roger Chase, víóla; Richard Lester, selló.)
cpo 999 464-2. Upptaka: DDD, Þýzkalandi, 6/1997. Útgáfuár:
2000. Lengd: 54:54. Verð (12 tónar): 1.300 kr.
LÍKT og Louis Spohr, sem tónskáld á borð við Brahms mat
mikils, hefur dómur sögunnar óneitanlega leikið Luigi Cherab-
ini (1760-1842) hart. Frá því er hann var einn virtasti óperu- og
kórverkahöfundur samtímans og talinn fremsti tónsmiður álf-
unnar af engum lakari en Beethoven, urðu örlög hans að hníga í
raðir smámeistara, og er nú aðallega þekktur fyrir Sálumessu
sína frá 1836. Hann bjó meirihluta starfsævinnar í París, þar
sem hann sýndi undraverða aðlögunarhæfni. Fyrst með því að
semja óperar í sönnum byltingaranda (meðal fyrirmynda að
hetjustfl Beethovens og Fidelio), síðar með því að verða rektor
hins nýstofnaða tónlistarháskóla 1822 á ríkisstjórnaráram Loð-
víks 18.
Cherabini var fjrst og fremst söngverkahöfundur. Hann
samdi aðeins eina sinfóníu og sneri sér fyrst að kammergrein-
inni þegar óperar hans komust úr móð á efri áram. Af strengja-
kvartettum samdi hann alls sjö, og er nr. 2 endurvinnsla úr sin-
fóníunni, en hinir sjálfstæðar framsmíðar. Ekki verður þeim
jafnað til vínarklassísku hápunkta tóngreinarinnar eftir Haydn,
Mozart og Beethoven; m.a. vegna þess hvað vínarkvartettinn
náði seint útbreiðslu í Frakklandi, þar sem upphaflegt dívertí-
mentó-einkennið greinarinnar lifði lengur eftir. En sönghæfni
þeirra og hugmyndagnótt standa fyrir sínu, þó að annáluð
kontrapunktkunnátta höfundar (hann samdi vinsæla kennslu-
bók um þau fræði) fái furðulítið rými í fremur hómófónískum
rithætti 2. og 5. kvartettsins.
Öðru fremur er það þó hinn svellsópandi flutningur Haus-
musik-fjórmenninganna sem ber diskinn uppi. Hópurinn var
fyrstur til að leika rómantíska strengjakvartetta á upphafleg
hljóðfæri, og hágæðahljómur hans, samstilling og eldfjörug
snerpa í myrraangandi nálægðarhljóðritun cpo leiðir helzt hug-
ann að endurholdguðum Esterházy kvartetti í banastuði.
Ríkarður Ö. Pálsson
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 27. MAÍ 2000 7