Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Qupperneq 17
Ljósmynd: Marcus LeitJi.
Nýlista-Tate á Bankside. Túrbínusalurinn tómur. Þarna eru nú könguló
ogturnar Louise Bourgeois.
Ljósmynd: Marcus Leith
Kónguló Louise Bourgeois er í eigu lista-
mannsins og lánað til London frá New York.
Ljósmynd: Marcus Leith
Lok tuttugustu aldarinnar eftir Joseph Beuys
liggja á gólfinu við einn gluggann.
Ljósmynd: Marcus Leith
Verk Richard Long og Claude Monet ríma saman á sýningunni í Nýiista-Tate er verkin er fengin
að láni hjá Edwin C Cohen og National Gallery.
Ljósmynd: Andrew Dunkley.
Horft úr veitingastaðnum á sjöundu hæð Nýlista-Tate á Bankside norður yfir Thames, þar sem
hvelfing Pálskirkjunnar í London gnæfir ofar öllu.
Vagn David Smith og Foss Arshile Gorky eru bæði i eigu Tate-listasafnsins.
Matisse, Picasso
og Taylor-Young
Listaverkunum í aðalsýningu Nýlista-Tate;
safnið 2000, er ekki raðað upp eftir listamönn-
um, stefnum eða aldri, heldur hefur þeim verið
skipt í fjóra meginhópa; kyrralíf, landslag, nekt
og sögu. Þessa skipan mála telja sumir út í hött,
þegar listaverk eru annars vegar og hefur út-
koman verið gagnrýnd fyrir að vera einn alls-
herjar hrærigrautur. Eftir svolítið skrýtnar
uppákomur, þar sem til dæmis málverk
Matisse og Picasso og vídeóverk Sam Taylor-
Young kallast á, kemst maður fljótt á bragðið,
ef maður vill það á annað borð, og þessari upp-
setningu fylgir ferskur blær sem hristir upp í
hlutunum.
Á þriðju hæðinni eru kyrralífið í öðrum end-
anum og umhverfís- og landslagsverk í hinum.
Sýningarsvæðinu er skipt niður í misstóra sali,
sem eru látlausir og hvítir; í sumum er verk
listamanna höfð saman eins og vatnaliljur
Monets og flögubergshringur Richards Longs
og í öðrum eru verk einstakra listamanna, t.d.
Marks Rothkos, Bridget Riley og Josephs
Beuys. Fimmta hæðin er með sama sniði. Þar
ráða sagan og þjóðfélagið ríkjum í öðrum end-
anum, m.a. í verkum eftir Piet Mondrian, grát-
konu Picassos og myndum Andys Warhols af
Marilyn Monroe. Fyrir dyrum hins endans,
sem geymir nektina og mannslíkamann -
stendur Koss Rodin, en inni fyrir má m.a. líta
verk eftir Picasso og Henri Matisse og eftirfara
þeirra Francis Bacon, Alberto Giacometti og
Germaine Richier, en Nan Goldin, Cindy
Sherman og Steve McQueen eru í hópi þeirra,
sem hafa tekið Ijósmyndina og vídeóið til sinn-
artjáningar.
Tuttugu og sjö í
einum þverskurði
Á fjórðu hæðinni er sýning á verkum 25 lista-
manna og stendur hún út þetta ár. Þessir lista-
menn eru; Miroslaw Balka, Matthew Barney,
Christian Boltanski, Janet Cardiff og George
Bures-Miller, James Coleman, Stan Douglas,
Douglas Gordon, Antony Gormley, Mona Ha-
toum, Gary Hill, Rebecca Horn, Ilya og Emilia
Kabakov, Anish Kapoor, Tatsuo Miyjaima, Ju-
an Munoz, Bruce Nauman, Cornelia Parker,
Gabriel Orozco, Julian Opie, Thomas Schutte,
Bill Viola, Jeff Wall og Rachel Whiteread.
Það má segja um þessa sýningu að verkin
ei'u eins misjöfn og listamennirnir eru margir.
En einhvers konar þverskurður á hún nú að
vera á því sem listamenn vinna í mestum móð
nú um stundir.
Þá er ógetið tveggja listaverka eftir Hannah
Starkey og Hamish Fulton sem eru í verzlun-
inni á neðstu hæðinni og veitingastaðnum á
þeirri efstu.
Dag hvem er boðið upp á ferðir um safnið
með leiðsögumönnum og Qölbreytt dagskrá
listamanna og fræðimanna er jafnan í gangi.
Meðal þeirra, sem þar hafa komið fram, er
Roni Hom sem kynnti verk sín 19. maí sl.
Norðan nýlistasafnsins hefur verið gerður
trjágarður og þar kemur göngubrúin yfir
Thames að landi. Það er hægt að koma inn í
safnið um inngang á norðurhliðinni en aðalinn/
útgangurinn er vestanmegin. Þar er gengið
eftir miklum rampi, beint inn í yfirþyrmandi
stærð túrbínusalarins. Það læddist að manni sá
grunur að þessi stærð myndi skyggja á lista-
verkin á hæðunum þremur í ketilhúsinu. En
svo er ekki. Um leið og komið er inn í sýningar-
salina fellur álagahamur stærðarinnar af gest-
inum og ekkert dregur athygli hans frá lista-
verkunum, nema kannski gluggar sem á stöku
stað veita ræmótt útsýni norður yfir Thames.
Þegar húmið fer að kviknar á lýsingu sem
undirstrikar það listilega hlutverk, sem
Bankside-rafstöðin fer nú með í sínum nýja
búningi.
Heimsfrægðin er handan Thames
Miklar endurbætur hafa verið unnar á safn-
húsinu á Millbank og á aldarafmælinu 1997 var
hafizt handa við mikla viðbyggingu við safnið
sem verður tekin í notkun á næsta ári. Tæpum
tveimur mánuðum áður en drottningin opnaði
Nýlista-Tate, var Brezka-Tate á Millbank opn-
að með viðhöfn og sýningu á úrvali brezkra
listaverka 1500-2000. Fyrirkomulag sýningar-
innar var/er það sama og í Nýlista-Tate; lista-
verkunum er raðað saman eftir efnisflokkum
og sætti svipaðri gagnrýni: að það gengi ekki
að henda samhengi brezkrar listasögu fyrir
borð og hengja hlið við hlið verk sem eru ósam-
stæð í tíma enda þótt inntakið rími með ein-
hverju móti.
Það er ljóst að þótt Nýlista-Tate sé risið
sunnan ái- munu menn á Millbank meðfram
brezkum myndlistararfi hvergi láta deigan síga
varðandi samtímalistina. Á gangi safnhússins á
Millbank tróna þrjú verk, sem Mona Hatoum
vann sérstaklega fyrii- safnið og er þetta sú
fyrsta af árlegum höggmyndasýningum þarna.
I júlí verður svo opnuð sýning á nýrri brezkri
list með verkum 22ja listamanna og er ætlunin
að halda slíkar yfirlitssýningar þriðja hvert ár.
Ekki eiga allir brezkir listamenn, þótt gjald-
gengir séu á Millbank, erindi í alþjóðlega safnið
á Bankside. Að komast suður yfu- Thames er
orðið það nálarauga sem brezkir listamenn
verða að komast í gegnum. Mona Hatoum á
verk á báðum stöðum. En á sýningunni í Nýl-
ista-Tate er ekkert verk eftir Tracey Emin. Og
fréttir fóru af því að það hefði ekki þótt sjálf-
sagt að sýna þar verk eftir Damien Hirst. Báðir
þessir listamenn þykja þó sjálfsagðir þar sem
stiklað er á brezkri samtímalist.
Þannig er Thames nú orðin það vatnsfall
sem brezkir listamenn þurfa að vaða tíl heims-
frægðarinnar. Kannski engin furða að nýja
göngubrúin skyldi sveiflazt svo mikið til þegar
á reyndi. Undiraldan er þannig þung þótt lygn
streymi Thames.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. JÚNÍ 2000 1 7