Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Side 19

Lesbók Morgunblaðsins - 24.06.2000, Side 19
Á mörkum h innar hlutbundnu og óhlutbundnu náttúru [ Galleríi Reykjavík stend- ur nú yfir sýning á verkum Óla G. Jóhannssonar. Myndlistarmaðurinn sýnir í Reykjavík eftir sautján ára hlé frá höfuð- borginni og fæst í fyrsta sinn við vel þekkt við- fangsefni - landslag. INGA MARÍA LEIFS- DÓTTIR tók Óla tali og fræddist um líf hans og list. 4 f S T Tf j Vi T V I Myndiistarmaðurinn Óli G. Jóhannsson við tvö málverka sinna. MorgunblaSið /Amaldur KJALLARANUM í Galleríi Reykjavík er stór og bjartur salur. Myndlistar- maðurinn Óli G. Jóhannsson opnaði þar sýningu 16. júní síðastliðinn á akrýlmál- verkum á striga og stórum blekteikn- ingum. Málverkin eru að sögn Óla upplifanir úr náttúru íslands. „Hér áður sótti ég mikið myndefni til sjávarins,“ segir Óli. „Ég var um langt skeið á sjó og málaði iðulega um borð í togaranum. Fyrir sjö árum varð ég fyrir slysi og varð að koma alfarið í land og hef alveg helgað mig málaralistinni síðan. Málverkin hafa að sama skapi breyst dálítið." Óli segir málverk sín nú vera á mörkum hins hlut- bundna og óhlutbundna. I sumum málverk- anna á sýningunni má greina fígúratív form, en flest hafa þau óhlutbundið yfirbragð. Hið sama gildir um blekteikningarnar sem sumar hverj- ar eru uppstillingar. „Fólk telur sig stundum vera að sjá eitthvað í verkunum sem er alls ekki þar.“ Landslagið segir Óli að hann máli heima í vinnustofu sinni. „Þetta eru upplifanir sem ég safna saman. Svo ræðst ég að strigan- um og málverkið togar mig áfram.“ I verkum Óla hefur línan alltaf verið áberandi. „Síðustu árin hefur þó stíll minn þróast meira og meira óhlutbundið. Hér áður fyrr málaði ég mjög hlutbundið, en nú er ég farinn að sleppa taki af teikningunni. Kannski er það aldurinn sem er að verki,“ segir Óli og kímir. Danskir og færeyskir áhrifavaldar Aðspurður hvaða málarar og stíll hafí haft mest áhrif á hann segir Óli að dönsk og fær- eysk málaralist hafí verið hvað mestir áhrifa- valdar. „Færeyingar eiga marga verulega góða málara,“ segir hann. „Fyrir margt löngu síðan fór ég til Kaupmannahafnar og sá sýn- ingu í Louisiana-safninu. Þar voru til sýnis verk eftir dönsku málarana sem tilheyrðu Cobra-hópnum á sínum tíma og voru upp á sitt besta rétt eftir stríð. Sem dæmi má nefna Jacobsen og Asker Jorn og þessi sýning hafði veruleg áhrif á mig. Hún hefur setið lengi í mér og trúlega varð hún þess valdandi að ég leysti upp teikninguna og fór að mála abstrakt." íslenski hesturinn aðstoðar „Frá því að ég var smákrakki hef ég verið mikið með hesta. Ekki síst núna síðustu ár, eftir að ég helgaði mig málaralistinni, hef ég ferðast mikið á hestum. Það er ef til vill skýr- ingin á því að ég tek landslag fyrir núna, það er farið að síast inn,“ segir Óli. En hestarnir hafa aðstoðað hann á málaraferlinum á ýmsan ann- an hátt. Þeir hafa líka leitt málverkin til út- landa og aðstoðað hann við að komast í kynni við umboðsmenn og sýningarsali. Óli hefur sýnt í Evrópu og sýningin í Galleríi Reykjavík er á leiðinni til Danmerkur og þaðan til Veróna á Ítalíu. „Þannig er að ég hef ferðast víða um Evrópu og selt og kynnt íslenska hestinn. Þar hef ég komist í samband við fólk sem hefur áhuga á íslenska hestinum og íslenskri menningu yfir höfuð. Þannig hef ég eignast marga velunnara sem hafa aðstoðað mig við að koma mér á framfæri. Svo hefur þetta bara þróast áfram.“ Að hafa gaman af því að mála ... Óli hefur átt viðburðaríka ævi. Hann hefur unnið margvísleg störf og farið víða. „Slysið sem varð til þess að ég steig alfarið á land breytti auðvitað lífi mínu. Ég féll í sjóinn norð- ur við Noreg og skaddaðist á öxl og hálsi. í"1* kjölfarið á fallinu og köldum sjónum fékk ég hjartaáfall. Ég hef komist að því eftir margvís- lega lífsreynslu, að tækifærin í lífinu eru það mörg, að maður verður að nýta sér þau. Maður sem hefur lifað af drukknun og hefur fengið hjartaáfall kann vel að meta það sem er skemmtilegt og gerir það sem hann hefur gam- an af,“ segir Óli. Svo myndlistarmaðurinn Óli málar af lífs- gleði? „Ég myndi ekki mála, hefði ég ekki gam- an af því,“ svarar hann. „Númer eitt, tvö og þrjú er að lífa lífinu lifandi. Grunnurinn að mál- verki og raunverulega öllu sem maður gerir er að hafa gaman af því.“ ÞEGAR SNILLDIN ER SVO AUGUÓS TOIMLIST Sígildir diskar ARKADIVOLODOS Franz Liszt: Ungversk rapsódia nr. 15 (úts. Horowitz). Tilbrigði við Búðkaupsmars Mcndclssohns (úts. Horowitz). Alexander Scriabin: Énigme op. 52 nr. 2, Caresse dansée op. 57 nr. 2, Prelúdía op. 2 nr. 2. Píanósúnata nr. 10 op. 70. Sergei Rachmaninoff: Études Tableaux op. 39 nr. 8 og op. posth. nr. 5, Fragments í as-dúr op. posth. Robert Schu- mann: Bunte Blátter op. 99. Einleikur á píanó: Arkadi Volodos. Tónleikaupptaka frá Carnegie Hall 21/10 1998. Útgáfa: Sony: SK 60893. Heildarlengd: 71’52. Verð: kr. 2.199. Dreifing: Skífan. ÞEGAR minnst er á stórsnillinga píanósins á tuttugustu öldinni berst tahð gjarnan að ótrúlegum hæfíleikamönnum eins og Michel- angeli, Lipatti, Horozowsky, Cziffra, God- owsky, Gieseking, Schnabel, Horowitz o.fl. - mönnum sem ekkert virtist ofviða, hvorki tæknilega né músíkalskt. Þá ríkti gullöld, segja menn, þá vissu menn hvað þeir voru að gera. Á seinni hluta aldarinnar spruttu svo upp hæfileikaríkir unglingar sem útgáfufyrirtækin tóku upp á arma sína og auglýstu grimmt. Margir þeirra virðast geta allt, nema að miðla tónlistinni til hlustenda sinna. Hægur vandi er að dást að flugeldasýningum þeirra en því mið- ur situr oft ekkert eftir. Og þá gerir maður sér ljósa grein fyrir því hvað málið snýst um: að tjá sig í tónlist og bera boð tónskáldsins til hlust- endanna. Ekki að loka leiðinni með loddara- skap og trúðslátum. Þeir sem sóttu tónleika Olli Mustonen á nýliðinni Listahátíð 2000 vita alveg hvað ég á við. Til allrar Guðs lukku fer músfkalskt innsæi og tæknilegur bravúr stundum saman, Og þá er sko gaman að vera tónleikagestur eða hlust- andi heima í stofu. Píanóleikarinn Arkadi Volodos nálgast það að vera fullkominn ef eitthvað slíkt er þá yfir- leitt til. Volodos fæddist árið 1972 í Leningrad og er í dag ein skærasta stjarnan meðal píanista á tónlistarhimninum. Sviðsljósið virð- ist honum lítt að skapi en hæfileikarnir þykja slíkir að tónleikar hans teljast stórviðburðir. Diskurinn sem ég hef haft undir höndum að undanfömu var hljóðritaður á fyrstu einleiks- tónleikum Volodos sem haldnir voru í Carnegie Hall í New York haustið 1998. Þetta er í sem stystu máli stórkostlegur diskur sem ber vitni um mikinn listamann. Aðalsmerki þessa unga píanóleikara er tilgerðarleysi og al- gjör auðmýkt gagnvart tónlistinni. Leikur hans er ákaflega skýr, áslátturinn glitrandi og leiknin öfundsverð. Volodos er ofboðslegur virtúós sem leikur á hljóðfæri sitt svo ljóðrænt og fallega að ég hef sjaldan heyrt annað eins en megnar svo að láta allt leika á reiðiskjálfi með óskiljanlega kraftmiklum leik þegar við á. Maður skynjar glöggt mikla stemmningu á tónleikunum, næstum rafmagnað andrúmsloft. Áheyrendur eru afar hljóðlátir á meðan spilað er og hefur maður á tilfinningunni að menn haldi niðri í sér andanum. Klappið milli verka er sem betur fer klippt burt nema eftir næst- síðasta aukalag sem eru tilbrigði Liszts við Brúðarmars Mendelssohns. Þar eru viðbrögð áheyrenda sem hrein sprenging - helst detta manni í hug popptónleikar því allt ætlar um koll að keyra. Síðasta verkið er örsmá og afar hljóðlát prelúdía eftir Seriabin. Þessi hógværi listamaður kærir sig lítið um gauraganginn og vill greinilega kveðja á lágværu nótunum. Þrátt fyrir nokkuð hátt verð er hver einasta mínúta peninganna virði á þessum vel fyllta diski. GYÖRGY LIGETI György Ligeti: Píanókonsert.. Sellókonsert. Fiðlukonsert. Einleikarar: Pierre-Laurent Aimard (pfanó), Jcan-Guihcn Queyras (selló), Saschko Gawriloff (fiðla). mjómsveit: En- semble InterComporain. mjómsveitarstjóri: Pierre Boulez. Útgáfa: Deutschc Grammo- phon 439 808-2. Heildartími: 67’10. Verð: kr. 2.199. Dreifing: Skífan. HLUSTENDUM á tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar íslands í maí sl. er vafalaust í fersku minni ógleymanlegur flutningur hljóm- sveitarinnar og þýska fiðluleikarans Sasehko Gawi-iloffs á fiðlukonsert Ligetis (1990-1992). Þetta var frumflutningur verksins á Islandi og það kæmi mér ekki á óvart að líkt sé farið um aðra tónleikagesti sem mig að flutningurinn hafi verið þeim opinberun. Þess vegna fannst mér það á dögunum ánægjulegt að rekast á hljóðritun á verkinu með sama einleikara. Ungverjinn György Ligeti (f. 1923) er án efa eitt merkasta tónskáld nútímans. Tónmál hans er all sérstakt. Rithátturinn er flókinn en þó gegnsær og oft á tíðum afar fínlegur. Þótt tón- listin flæði gjaman um í kyrrstæðu tímaleysi*' (t.d. upphaf sellókonsertsins (1966)) má í verk- unum einnig finna afar rytmíska tónlist sem æðir áfram í nánast miskunnarlausum atgangi, líkt og í upphafs- og lokakafla píanókonserts- ins (1985-1988). En fyrst og fremst má heyra í tónlist Ligetis alveg nýja hljóma (og hljóð!), samsetningar hljóðfæra sem engu öðru líkjast og reyndar líka hljóðfæri sem heyrast að öðru jöfnu ekki í tónlist sem þessari. Ég minnist þess t.d. ekki að hafa heyrt áður í svokallaðri okkarínu (= gæsaflauta) en hana notar Ligeti í vægast sagt mjög ómstríðum samleik við blokkflautu í öðrum kafla fiðlukonsertsins (1990-1992). Hljóðin eru ægileg og ögrandi í þessum annars undurfallega kafla sem næst- um gæti verið úr smiðju Bartóks. Þótt öll þrjú verkin á diskinum séu áhuga- verð og beri handverki mikils meistara vitni ear fiðlukonsertinn þeirra áhrifaríkastur. Einleiksfiðlan er þar fremst meðal jafningja en önnur hljóðf;eri hafa einnig mikilvægu einleikshlutverki að gegna. Oft eru áhrifin lík- ust því sem gerist í concerto-grossoformi barokktímans. Hljóðfæraleikarar kammer- sveitarinnar Ensemble InterComporain eru greinilega allir í einleikaraflokki. Píanóleikar- inn Pierre-Laurent Aimard og sellistinn Jean- Guhien Queyras eru félagar í kammersveitinni og standa fiðlusnillingnum Saschko Gawriloff síst að baki. Tónskáldið og hljómsveitarstjór- inn Pierre Boulez stjómai- flutningnum. Hann hefur í áratugi verið einn fremsti túlkandi nútímatónlistar í heiminum svo að Ligeti ei9 hér í góðum höndum. Tónlist Ligetis á þessari plötu er ekkert létt- meti. Hún gerir vafalaust verulegar kröfur til flytjenda og ekki síður til hlustenda. En ekki kæmi mér það á óvart að þessi tónlist ætti eftir aðendastvel. Valdemar Pálsson 0 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 24. JÚNÍ 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.