Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Page 6
HÁTÍÐARDAGSKRÁ COLLEQIUM MUSICUM OG SUMARTÓNLEIKA
ISKALHOLTI UMISLENSKAN TONLISTARARF
SILFURÞRÁÐUR ÍS-
LENSKRAR MENNINGAR
Trú og tónlist í íslenskum handritum er yfirskrift fyrstu
tónleikahelgar Sumartónleika í Skólholtskirkju sem nú
er gengin í garð. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓniR
ræddi við Kóra Bjarnason, formann Collegium Mus-
icum, um hótíðardagskró helgarinnar, mólþing um ís-
lenskan tónlistararf og sýningu ó íslenskum tónlistar-
handritum sem opnuð verður í Skólholti í dag.
\\x. b,sír
aUfU'uV Uimui ;
nvtr vvV, b <
ta\U S^C’s HUU.
\OUWVss jKtVss. |j
VvuKf vUHu
íVtUi('>\U
(uuaav'vnctj
lu^vU
Jjtovftuutuun)
\nfs\
iUs\ufv\uv Uuv>
| Út V'st nW
ISiHíS
W
Á sýningu sem opnuö veröur í Skálholti í dag gefur m.a. aö líta mynd af þessari síöu úr handriti
sálma- og kvæðasafns sem skrifað var um 1800 af Vigfúsi Jónssyni Scheving (1749-1834).
HÁTÍÐARDAGSKRÁ fyrstu
tónleikahelgar Sumartón-
leika í Skálholtskirkju að
þessu sinni er í samvinnu
við Collegium Musicum,
samtök um tónlistarstarf í
Skálholti, en á þessu
sumri er haldið upp á 25
ára afmæli Sumartónleikanna. Undanfarin
fjögur ár hefur verið unnið á vegum samtak-
anna að rannsókn á þeim menningararfí sem
fólginn er í sönglögum fyrri alda og er þar
um að ræða fyrstu heildarrannsókn á nótum
í íslenskum handritum.
Kári Bjamason, sérfræðingur á handrita-
deild Landsbókasafns íslands - Háskóla-
bókasafns, er formaður Collegium Musicum.
Hann lýsir hátíðardagskránni þannig:
„Á föstudegi og fyrri hluta laugardags er
megináherslan lögð á hið talaða orð en þá
flytja erlendir og innlendir fræðimenn fyrir-
lestra um tónlist í íslenskum handritum og
um samsvarandi tónlistararf í Danmörku og
Noregi. Á laugardeginum kl. 14, þegar aðal-
hátíðardagskráin hefst, þá opnum við inn í
tónlistina, sem við höfum verið að rannsaka í
íslenskum handritum undanfarin fjögur ár.
Það má segja að við leyfum gestum að heyra
hvemig hin gamla gleymda íslenska tónlist
hljómaði - en líka hvemig nýtt vín er bragg-
að á gamla belgi. Reykjavík - menningar-
borg Evrópu árið 2000 styrkir okkur mjög
myndarlega, þannig að við áttum þess kost
að ráða sex ung tónskáld, þrjár konur og
þrjá karla, til þess að útsetja hvert um sig
fimm gömul lög og úrval þeirra útsetninga
verður flutt um helgina. Þetta þýðir að við
eram í senn að grafa upp rætur okkar ís-
lensku menningar, íslenskan tónlistararf, og
leitast við að miðla honum til komandi kyn-
slóða. Þá tekur við hefðbundin dagskrá
Sumartónleikanna og um kvöldið verður
sungið upp úr gömlum sönghandritum. Á
sunnudagsmorgninum verða sungnir nokkrir
morgunsöngvar úr sönghandritum og dag-
skránni lýkur með hátíðarmessu, þar sem
við reynum að draga inn í hefðbundna
messu áður óþekkt lög. Þar era meðal ann-
ars lög sem Jón Þórarinsson tónskáld telur
að séu sett saman af séra Oddi Oddssyni á
Reynivöllum sem var fæddur um 1565.“
Geymd og
gleymd handrit
í dag verður ennfremur opnuð í Skálholti
sýning á nokkram þeirra handrita sem nótur
og tónlistartengt efni hefur fundist í. „Og
þar til viðbótar eru dregnar fram glæsilegar
myndir úr íslenskum handritum. Þetta er
gert til þess að draga það fram að þegar far-
ið er ofan í íslensk handritasöfn kemur í ljós
að þar er fólginn silfurþráður íslenskrar
menningar, sá þráður sem þjóðin óf öldum
saman, kynslóð fram af kynslóð og menn
báru áfram af sjálfum sér. Þetta era sálmar
og söngvar Guði til dýrðar, myndir og
skreytingar sem bera djúpa trúarlega skír-
skotun," segir Kári. „Við sem stöndum á bak
við þessa rannsókn í Skálholti eram í raun
að segja að íslenskur menningararfur hafi
grafist undir í handritunum. Um miðja 19.
öld þegar ýmsir menn tóku að safna íslensk-
um handritum og kalla eftir þeim, þá fóru
þau úr hinum vinnulúnu höndum þjóðarinn-
ar og varð fyrir vikið bjargað - en gleymt.
Þau voru geymd og gleymd. íslensk menn-
ing er eins og ísjakinn - það er ekki nema
örlítið brot sem stendur upp úr. Það er svo
sáralítið prentað, ýmist í Skálholti eða á
Hólum, öldum saman, að menn miðluðu
menningunni í hinum skrifuðu skræðum.
Síðan þegar handritin komast í öraggt skjól
handritasafnanna lokast þau þar inni - og þá
fær bara hluti af þeirri menningu sem í þeim
er að lifa. Það eru íslendingasögurnar,
Eddukvæðin, o.s.frv. - hið skrifaða orð - en
tónlistin og myndlistin gleymist vegna þess
að það er ekkert auga vakandi í hand-
ritasöfnunum sem horfir á þennan heim.
Þannig að við höldum því fram að í þessum
rannsóknum séum við ekki að draga fram
staka mola úr fortíðinni sem fyrir tilviljun
hafi gleymst, heldur
séum við að draga
fram samhengi ís-
lenskrar menningar,
samhengi hinnar trú-
arlegu hugsunar sem
var miðlað í sálmum
og söngvum og
myndum öldum sam-
an. Við höfum farið
kerfisbundið yfir öll
íslensk handrit sem
varðveitt eru í Þjóð-
arbókhlöðunni, frá
1100 og fram á 19.
öld og höfum dregið
saman í gagnagrann á þriðja þúsund færslna
um íslenska tónlist. Við erum líka með
gagnagrunn um myndlist sem í era um þús-
und færslur. Þetta verkefni fjallar um að
draga fram þá hlið menningarinnar sem hef-
ur verið í skugganum fram til þessa, þ.e.a.s.
þá hlið sem snýr að tónlist og myndlist,
vegna þess að menn hafa einfaldlega gleymt
að horfa á hana.“
Söngur þjóðarinnar
hefur verið hljóður
„í Landsbókasafni era 15.000 handrit og
það er seinunnið verk að fara í gegnum þau
öll. Við í Skálholti höfum verið svo lánsöm
að hafa getað haft milli 20 og 30 manns í
starfi við að fara í gegnum þessi handrit og
afraksturinn er ævintýri um íslenska menn-
ingu,“ segir Kári,
„þegar við byrjuðum
sáum við fyrir okkur
að það væri kannski
hægt að ráða eins og
einn góðan kven-
mann!“
En þó að nú sé
búið að fara í gegnum
öll handritin og til sé
orðinn mikill gagna-
grunnur er margt
eftir enn. „Það sem
þarf að gera er að
vinna úr þessu og
fyrsta verkefnið í
úrvinnslunm er að koma þessum arfi í hend-
ur ungra tónskálda. Vegna þess að listin er
dauð nema hún sé í sífelldri endursköpun og
það er í þessari endursköpun sem við
finnum kjarnann í því sem við erum að
draga fram, hvað lifir og hvað er sístætt,"
segir Kári. Hann segir að það sem hafi kom-
ið sér mest á óvart sé að í þeim þúsundum
sálma- og kvæðabóka sem varðveitt era í
handritasöfnunum sé ekki að finna nótur
nema á stöku stað. „Hins vegar er þar nán-
ast alltaf að finna lagboða - alveg eins og við
sjáum í sálmabókinni núna, þar sem stendur
t.d. fyrir ofan sálm að hann skuli syngjast
eins og „AJlt eins og blómstrið eina“. Þetta
segir mér að íslensk kvæða- og sálmahandrit
eru söngbækur þjóðarinnar - söngur þjóðar-
innar hefur verið hljóður og nú þegar við
drögum hann fram kemur í ljós að hann er
miklu víðfeðmari en þetta brot af söngnum
sem er prentað. Vegna þess að allt fram til
1776 er bara ein prentsmiðja í landinu, ým-
ist í Skálholti eða á Hólum, sem prentar
bara opinbert efni, meðan söngur þjóðarinn-
ar er einungis varðveittur á vöram og í
handritum," segir Kári, sem hyggst ekki láta
staðar numið við þau handrit sem varðveitt
eru í Þjóðarbókhlöðunni.
Rannsóknastofnun í
helgisiðafræðum í Skólholti
„Við eigum enn eftir að fá styrki til að
fara út í heim, því það eru hundruð íslenskra
handrita til úti í heimi sem þarf að rannsaka.
Hér þarf að gera stórátak og nú er komið að
kirkjunni að taka þennan menningararf upp
á sína arma og búa honum farveg.“
Að sögn Kára mun Sigurður Sigurðarson
vígslubiskup í dag kynna nýstofnaða Rann-
sóknastofnun í helgisiðafræðum sem valinn
hefur verið staður í Skálholti. „Henni verður
ætlað að finna þessum mikla arfi farveg inn-
an kirkju og kristni. Það er ástæðulaust að
vera að draga þennan arf ef hann er ekki
nýttur,“ segir Kári sem fagnar tilkomu hinn-
ar nýju stofnunar. Þá kveðst hann vonast til
þess að hægt verði að gera myndlistinni
sams konar skil og tónlistinni, en til þess
þurfi bæði fjármagn og skilning, sem hingað
til hafi hvort tveggja verið af skornum
skammti til þessa. „Við verðum að sjá hvað
gerist en myndlistardæmið er miklu stærri
pakki,“ segir hann.
Einblínt ó bókmenntirnar
ó kostnað annarra lista
Kári segir það merkilegt með bókmennta-
þjóðina íslendinga að svo virðist sem ein-
blínt hafi verið á bókmenntirnar á kostnað
annarra lista. „Jafnvel Árni Magnússon
hafði ekki álit á hinni gömlu tónlist, hann
tók heil skinnhandrit með tónlist, reif þau og
notaði sem kápu utan um sín verðmætu
pappírshandrit." Kári segir íslenskan tón-
listararf í raun hafa koðnað niður í skeyting-
arleysi þjóðar sem varðveitti handritin en
gleymdi innihaldinu. „Það er hin hliðin á
bókmenntaþjóðinni sem elskar hinn skrifaða
texta en gleymir hinu, tónlist og myndlist."
Kári segir að nú sé komið að ákveðnum
vatnaskilum í starfi Collegium Musicum.
Fyrir dyrum standi að byggja upp í Skál-
holti framtíðarheimili íslensks tónlistararfs,
þar sem menn geti sótt í hann, rannsakað
hann og miðlað til nýrrar kynslóðar. „Við
munum halda áfram að draga fram sam-
hengi íslenskrar menningar, sem verður
ekki gert sýnilegt fyrr en búið er að skila til
þjóðarinnar þeim handritum sem kallað var
eftir til Kaupmannahafnar um miðja 19. öld.
Markmið okkar er að skila þjóðinni aftur
eigin menningu,“ segir hann.
Kári kveðst að lokum vilja leggja áherslu
á að þetta verkefni Collegium Musicum sé er
samvinnuverkefni með Helgu Ingólfsdóttur
og Sumartónleikunum. „Og það hefði aldrei
orðið til ef Helga hefði ekki ratt brautina
fyrir 25 árum og gert mögulegt að menn
beindu athyglinni að íslenskri tónlist. Það er
þessi samvinna þeirra sem þekkja til hand-
rita og þeirra sem þekkja til tónlistar sem
hefur gert alveg nýja sköpun mögulega,"
segir hann.
Menntamálaráðherra, Björn Bjarnason,
mun flytja ávarp á hátíðardagskránni en
hann hefur, að sögn Kára, styrkt starf sam-
takanna dyggilega þau fjögur ár sem það
hefur staðið yfir og meðal annars veitt öflug-
an stuðning á lokasprettinum til að taka há-
tíðina upp. „Þannig eigum við þess kost að
miðla menningararfinum áfram til komandi
kynslóða."
6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 2000