Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 08.07.2000, Blaðsíða 7
„UM ÞAP ALLRA Ff G- URSTAUFSINSTRE..." ^tfúífa ídagkl. 17 verða frumflutt ný tónverk eftir >öL Báru Grímsdóttur,staðar- tónskáld í Skálholti. Tón- verkin eru samin fyrir söngraddir og þao er sönghópurinn Hljómeyki sem flytur undir stjórn BernharðsWilkinson. MorgunblaSiS/Jim Smart Sönghópurinn Gríma, Margrét Bóasdóttir og strengjakvintett ásamt stjórnandanum Gunnsteini Ólafssyni og Jóni Guðmundssyni tónskáldi. ÞETTA eru sex tónverk sem eru samin við latínuljóð eftir íslensk 17. og 18. aldar skáld," segir Bára. „Þau eru Maríuljóð eftir Brynjólf Sveinsson (1605-1675), sr. Eirík Þorsteinsson (1669- 1738) og Jón Þorkelsson, rektor Skálholts- skóla, (1697-1759)." Bára segir að áhugi sinn fyrir helgikvæðum þessa tíma hafi kviknað þegar hún sá helgi- kvæðaútgáfu Almenna bókafélagsins fyrir nokkrum árum. „Fyrir þremur árum ákvað ég svo að að semja tónlist við þessa texta, fyrst fyrir karlakór og síðan fyrir blandað- an kór. Samkórinn í Vestmannaeyj- um hefur sungið tvö af þessum lög- um." Þess verður að geta að Bára er búsett í Vestmannaeyjum og starfar þar sem kórstjóri og tónlistarkennari. „Helga Ingólfsdóttir hafði svo sam- band við mig og bauð mér að semja fyrir Skálholtstónleika. Ég fór þá að kynna mér þetta betur og komst í samstarf við Sigurð Pétursson lektor og hann hefur kynnt mig fyrir ýms- um af þessum latínuljóðum og þýtt þau fyrir mig. Þar á meðal er það sem yfirskrift tónleik- anna er dregin af, „TJm það allra fegursta lífs- ins tré..." sem er ekki vitað eftir hvern er. Við Bára Grímsdóttir þetta er lag sem ég hef útsett fyrir blandaðan kór. Mjög fallegt lag. Annað verk er samið við erfiljoð eftir Jón Þorkelsson um Sigríði Jóns- dóttur, ekkju Jóns Vídalíns, en hún mun hafa verið mikil merkiskona. Kvæðið heitir á latínu In memoriam piissimæ Matronoæ og útleggst lík- lega eitthvað á þessa leið: I minningu frómrar frúar." Bára segist vinna út frá textunum og tónhugmyndirnar séu byggðar á fornum íslenskum kvæðalögum sem hún hef- ur rannsakað. „Ég gef mér nú samt frjálsar hendur við tónsmíðarnar og leita fanga í ýms- um áttum og spinn í kringum textana og lag- línurnar, aðeins djassað og svo má heyra áhrif frá Balkanskaganum en þjóðlög þaðan eru reyndar nokkuð lík íslensku þjóðlögunum að vissu leyti. Það sem er nokkuð sérstakt er að þetta eru allt acapella sönglög. Ég hef ekki gert mikið af slfku þótt ég hafi útsett talsvert fyrir Samkórinn í Vestmannaeyjum. Það er reyndar orðið talsvert þegar allt er talið sam- an. I þessum verkum hef ég tekið þá stefnu að flækja málin ekki mjög mikið. Þetta er hómó- fónískt og stundum einradda, stundum tví- radda og stundum reyndar fleiri raddir en í aðalatriðum ákvað ég að hafa þetta einfalt," segir Bára Grímsdóttir, staðartónskáld í Skál- holti. LEIKARI f gervi nasista stendur hér fyrir framan hóp fanga á æfingu leikritsins „An die Musik" sem útleggja má sem „Fyrir tónlistina". Leikararnir eru frá gyðinga- leikhúsinu í Búkarest, en sýningin verður Fyrir tónlistina sett upp á næstunni í Weimar í Þýskalandi. Verkið er eftir enska leikskáldið Pip Simmons og er þetta í fyrsta skipti sem það er sett á svið í Þýskalandi. Viðfangsefnið er grimmdin sem við- gekkst í útrýmingarbúðum nasista og er notast við blbndu popptónistar og klass- ískrar tónlistar. „An die Musik" var fyrst sett á svið fyrir 25 árimi. Dagskrá Sumartón- eika í Skálholtskirkju LaugardagurS.júlí Hátíðardagskráin hefst kl. 14 með forn- um tvísöngvum í flutningi Voces Thules. Ávörp flytja séra Sigurður Sigurðarson vígslubiskup, Björn Bjarnason mennta- málaráðherra, Helga Ingólfsdóttir list- rænn stjórnandi Sumartónleikanna og Kári Bjarnason formaður Collegium Musicum. Einar Sigurðsson landsbóka- vörður opnar sýningu á íslenskum tón- listahandritum. Sönghópurinn Gríma, Margrét Bóasdóttur sópran og strengja- kvintett flytja útsetningar á söngvum úr nótnahandritum eftir Hildigunni Rúnars- dóttur, Mist Þorkelsdóttur og Elínu Gunnlaugsdóttur. Stjórnandi er Gunn- steinn Ólafsson. Kl. 17 flytur Sönghópur- inn Hljómeyki, undir stjórn Bernharðs Wilkinson, verk eftir Báru Grímsdóttur staðartónskáld. Kvöldsöngur verður kl. 21.30 en þá syngur Kammerkór Suður- lands undir stjórn Hilmars Arnar Agnar- ssonar úr sönghandritum. Kl. 22 syngur ísleifsreglan náttsöng. Sunnudagur 9. júlí Morguntíðir í höndum ísleifsreglunnar hefjast kl. 9. Sönghópurinn Gríma ásamt Margréti Bóasdóttur syngja morgunsöng kl. 9.30. Kl. 15 verða frumfluttar útsetn- ingar á nótnahandritum eftir 6 íslensk tónskáld: Hildigunni Rúnarsdóttur, Þórð Magnússon, Elínu Gunnlaugsdóttur, Jón Guðmundsson, Mist Þorkelsdóttur og Steingrím Rohloff. Flytjendur eru söng- hópurinn Gríma, Margrét Bóasdóttir og strengjakvintett. Kl. 16.40 syngur Kam- merkór Suðurlands söngva úr handritum 9g hátíðarmessa með þátttöku kórsins og ísleifsreglunnar verður kl. 17. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 8. JÚLÍ 200Ö X

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.