Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 2
44 ÁRA GÖMUL KANTATA EFTIR KARL O. RUNOLFSSON FRUMFLUTT KANTATAN Hátíðarljóð op. 42 eftir Karl 0. Runólfsson verður flutt í fyrsta sinn á Skálholtshá- tíð á morgun, sunnudag, kl. 16:30. Verkið var samið fyrir samkeppni sem efnt var til í til- efni af níu alda afmæli biskups- stóls í Skálholti árið 1956 og hafnaði þar í fjórða sæti. „Svo virðist sem kantötunni hafi verið pakkað niður þegar dómnefndin var búin að kíkja á hana og hún aldrei flutt - fyrr en nú. Þetta verður því að telj- ast talsvert rnerkilegur viðburð- ur,“ segir Hilmar Orn Agnars- son sem stjórna mun Skálholts- hátíðarkórnum við flutninginn á morgun. Séra Sigurður Einarsson hafði unnið sam- keppni um ljóð af sama tilefni og voru tón- skáldin sem þátt tóku, sjö talsins, fengin til að semja tónverk við ljóðið. Páll ísólfsson varð hlutskarpastur, Victor Urbancic annar og Sigurður Þórðarson þriðji. Karl varð svo fjórði. Hefur kantata Páls oft verið flutt í Skálholti. Að auki tók þátt í keppninni sautján ára gamalt tónskáld, Þorkell Sigur- björnsson að nafni. Segir Hilm- ar hann ekki hafa viljað^ sýna kantötuna sína ennþá. „Eg fæ hana kannski hjá honum síðar.“ Hilmar segir Karl gera frá- bæra og fallega hluti í kantötu sinni, hluti sem ekki hafi heyrst áður. Verkið er skrifað fyrir hornaflokk og hugsað til flutn- ings utandyra. „Við flytjum þetta reyndar inni í kirkjunni og minnkum að- eins hljómsveitarsetninguna. Gerum þetta með tveimur trompettum, básúnu og orgeli. Þá eru þarna glæsilegar aríur sem Finnur Bjarnason tenór- söngvari syngur. Það er gaman að geta flutt þetta nú því í ár eru hundrað ár liðin frá fæðingu Karls." Lesari við flutninginn verður Jón Sigur- björnsson leikari. Hilmar segir stílinn mjög þjóðernislegan. „Þetta er tíminn þegar tónskáldin voru á kafi í þjóðernisást og rómantík fyrir kirkju og þjóð.“ En hvar hafði Hilmar uppi á kantötunni? „Skálholtshátíðin 1956 var gefin út á bók og þar er ein setning sem segir að sjö tón- skáld hafi skilað inn verki til dómnefndar. Ekki orð um það meir. Síðan var bara að fara á stúfana og leita. Leitað var í öllum skjölum kirkjunnar og ekkert fannst. Þá rifj- aðist það upp fyrir einhverjum gömlum manni að öll gögn hefðu verið send niður á Þjóðskjalasafn. Óllu var umsnúið þar og í leitirnar kom kassi sem var merktur „Skál- holtshátíð 1956“. Þar blasti þetta við okkur.“ Kantötunum hefur með öðrum orðum ekki verið skilað til tónskáldanna á sínum tíma og eru fyrir vikið ekki til hjá íslenskri tón- verkamiðstöð. Fleira verður á döfinni þessa Skálholtshá- tíð. Á laugardag verður haldin samkirkjuleg ráðstefna og verða fyrirlesarar þar Tord Ström frá sænska samkirkjuráðinu, prófess- or Horace Allen frá Boston og dr. Pétur Pét- ursson. Kl. 15.30 á laugardag heldur ítalski kórinn Collegium Musicum frá háskólanum í Bol- ogna viðamikla tónleika undir stjórn David Winton. Báða dagana verður tjaldmarkaður í Skál- holti þar sem á boðstólnum verða ýmsar af- urðir úr héraðinu. Karl 0. Runólfsson Morgunblaðið/KrisHnn Pólski organistinn Andrzej Bialko frá Kraká. PÓLSKUR ORGANISTI í HALL- GRÍMS- KIRKJU PÓLSKI organistinn Andrzej Bialko frá Kraká leikur á Hádegistónleikum í Hall- grímskirkju í dag, laugardag, kl. 12 og hann leikur einnig á fjórðu tónleikum Sumarkvölds við orgelið, sem verða í Hallgrímskirkju í annað kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20. Andrzej Bialko er organisti við Kirkju heilagrar Önnu í Kraká en hún er ein feg- ursta barokkkirkjan í Kraká, ríkulega skreytt. í henni eru m.a. helgir dómar heil- ags Jóhannesar frá Kety en kirkjan þjónar bæði sem háskóla- og sóknarkirkja. Á hádegistónleikunum leikur Bialko Prél- údíu og fúgu í a-moll eftir J.S. Bach, Elegíu í fís-moll eftir pólska tónskáldið Mieczyslaw Surzynski, sem var uppi um og eftir síðustu aldamót, Introduction og passacaglíu í d-moll eftir Max Reger og Salamanca eftir Guy Bovet. Fyrst á efnisskrá kvöldtónleika Bialko er Tokkata og fúga í F-dúr BVW 540 eftir Johann Sebastian Bach. Þetta er ein af þekktustu tokkötum meistarans en hún ein- kennist m.a. af kröftugum fótspilseinleik. Eftir Felix Mendelssohn leikur hann Sónötu í c-moll op. 65 nr. 2. Hún er í fjórum þáttum og er ein hinna sex sónata op. 65 sem byggja á hinu þekkta sálmalagi Faðir vor. Franska tónskáldið César Franck var mik- ill spunasnillingur og við hið fagurlega hljóm- andi Cacaille-Coll orgel í St. Clotilde kirkjunni í París samdi hann verk sín. Kórall hans í h-moll hefur m.a. 16 takta aðalstef í fótspilinu og gefur verkinu því yfirbragð passacaglíu. Eftir pólska tónskáldið Mieczyslaw Surzynski (1866-1924) leikur Andrzej Bialko Tilbrigði (Variations) í a-moll op. 38 en tón- leikunum lýkur á Fantasíu og fúgu í d-moll op. 135b eftir Max Reger. Sem tónskáld tók hann upp þráðinn frá César Franck við að aðlaga orgeltónlistina að hljómi síðróman- tískrar sinfóníuhljómsveitar. Áuk þess tengdi hann tónmál og hljómanotkun rómantíkur- innar við formgerðir barokktímans og pólýfóníu. Ándrzej Bialko er einn af þekktustu orgel- leikurum Póllands. Hann er fæddur árið 1959 í Kraká og lauk prófi með láði frá tónlistar- háskólanum þar í borg undir leiðsögn pró- fessors Joachim Grubich. Bialko tók þátt í ýmsum orgelkeppnum eftir að námi lauk, meðal annars í Danmörku og Liechtenstein. Hann hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðakeppni orgelleikara í Róm árið 1984 og ári síðar sigraði hann í Bach-orgelkeppninni í Gdansk. Andrzej Bialko hefur enn fremur tekið virkan þátt í ýmsum orgelhátíðum og komið fram á tónleikum bæði austan hafs og vestan. Árið 1994 lék hann öll orgelverk Bachs á 16 tónleikum. Fyrir utan að vera þekktur orgel- leikari þá kennir hann orgelleik við tónlistar- háskólann í Kraká. Þá er hann orgelleikari við háskólakirkjuna sem kennd er við heilaga Önnu. Bialko hefur gert margar hljóðritanir fyrir pólska ríkisútvarpið. Sumarkvöld við orgelið er með tónleika öll sunnudagskvöld fram til 3. september. Að- gangseyrir er 1.000 krónur. ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA UM MIÐLUN ÞEKKINGAR A LANDAFUNDUM ALÞJÓÐLEG ráðstefna um miðlun þekk- ingar í hinum enskumælandi heimi á landa- fundum norrænna manna á miðöldum, vest- urförunum og landnámi Islendinga í Ameríku verður í Þjóðmenningarhúsinu við Hverfisgötu dagana 31. ágúst til 2. septem- ber næstkomandi. Viðfangsefni ráðstefnunnar verða: a) fræðsla í skólum og á netinu; b) safnasýningar; c) þýðingar á fornbókmenntum; d) skáldskapur um landafundi og vestur- ferðir; e) ljósmyndir frá íslendingabyggðum og kvikmyndir um landafundi og vesturferðir. Fyrirlesarar verða: Anna H. Yates, Böðvar Guðmundsson, Carin Orrling, Daisy Neij- mann, David Arnason, Elisabeth Ward, Gísli Sigurðsson, Guðjón Arngrímsson, Guðmund- ur Ingólfsson, Gunnar Karisson, Haraldur Bessason, Hjörleifur Stefánsson, Inga Huld Hákonardóttir, Joan Clark, Joel Berglund, John Tucker, Jóhanna Karlsdóttir, Jón Egill Bergþórsson, Jónas Kristjánsson, Judith Jesch, Kári Schram, Keneva Kunz, Rafn Rafnsson, Rögnvaldur Guðmundsson, Sigrid Johnson, Sigurjón Jóhannsson, Valgeir Þor- valdsson og Örnólfur Thorsson. Leif the Lucky one Leikhúsið 10 fingur sýnir Leif the Lucky one eftir Helgu Arnalds í leikstjórn Þórhalls Sigurðssonar. Þátttakendum gefst kostur á að skoða sýningu um landafundina, sem nú stendur yfir í Þjóðmenningarhúsinu, og taka þátt í ferðalagi á söguslóðir í Dölum 3. september. Þátttöku í ráðstefnunni þarf að tilkynna fyrir 15. ágúst nk. Það er Stofnun Sigurðar Nordals sem gengst fyrir ráðstefnunni með stuðningi Landafundanefndar. MENNING/ LISTIR NÆSTU VIKU MYNDLIST Árbæjarsafn: Saga Reykjavíkur. Árnastofnun: Handrit við árþúsunda- mót. Safnið er opið alla daga í sumar, kl. 13-17 til 31. ág. Ásmundarsafn: Verk í eigu safnsins. Til 1. nóv. Byggðasafn Hafnarfjarðar: Vaxmyndasýning. Til 30. sept. Galleri@hlemmur.is: Hildur Jóns- dóttir. Til 13. ág. Gallerí OneoOne: Egill Sæbjörnsson. Til 8. ág. Gallerí Sævars Karls: Tumi Magnús- son. Til 17. ág. Gallerí Reykjavík: Loes Muller. Til 5. ág. Gerðarsafn: Safn Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur. Til 8. ág. Hafnarborg: ísland með augum Fransmanna. Til 7. ág. Keizo Ushio. Til 28. júlí. Hallgrímskirkja: Karólína Lárusdótt- ir. Til 1. sep. i8, Ingólfsstræti 8: Elina Brotherus. Til 7. ág. Kjarvalsstaðir: Jóhannes S. Kjarval. Myndir úr Kjarvalssafni. Garðhúsa- bærinn. Til 23. júlí. Listasafn Akureyrar: Dyggðirnar sjö. Til 27. ág. Listasafn ASÍ: Kristín Geirsdóttir og Ása Ólafsdóttir. Til 30. ág. Listasafn Einars Jónssonar: Opið alla daga, nema mánudga, kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn opinn alla daga. Listasafn Islands: Sumarsýning úr eigu safnsins. Til 27. ág. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús- inu: Gestur Þorgrímsson og Rax Rinn- ekangas. Til 27. ág. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Valin verk eftir Sigurjón Ólafsson. Listaskálinn í Hveragerði: Jóhanna Bogadóttir. Til 10. sep. Listhús Ófeigs, Skólavörðustíg: Jouni Jappinen. Til 9. ág. Ljósaklif, Hafnarfirði: Keizo Ushio. Til 23. júlí. Mokkakaffi: Gunnlaugur Árnason. Til 11. ág. Norska húsið, Stykkishólmi: Hlíf Ás- grímsdóttir. Til 1. ág. Norræna húsið: Flakk. Til 13. ág Nýlistasafnið: Gústav Geir Bollason, Peeter Maria Laurits og Herkki Erich Merila. Til 6. ág. Safnahús Reykjavíkur: Marisa Nav- arrou Arason og Roberto Legnani. Til 31. júlí. Safnasafnið, Svalbarðsströnd: Sex listamenn. Til 29. ág. Sjóminjas. fsl., Hafnarf.: Jón Gunn- arsson. Til 1. sep. Skaftfell, Seyðisfirði: Olaf Christ- opher Jensen. Til 17. sept. Slunkaríki, ísafirði: Hallgrímur Helgason. Til 23. júlí. Stöðlakot: Bubbi. Til 17. ág. Steinþór Marinó Gunnarsson. Til 23. júlí. Þjóðarbókhlaða: Verk Ástu Sigurðar- dóttur. Til 31. ág. Upplýsingamiðstöð myndlistar: www.umm.is undir Fréttir. TÓNLIST Laugardagur Hallgrímskirkja: Andrzej Bialko frá Kraká. Kl. 12. Skálholtskirkja: Kór _ og hljómsveit Háskólans í Bologna á Ítalíu. Kl. 15:30. Sunnudagur Hallgrímskirkja: Andrzej Bialko. Kl. 20. Akureyrarkirkja: Sigi’ún Hjálmtýs- dóttir og Björn Steinar. Kl. 17. Skálholtskirkja: Skálholtshátíðakór- inn, hornaflokkur og Finnur Bjarna- son flytja Hátíðakantötu Karls Ó. Runólfssonar. Kl. 16:30. Þriðjudagur Langholtskirkja: Kór og hljómsveit Háskólans í Bologna á Italíu. Kl. 20. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar: Ingi- björg Guðlaugsdóttir og Judith Þor- bérgsdóttir. Kl. 20.30. Norræna húsið: Björn Thulin baritón og Love Derwinger píanóleikari. Kl. 20.30. LEIKLIST Tjarnarbíó: Með fullri reisn, sun. 23., fös. 28. júlí. Iðnó: Björninn, lau. 22., mið. 26., í'im 27. júlí. 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.