Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Qupperneq 13

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Qupperneq 13
HVAÐA SKARTMENNIBAR BEININ Á HERJÓLFSNESI? EFTIR ÓLAF PÁLSSQN Klæðnaðurinn og búrgundahúfan hafa vakið furðu og talin bera vott um að þar hafi maður úr efnaðri stétt verið grafinn. Þar fyrir utan er það forvitnilegt að maður sem ferðast á svo norðlægum slóðum skuli taka með sér tískuklæðnað frá suðlægum slóðum. FYRIR jólin kom út markverð bók eftir Helga Þorláksson sagnfræð- ing. Fjallar hún um enskíslensk samskipti á árunum 1580-1630. Hefur höfundurinn af miklum dugnaði leitað víða fanga og graf- ið upp ýmsar heimildir sem ekki hefur verið til vitneskja um. Segir þar frá erlendum sæköppum, ræningjum, kaupskap og auðvitað landsmönnum okkar og dönskum yfirvöldum. Verður því ekki gerð nein skil að ráði hér. En þegar víða er farið yfir er eins gott að gá til veðurs svo að ekki komi íyrir að lesandinn nemi staðar og velti íyrir sér hvort hinar skráðu heimildir sem höfundurinn hefur fyrir sér gefi sanna mynd. Sem lítið dæmi má nefna að á bls. 164 er talað um að 40 lesta skip hafi haft 60 manna áhöfn. Þá er sterklega gefið í skyn að siglingareynsla sem Englendingar hefðu fengið hér við land hafi ráðið miklu um að þeim tókst að ná yfirráðum á hafinu úr höndum keppinautarins spánska. Greint er frá að þegnar Elísabetar Eng- landsdrottningar hafi verið djarfir sjóræningj- ar og þeim var ljóst að einna fyrirhafnar- minnsta aðferðin við að ræna var að komast yfir þau skip sem fluttu vaming heim frá öðrum löndum eða höfum. Þar voru sannkallaðir at- hafnamenn að verki, studdir af yfirvöldum og var sjálf drottningin mefra að segja oft vemdari og jafnvel hluthafi í tiltækjunum. Þar að auki var greiddur skattur af því sem á land kom og vom teknar skýrslur af ræningjunum til þess að hægt væri að meta verðgildi þess sem aflað var. í þeim er veraldlegi fengurinn oft sundur- liðaður og sumsstaðar er skráð hversu margir menn hafi verið teknir eins og það er orðað, herleiddir eða leystir úr haldi. I bókinni er lítið fjallað um þann þáttinn að Englendingar vora þrælaveiðarar og seldu mannaumingja mann- sali. Hvergi er þess heldur getið að við ránin hafi stimpingar átt sér stað eða blóðdropi fallið. Við þekkjum vel þann gang mála frá Tyrkja- ráninu, en þar hafa enskir líklega verið með í ráðum. Bókin segir því ekki alla söguna. Frá alda öðli hefur þrælahald verið við lýði hjá þeim þjóðum sem máttú sin mikils. Sigur- vegarar í styrjöldum hertóku þá sem eitthvað orkuðu í óvinalandinu og hnepptu þá í þrældóm. Öll þau stórhrikalegu mannvirki úr fortíðinni sem við lítum nú á dögum eru unnin af þræla- höndum. Vora þeir pískaðir áfram og þegar það dugði ekki beið gálginn þeirra eða þá krossfest- ingin. Segja má að vöðvaaflið hafi verið orkan sem fyrir hendi var þar til gufuaflið var beislað. Einnig voru aðrir ræningjar að verki sem Húfur eins og hér sjást voru nefndar búrgundahúfur. Ein slík fannst á Herjólfsnesi. rændu fólki og flutti það nauðugt á markað þar sem það var selt eins og hver annar fénaður. Var það mjög arðsamur atvinnuvegur til dæmis við Miðjarðarhafið og á vesturströnd Afríku. Á stórveldistimum Portúgals blómgaðist þræla- verslunin framan af og þá var helst fólk af arab- ískum upprana sem gekk kaupum og sölum. En árið 1442 náði Hendrik prins tökum á fyrstu blökku þrælunum og tveim áram síðar hófust flutningar á þeim frá ströndum Vestur-Afríku vestur yfir hafið til Ameríku. í hálfa öld stóðu Portúgalar næstum einir að þeim flutningum. Mikil þörf var fyrir vinnuafl á ekranum vestan hafs meðal annars vegna þess að Spánverjarnir þar höfðu leikið indíánana þar grátt eins og kunnugt er. Þegar aðrar Vestur-Evrópuþjóðir sáu hve arðvænlegir þessir flutningar voru bragðu þeir sér í leikinn. Spánveijar árið 1517, Englendingar 1553, Frakkar 1624 og þar á eftir komu Hollendingar og Danir. Þar sem konungar Danmerkur á íslandi áttu hlut að máli er ekki úr vegi að minnast stuttlega á þá starfsemi. Hún var fólgin í hinni svokölluðu þríhyrningssiglingu sem hófst á stjórnarárum Kristjáns 5. Lagt var frá Kaupmannahöfn með gnægð af áfengi, púðri og tinnubyssum og alls- konar glingri. Siglt var til Kristjánsborgarvirk- isins sem stóð á vesturströnd Afríku þar sem nú er ríkið Ghana. Að ströndinni var stefnt lestum af kolsvörtu fólki úr myrkviðum Afríku sem var boðið til sölu. Fyrir varninginn sem skipin fluttu var greitt með þrælum, fílabeini og gulli. Síðan var haldið þvert yfir hafið með viðkomu á eyjunum vestur af álfunni alla leið til eyja í Vestur-Indíum sem Danir höfðu komist yffr. Þar vora þrælamir boðnir upp á þrælamarkaði. Þegar skipin höfðu verið rýmd vora þau hlaðin ýmsum gersemum nýlendunnar og þó einkum miklu magni af sykurreyri sem var síðar unninn í Kaupmannahöfn og var hann undirstaða mik- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JÚLÍ 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.