Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 17
r
SIGURPÁLL
ÓSKARSSON
ÍVOR-
BLÆNUM
Nú angar birkið ilmi grænna skóga
og andblær þíður leikur mér um
kinn,
en hátt ígeimi heyrist lítil lóa
hefja sönginn dírrin, dírrin, sinn.
Það hvín ífjöðrum hrossagauks í
lofti
sá hverfur brátt við blámans skýja
skil,
og spói heyrist vella graut í holti
en haninn gól um morgunsunnu
bil.
Og fram til heiða svífa hvítir svanir
með söngvaklið og voldugt vængja
blak,
oggolan leikur frjáls um ljósar
fanir
ogfuglsins heyrist vítt um dalinn,
kvak.
Og áin niðar hljótt á fossa flúðum
og fógur iðar rósin, engjateigum á.
En út við hafsbrún svarrar Dröfn á
súðum,
ersigla háreist títt um höfm blá.
Þá glitra sund í aftanskini sólar
og sindra líkt og gullið freyðivín,
en inn til landsins litkast holt og
hólar
og himintjöldin loga í roðagylltri
sýn.
undir danskan kóng þurftum við að sækja allt
til Dana og beygja okkur undir tilskipanir
Danakóngs."
Nófnahandrit notuð í umbúðir
„Hér og víðar á Norðurlöndum var helst von
til að blöð úr fornum kaþólskum söngbókum
björguðust ef þau voru höfð í kápur eða um-
búðir um annað ritmál sem meira þótti um vert
eða í bókband. Mikið af þeim skinnblöðum með
nótum sem nú eru í Þjóðarbókhlöðunni hafa
upphaflega borist í Landsskjalasafn sem káp-
ur eða hlífar um embættisbækur ýmiss konar,
þar á meðal máldagabækur biskupa eftir siða-
skiptin.
Þessi blöð eru dreifð víða. Hér á landi er
nokkuð á annað hundrað þeirra, að ég hygg,
sum í Þjóðminjasafni, fáein í Þjóðskjalasafni
íslands en flest í handritadeild Landsbóka-
safns. Mörg þessi blöð eru fagurlega skrifuð og
skreytt, raunar hrein listaverk að öllu hand-
bragði. Af þeim má oft gera sér glögga hug-
mynd um þær bækur sem þau eru úr, og er
ljóst að margar þeirra hafa verið hinir mestu
dýrgripir. En oftast eru þau meira og minna
skorin eða klippt, oft til stórskemmda." Allt
sem ort var frá því á miðöldum og fram á 19.
öld segir Jón hafa verið alþýðusöngva en lag-
línur voru ekki skrifaðar nema að sálmalögum.
„Ég held að þetta staðfesti að litið hafi verið á
nótur sem heilög tákn - Guði til dýrðar og
helgum mönnum,“ segir Jón og bætir því við að
í allar þessar aldir hafi dansinn og gleðin staðið
með miklum blóma þegar vel áraði. „En þegar
harðindi og pestir gengu yfir landið var ekki
jarðvegur fyrir slíkar samkomur. Yfirvöld,
bæði kirkjuleg og veraldleg, reyndu að berjast
gegn þessum skemmtunum vegna þess að ým-
is ólifnaður fylgdi þeim - en án árangurs í
margar aldir. Ég held að það hafi svo á endan-
um verið móðuharðindin sem bundu enda á
þessar samkomur í lok 18. aldar.“
Rómversk-kaþólski kirkjusöngurinn
ólitinn sameign kaþólskra þjóða
_ í erindi Jóns í Skálholtskirkju kom fram að
Árni Magnússon hafi ekki hirt um að safna
nótnablöðum. Stundum skrifaði hann upp text-
ann af þeim en fleygði þeim síðan eða hafði í
umbúðir um annað efni sem hann taldi merk-
ara. En hvers vegna? „Hugsun hans mun hafa
verið sú, og verður í raun ekki í móti mælt, að
efni þessara blaða er að mestu eins konar sam-
eign rómversk-kaþólskra þjóða sem víða var
til. Það má því segja að afstaða Árna sé skiljan-
leg þótt margur myndi nú óska að hún hefði
verið önnur. En þessari notkun Árna á nótna-
blöðum úr kaþólsku má þó þakka stærsta safn
h
Jón Þórarinsson
slíkra blaða sem til er. Það varð til þegar tínd
voru saman þau nótnablöð sem Árni notaði í
umbúðir og bókband um önnur handrit og af-
skriftir af handritum." íslensk nótnahandrit
eru til víða erlendis, t.d. í Danmörku, Svíþjóð
og Englandi. í Bodleyan-safninu í Oxford er til
dæmis frumrit séra Odds Oddssonar á Reyni-
völlum, sem uppi var 1565-1649, af þýðingu
hans í bundnu máli á Davíðssálmum - með nót-
um. Þýðing þessi ásamt lögunum var lengi vel
talin glötuð.
í handritadeild Landsbókasafns eru um
1250 kvæðasöfn frá 17. og 18. öld.
Jón segir að rannsókn á vegum Collegium
Musicum í Skálholti hafi leitt í ljós að í um það
bil tíunda hverju Ijóðasafni séu einhver lög á
nótum og sums staðar mörg. „Það mun koma
nokkuð á óvart hversu margir hafa stundað
nótnaskrift á þessum tíma og sumir kunnað vel
til verka. Flestir munu hafa haldið að í Grallar-
anum hafi verið þær einu nótur sem hér þekkt-
ust á þessum tíma. Þessi lög hafa nú verið
skrásett fyrir forgöngu Collegium Musicum í
Skálholti. Þetta er hið þarfasta verk og hefur
unnist vel undir ötulli forystu Kára Bjamason-
ar handritavarðar.“
Hulinn verndarkraftur
Kári hefur dregið að mér margar heimildir
sem hafa verið mér ómetanlegar í því starfi
sem ég hef haft með höndum síðustu árin, það
er að segja að reyna að skapa mér svo skýra
heildarmynd sem kostur er af þróun og um-
fangi tónlistar í íslenskri menningu í þúsund
ár.
Fyrir nokkrum dögum færði hann mér
möppu með ljósritum af handriti í Árnastofnun
í Kaupmannahöfn. Það er í handritaskrá Kaa-
lunds nefnt Lectionarium Romanum og talið
vera frá 12. öld og þá trúlega frá fyrri hluta
aldarinnar. Framan á bókina vantar eitt eða
örfá blöð en í henni eru pistlar og guðspjöll frá
byrjun kirkjuársins til páska, allt á latínu að
sjálfsögðu, og með fylgja viðeigandi vers úr
Davíðssálmum, öll nóteruð með hinum eld-
fornu naumum. Áður vissi ég um tvo eða þrjá
skinnbleðla með naumum í Landsbókasafni.
Þetta gæti ég trúað að væri mesta „naumu-
safn“ sem til er á Norðurlöndum.
Hulinn verndarkraftur hefur hlíft þessari
bók, sem er nú 118 blöð, en kannski þó helst
það að hún barst ekki Árna Magnússyni fyrr
en skömmu áður en hann féll frá. Það var
frændi hans, Ormur Daðason sýslumaður í
Dalasýslu, sem sendi honum bókina með öðr-
um handritum og henni fylgdi miði með þess-
ari orðsendingu, sem undirrituð er af Ormi
sýslumanni: „Ég kasta þessari bók með í
Morgunblaðið/KrisHnn
bland, ef minn herra assessor vildi hana sjá,
eður eiga; hefur fylgt þessu heimili, af öllum
foröktuð, og af mér fundin 1727 í bréfarusli."
Þetta gæti verið elsta heillega íslenska hand-
ritið sem varðveist hefur, örugglega eldra en
Hómilíubókin og tvímælalaust meðal elstu og
merkustu nótnahandrita sem til eru hér á
norðurslóðum og kannski þótt víðar væri leit-
að.“
Áhugi fræðimanna að vakna
Hvemig gengur svo að rita tónlistarsöguna?
„Það gengur ágætlega en það hefur farið
óhemju tími í það fyrst að safna heimildum og
síðan að skoða heimildir sem ekki hafa verið
skoðaðar áður.
Það er fyrst núna sem áhugi er að vakna hjá
ungu menntafólki á því að skoða þessa þætti.
Fræðimenn hafa hingað til litið fram hjá þeim
og stundum kannski ekki skilið hvað var verið
að tala um.
Þegar til dæmis íslenska hómilíubókin, sem
er í Stokkhólmi, var gefin út hér 1993 var hún
gefin út í tveimur útgáfum. Hið íslenska bók-
menntafélag gaf út lestrarútgáfu fyrir almenn-
ing og Árnastofnun gaf hana út í strangfræði-
legri útgáfu með myndum af hverri blaðsíðu
handritsins. í þessu handriti er fyrsti kaflinn
ekki heill og var honum þvl sleppt í útgáfunni
fyrir almenning. Þetta er átakanlegt vegna
þess að í þeim kafla, þótt óheill sé, er óyggjandi
sönnun þess að íslendingar lásu, skrifuðu og
fjölluðu um tónmenntir á íslensku með sama
hætti og gert var á meginlandinu. Þeir voru vel
með á nótunum. Það er ekki hægt að segja
annað."
Siðaskiptin og prentlistin
En hvað gerðist svo eftir siðaskiptin í nótna-
skráningu?
„Þegar siðaskiptin verða og allir þessir gim-
steinar eru orðnir að rusli þá er kippt fótunum
undan trúariðkun íslendinga og það myndast
tómarúm.
Þeir voru hættir að nota kaþólska messu-
sönginn og lúterssöngurinn var ekki kominn
hingað. Síðan gerist það að prentlistin kemur
til skjalanna, sem og pappírinn. Guðbrandur
biskup var fljótur að hefja prentun á sálmabók
-1589 - og Grallara -1594.
Áður en Grallarinn var prentaður útvegaði
hann sér nýtt nótnaletur sem var mun full-
komnara en áður hafði verið til hér. Og það
þarf enginn að segja mér að praktískur maður
eins og Guðbrandur hefði lagt í þá fyrirhöfn og
þann kostnað sem nýjar nótur kostuðu nema
vegna þess að menn kunnu að lesa nótur - að
minnsta kosti prestarnir."
KRISTINN GÍSLI
AAAGNÚSSON
GARÐUR-
INN
Hún vill
að rósimar verði
hæstráðandi
fyrir augað
ekki hæð skógarins
sem lifír af veturinn
og skemmir útsýnið
Hríslumar
vilja fíækja
hárhennar
þegar hún sér ekki
skóginn fyrir trjánum
Rósirnar
vara hana við
þymum sársaukans
svo ekki kippi hún
að sér hendinni
Sláttuvélin kroppar
grasflötina
sem er aukaatriði fyrir
augað
ÚR LEIK
Ég les í kirkjugarði lifað
sitt skeið frá minningu
ofanjarðar
til dánardægurs úrleikhér
neðanjarðar
Höfundurinn er skóld og
fyrrverandi prentari.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 22. JÚLÍ 2000 1 7