Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Síða 19

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Síða 19
SAFN SEM GERIR MANNINN BETRI Herbergi hallarinnar eru þéttskipuð tiltögum ímyndaóra persóna um hvemig bæta megi líf sitt. að ólíkum verkefnum, módelum af fram- kvæmd þeiiTa, skýringarmyndum og textum. Smám saman verður ljós sameiginlegur bak- grunnur persóna verksins. í gegnum ímynd- aðan heim er dregin upp mynd af öðrum raun- sæjum og oft á tíðum tregafullum heimi rússneskrar þjóðarsálar, eða kannski Rússans í okkur öllum. Minnisvarði um draumóra Húmorinn er þó líka til staðar og kaldhæðn- in í titli verksins leynir sér ekki þegar litið er til þess að höll þessi er reist úr þunnum hyít- um segldúk og hrárri timburgrind. Byggingin kallast á við ýmsar sögufrægar turnbygging- ar, allt frá Babelsturni til módels af Minnis- varða rússneska konstrúktívistans Vladimir Tatlins frá upphafi síðustu aldar, sem aldrei var reistur. Séð úr fjarlægð líkist byggingin einna helst kínversku ljóskeri þar sem birtan stafar frá henni í myrkvuðum salnum. Haft er eftir listamönnunum að þar sem nú þegar fyr- irfinnist um heim allan hallir og minnisvarðar um verkkunnáttu og tæknileg afrek mannsins hafi þeim þótt vert að minnast hugmynda- auðginnar og óframkvæmanlegra draumóra og ímyndana sem búi innra með mönnum,1ín þess jafnvel að þeim þyki vert að tjá þær. „Það er ekki síður, og kannski enn frekar, mikilvægt að koma á fót safni drauma, safni tilgátna og langsóttra markmiða, þó að þau séu óframkvæmanleg. Því oftar en ekki munu heimsóknir til slíkra „Halla“ verða til þess að örva ímyndunarafl gestanna, beina þeim áleið- is til úrlausna eigin vangaveltna, opna hugi fólks, og síðast en ekki síst, hvetja gesti til frekari dáða á sviði skapandi hugsunar.“ Höll hugarsmíða, nýjasta innsetning llya og Emiliu Kabakov, hefur verið til sýnis í New York sl. mánuð. Ljósmynd/Steve Ámiaga Morgunblaðið. New York. THE Palace of projects, eða Höll hugarsmíða, er titill stórs skúlptúrs- og innsetningarverks eftir rússnesku listamennina og hjónin Ilya og Emilíu Kabakov. Tillögurnar sem settar eru fram í höll þess- ari fela þó ekki í sér lausn á neinum áþreifan- legum vandamálum. Þetta er safn útópískra hugmynda sem miða að því að bæta einstaklinginn og samfé- lag manna auk leiðbeininga um hvei-nig gera megi eigin hugmyndir meira aðlaðandi í fram- setningu. Listamennirnir Ilya og Emilía Kabakov hafa búið og starfað að list sinni í New York frá því seint á 8. áratugnum. Uya Kabakov er vel þekktur myndlistarmaður sem kallaður hefur verið faðir rússneskrar hugmyndalistar. Verk hans byggja á frásagnarformi þar sem saman fara texti og ímyndir, veruleiki og hug- arheimar. Innsetning þessi er fyrsta sam- starfsverkefni hans með konu sinni Emilíu. Tillögur að því hvernig bæta megi sjálfan sig og heiminn eru 65 talsins og settar fram af ýmsum fulltrúum samfélagsins, s.s. kennara og nemanda, leigubílstjóra, rithöfundi og leik- ara, vísindamanni og verkfræðingi, húsmóður, skrifstofumanni og ellilífeyrisþega. Allar eru persónur þessar sprottnar úr hugarfylgsnum listamannanna sjálfra. Að klæðast vængjum eflir góðvild „Okkur hættir til að kenna öðru fólki um eigin ólán, en það mætti kannski allt eins hugsa sér að öðrum hlutum væri um að kenna.“ Svo hljóðandi er tillaga um að leyfa reiði sinni að fá útrás með því að refsa búsá- höldum, sámi mönnum hlutskipti sitt í lífinu. Miðaldra bflstjóri stingur upp á því að til að efla sjálfsvitundina megi útbúa vængi og íklæðast þeim í um 5 til 10 mínútur á degi hverjum. Slík háttsemi muni innan fárra daga leiða af sér aukna góðvild og mannúð hjá ein- staklingnum. Bent er á leið til að efla tengsl manna við náttúruna með því að umlykja rúmstæði sitt pottaplöntum og gróðri. Að hreiðra um sig í fataskáp í nokkrar vikur ætti að örva skapandi hugsun og draga úr áreiti frá umhverfinu og öðrum fjölskyldumeðlim- um. Öðlast má stjórn yfir útbreiðslu og hreyf- ingum skýja með því að leggja flókið lagna- kerfi um himinhvolfið. Og þyrsti menn eftir hlýju og öryggi bernskunnar ættu þeir að koma sér upp litlu fleti með háum bríkum þar sem þeir geta hjúfrað sig saman öðru hvoru. Feta gestir sig á milli herbergja þéttskipuðum hugmyndum í SKUGGA HINNA FRÆGUSTU TOIVLIST Sfgildír diskar MOISHEI VAINBERG Sinfónía nr. 10. Sinfónía nr. 6. Hljómsveitir: Kammersveit Moskvu og Fílharmóníusveit Moskvu. Kór: Drengjakór kórskóla Moskvu- borgar. Einleikur: Yevgeny Smirnov (fiðla), Lev Anikeev (víóla), Alla Vasiljeva (selló) og Rustem Gabdullin (kontrabassi). Hljómsveit- arstjórar: Rudolf Barshai og Kirill Kondr- ashin. títgáfa: Olympia OCD 471 (1994). Verð: kr. 1.800. Dreifing: 12 tónar. ÞAÐ hlýtur að teljast óumræðilega ósann- gjarnt að vera miklum tónlistarhæfileikum búinn og lifa og starfa á sama tíma og óum- deildir afreksmenn tónlistarinnar. Þannig er um Moishei Vainberg (1919 - 1996) sem óneitanlega stóð í skugga Dmitri Shostakov- ich (1906 - 1975) í Sovétríkjunum. En hver var hann? í nokkrum vönduðum uppsláttarritum sem mér eru tiltæk er ekki minnst einu orði á Vainberg. En á síðustu ár- um hafa hljóðritanir á verkum Vainbergs skotið upp kollinum á vesturlöndum svo að kannski er hans tími að koma. Vonandi. Moshei Vainberg var pólskur gyðingur. Hann kom fyrst fram sem píanóleikari og hljómsveitarstjóri tíu ára gamall og tólf ára að aldri settist hann í Tónlistarháskólann í Varsjá. Árið 1939 var öll fjölskylda hans brennd lifandi á heimili þeirra í Varsjá. Eftir þetta grimmdaiverk flýði hann til Sovétríkj- anna, fyrst til Minsk og síðan til Tashkent í Usbekistan. Árið 1943 sendi Vainberg nótna- handrit til Shostakovich í Moskvu og bað um álit hans. Að áeggjan hins síðarnefnda fluttist Vainberg til Moskvu sama ár og varð þetta upphafið að náinni vináttu þeirra og leit Vain- berg á Shostakovich sem lærimeistara sinn. Shostakovich tileinkaði tíunda strengjakvart- ettinn Vainberg árið 1964. Tónsmíðar Vainbergs voru fjölbreyttar að gerð og afköstin voru mikil: 20 sinfóníur, fjöldi strengjakvartetta, óperur, óperettur, ballettar og sálumessa. Hann samdi tónlist í ýmsum stíltegundum, nýklassík, raðtækni og fleiri tónlistarstraumar skjóta upp kollinum í tónverkum hans. Ef marka má plötuna sem hér er til umfjöllunar eru gyðingleg áhrif sterk og hinn mikli Shostakovich guðar sífellt á gluggann. Satt að segja hef ég aldrei heyrt tónlist sem minnir svo sterklega á Shostakov- ich - lítill vandi væri að villast á þeim félög- um. Sjötta sinfónían frá 1963 er lýsandi dæmi um þetta. Fyrsti kafli er mjög áþekkur hæg- um upphafsköflum í sinfóníum Shostakovich. Einsemdin sem einkennir svo hinn síðar- nefnda kemur mjög svo sterklega fram (hlustið t.d. á stefið í nr. 3, frá 0’45). Annar kaflinn gæti verið hluti af sönglagaflokki Shostakovich, Úr þjóðvísum Gyðinga, op. 79 (1948). Hér sem í 4. kafla notast Vainberg við drengjakór til að minnast barnamorða nazista í seinni heimsstyrjöldinni. Trylltur og gróteskur þriðji kafliijm er mjög svo í anda skersókafia Shostakovich (nr.5, 4’22 - 6’15). Og svo má lengi telja. Mér hefur orðið tíð- rætt um sjöttu sinfóníuna því hún er óneitan- lega meginverkið á diskinum. Þó er hitt verk- ið, tíunda sinfónían frá 1968, sannarlega skemmtilegt og vel samið verk. Það er smærra í sniðum og samið fyrir strengjasveit og fjóra strengjaeinleikara - eins konar concerto grosso. Leikur Kammersveitar Moskvuborgar í 10. sinfóníunni undir stjórn hins víðfræga Rud- olfs Barshai er ansi groddalegur á köflum og hljóðritunin frekar flöt (í mónó) en samt er flutningurinn sannfærandi. í 6. sinfóníunni stjórnar Kirill Kondrashin Fílharmóníusveit Moskvu og er hljóðritunin þar miklu betri og leikur sveitarinnar og söngur drengjakórsins með ágætum. Þetta er diskur sem allir aðdáendur Shostakovich ættu að eignast. Það er ekki ónýtt að uppgötva ágætt tónskáld sem samið hefur svo mjög í anda hins dáða meistara. JOHANNESBRAHMS Tilbrigði við stef eftir Handel, op. 24. Píanó- sónata nr. 3, op 5. Einleikur: Anton Kuerti (píanó). títgáfa: Pro Piano Records PPR 224512 (1996). Heildartími: 62’58. Verð: kr. 2.100. Dreifing: 12 tónar. Á HRÆÐILEGA tilgerðarlegum tónleik- um Olli Mustonen á Listahátíð 2000 lék hann Hándeltilbrigði Brahms. Af gefnu tilefni spurði mig tónleikagestur einn, smekkmaður hér í bæ, hvort ég hefði hlustað á Anton Ku- erti spila þetta verk. Anton hvað? Aldrei heyrt á manninn minnst. En diskurinn með leik Kuertis á þessu frábæra verki er nú sem betur fer fáanlegur hér á landi. Anton Kuerti fæddist í Austurríki en er nú búsettur í Kanada. Hann var m.a. nemandi Mieczyslaw Horoszowsky og Rudolfs Serk- ins. Hann hefur komið fram sem einleikari með helstu hljómsveitum og hljómsveitar- stjórum vestanhafs, haldið einleikstónleika í flestum heimsálfum og verið meðleikari lista- manna á borð við Janos Starker, Yo-Yo Ma og Gidon Kremer. Hann hefur einnig gert fjölda hljóðritana. ^ Píanóleikur Kuertis á þessum diski ’er framúrskarandi. Hina stórbrotnu þriðju píanósónötu Brahms spilar hann á sérlega blæbrigðaríkan hátt. Fyrsti kaflann er hrað- ur og dramatískur og fullkomlega sannfær- andi sem slíkur. í öðrum kafla upplifir maður sjaldgæfan, tilfinningaríkan leik sem nánast fær tárin til að flæða. Þessi kafli hlýtur að teljast til þess fallegasta sem skrifað hefur verið fyrir píanó. Seiðandi valssveiflan í þriðja kafla er ómótstæðileg og í intermezzó- inu (4. kafli) er hið breytta og grafalvarlega andrúmsloft ógnvekjandi. í lokakaflanum er smáatriðunum gefinn mikill gaumur og „þykkir“ hljómar Brahms fá næg tækifæri til að blómstra. Hándeltilbrigðin hefjast á stefi Hándels sem mér finnst Kuerti spila heldur hratt - og er reyndar ekki eini píanistinn sem gerir þ'áð - laglínan fær ekki að anda nægilega. En svo koma tilbrigðin og þau eru sko engu lík. Ku- erti spilar þau hraðar en gengur og gerist en ekki eitt augnablik gætir flausturs eða óná- kvæmni og aldrei hefur maður á tilfinning- unni að farið sé offari. í liægu tilbrigðunum sýnir hann mikla nærgætni og gælir við hverja nótu og hljóm. Sterkar andstæður eru í þessu meistaraverki Brahms og þær eru svo sannarlega málaðar sterkum litum í túlkun Antons Kuertis og stígandin í verkinu - sem nær hámarki í tröllslegri fúgu - er sérlega sannfærandi. Það myndi æra óstöðugan að ætla sér að telja upp markverða staði í fluip- ingi Kuertis því að tilbrigðin eru 24 og í hverju þeirra má finna eitthvert eyrnayndi. Tónleikagestinum smekkvísa skal þökkuð ábendingin. Valdemar Pálsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JÚLÍ 2000 1 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.