Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 14
mm—^^^^^m^^^^^^^^mmmmm—mmmmm ils iðnaðar þar. Þessir flutningar stóðu yfir í nærri tvær aldir þar til farið var að vinna sykur úr sykurrófum í Evrópu. Alls er talið að vina- þjóð okkar hafi flutt yfir 100.000 Afríkumenn þessa leið og ef bætt er við því manntjóni sem af þeirri verslun leiddi getur fjöldinn náð 300.000 manns, því talið er að fyrir hvern svertingja sem komst lifandi yfir hafið hafi tveir látist við ' smölunina og flutninginn. Eru þetta smámunir af allri heildinni sem flutt var, því varlega er tal- ið að um 15 milljónir manna hafi komist yfir hafið en sumir nefna þá tölu þrefalda. Við þetta bætist svo auðvitað manntjónið sem af þræla- versluninni leiddi. Allt þetta bramboit gaf óheyrilegan arð af sér. En hverjir hlutu hann? Auðhyggjumenn, konungar ríkjanna og drottn- ingar, aðalsmenn í Vestur-Evrópu, og svo ræn- ingjamir auðvitað sem reyndu að stinga eins mikiu undan og þeir gátu. Er tímar liðu urðu Englendingamir lang- athafnasamastir á sviði sjórána og jók það auð og veldi þeirra svo um munaði. Þeirra ræningj- (ar höfðu aðstöðu á Vestur-írlandi en að sumar- hlagi héldu þeir til Norðurhafa en snem aftur suður á bóginn með haustinu og sumir fóru alla leið tií Afríku til vetrardvalar þar sem gósen- land þrælaverslunarinnar var. Þar gátu þeir líka dyttað að skipum sínum í næði. Annars má segja að ræningjamir hafi farið um víðan sjó og látið til skarar skríða hvar sem feng var að fá og þá skipti ekki öllu máli hvort þeir réðust á landa sína eða framandi fólk. Vegna þess að fiskur var verðmæt neyslu- vara renndu siglingaþjóðimar hýru auga til fiskimiðanna í Norðurhöfum, frá Noregi að Nýfundnalandi. Furðu vekur hve mörg fiski- skip voru að veiðum við Nýfundnaland rétt fyr- ir aldamótin 1600. Vom enskir sjóræningjar þar líka athafnasamir og tóku mörg hundrað manna nauðuga og fluttu brott með sér. Líka vora Tyrkir þar að verki, Márar og eins ræn- 'íngar austan úr Miðjarðarhafi. Áður en snúið var heim á leið þurfti að hugsa fyrir vatns- og matarbirgðum og þá var tæplega annað að gera en að leita upp til landsins og ná þeim með ein- hveijum hætti. Heimferðin tók vikur og hingað til hefur lítið verið fjallað um það frá líffræði- legu sjónarmiði hvemig menn yfirleitt lifðu af afar langar sjóferir við lítinn kost. Allt þetta er tíundað hér til þess að greina frá að ekki fylgdi kristilegt hugarfar þessu fram- takssama fólki heldur græðgi og mannfyrirlitn- ing. Þannig var nú ástandið víða í Evrópu í þá daga. Það má segja að þetta sé útúrdúr, því ætl- ,.un höfundar er að koma fram með litla ábend- ingu varðandi afdrif norrænna manna á Græn- landi. Um landnám á því landi hefur langt mál verið ritað svo ekki er miklu við það bætandi. Byggð- in var á tveim svæðum, Eystribyggð og Vestur- byggð, en um 330 kílómetrar skildu þær að. Vegna fjarlægðarinnar vora samskipti ekki mikil milli þeirra og svo fór að sambandið rofn- aði. Segir svo frá að lögmaðurinn í Brattahlíð í Eystribyggðinni sendi prestinn ívar Bárðarson og fleiri menn norður til að kanna hvað því olli. Þegar þeir komu á leiðarenda fundu þeir ekki nokkra sálu en nokkuð af villtu fé og sauðum og þeir tóku eins miklar vistir af þessum fénaði og skipin gátu borið. Þetta mun hafa verið um 1350. Fundist hefur í skjalasafni í Vatikaninu páfa- bréf ritað 1448 varðandi Grænland en þar segir *meðal annars: „Fyrir þijátíu áram síðan komu villtir menn sjóleiðis frá nálægum ströndum, gerðu innrás í landið og hertóku í blóðugu áhlaupi alla byggð sem risið hafði á eynni, eyddu með báli og brandi fóstuijörð þeirra og helgum byggingum að því marki að ekki stóðu eftir á ey þessari nema níu sóknarkirkjur sem erfitt var fyrir innrásamennina að komast að vegna brattra fjallanna. Og vesalings innfædd- ir, karlar og konur, einkum þeir sem þeir álitu nógu sterka og hæfa til að þola ævilangt ok þrældómsins, vora fluttir sem fangar til eigin heimkynna þar sem þeir vora ofurseldir harð- stjóm þeirra." Hér er vert að taka eftir orðun- um „heiðnir villimenn frá nálægum ströndum“, það er að segja frá Rómaborg. Líklega er hér átt við endalok Vestribyggðarinanr en ártölun- um ber ekki saman. Byggð norrænna manna ' hélst lengst við í Eystribyggð en á suðurodda landsins er Herjólfsnes með höfn sem bar nafn- ið Sandur. Talið er að byggð hafi tekið þar af um aldamótin 1500. Árið 1921 var gerður skipulegur uppgröftur í samvinnu við Þjóðminjasafn Dana undir stjóm dr. Nörlunds á rústum sem á því svæði vora. Kom þar margt merkilegt fram um búnaðar- háttu í byggðinni. Einna mesta athygli vakti uppgröfturinn í kirkjugarðinum en þá fannst nærri óskemmdur klæðnaður nokkurra er þar lágu. Honum segist svo frá: „Margir hinna dauðu höfðu verið svo rækilega klæddir að þeir hafa einnig fengið húfuna með sér. Ef einhver ,skyldi nú efast um að hægt sé að tímagreina húfumar, en þó er alltaf ein eftir 25-30 sm há og nokkuð uppmjókkandi, hefur risið beint frá enni, en slegið sér mikið út niður um hnakkann. Um aldur hennar er ekki hægt að deila. Slíkar húfur bára menn á tíð Lúðvíks 11. og Karls djarfa á seinni hluta 15. aldar. Fyrir þess sök varð húfan sú ama mjög mikilvægt heimildar- gagn um miðaldasögu Grænlands, vitnisburður um að skipaferðir hljóta að hafa verið milli Grænlands og Evrópu. Og hún er ekki ein til frásagnar. Fundist hafa pjötlur úr kyrtlum með mjög þéttum fellingum saumuðum um mittið sem auk þess hefur haft hvasst niðurmjókkandi hálsmál að framan en þetta era táknatriði sem ekki er kunnugt um fyrr en á seinni hluta 15. aldar. Á eitt verður enn að minnast og leggja á það mikla áherslu, af því að það er mjög mikils- vert. Hvorki strúthettan né franski kyrtillinn, hvorki aðskomi yfirkyrtillinn né heldur reynd- ar háa húfan era eiginlegir alþýðubúningar. Þegar þess er gætt, hve fátækleg kjörin vora á Grænlandi, hve afskekkt landið var og næstum því einangrað og hversu óheillavænleg þróunin varð smám saman, hefði mátt ætla að fólkið hefði lifað eins og aumasti almúginn í Evrópu- löndunum, þégar hér er komið sögu. Helst er að sjá sem þetta sé ekki alls kostar rétt. Koma út- lendu kaupskipanna hlýtur að hafa veitt mönn- um færi á að hagnast og þá um leið valdið þjóð- félagslegri framstreitu og hégómaskap hjá þeim sem komustu í nána snertingu við þau. En hvað sem því líður verður því naumast með orð- um lýst, hve átakanlega það kemur við mann að finna, hvemig þessi fjarlæga landnámsþjóð keppist við til hinstu stundar að líkjast raun- veralegum Evrópumönnum á ytra borði.“ En er ástæða fyrir þessari viðkvæmni vís- indamannsins? Fyrir aldamótin 1500 ríkti mikill áhugi meðal nokkurra þjóðhöfðingja Evrópu á að finna norðvesturleiðina svonefndu, þ.e. leiðina til vesturs norður fyrir Kanada. Að boði Manúels konungs af Portúgal fór aðalsmaðurinn Gaspar Corte-Real í leiðangur þeirra erinda árið 1500. Hafði hann þijú vel búin skip til fararinnar. Komst hann alla leið til Labrador en þar var hann stöðvaður af ísnum. Þaðan tók hann með sér um 50 þræla af eskimóakyni og voru þeir seldir á þrælamarkaði er heim kom. Ári síðar lagði hann af stað í aðra ferð á tveim skipum og hefur að líkindum siglt að heiman í norðurátt og fylgt hafstraumunum til vesturs suður af Hvarfi á Grænlandi og trúlega haft þar fjalla- sýn. Aldrei fréttist neitt af þeim djörfu mönn- um. Bróðir Gaspars, Miguel Corte-Real fór árið eftir norður til að leita hans en týndist sjálfur með allri áhöfn. Alkunna var að þegar slíkir eðalbornir vora á ferðalagi, þá héldu þeir fullri reisn, höfðu þjóna til að stjana við sig, borðuðu af postulínsdiskum og drakku góðvínin af kristalsglösum. og ekki síst það að þeir bárast mjög á í klæðaburði til að sýna hveijir þeir væra. Hér að ofan hefur verið greint h'tilsháttar frá uppgreftrinum í kirkjugarðmum á Heijólfs- nesi. Beinaraslið og klæðnaðurinn og búrgúnd- arhúfan vöktu furðu og talin bera vott um að þar hafi maður úr efnaðri stétt verið grafinn. Þar fyrir utan er það forvitnilegt að maður sem tekur sér ferð langt inn á norðlægar slóðir þar sem allra veðra er von, skuli taka með sér tísku- klæðnað sem notaður er á syðri breiddargráð- um. Það er því ekki út í hött að láta sér detta í hug að í safninu í Kaupmannahöfn sé að finna leifar aðalsmannsins Miguels Corte-Reals, sem fór norður til að leita bróður síns Caspars. Ef vilji væri fyrir hendi til að ganga úr skugga um það, er hægt að bera saman erfðavísa sem er að finna í Kaupmannahöfn og einhvers skyld- mennis hans suður í Portúgal. Benda má á að svo vill til að í norðanverðu landinu, nærri salt- lónunum frægu, býr einn heiðursmaður, Stefán Unnsteinsson sem er kunningi eins af þessari aðlsætt. Heimurinn er nú ekld stærri en þetta. Lengi hafa menn velt því fyrir sér hvaða endalok norræna byggðin á Grænlandi hlaut. Vafalaust verður sú gáta einhvemtíma ráðin og ekki er víst að lausnina sé endilega að finna þar á heimaslóðum. Fari svo að sannað verði með erfðavísum að umrædd vera hafi verið Miguel (eða jafnvel Gaspar bróðir hans) Corte-Real, þá geta menn velt því fyrir sér í hvaða tilgangi hann hafi stigið á land á Heijólfsnesi. Þar með væri hægt að komast skrefi nær til að ráða gát- una um endalok hins norræna kynstofns í land- inu. Margt leiðir hugann að eldgamalli frásögn af árás sjóræningja á Eystribyggðina sem presturinn Niels Egede skráði í dagbók sína eftir særingamanni af eskimóakyni, er lýsti heimsókn þriggja skipa til byggðarinnar þar sem sjóræningjamir rændu og drápu en heima- menn vörðust og urðu komumenn að skilja þriðja skipið eftir. Eskimóamir sem enga fasta búsetu höfðu, urðu þá skelkaðir og flúðu þá langt inn í landið. En árið eftir kom heill floti og komumenn börðust, rændu og myrtu og tóku með sér menn og skepnur og hurfu á brott. Þeir sem af komust fóru út í skipin og sigldu brott í suðurátt en skildu samt nokkra eftir. En árið eftir komu hinir vondu sjóræingjar aftur og þegar við urðum þeirra varir, lögðum við á flótta og tókum nokkuð af hinum norrænu bömum og konum með okkur inn fjörðinn og skfldum hina eftir, en um haustið ætluðum við að leita þeirra en þá var búið að ræna öllu, húsin og bærinn brenndir svo ekkert var eftir. Höfundurinrt er verkfræðingur. Teikning: Andrés Magnússon OGIFTA SYSTIRIN SMÁSAGA EFTIR DAVÍÐ ÁRNASON s GIFTA systirin er hneykslan- leg. Hún verður full í sam- kvæmum og segir sögur sem fá karlmenn til að roðna. Hún er nú meiri kvenmaðurinn, segja eigin- mennirnir. Eiginkonurnar segja að það sé nú ekki furða. Ógifta systirin kaupir rauðan sportbíl. Enginn skilur hvernig hún hefur efni á því. Hún keyrir of hratt og fær tvær sektir fyrstu vikuna. Ógifta systirin fer til Hong Kong. Hún á í ástarævintýri með kínverskum farar- stjóra og er næstum því stungin í bakið í húsasundi. Eiginkonurnar trúa henni ekki. Eiginmennirnir segja að hún geti gert betur. Haldið er samkvæmi. Einhver býður Ógiftum bróður, háum og feimnum með stórar hendur. Ógifta systirin segir: „Ég á í nógum vandræðum svo ég sé ekki að taka að mér kryppling." Ógifta systirin grætur. Bræðumar vilja vita hvað þeir geta gert. Þeir vilja fá að beija einhvern, en Ógifta systirin segir: „Nei, það er ekk- ert svoleiðis.“ Ógifta systirin fer í boð hjá yngri konum sem eru að fara að gifta sig. Hún kemur angandi af viskíi og fer snemma. Hún gefur stærstu gjöfina og allir verða reiðir. Ógifta systirin ákveður að verða lækn- ir. Faðirinn útbýr herbergið í kjallaran- um með sérinngangi og litlu eldhúshorni, en Ógifta systirin ákveður að fara til Finnlands í staðinn. Loksins er maður í lífi hennar. Enginn sér hann en sögur ganga um að hann sé viðriðinn hvíta þrælasölu. Allt í einu fær Ógifta systirin heimsóknir. Fólk spyr spurninga. Hún segir þeim: „Þetta er mitt líf. Ég lifi því eins og ég vil.“ Ógifta systirin segir brandara. Það er mjög fyndinn brandari en þegar fólk talar um hann síðar virðist hann vera lesbíu- brandari. Er Ógifta systirin lesbía? Ógifta systirin vill ekki koma heim um jólin. Hún segist ekki hafa efni á því að kaupa jólagjafir. Állir eru sammála um að hún ætti ekki að þurfa að kaupa svona margar jólagjafir. Hún kemur samt og gjafir hennar eru betri en hinna. Hún veit ekki hvað hún á að gera við peningana sína. Ógifta systirin er falleg. Ja, ekki falleg, en mjög hugguleg, ef hún aðeins gæti losnað við svo sem þrjú kíló. Því vill eng- inn giftast henni? Ógifta systirin er svekkt. Ekki reið eða niðurdregin, bara svekkt. Hvers vegna? Hún segir að það sé móður sinni að kenna. Móður hennar líkar alltaf betur við Yngri systurina sem er gift. Því elsk- ar Móðirin ekki Ógiftu systurina? Ógifta systirin verður vinkona Fyrrver- andi eiginkvenna. Eru þetta launráð? Ógifta systirin slasast í bílslysi. Slysið er henni að kenna. Allir heimsækja hana á spítalann. Hjúkrunarfræðingar segja að hún sé fyndnasti sjúklingur sem þær hafi nokk- urn tímann haft. Allir á spítalanum dýrka hana. Þegar hún kemur heim fær hún ekki mjög marga gesti. Ógifta systirin neitar að borða hvítt brauð og rautt kjöt. Hún er á móti sykri. Hvað getur Fjölskyldan gert í þessu? Ógifta systirin litar hárið á sér svart. Þannig virðist hún hörð. Enginn veit hvernig á að segja henni þetta. Ógifta systirin hverfur. Hringt er á lög- regluna. Viku síðar finnst hún í Grand Forks, Norður-Dakota með giftum Fast- eignasala. Ógifta systirin verður brjáluð. Er það sanngjarnt gagnvart Fjölskyld- unni sem hafði svo miklar áhyggjur af henni? Ógifta systirin er með ofnæmi. Hún getur ekki komið í hús þar sem er köttur eða hundur. Hún getur ekki sofið með kodda úr fjöðrum. Hún má ekki borða jarðarber eða nokkuð með kókos. Hún hnerrar í fataverslunum. Þegar hún fer til Ástralíu hverfur ofnæmið. Hún segist kannski ætla að flytja til Ástralíu en allir eru sammála um að það væru mistök. Ógiftu systurina dreymir að hún missi allt hárið. Hún flytur í aðra íbúð. Nauðgarar og morðingjar sitja um Ógiftu systurina. Þeir fela sig á bílastæð- um og gægjast inn um gluggann hjá henni um nætur. Hún virðist ekki taka eftir þessu en allir era sammála um að það væri betra að hún flytti heim og hugsaði um móður sína sem býr við versnandi heilsu. Ógifta systirin dansar. Hún dansar rúmbu, samba og tangó. Hún dansar fox- trott, gamaldags vals og hæltáarpolka. Hún getur tvistað, dansað kanínuhopp og skottís, charleston, kvadrill, kontradans, kotiljon, gavotta, menúett, djigg, galljard, masúrka, fiðrildi, stomp, kökudans, stroll, djæf og hálandafling. Stundum dansar hún seint um kvöld þegar hún er alein í herberginu sínu, en sá dans er nafnlaus. Höfundurinn er prófessor viö Manitobohóskóla. *1 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.