Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Qupperneq 3
I I SISOK MOIS<,l \ISL\l)SI\S - MENNINGI ISIHS 28. TÖLUBLAÐ - 75. ÁRGANGUR EFNI Eldborg við Svartsengi er minna þekkt en Bláa lónið, en hér hefur Hitaveita Suðurnesja komið upp merkilegri kynningarmiðstöð þar sem jarðfræðiupplýs- ingar eru sýndar með margmiðlunartækni í Gjánni, hraunsprungu undir húsinu. Gisli Sigurðsson fjallar um Eldborg og verk arki- tektanna Gísla Sæmundssonar og Ragnars Olafssonar. London Sylvia Plath er ein þekktasta skáldkona tuttugustu ald- arinnar. Fríða Björk Ingvarsdóttir fjallar um einu skáldsögu hennar, The Bell Jar. I næstu Lesbók fjallar hún um hjónaband Plath og breska lárviðarskáldsins Ted Hughes og hvernig tilfinningar þeirra myndbirtust í Ijóðlistinni. er margræð borg. Anna Lára Stein- dal, mastersnemi í alþjóðasiðfræði, segir frá veru sinni og skrautlegu liði í London. I ýmsum afkimum borgar- innar má sjá gyð- inga með hattkoll- ur, ítalska pönkara og Sómali að tyggja „chad“ á Juba Café allan Iiðlangan daginn. Síðari hluti birtist í næstu Lesbók. Amalía Líndal var nýbúi á íslandi og rithöfundur í þremur löndum. Hún fluttist til fs- lands með eigin- manni sinum, Baldri Líndal, og bjó hér á árunum 1949-1972. Þeim hjónum varð fimm barna auðið, en leið Amalíu lá aftur utan og þar skrif- aði hún Gárur frá íslandi, landkynningarbók með sjálfsævi- sögulegu ívafi. Greinina skrifar sonur Am- alíu, Tryggvi V. Líndal. STEINN STEINARR I ÞJÓÐINOGÉG Ég er einn á gangi og hugsanir mínar hljóðar hverfa inn í rökkvaðan skóg þess, sem liðið er. Mitt stolt er að vera sonur þessarar þjóðar. En þjóðin er ekki líkt því eins stolt af mér. í þögulli auðmýkt og tilbeiðslu stend ég ogstaii: Hér stendur það skráð, sem þeir ortu hver fyrir sig hinir þjóðfrægu menn oghinn þungbúni nafnlausi skari. En þjóðin kann ekki nokkurt ljóð eftir mig. Ogandspænis samstilltum verknaði huga oghanda í hrifni og undrun ég stanza við fótmál hvert. Sjá, þannigskal vandað til þess, sem á lengi að standa. En þjóðin veit, að éghefi ekkert gert. Og samt er mitt lífaðeins táknmynd af þessari þjóð, og þjóðin sem heild er tengd við mitt ókunna ljóð. Steinn Steinarr, 1908-1958, hét réltu nafni Aðolsteinn Kristmundsson og var Vestfirðingur að uppruna. Hann var brautryðjandi í módemískri Ijóðpgerð ó ís- landi og kvaddi sér fyrst hljóðs 1934 með Ijóðabókinni Þar rauður loginn brann. Byltingarkenndasta verk hans er Ijóðabólkurinn Tíminn og vatnið. FORSÍÐUMYNDIN Frjáls í sölum vinda. Ljósmynd: Kristinn RABB FARFUGLAR Ekkert gerir mann sorgmæddari en að sjá vængbrotinn fugl. E.B. ✓ IFEBRÚAR ár hvert dreymir mig lóu- hóginn. Ég sé hann koma af hafi og tylla sér á nesið. Ég segi hann því þar er eins og einn fugl fari, svo samtaka eru ló- umar. Svartar, hvítar og guldröfnótt- ar spígspora þær fram og aftur, stinga nebba í mosa eða poll, hagræða fjöðr- um og gefa frá sér hið tvítóna kvak sem hittir okkur íbúa norðurhjarans í hjartastað. Sá fyrri boðar fögnuð, birtu og blóm í haga en svo kemur hinn angurværi, Ijúfsári tónn sem minnir okkur á hverfulleik lífsins og hve fijótt haustar að á ný. Og mér hlær hugur í brjósti. Ég veit að senn koma fyrstu vorboðarnir að sunnan með fjaðraþyt og söng og lækir taka að hjala með fyrirheit um bjartar nætur og unaðsstundir við vötn til fjalla þar sem óðinshanar og himbrimahjón dvelja sumarlangt og eiga sér þá ósk heitasta að koma ungum sínum á legg. „Hann er út um allt eins og óðinshani,“ segir fólk þegar það vill lýsa athafnasömum og fljótvirkum einstaklingi. Óðinshönum gleymir enginn sem einu sinni hefur séð og fylgst með þeim þar sem þeir skoppa og kvika í vatnsskorpunni, hraðar en auga á festi. En þeir eru gæfir, gæfari en flestir fuglar, flögra rétt á undan manni þar sem maður gengur á vatnsbakkanum og undrast fimar og leiftursnöggar hreyfingamar og dá- ist að brúnu flosinu á bringu og baki. Og þau hjala við mann, hjónin, segja frá ætinu við vatnið og afkomumöguleikum, frostnóttun- um þremur fyrst í vor. Hávaðaroki sem feykti burt hreiðrinu sem nýbúið var að byggja, áhyggjunum af því að vera orðin fullseint á ferðinni með ungana. Og svo eru þau horfin út í buskann, en sjálfsagt ekki án þess að kasta á mann kveðju og þakka fyrir spjallið, af meðfæddri háttvísi, þótt ég heyri það ekki með mínu klunnalega eyra. Sumum finnst himbriminn fallegasti fugl landsins þar sem hann líður áfram, stór og tígulegur í sínum glæsta skrúða, konungur vatnsins með hljómþýðara ú-a-ú en nokkur önnur lifandi vera. Én vei þeim sem ógna ungunum. Himbriminn hefur flugbeitta tijónu sem hann beitir miskunnarlaust gegn óboðnum gestum í eggjaleit. „Straumöndin," segja hinir. Straumöndin í bláu, hvítu, brúnu og rauðu, með augnskugga málaða af drottni sjálfum, þar sem hún strik- ar flúðir og straumbönd og lætur ölduna bera sig og ungahópinn inn í lygnuna undir ilm- andi grónum bökkum. Ekki er maríuerlan miklu síðri, íklædd hvítu, svörtu og gráu, með sitt íðilfagra stél sem hún dillar í sífellu um leið og hún tístir og syngur undurblítt, birtunni og gróandan- um til dýrðar enda ekki erfitt að trúa því að hún sé sendiboði guðanna. - Þegar spóinn vellir graut þá er úti öll þraut - segir máltækið. Og hinn háfætti kon- ungur holta og mela spígsporar kotroskinn um landareign sína, sæll í þeirri vissu að ein- ungis örfáum útvöldum auðnist að líta hreið- urstað hans. Svo vel er hann á verði og óþreytandi að fylgjast með öllum ferðum í námunda við heimkynni sín enda meistari í því að afvegaleiða tvífætlinga með háværu velli og flögri út og suður. Hrossagaukurinn gerir að gamni sínu með stélfjöðrunum á svo tilþrifamikinn hátt að allir sem á hlýða upptendrast lífsgleði og taka til að hlæja. Flauelsmjúka hnoðra teym- ir hann svo beint úr eggjaskurninu út í móa og fóstrar í sefi meðan vængstubbarnir lengjast. Krían er þó kjarkmest þar sem hún leggur til atlögu við hverja ófreskjuna á fætur ann- arri sem vogar sér að nálgast varpið. Æðar- fugl, tjaldur og sandlóa rgóta öll vemdar hennar sumarlangt og sitja í friði að búum sínum. Þetta undralétta fis! Ekkert nema vængir og eldrauður goggur með hamslaust hugrekkið að vopni. Það eru ekki nema hraustustu berserkir sem hætta sér inn fyrir víglínuna, og er þó spurt að leikslokum. Náið er fylgst með komu kríunnar til landsins og er hún enn öruggari vorboði en lóan. Fréttin berst eins og eldur í sinu um landið þvert og endilangt. Krían er komin! Allir fjölmiðlar sperrast við að verða fyrstir með þessi góðu tíðindi og ef til vill mætti segja að fátt gleðji geð guma meira á ísa köldu landi en fréttin um að krían sé komin. Margir minnast blaðamanns á ónefndu dagblaði hér í Reykjavík sem var ákafur að- dáandi kríunnar. Áratugum saman sá hann um að flytja landsmönnum þessa frétt, hafði enda góð tengsl við útnesjamenn og vita- verði, og varð þess vegna oftar en ekki fyrst- ur með fréttirnar. Einu sinni var þó þessi ágæti blaðamaður sendur brýnna erinda til London að vorlagi og tyllti krían sér á landið á meðan. Fékk hann svohljóðandi hraðskeyti frá vinnufélögum sínum: KRÍAN ER KOM- IN! HVAÐ EIGUM VIÐ AÐ GERA? En áfram með farfuglana sem lífga upp á tilveruna hver með sínu móti. Stelkurinn skartar bleikrauðum háleggj- um, stígur gjaman á mæninn undir kvöld og segir tíðindi dagsins hvellum rómi. Steindepillinn skellir í góm í urðinni og skýst á milli steina. Þegar smyrillinn kemur þjótandi eins og eldibrandur úr heimkynnum sínum í gilinu er hætta á ferðum og um stund verður allt kyrrt. Ekkert heyrist utan þytur sterklegra vængja. Svo sperrir jaðrakaninn sig í blánni og þenur fagurrautt brjóstið áður en hann hefur sig á loft og spýtir úr sér tvírrandi tóni. Þúfutittlingurinn leynist í litlum holum í þýfi og veltir ungviðinu út um munnann eina nóttina svo lítið ber á. Og hreiðrin! Að fá að líta í körfu sem gerð er úr þúsundum tága og stráa, sjá á botnin- um sex fagurgræn egg sem þrastapabbinn syngur óð um í miðnætursólinni. Seinna set- ur maður stút á munninn, sýgur inn loftið og sér hungraða gogga opnast í eldrauð gin sem ólm eru í orm. Ef heppnin er með sést stund- um stuttfjöður stinga sér af barði ofan í lautu. En fyrr en varir er komið hausthljóð í vindinn. Lóurnar fara aftur að hópa sig, fljúga fram á dal og dvelja þar í æfingabúð- um uns byrjar til ferðarinnar miklu um óra- vegu í hafi. EYSTEINN BJÖRNSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JÚLÍ 2000 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.