Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 8
LEITAÐ AÐ MANNI
í LONDON
EFTIRÖNNU LÁRU STEINDAL
Næst ákveð ég að halda heim til Ahmeds.
Hann er sómalskur vinur Tonys og núna, þegar
1 hann á eiginlega hvergi heima, heldur hann til hjá
honum. Ekki er langt að fara en á leiðinn igeng
ég fram hjá Juba café sem er sennil lega einl cennileg-
asti staður sem ég hef komið á.
EG ER ein af þeim sem er alltaf á
síðustu stundu þegar ég ferðast
og hef aldrei tíma til þess að
slappa af í kaffiteríum eða versl-
unum á flugvöllum. Þess vegna
er ég því óskaplega fegin þetta
þriðjudagskvöld þegar ég lendi
á Heathrow að vera bara með
handfarangur. Ég get þá ætt beina leið í gegn-
um vegabréfaskoðunina og þvöguna sem bíður
óþolinmóð eftir því að töskur og pinklar fari að
snúast á færibandinu, út undir bert loft og
kveikt mér í sígarettu. Þeirri fyrstu síðan heima
á Lindargötunni, A leiðinni skima ég eftir and-
liti vinar míns meðal þeirra sem bíða fyrir utan
glervegginn. Hann er hvergi sjáanlegur - enda
átti ég svo sem ekkert frekar von á því. Hann á
hvergi heima svo ég gat ekki gert boð á undan
mér. Lagði reyndar fyrir hann skilaboð út um
hvippinn og hvappinn en reiknaði eiginlega ekki
með því að hann fengi þau. En það gerir ekki
svo mikið til. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég
heimsæki hann og ég veit vel hvar á að leita.
Þegar ég hef svalað nikótínþörfinni hraða ég
mér að lyftunni sem ber mig niður á brautar-
pallinn, stekk um borð í neðanjarðarlestina,
halla mér aftur í tíglótt sætið og dæsi af velh'ð-
an. Maður er meira lifandi í London en nokk-
urri annarri borg sem ég hef heimsótt. Bara
þetta, að sitja í skítugu sætinu í neðanjarðar-
lestinni og hlusta á fólk masa á þúsund og einu
tungumáli, draga til sín töskur, geispa, hlæja, já
þessir hversdagslegu hlutir sem eiga sér stað í
Heathrow-lestinni dag eftir dag eftir dag gera
mig glaða og létta og hamingjusama. Eftir dá-
litla stund fer ég úr lestinni á Northfields-stöð-
inni, tek E3 vagninn tU Acton og hef leitina að
vini mínum. Núna finnst mér ég eiginlega aldrei
hafa farið og þessar fimm vikur heima á fróni
þmrkast nánast úr minninu.
Ég þykist viss um að sé Tony á annað bor ð úti
sé hann annaðhvort á The White Lion eða The
Windmill. Báðir þessir barir eru írskir, einsog
vinur minn, og stemmningin inni á þeim
skemmtileg og afslöppuð. Vindmyllan er nær
og þess vegna hef ég leitina þar. Þar er fátt inni
- en á bak við barborðið dælir Ted hinn nýsjá-
lenski Fosters-bjór í glös og veifar til mín, dálít-
ið undrandi á svipinn. Einsog hann hugsi: „Þú
hér!“ í gegnum striga á hátalara seytlar lágvær
tónlist, Robbi Williams að syngja um engla. Ég
þekki engan gestanna og sest þess vegna á háan
barstólinn og þigg pint í boði hússins - spyr Ted
um Tony. Hann hefur ekki sést síðan á sunnu-
dagskvöld, þá var hann hér að syngja í karókí
einsog önnur sunnudagskvöld. Þegar ég hef
slokað úr glasinu tek ég pjönkur mínar, kveð og
held leitinni áfram. Kiki inn um rifu á gluggan-
um tU að fuUvissa mig um að Tony sé ekki að
spila pool í leiksalnum. í rauðum stuttermabol
og gallabuxum. Þetta er lítill salur, aðskUdur
frá aðalbamum með sérinngangi en tilheyrir
samt sem áður Vindmyllunni. Engin kunnugleg
andlit þar inni, bara vel drukkinn maður með
hatt sem mundar kjuðann og blökkustúlka hall-
ar sér upp að spilakassanum. Bíður.
DálítiU spölur er á næsta áfangastað,
Hvíta Ijónið, sem er lítill og kannski
dálítið sóðalegur fjölskyldurekinn bar
ofar á Acton Highstreet. Ys og þys á
götu stórborgarinnar og ég er svo ánægð með
að vera komin aftur að ég læt það eftir mér að
raula Snert hörpu mína himinboma dís meðan
ég rölti í rólegheitum. Fram hjá Café Poco
Loco, litlu vínbúðunum þar sem Indverjar og
Pakistanar halla sér íram á búðarborðið að lesa
í Independent eða The Sun, fram hjá The six
bells (enn einum írskum bar), Red Lion and
Pinapple, Coo coo and Parrot, The Redback og
öllum hinum. Einhver sagði mér að í London
væru 10.000 barir.
Miðað við fjöldann á þessari einu götu kemur
það mér ekkert á óvart. Veðrið er milt og köU í
fólki og bflflaut skera myrkrið. Gamall róni hall-
ar sér upp að húsvegg og ungir menn kallast á
yfir götuna. Hvellur hlátur dökkhærðrar konu
berst innan úr þröngum símaklefa og í biðskýh
bíður hópur fólks eftir E3-vagninum. Á Aeton
Highstreet gildir einu hvaða dagur vikunnar er,
hér iðar alltaf allt af lífi enda töluvert af innflytj-
endum í hveríinu og margir þeirra vinna ekki
reglubundna vinnu og þurfa því ekki að hafa
áhyggjur af því að koma sér í háttinn. Nema
kannski Indverjarnir og Pakistanamir sem eru
lúsiðnir í verslunum sínum og á Utlu dásamlegu
matsölunum. Verslanimar em margar hverjar
opnar allan sólarhringinn og þó ekki sé heimilt
að selja áfengi eftir klukkan eUefu finna flestir
leiðir íram hjá því og selja undir borðið. Menn
og konur streyma út með görótta drykki í þykk-
um plastpokum, innan klæða.
egar ég sting mér inn um dyrnar á Hvíta
ljóninu finnst mér eitt augnabUk að tím-
inn hljóti að hafa staðið í stað eða mig
dreymt að ég hafí nokkurntíma farið
héðan. Staðurinn er reykmettaður og þeir era
hér allir, írsku félagar mínir, nema Tony. Tón-
Ustin sem ómar úr glymskrattanum er kunnug-
leg. Ég þekki þetta lag, When your irish eyes
are smiling, og þykist vita að það hafi verið Ben
sem valdi það. Eg er líka nokkuð viss um að áð-
ur en yfir lýkur á hann eftir að spila Celin Dion
og fáeina bítlasöngva. Við barborðið stendur
Jerry og styður hönd undir kinn.
Jim situr á pool-borðinu með höfuðið ofan í
bringu. Glen og Peter sitja í djúpum samræðum
undir pfluspjaldinu en Mary horfir annars hug-
ar út í bláinn. Það er kveikt á sjónvarpinu og fá-
einar hræður fylgjast með fótboltaleik. Við
spilakassann situr Éugeene og af hringU í pen-
ingum að dæma er hann í gróða. Rose er að
stinga 20 penníum í maskínuna sem segir
mönnum örlögin - lífið hefur ekki verið henni
gott en hún heldur áfram að dæla smámynt í
þessa maskínu í veikri von um að einhvemtíma
komi að því að hún fái góðar fréttir.
Hún er drakkin í kvöld og svört málningin
hefur lekið niður á gamlar kinnamar. Það er
Ben, gamli heróínfíkillinn sem fyrstur Utur upp
og sér mig. Augnabliki síðar er ég komin með
bjór í glas og þau hafa öll heilsað mér og klapp-
að vinalega á bakið. Það er gaman að koma
hingað og fólkið gott þótt flest þeirra hafi orðið
undir í lífinu. Þau eiga ekki mikið, en því Utla
sem þau hafa handa á milli eru þau reiðubúin að
deila hvert með öðra.
Ég vissi að ég hafði verið samþykkt þegar
þau vora farin að nota bætumar sínar til þess
að kaupa bjór handa mér og Rita, vertinn á
staðnum, lagði í að selja mér smygluðu sígarett-
umar sem hún felur undir barborðinu. Já, mér
þykir gott að koma á Hvíta ijónið en nú er langt
liðið á kvöld og Tony ófundinn. Þess vegna verð
ég að kveðja þau og halda áfram. En ég kem
aftur áður en ég fer heim, lofa ég þeim þegar ég
hverf út um dymar.
Næst ákveð ég að halda heim til Ahmeds.
Ahmed er sómalskur vinur Tonys og núna, þeg-
ar hann á eiginlega hvergi heima, heldur hann
til hjá honum. Ekki er langt að fara en á leiðinni
geng ég fram hjá Juba café sem er sennilega
einkennilegasti staður sem ég hef komið á. Þótt
það beri titilinn „café“ er þetta eiginlega lítið
annað en búlla þar sem sómalskir karlmenn
koma saman til þess að tyggja chad. Chad er
jurt sem er ræktuð í Sómalíu og Eþíópíu og
þegar hún er tuggin gefur hún mild amfetamín-
lík áhrif. Það er reyndar hægt að kaupa sér mat
á efri hæð Juba café, ofsoðið súpukjöt og klístr-
uð hrísgrjón, en flestir sem inn fara stransa
beina leið niður þröngan stiga, niður í herbergi
þar sem menn sitja yfirleitt um það bil fimmtán
saman með vöndul af chad í bláum plastpoka
fyrir framan sig og tyggja, þegjandi. Og menn
era stöðugt að koma og fara.
Fyrir þá sem ekki nenna að koma á staðinn
er boðið upp á heimsendingarþjónustu - með
heimsendingarkostnaði kostar vöndullinn um 6
pund. Konum er ekki ætlaður aðgangur þama
en ég hef nú samt fengið að berja herlegheitin
augum, ég á marga sómalska félaga í London
og einn þeirra, Mohamud, lét það eftir mér einu
sinni að fara með mig þarna niður. Enginn
sagði neitt en ég sá það á augnaráðinu sem mér
var sent að þeir vora lítt hrifnir af nærvera
minni. Ég las það einhvers staðar að í Sómalíu
megi nota chad sem gjaldmiðil og að þessi sak-
leysislega jurt sé eitthvert mesta þjóðarböl þar
í landi. Það er einsog hún lami þá sem tyggja
mikið, taki frá þeim allan kraft, allan metnað og
framkvæði. Flestir þeirra sem halda til á Juba
café gera ekkert annað en tyggja, tyggja,
tyggja allan guðslangan daginn og nóttina jafn-
vel líka. Jurtin skilst mér að sé lögleg í Bret-
landi, að minnsta kosti era ekki til nein lög sem
ná yfir hana svo þeir sem neyta hennar era látn-
ir í friði og hún er ódýr. í Noregi er hún dýr og
ég hef spjallað við menn sem sjá fyrir sér með
því að flytja chad til Noregs. Hef meira að segja
fengið boð um að fara með 30 kflóa sendingu
gegn 300 punda greiðslu. Aðra minni til Amer-
íku fyrir eitthvað hærri þóknun. í Noregi, eins-
og í Bretlandi, era viðurlög við innflutningi
væg. Einn kunningi minn var gripinn á flugvelli
í Osló með 30 kíló. Hann reyndi að klóra sig út
úr þessu með því að halda því statt og stöðugt
fram að um kínverska lækningajurt væri að
ræða, en tollverðimir trúðu þvíekki, stimpluðu
passann hans þannig að hann átti ekki að eiga
afturkvæmt til Noregs næstu þijú árin. Svo var
hann sendur úr landi. En honum var nokk sama
því hann var að ferðast á vegabréfi bróður síns.
Og hann á ellefu bræður. Hann getur haldið
áfram að hnupla vegabréfunum þeirra og farið
að minnsta kosti tólf ferðir í það heila.
Einhver sagði mér að í London væra
tuttugu þúsund Sómalar, sextíu þúsund
sagði annar. Það má reikna með að
helmingurinn af þeim séu karlmenn og
vinur minn giskaði á að 80% þeirra tyggi reglu-
lega. Ég sel það svo sem ekki dýrara en ég
keypti það en hitt er vist að það era margir
Sómalar í Acton og það er alltaf nóg að gera á
Juba café. Annars era Sómalar áberandi fallegt
fólk, yfirleitt glatt og hefur tekið íslendingnum
vel. Síðast þegar ég var í London dvaldi ég hjá
sómalskri vinkonu minni í þijár vikur og fékk
þá dálitla innsýn í líf þessa flóttafólks í stór-
borginni. Það var stöðugt rennerí fólks sem
kom ýmist til að tyggja, spjalla eða bara glápa á
sjónvarpið. Þetta er ekki alltaf auðvelt líf, skrif-
ræðið er mikið og fordómamir sömuleiðis.
Mörgum þeirra gengur erfiðlega að ná áttum,
þrátt fyrir að vera búin að vera í London í um
og yfir tíu ár. Ég lærði óskaplega mikið af þeim
og áttaði mig betur en nokkra sinni fyrr á því
hversu erfitt það er fyrir íslenskan sakleysingja
sem alla tíð hefur verið vemdaður einsog
dúkkulísa í glerhúsi að skilja aðstæður þessa
fólks. Ég lærði líka að skilja betur þau vanda-
mál sem flóttamenn og innflytjendur geta skap-
að. Áður hafði ég ævinlega tekið málstað þeirra
og haldið því fram að þeir sem tala gegn inn-
flytjendum og flóttafólki séu kverúlantar sem
hafa ekkert betra að gera en andskotast í þeim
sem era öðravísi. En þetta er víst ekki svona
einfalt - enginn sómölsku vina minna stunda
vinnu og þeir era allir á framfæri ríkisins og
hafa verið í áratug. Fáeinir þeirra standa þar
fyrir utan í allskyns ólöglegu braski og svindli.
Einn tekur bflpróf fyrir fólk. Annar tekur að sér
að útvega fölsuð skilríki. Það er ekld erfitt að
skilja að þeir sem bomir era og bamfæddir í
Bretlandi og hafa búið þar við sult og seyra alla
sína hunds og kattar tíð, til dæmis sums staðar í
Austur-London, séu ósáttir við að innflytjend-
um sé séð fyrir öllum nauðþurftum meðan þeir
þurfa sjálfir að beijast í bökkum. Þetta er auð-
vitað ekkert sældarlíf sem flóttafólkið lifir - en
það skrimtir, sem er meira en margur getur
sagt. Ég vildi gjaman dvelja hjá vinkonu minni
aftur núna, en það er víst ekki hægt því tveimur
dögum eftir að ég yfirgaf London fyrir fimm
vikum stormaði fyrrverandi eiginmaður hennar
að húsinu á Windermere road í afbrýðisemi-
kasti og kveikti í því. Allir innviðir hússins era
gjörónýtir og hún dvelur nú í kvennaathvarfi
skammt utan við borgina. Sennilega er það rétt
sem írski vinur minn segir um lífið í Vestur-
London, - there is never a dull moment!
Þau sögðu mér margt frá því sem átt hefur
sér stað í Sómalíu síðustu fimmtán árin eða svo;
átökunum, hatrinu og sorginni sem fólk upplifir
þar á hverjum degi. Mörg þeirra halda áfram að
upplifa þetta þó svo þau séu í öraggri höfn í
London því fjölskyldur þeirra og ástvinir era
enn í Sómalíu. í landinu búa sjö megin ætt-
flokkar sem berjast innbyrðis. Flóttafólkið til-
heyrir auðvitað ýmist þessum eða hinum ætt-
flokknum og þótt þau reyni að lifa saman í sátt
og samlyndi og haldi friðinn (helst af ótta við að
vera send til baka ef þau stofna til vandræða) er
grannt á hatrinu.
Þetta er annað sem erfitt er fyrir íslending-
inn að skilja. Fyrir honum er fólk bara fólk og
ósanngjarnt að dæma eða leggja fæð á mann-
eskju einfaldlega vegna þess að hún tilheyrh-
ákveðinni þjóð eða ættflokki. En íslendingur-
inn er líka svo lánsamur að hafa aldrei kynnst
átökum af eigin raun, honum hefur ekki verið
innrætt tortryggni í garð tiltekins hóps fólks
nánast frá blautu bamsbeini. Og þegar umræð-
urnar um þetta verða heitar kemur í ljós að
sumir íranna eiga auðvelt með að skilja þetta.
Ég er þakklát því að örlögunum þóknaðist að
finna mér stað á Islandi.
egar ég kem að húsi Ahmeds sé ég að öll
ljós era slökkt. Ekki einu sinni bjarmi af
sjónvarpinu berst út á götuna, það er
greinilegt að enginn er heima. Áhmed
dundar sér nefnilega iðulega við bjórdrykkju og
sjónvarpsgláp þegar hann er heima, við. Situr á
gólfinu með krosslagða fætur, sötrar Guinnes
sem er svartur einsog prestshempa. Á neðri
hæðinni er lítil vínbúð sem er í eigu leigusalans,
skapstyggs Indverja, en hann getur ekkert
sagt mér um ferðir Ahmeds. Ygglir bara brún-
ir. Ég bregð þá á það ráð að koma við á enn ein-
um írskum bar, The Stag. Ég veit að Tony er
ekki þar, hann vann þar í tvö ár en lenti í svo
harkalegum deilum við konu vertsins að hann
hættir sér ekki þar inn lengur. Frúin sú verður
víst því erfiðari í umgengni sem hún sýgur
meira kókaín upp í nefið og betra að halda sig
frá henni ef deilur koma upp. En Ahmed drekk-
ur þar oft. Ahmed og Taxman, sá hinn sami og
reyndi að flytja kínverskar lækningajurtir inn
til Noregs. Ég hef aldrei komið inn á The Stag
sjálf en Tony er óendanleg uppspretta sagna
um kúnnana sem flestir era skrítnir og
skemmtilegir.
Einu sinni gengum við saman niður þessa
götu þegar gamall maður staulaðist út af bam-
um, yfir götuna og að húsinu beint á móti þar
sem hann gekk einbeittur á rúðuna, einsog
hann ætti von á því að glerið hleypti honum í
gegn. „Þetta er Mick O’Leary," sagði Tony þá
og benti. Gamli maðurinn er kominn undir sjö-
tugt og býr í einu herbergjanna uppi á lofti.
Hann borgar enga leigu en hleypur eftir skipti-
mynt þegar þess þarf og tínir tóm glös af borð-
unum. Jakkafataklæddur í köflóttum frakka en
fötin orðin heldur lúin. Svo situr hann við sama
borðið úti í homi og drekkur bjór úr glösum,
hálfa pinta. „Just half,“ segir hann, hreimurinn
sterkírskur enn eftir öll þessi ár fjarri heima-
slóðum, og brosir sínu skakka brosi þegar ein-
hver býður honum upp á guðaveigamar. Sem
endranær situr ÓLeaiy í horninu sínu í kvöld
en hvorki sést tangur né tetur af Ahmed eða
Taxman.
Fjórir skuggalegir náungar í vinnuskyrt-
um og skítugum gallabuxum spila pool á
upphækkuðum palli og úr glymskratt-
anum ómar Danny boy. Ég panta mér
einn Kronenberg, barþjónninn minnir mig ein-
hverra hluta vegna á Hollending úr bíómynd
8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JÚLÍ 2000