Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 5
ÁHRIF KRISTNIÁ ÍSLENSKT MÁLIV íbúðarhús fjölskyldunnar í Kópavogi. sem einn og fylgdust með. Að stundarkorni liðnu snéru mennirnir aftur, haldandi á mátt- vana líkama kennarans. Alla leiðina upp kirkjuganginn báru þeir hann og allir sáu blánað andlitið og bungandi augun og reipið sem dróst eftir gólfinu, með hinn endann sokkinn í hold. Þeir lögðu hann á pallinn við fætur prestsins." Virðist Amalía hér vera að tefla prestinum fram sem fulltrúa vestrænnar stórborgar- menningar, gegn íslendingum sem eins konar náttúrubörnum. Segja má að þegar hér er komið, um 1967, hafi Amalía í heild lifað innan hins dæmigerða mynsturs íslenskrar heimavinnandi húsmóður af miðstétt með langskólamenntun. Samanburður á lestrarefni hennar og vin- sælum erlendum bókartitlum þess tíma á ís- landi bendir einnig til að hún hafi ekki skorið sig mikið úr fjöldanum. En nú voru íslenskar konur famar að streyma út á vinnumarkaðinn, líkt og kynsyst- ur þeirra í grannlöndunum, að miklu leyti fyrir áhrif frá kvenfrelsisbylgjum ættuðum frá Bandaríkjunum. Varð Amalía hér engin und- antekning. Hún hóf nú að gefa út tímarit á ensku er nefndist Sextíu og fimm gráður. Samanstóð það mjög af viðtölum við Islendinga um þjóð- mál, fræði og listir. Var það að hluta til í sam- keppni við Iceland Review og studdist einkum við kaupendur á íslandi og meðal Vestur-ís- lendinga. Kom það út ársfjórðungslega frá 1967 til 1970. Einnig tók hún að kenna ensku við Náms- flokka Reykjavíkur og að vinna sem tölfræð- ingur á Hagstofu íslands. Þó þótti henni sem við of ramman reip væri að draga til að lifa af ritstörfum sínum á ís- landi, því hún myndi aldrei ná að keppa við innfædda í að skrifa á íslensku. Við þetta bætt- ist nú að hjónaband hennar var farið að flosna upp. Ákvað hún því að hleypa heimdraganum á ný og Kanada varð nú fyrir valinu sem fyrir- heitna landið. ÍKanada (1972-1989) Amalía fluttist nú alfarin til Toronto-borgar og nágrennis, í Ontario-fylki, í enskumælandi Kanada. Má þá segja að hún hafi verið komin aftur á sínar uppeldisslóðir, eigi alllangt frá Boston. Má jafnvel segja að á íslandi hafi hún raunar aldrei sagt skilið við þann heimshluta sem markað fyrir ritstörfin sín. Bömin hennar fimm höfðu í kjölfarið mis- langa viðdvöl hjá henni á námsárum sínum, t.d. undirritaður í sínu háskólanámi, og hafa tvö þeirra síðan flenst sem nýbúar í Ontario í Kan- ada. Eftir nokkra byrjunarörðugleika, er tengd- ust þjóðfélagsbreytingum sem höfðu orðið frá því hún bjó áður í N-Ameríku, bar Amalía gæfu til að eignast starfsferil sem henni þótti samboðinn blaðamennskumenntun sinni, fyrst sem upplýsingafulltrúi aðaldeildar Rauða kross Kanada, og síðan sem fjölmiðlafulltrúi Kanadísku sykursýkisamtakanna. Líkt og fyrstu skáldverkin, sem hún skrifaði eftir komu sína til íslands báru keim af gamla landinu, lýsir fyrsta smásagan hennar í Kan- ada, árið 1976, Islandi. Þar segir um jólaannir húsmóður á íslandi: „(...) Jafnvel hjá þeim sem höfðu heimilis- tæki sem spöruðu vinnu, hafði hefðin um „hina duglegu húsmóður" ekki breyst, ekki einusinni hvað varðaði frjósemi. Það var enn hálfgerð móðgun að bjóða upp á annað en heimabakað- ar kökur og smákökur, svik við anda húsmóð- urhlutverksins að sauma ekki og skrúbba þar til lá við örmögnun. (...)“ Kringum árið 1978, eða eftir að Amalía hef- ur verið í Kanada í um sjö ár, skrifar hún síðan skáldsöguna Á grænkandi grein. Fjallar hún um nýbúastúlku í Kanada frá Bandaríkjunum. Styðst hún að hluta til við endurminningar Amalíu frá bernskuslóðunum en sagan geymir einnig umfangsmiklar vinnustaðalýsingar sem mér sýnist að hafi á sér blæ þeirra starfa sem hún vann þá við í Kanada: „Bentley fór að raða hlutum rólega til á skrifborðinu sínu. Skyndilega sópaði hann með armi sínum yfir allt borðið, svo skjalakörfur, gúmmístimplar, skjalamöppur, allt sentist nið- ur á gólfið með skelli. „Hún er djöfull, þessi kerling. Hún er helvít- is djöfull! Eg er búinn að verja átta árum hérna. Hvar á ég að fá annað starf? Hvar?“ Loftljósið glampaði á hári sem var of dökkt til að geta verið ekta.“ Árið 1982 lýkur hinu góða gengi Amalíu á kanadískum vinnumarkaði, enda þykir hún vera orðin helst til gömul fyrir hann, 56 ára! Eftir að hafa færst í aukana við lausablaða- mennsku sína og eftir að hafa tekið endur- menntunarnámskeið við Toronto-háskóla ber hún nú gæfu til að hitta síðari eiginmann sinn, fráskilinn Kanadamann af enskum ættum sem var bæði tæknifræðingur og tónlistarmaður. Hún tekur nú til við að kenna smásagnaskrif á kvöldnámskeiðum við háskóla og heldur hún því áfram til dauðadags. Hún gefur út smá- sagnatímarit um tíma ásamt manni sínum. I því tímariti, sem hét Uppáhald lesenda, og kom út ársfj órðungslega árin 1982-1983, er saga eftir hana undir dulnefni sem nefnist Friðarhróp. Er það ádeila á friðarhreyfingu 68-kynslóðarinnar, með sínum vímuefnum og hræsni. Endar sagan á því að söguhetjan, stúlka, játar að hafa sett á svið píslarvættis- dauða föður síns, sem hafði verið foringi íriðar- baráttuhópsins, fyrir að hafa misnotað sig kyn- ferðislega: „Hann Iifði því fyrir friðinn, að eigin sögn, og hann dó líka fyrir friðinn. Frið mér til handa. Þegar ég sló hann niður og batt og hellti eldsneyti yfir hann - hr. Foster, föður minn - leið mér frábærlega. Þegar ég stakk niður skiltinu mínu og kveikti í honum fann ég bara loksins til hamingju, eftir fimm ár, hann getur aldrei, aldrei aftur nauðgað mér, aldrei nokkurntíma!" Með þessari sögu sinni var Amalía trúlega búin að seilast eins langt í átt til hins meinta tískulega lesendamarkaðar Kanada 68-kyn- slóðarinnar og henni var fært. Ein af síðustu smásögunum sem Amalía skrifaði heitir Grátbænir. Fjallar hún um hræsnina og glysgymina í kirkjuguðsþjónust- um þar vestra, frá sjónarmiði nýbúakonu sem er atvinnulaus og karlmannslaus. Lýkur sög- unni á því að konan gengur út í fússi en finnur svo óvæntan innri frið við að rifja upp minning- ar úr eigin bernskutrú. Sagan er skrifuð árið 1987. Hygg ég að þá muni Amalía hafa verið að leita huggunar til eigin barnatrúar í Banda- ríkjunum en að öðru leyti verið að sækja í reynslu sína frá fyrstu árum sínum í Kanada. Segir um bemskutrúarreynslu hennar: „Ég veit hvað Hann meinar. Ég sé sólbaðað- an akur, vind sem blæs meðal baldursbráa, háa hringandi öldu sem skellur niður í froðuna á strönd. Ég sé dimma fumskóga og hér og þar hvítar bjarkir sem eldingarkrumlur og snjó sem fellur hljóðlega. Ég sé spörva sem tísta á línu eins og röð af þvottaklemmum og menn ganga um eins og skæri. Ég finn ferska óson- lyktina af lökum sem era nýkomin inn... (...).“ Amalía lést haustið 1989 í Kanada, 63 ára að aldri, úr brjóstakrabbameini. Að hennar ósk var aska hennar síðan jarðsett á íslandi enda taldi hún jafnan í Kanada að á íslandi hefði hún varið sínum manndómsáram. Heimild: Cross-Cultural Fiction of Amalia Lindal. With an Anthropological Commentary by Tryggvi V. Líndal. Ad- vance Edition on Computer Diskette, Reykjavík, 1999. Höfundurinn er þjóðfélagsfræðingur og skáld í Reykjavík. KRISTNITAKAN ÁRIÐ 1000 Þorgeir Ljósvetningagoði kveður upp úrskurðinn á Alþingi árið 1000. Gluggi úr steindu gleri í Bessastaðakirkju eftir Finn Jónsson. FYRSTI kafli Krist- inna laga þáttar Grágásar (Staðar- hólsbókar), lögbók- ar þjóðveldisins, hefst svo: Á dögum feðra vorra voru þau lög sett að allir menn skulu kristnir vera á landi hér og trúa á einn Guð, föður og son og anda helg- an. Þessi klausa vísar til þess er kristni var í lög tekin á Alþingi árið 1000. Helstu heimildir um þann atburð eru Islendingabók Ara fróða, Kristnisaga (Hauksbók) og þrjár gerð- ir Ólafs sögu Tryggvason- ar. Ólafs saga Tryggvason- ar eftir Odd munk Snorrason, Ólafs saga Tryggvasonar hin mesta og Olafs saga Tryggvason- ar í Flateyjarbók. Auk þess er greint stuttlega frá kristnitökunni í Njáls sögu. Miklir flokkadrættir voru með mönnum á þingi er atburðir þessir áttu sér stað og sögðu kristnir menn og heiðnir sig úr lög- um hvorir við aðra. Fyrir kristnum mönnum voru m.a. Hjalti Skeggjason, Gissur hvíti og Síðu-Hallur en Þorgeir Ljósvetninga- goði, sem var heiðinn, hafði lögsögu á hendi. Hin- ir kristnu báðu Síðu-Hall að segja upp lög þau er kristninni skyldu fylgja en Hallur samdi um það við Þorgeir goða að hann segði upp lög er í senn væra fyrir kristna menn og heiðna og galt honum fé fyrir vikið. Sumar heimildir greina reyndar frá því að umboð Þorgeirs hafi verið skilyrt, þrjú atriði er skiptu kristna menn mestu máli hafi verið áskilin. Þorgeir tók sér umhugsunarfrest, er hann kom í búð sína lagðist hann niður og breiddi feld á höfuð sér og lá allan daginn og um nóttina og annan daginn til jafnlengdar. Þá hafði hann hugsað ráð sitt, settist upp og gerði orð í búðir að menn gengju til Lög- bergs. Er menn komu þangað mælti hann að honum þótti þá komið í óvænt efni á landinu, er menn skulu eigi hafa ein lög á landi hér, og bað að menn skyldu eigi það gera, sagði að þar af mundu gerast bardagar, og mundi það ryðja til landauðnar ... og þykir mér það ráð, að láta þá eigi ráða, er hér gangast með mestu kappi í móti og miðlum svo mál mill- um þeirra, að hvorir tveggja hafi nokkuð til síns máls, en vér höfum allir ein lög og einn sið, því að það mun satt vera: ef vér slítum lögin, þá slítum vér friðinn. Ræða Þorgeirs er fyrir margra hluta sakir merkileg og eftirminnileg og hana er að finna óbreytta að stofni til í þeim heimildum sem nefndar vora hér að ofan. Ég hef feit- letrað nokkur orðasambönd sem tengjast ræðu Þorgeirs eða er að finna í henni og skal nú vikið stuttlega að þeim. 1) Orðatiltækin leggjast undir feld ‘íhuga e-ð vandlega’ og liggja undir feldi eru vart eldri en frá 19. öld en þau vísa augljóslega til háttsemi Þorgeirs er hann stóð frammi fyrir þeim vanda að finna málamiðlun sem væri ásættanleg fyrir jafnt kristna menn sem heiðna. 2) Orðasambandið e-ð er komið í óvænt efni vísar til þess er horfur eru ekki vænleg- ar (skylt von) og þannig er það notað í flest- um heimildum nema í Njáls sögu, þar segir: málum vorum sé komið í ónýtt efni og öUum þótti horfa til hinna mestu óefna. 3) Orðasambandið e-ð ryður til landauðnar er sjaldgæft, algengara er e-ð horfir til landauðnar eða landauðn gerist af e-u. 4) Orðatiltækið miðla málum (milli e-rá) hefur breyst nokkuð frá fornu máli þar sem myndin er jafnan miðla mál (með e-m; milli e-ra). Nútímamyndin miðla málum er kunn úr Bjarnar sögu Hítdælakappa sem varð- veist hefur í afritum frá 17. öld. Mál vísar hér trúlega til málefnis, kann að tengjast laga- máli, og sögnin miðla merkir hér ‘finna með- alveginn’. 5) Af orðatiltækinu hafa nokkuð til síns máls (13. öld) er einnig kunnugt afbrigð- ið hafa nokkuð síns máls (14. öld) en fyrri myndin er einhöfð í nútímamáli, sbr. einnig afbrigðin hafa mikið/Utið til síns máls. Einnig hér vísar mál til málefnis, málstaðar og kann orðatiltækið að eiga rætur sínar í lagamáli. 6) Ummæli Þorgeirs ef vér slítum lögin, þá slítum vér friðinn má telja til fleygra orða enda er oft til þeirra vitnað. Af þeim era kunn ýmis afbrigði, t.d. segir í Njáls sögu: Svo líst mér sem málum vorum sé komið í ónýtt efni, ef eigi hafa ein lög allir, en ef sundur skipt er lögunum, þá mun og sundur skipt friðinum, og mun eigi við það mega búa. Hér hefur verið fjallað um nokkur orða- sambönd sem tengjast kristnitökunni en jafnframt er ljóst að þau eru ekki kristileg í þeim skilningi að þau tengist kristinni hug- myndafræði né heldur eiga þau rætur sínar í Biblíunni. Hins vegar má líta svo á sem kristnitakan hafi stuðlað að þvi að þau varð- veittust í íslensku. Þetta leiðir hugann að því að skilgreina má kristin áhrif á íslensku með mismunandi hætti: (1) í þröngum skilningi er um að ræða málfarsleg áhrif sem eiga rætur sínar að rekja til kristinnar hugmyndafræði og sem finna má stað í Biblíunni (t.d. blása e-m e-u í brjóst). (2) í víðari skilningi er um að ræða áhrif sem rekja má til tiltekins ritn- ingarstaðar en hugmyndafræðin að baki er ekki kristileg (t.d. blása ekki hár af höfði e- m). (3) í víðasta skilningi má telja til krist- inna áhrifa þau málfarsleg atriði sem rekja má til kristilegrar hugsunar og rita þótt beinar samsvaranir verði ekki fundnar í Bibl- íunni (t.d. e-ð er mesta mildi, setja amen eft- ir efninu, láta nótt sem nemur). í þessu efni sem mörgum öðrum er meðal- vegurinn vitaskuld vandrataður en með tilliti til þess hve kristin áhrif á íslenskt mál era margslungin má telja að það gæfi ekki rétta mynd ef farin væri sú leið að skilgreina þau þröngum skilningi. Það gæfi t.d. ekki rétta mynd af kristnum áhrifum á íslensku ef litið væri fram hjá áhrifum Passíusálmanna eða Vídalínspostillu á íslenskt mál. Jón G. Friðjónsson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 22. JÚLÍ 2000 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.