Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Blaðsíða 11
ARKITEKTÚR - UMHVERFI Eldborg rís upp úr svo úfnu hrauni að yfir það er illfært. í baksýn sést í orkuver Hitaveitu Suðurnesja Forsalurinn í Eldborg en þaðan er farið með lyftu niður í Gjána. Sveigður, hallandi veggur, húðaður með ýms- um steintegundum, setur mikinn svip á forsalinn og hann nær einnig út úr húsinu. Gjáin í Eldborg. Þessi gjá, hluti af sprungusvæði Reykjanessins, var fyrir þar sem húsið stendur og nú er hún nýtt á áhrifamikinn hátt. Jarðfræðiupplýsingar eru hér veittar með margmiðlunartækni. IffflHmWTr ~T3§igHHK+ I f u t ELDBORG VIÐ SVARTSENGI ÞJÓNUSTUMIÐSTÖÐ OG AAARGMIÐLUN JARÐFRÆÐIUPPLYSINGA Göngustigur og bílastæði austan við Eldborg. Garður hlaðinn úr hraungrjóti tengir fallega saman umhverfið og mannvirkin. GREIN OG LJÓSMYNDIR: GÍSLI SIGURÐSSON ALLIR þekkja Bláa lónið sem nú er ásamt með Geysi og Gullfossi fjölsóttasti ferða- mannastaður landsins. Ekki er hins vegar víst að allir þekki þá sögu, að uppruna- lega Bláa lónið varð til í tengslum við orkuver Hita- veitu Suðurnesja í Svartsengi, sem er undar- legt örnefni þar sem ekkert er að sjá annað en úfið Illahraunið. Það rann á Sturlungaöld og er liklega yngsta jarðmyndun á Reykja- nesskaga. Tilkomumiklir og myndrænir gufubólstrar minna vegfarendur á þessum slóðum á orku- verið, en fæstir vita að þar er eitthvað annað og meira. Fólk kemur af fjöllum þegar minnst er á Eldborg, þjónustumiðstöð og miðlun jarðfræðiþekkingar, sem þar hefur risið af metnaði og glæsibrag, enda segja sumir í gamni að þetta sé bezt varðveitta leyndarmálið á Suðurnesjum. Með þessu greinarkorni og myndunum sem fylgja er ætlunin að svipta hulunni af framtakinu og gera lýðum ljóst, að Eldborg er öllum opin og að það er ómaksins virði á leið í Bláa lónið eða til Grindavikur að gera stuttan stanz til þess að fræðast um landið okkar og ekki siður til þess að sjá fram- úrskarandi hönnun, utanhúss sem innan. Vegna þess að þarna er ekkert skilti sem vís- ar veginn er vert að taka fram að ekið er framhjá afleggjaranum að Bláa lóninu, ef komið er norðan að. En þegar komið er lítið eitt framhjá orkuverinu í Svartsengi er ann- ar afleggjari til hægri og rúmgott bflastæði við húsið. Ennþá hefur ekki gefizt tími til að setja upp skilti með nafni stöðvarinnar, en verður trúlega gert innan tíðar. Eldborg hefur tvenns konar tilgang. Ann- ars vegar að þjóna starfsmönnum orkuvers- ins með setustofu, eldhúsi og mötuneyti, en 50-60 manns borða þar að jafnaði og aðstað- an leyfir að sú tala fari upp í 100. Hins vegar er kynningar- og móttökuhluti. Þúsundir gesta koma á ári hverju í Svarts- engi til að kynna sér starfsemi Hitaveitu Suðurnesja; einnig ferðamenn, skólanemar, fjölskyldufólk og sérfræðingar á ýmsum sviðum. Tfmabært þótti að skapa aðstöðu til að taka vel á móti gestum og jafnframt að veita þeim innsýn í undur fslenzkrar nátt- úru, sem hér eru allt um kring. Þessi undur birtast meðal annars í áhrifamiklum and- stæðum, þar sem mætast kraftar úr iðrum Iandsins; eldstöðvar, hraun, gróður og vatn. Þessi tvenns konar tilgangur Eldborgar hefur náðst með góðu móti. Starfsmanna- hlutinn er í beinum tengslum við orkuverið, en móttöku- og kynningarhlutinn í framhaldi af aðalinngangi við bflastæði. Þar er komið inn í forsal, en auk hans eru til hliðar tveir ráðstefnusalir og fundarsalur. Mötuneytissal starfsmanna er síðan hægt að tengja hinum sölunum. Frábær hönnun á stóru og smáu Þegar byggingin hafði verið ákveðin fór fram samkeppni meðal arkitekta og bárust 43 tillögur. Fyrir valinu varð tillaga arki- tektanna Gfsla Sæmundssonar og Ragnars Ólafssonar og nær verk þeirra ekki aðeins til þess sem sjá má innanhúss, heldur einnig til hönnunar umhverfis húsið. Lfkt og við Bláa lónið er úfin ásýnd hraunsins látin halda sér ósnortin upp að húsinu. Eitt margra fallegra smáatriða er lækjarsytra í hraunhellustokki, sem fellur f sveig meðfram hraunbrúninni við bflastæðið og gengur í samband við sveigðan vegg sem skagar út úr húsinu og nær inn í forsalinn. Þessi veggur og annar samskonar fyrir enda salarins mynda hrjúfa andstæðu við önnur bygging- arefni, enda hefur verið sprautað á þá hrafntinnu, snasa og hraunmulningi. Þessi áferð rímar vel við úfið apalhraun sunnan við húsið og samskonar áferð er í þriðja lagi á keilumynduðu útskoti út úr ráðstcfnusal. í forsal eru þrír upplýsingaskjáir og hægt að smella á margvíslegar upplýsingar um jarðfræði, svo og Hitaveitu Suðurnesja. Þar er á borði upphleypt kort af Reykjan- csskaga, en um útlit forsalarins vísast nánar til myndarinnar sem hér fylgir. Gjáin í Eldborg I forsalnum er aðeins forsmekkur þeirrar miðlunar sem sjá má f kjallaranum og sá kjallari er ekkert venjulegur, heldur mikil- fengleg hraunsprunga sem þar var fyrir og er hluti af sprungusvæðinu norðaustur eftir ► Samspil byggingarefna og góða hönnun ber hvarvetna fyrir augu við Eldborg. Góð hönnun og fallegur frágangur. Við hraunkantinn hjá bílastæðinu hefur verið búin til lækjarsytra í hraunhellustokki. Reykingamönnum hefur fundizt tilvalið að fleygja þar stubbunum sinum. + 1 O LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JÚLÍ 2000 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JÚLÍ 2000 1 lv

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.