Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Síða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Síða 20
Morgu nblaðið/Kri stinn Nýkomln tll landsins frá Ítalíu. Kór og hljómsveit Háskólans í Bologna JJp 'lf# ^ * ‘ í ; '4 fwS Hk'i ' 1 * * fsfl' ** y li ENDURFUNDIR Á ÍSLANDI Meðlimir í kór og hljómsveit hóskólans í Bologna eru staddir hér ó lanc li í boði íslenska hóskólakórsins. ítölsku tónlistarmennirnir voru gestgjaf ar Hóskóla- kórsins í maí ó hótíð sem var liður í dagskró Bologna - menningarborg árið 2000. EYRÚN BALDURS- DÓTTIR ræddi við Sverri Jónsson og Höllu Sigrúnu Sigurðardóttur úr Háskólakórnum sem hafa undir- búið mjög fjörlega dagskrá fyrirgestina. Hún ræddi einnig við Stefano Visinoni, formann ítalska kórsins, sem sýndi íslenskri matargerð mikinn áhuga. Frá lokatónlelkum hátíðarlnnar í Bologna. Hér flytja alllr háskólakórarnir sálumessu Verdls. AÐ VORU fagnaðarfundir þegar ítölsku tónlistarmennirnir hittu nokkra meðlimi úr íslenska Há- skólakórnum í Eirbergi þar sem hópurinn hefur aðsetur meðan á heimsókninni stendur. Sverrir Jónsson og Halla Sigrún Sigurð- ardóttir gátu ekki annað en gert ^okkur stutt hlé á viðtalinu til að taka við kveðjum ítalskra félaga sinna sem þau hittu síðast í maí á hátíð í Bologna. Á þeirri hátíð var háskólakórum frá níu menningarborgum Evrópu árið 2000 boðin þátttaka. Það er aðeins mánuður síðan ítölsku tónlist- armennirnir ákváðu að endurgjalda íslenska Háskólakómum heimsóknina. Þau Sverrir og Halla sögðu að undirbúningstíminn hefði því verið stuttur en hlutimir hefðu smollið saman á síðustu dögunum. „Það hafa allir í kómum lagst á eitt við að undirbúa komu þeirra. Há- skólinn útvegaði gistiaðstöðu í Eirbergi og stofnun Dante Alighieri á íslandi og Guðbjörn öuðbjömsson óperusöngvari hafa veitt okkur ómetanlega aðstoð,“ segir Sverrir. Dýnunum sem gestimir sofa á var safnað saman frá ýms- um stöðum og sérstaklega hafa hjálparsveit- imar hlaupið undir bagga í þeim efnum. „Þeg- ar hundrað manna hópur kemur óvænt í heimsókn finnur maður tilfinnanlega fyrir því að það vantar dýnuleigu hér í bæ,“ segir Halla oghlær. ítölsku tónlistarmennirnir halda tvenna tón- leika, þeir fyrri verða í dag klukkan 15.30 í Skálholtskirkju en þeir seinni á þriðjudaginn í Langholtskirkju klukkan 20. „Þetta er mjög góður kór og efnisskráin þeirra ber vott um mikinn metnað,” segir Sverrir. Stærsta verkið á efnisskránni er Requiem efitr Marice Duru- flé en meðal annarra verka má nefna óbókon- sert eftir Mozart, Siegfried-Idyll eftir Wagner Sinfonia di Bologna eftir Rossini. Ógleymanlegt þegar kórarnir sungu saman Kóramir sem komu á hátíðina í Bologna í maí voru, auk íslenska kórsins, frá Prag, Berg- en og Heidelberg. Kórinn frá Helsinki afboð- aði komu sína og að sögn Höllu hættu meðlimir í háskólakór Avignon í Frakklandi við að koma því þau töldu sig ekki nógu góð. „Þegar við fréttum það fengum við alveg í magann og fór- um að efast um að við ættum heldur nokkuð er- indi á hátíð,“ rifjar hún upp. „Þó reyndum við að vera bjartsýn eins og íslendinga er siður og það kom á daginn að allt gekk upp.“ Þegar hér var komið sögu bar að formann ítalska kórsins, Stefano Visinoni, sem var að- eins of seinn í viðtalið. Hann sagðist hafa orðið .rajög hrifinn af tónleikum íslenska kórsins á Italíu í maí og kunni vel að meta dulúðina í ís- lensku lögunum. Kórinn flutti meðal annars Raddir á daghvörfum eftir Kjartan Leifsson og ísland ögmm skorið eftir Jón Leifs. „Svo sungum við nokkra ítalska madrígala á ítölsku, sem eru létt sönglög í mörgum röddum." segir Sverrir. „Það vakti þvílíka lukku. Áhorfendur klöppuðu og stöppuðu og á eftir stóðum við bara brosandi út að eyrum.“ Hátíðinni í Bologna lauk með því að allir kór- amir sungu saman sálumessu Verdis ásamt ítölskum einsöngvurum og skólahljómsveit frá Heidelberg í Þýskalandi. Sá flutningur virtist efstur í huga þeirra Höllu og Sverris. „Það var í^akalega tilfinningaþrungin upplifun að standa innan um 150 aðra söngvara og flytja þetta verk,“ segir Halla. „Maður komst í hálf- gerða vímu,“ skýtur Sverrir inn í. „Þetta er lík- lega eina tækifærið í lífinu sem maður fær til að syngja verkið í heimalandi tónskáldsins með frábærum kór.“ íslendingarnir hressastir En hvers vegna skyldi kórinn og hljómsveit- in frá Bologna hafa ákveðið með svo stuttum fyrirvara að sækja íslendinga heim? „Það var vegna þess að íslendingamir vom alltaf hress- astir í partýjum," var Halla fljót að svara og Stefano kvað þá kenningu ekki fjarri lagi. „Reyndar var það löngu ákveðið að við fæmm til Helsinki um þetta leyti en þegar kórinn frá Helsinki afboðaði komu sína til okkar féll það um sjálft sig. Við ákváðum því að kanna hvort íslendingar væm tilbúnir að taka á móti okkur í staðinn," segir Stefano. Hann segir að ísland hafi verið mest heill- andi af þeim löndum sem þau vildu heimsækja. Ekkert þeirra vissi mikið um ísland og þau vom því mjög forvitin um land og þjóð. „Vinur minn sem sá um samskipti við kórana fyrir há- tíðina í Bologna hafði orð á því að ef hann sendi út tölvupóst til allra þátttakenda fengi hann alltaf svar frá íslendingum um hæl. Ég dró þá ályktun að annaðhvort væra íslendingar öllum stundum tengdir við Netið, eða þá að íslenski kórinn hefði langmesta áhugann á að heim- sækja okkur.“ Þessi ummæli vöktu hlátur meðal annarra viðmælenda og Sverrir sagði að þetta gæti vel passað. I framhaldi af því hófu þau að tína til sögur sem bám gestrisni ítal- anna vitni. „í Bologna var borgað undir okkur gistihús allan tímann og við fengum einnig tvær heitar máltíðir á dag. Okkur vom gefnar pizzur eftir hverja tónleika og svo fengum við Morgunblaðið/Golli Stefano Visinoni, Halla Sigrún Sigurðardóttir og Sverrir Jónsson. frítt í strætó. Það eina var að þau létu okkur labba ótæpilega mikið á milli staða,“ segir Halla. „Það var líka eina sólin sem við feng- um,“ bætir Sverrir hlæjandi við og getur ekki stillt sig um að minnast á fótaeymslin sem margir fengu í kjölfarið. „Við keyptum ömgg- lega upp allar plásturbirgðir í bænum því við vomm svo illa haldin af hælsæri. Fólk var farið að kannast við okkur þarna í búðunum.“ Brottnumin af víkingum Ljóst er að íslendingamir ætla að leggja sig í líma við að sýna ítölunum viðlíka gestrisni og þeir mættu í Bologna. „Við munum bjóða þeim heim til okkar í mat,“ segir Halla. „Við emm mun færri þannig að hvert okkar býður fimm gestum. Við ætlum einnig að fara með þau í Bláa lónið og sýna þeim Gullfoss og Geysi. Hvort sem ítölsku gestunum líkar betur eða verr munu þeir kynnast íslenskum víkingum, en þeir em sérstaklega pantaðir til að nema þessa erlendu gesti á brott. Við keyram í gegn- um Heiðmörk á leið okkar til Reykjavíkur eftir tónleikana í Skálholti. Þar munu víkingar ræna þeim með ópum og óhljóðum og flytja á Fjöra- krána í Hafnarfirði þar sem þau fá brennivín og hákarl.“ Stefano, sem er alveg grandalaus um þá at- burði sem í aðsigi em, varð tíðrætt um íslenska matargerð. „Italir spá alltaf í það hvernig mat- ur er í öðmm löndum. Við höfum fengið að vita að fólk hér borði gamlan hákarl sem hefur rotnað og drekki brennivín til að deyfa af hon- um bragðið. Svo hef ég líka heyi-t að hér leggi fólk sér til munns kindahausa." Sverrir sem líklega er einn af þeim sem upp- frætt hefur gestina um þessar matarvenjur okkar benti á að sjálfur hefði hann verið furðu lostinn yfir morgunmatnum á Ítalíu. „Það var rosalegt sætabrauð á boðstólum, vínarbrauð og annað sem maður er óvanur að leggja sér til munns á morgnana." Halla bendir á að orkan úr morgunmatnum hafi reyndar komið Sér vel í öllum göngutúranum um bæinn. Halla, Sverrir og fjöldi annarra kórmeðlima era enn að undirbúa næstu daga með gestun- um enda vilja þau að ítölsku tónlistarmennirn- ir hafi það jafn náðugt og þau höfðu það í Bol- ogna í maí. „Það getur ekki orðið annað en gaman þegar svona margir með sama áhuga- mál koma saman,“ segir Halla og að þeim orð- um sögðum drifu þau Sverrir alla með sér í göngutúr um miðbæinn. 20 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JÚLÍ 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.