Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Side 9

Lesbók Morgunblaðsins - 22.07.2000, Side 9
Teikning/Andrés frá 1975. Hár og renglulegur, með mjótt yfir- varaskegg og klæddur í þverröndóttan bol. Rauðan og hvítan. Með bjórglas í hendinni bralla ég mér á gamla manninn og býð honum upp á bjórglas. Hann þekkir hvorki haus né sporð á mér og verður dálítið undrandi í fram- an. En bara eitt augnablik, svo þiggur hann boðið feginsamlega og við sitjum í hominu hans og spjöllum um lífið og tilveruna fram að lokun klukkan ellefu. Ég banka þá aftur upp á hjá Ahmed - enginn ansar. Það er þá ekki annað að gera en taka leigubíl til Boston Manor þar sem ég á pantað herbergi á litlu og ódýru gistiheim- ili. Húsfrúin er indæl, hlær lágt í lok hverrar setningar, og herbergið stórkostlegt. Tvö rúm og sjónvarp og ketill og instant kaffi og earl grey og bollasúpa og tveir rósóttir bollar. Á veggjum eldgömul heimskort og ég tek eftir því að Astralía hefur verið einkennilega stór í gamla daga og ísland einsog héri í laginu. Á öðrum vegg stórir franskir gluggar sem opnast út í lítinn garð þar sem gosbrunnur hjalar og hægt er að tylla sér á hvítan plaststól við hvítt plastborð og plastdvergar vaka yfir sofendum. Þetta kemur sér vel því það má ekki reykja í herberginu eða húsinu yfirleitt. í kvöld er ég þó svo þreytt að ég orka ekki meiru en að hátta mig og tannbursta áður en ég skríð undir rós- ótta sæng í því rúmi sem mýkra er. Síðasta hugsunin sem rennur í gegnum hugann er að á morgun ætti ég kannski að fara niður í miðborg London og reyna að hitta á Tony á tröppunum framan við St. Pauls dómkirkjuna. Hann var að vinna í nýbyggingu þar nálægt síðast þegar ég var hér og þá hittumst við á þessum tröppum á hverjum degi milli eitt og tvö, í hádegishlénu hans. Mér finnst reyndar ólíklegt að ég hitti á hann þar - en ég hef svo sem ekkert annað að gera. Svo sofna ég. Dreymir að ég opni augun og Tony liggi sofandi við hliðina á mér í harða rúminu. Næsta morgun vakna ég snemma við skarkala í eldhúsinu. Það er hús- frúin Clea að taka til morgunverðinn minn. Ég er eini gesturinn í húsinu og hún gerir vel við mig. Þegar ég er búin að borða og taka mig til dríf ég mig út. Ég á erindi á bókasafn í Bloomsbury og tek lestina þangað. Aftur finn ég þessa gleði þegar ég sit í lestinni og á þriðju stoppustöðinni sest hjá mér gamall maður og við förum að spjalla saman um lífið, sjálft lífið! Svona er London - maður hittir fólk í lest og án þess eiginlega að átta sig á því hvem- ig það gerist er maður komin í hrókasamræður um það sem máli skiptir. Því miður get ég ekki spjallað lengi við þann gamla því hann fer úr lestinni í South Kensington, er að fara að skoða vísindasafnið einsog hann gerir alltaf á mið- vikudögum. Ég veifa honum og hreiðra betur um mig í sætinu. Nýt þess bara að fylgjast með fólki, allskonar fólki, þangað tii ég fer úr á Russ- el square og tipla léttstíg í átt að bókasafninu sem tilheyrir School of Oriental and African studies. Þar sit ég ofan í kjallara að lesa bækur um siðfræði og hagfræði þangað til tími er kom- inn til þess að athuga hvort Tony sitji með sam- lokuna sína innan um ferðamenn og dúfúr á tröppunum framan við St. Pauls. Ég þarf að skipta um lest í Holboume og það kætir mig að strákamir, sem vom stundum neðan við rúllu- stigann að spila bítlalög þegar ég fór svo oft hér um fyrir fimm vikum, em núna sveittir og ein- beittir að syngja Love me do. Það gleður mig jafnvel meir að þegar ég kem til St. Pauls, á litlu kaffisöluna þar sem ég var vön að kaupa mjólk- urkaffi í frauðglasi, muna menn eftir mér. Ég þarf ekki að segja neitt, bara brosa og skipta á pundi og kaffinu, veifa í kveðjuskyni og arka í átt að aðalinngangi dómkirkjunnar. ar sitja margir menn í gulum vestum með hjálma á höfðinu, en enginn Tony. Og þeir em búnir að loka St.Pauls café svo ekki er hann þar. En þar sem ég sit og sötra á heitu kaffinu sé ég Tom. Hann sat alltaf á tröppunum með okkur, rauðhærður og fámáll, utan einu sinni þegar hann vafraði eitthvað af stað með vasadiskó á höfðinu, lagðist á bekk og ætlaði að njóta veðurblíðu og Ijúfra tóna. Hann var ekki búinn að liggja lengi á bekknum þegar einn fjölmargra lögregluþjóna sem em við ör- yggisgælsu á þessum slóðum pikkaði í öxlina á honum og vildi vita hvað hann væri að gera. Það lá auðvitað í augum uppi, hann bara lá á bekk að hlusta á tónlist. En lögregluþjónninn var ekki sáttur, þetta er jú vemdað svæði, og heimtaði að fá að sjá skilríki. Tom auminginn var ekki með nein skilríki á sér en gat sér þess til að hægt væri að sýna blessuðum manninum ör- yggisskírteinið sem vinnuveitendurnir útbúa fyrir alla starfsmenn sína. Þegar til kom fannst það ekki og Tom lenti í tómum vandræðum með að snúa sig út úr öllu saman. Svona er nú passað vel upp á túrista í miðborg London. Jafnvel sak- leysingjar sem liggja á bekk að hlusta á tónlist em litnir grunsemdaraugum. En Tom getur ekki orðið mér að liði. Hann hefur ekki séð Tony síðan ég sat með honum síðast á tröppunum. Hann hefur greinilega ver- ið færður á annað byggingarsvæði. Ég hafði allt eins átt von á þessu en samt er ég dálítið von- svikin. Nú er ekki annað að gera en koma sér aftur til Acton og sitja um hann heima hjá Ahmed, ná honum þegar hann kemm’ heim úr vinnunni. Ég fer úr lestinni á Chiswick park-stöðinni. Þar einsog annars staðar í London iðar allt af lífi; gamall blómasali í köflóttri skyrtu veifar búnti af gulum rósum, blaðsölukona kallai- upp helstu fyrirsagnir blaðanna, unglingspiltur reynir að freista mín með ávöxtum sem er snyrtilega raðað á vagninn hans. Svæðið í kringum Chiswick park er grænt, stórar flatir þar sem fólk flatmagar í blíðviðrinu, sparkar bolta, skokkar eða viðrar hundana sína. And- rúmsloftið er afslappað og ég fer mér að engu óðslega. Klukkan er rétt þrjú og Tony kemur ekki heim úr vinnunni fyrr en í fyrsta lagi klukkan fimm. Ég ákveð þess vegna að fá mér samloku og kaffi á litlu kaffihúsi. Ég sæki mér líka dagblöð en nýt svo þessa áhyggjuleysis sem fylgir því að ráfa um stórborgina, ein og öllu óháð, að ég vil ekki spilla því strax með því að fá óheillafréttir utan úr .heimi. Þess vegna liggja blöðin óhreyfð á borðbrúninni. Við borð mér á hægri hönd sitja tveir menn og kona - ung hjón og sölumaður sem ætlar sér greinilega að narra þau til þess að kaupa eitthvað. Trygg- ingar skilst mér helst. Hjónin eru frekar áhuga- lítil í framan. Vinstra megin við mig situr maður á miðjum aldri og les risastórt dagblað. Eftir skamma stund brýtur hann það saman og réttir mér spyrjandi á svipinn. Ég segi honum einsog er að ég sé ekki í skapi fyrir fréttir - hann bros- ir skilningsríkur og svo förum við að spjalla saman. Hann spyr mig mikið um ísland - um hveri og eldfjöll og jökulhlaup og víðáttuna. Hann veit meira en flestir sem ég hef hitt hing- að til - það gleður mig dálítið. En ég hef ekki eirð í mér tíl þess að sitja lengi á spjalli og um það bil hálftíma síðar sting ég mér út í sólina aftur. Geng í hægðum mínum niður Acton Lane - heim til Ahmeds og banka. Klukkan ekki nema fjögur en Ahmed er kannski heima. Glugginn á herberginu hans er opinn og ég heyri óminn úr sjónvarpinu út á gangstétt - en hann svarar ekki. Stundum er hann í svona ein- kennilegu skapi og nennir ekki til dyra. Ég rölti þá aftur af stað, inn á bar neðst í götunni sem heitir The Duke of Sussex. Þar eru tvær tölvur og ég kaupi mér aðgang, les tölvupóst frá Finn- landi, Skotlandi og Islandi. Geri sjálf grein fyrir ferðum mínum í stórborginni. Klukkan fimm tölti ég svo aftur niður götuna - banka enn hjá Ahmed, ekkert svar. Ég bregð þá á það ráð að setjast inn á The Stag, skrifa skilaboð til Tony og bið hann að hitta mig á Vindmvllunni klukk- an átta, sloka úr einum bjór með OLeary sem er á eilífum hlaupum eftir skiptimynt. Fer svo og sting orðsendingunni inn um bréfalúguna hjá Ahmed, kem aftur á írska barinn góða og held áfram að spjalla við gamla manninn. Hann dreymir alltaf um að snúa aftur heim til írlands, á samt ekki von á því að hann geri það nokkumtíma héðan af. En eitt biður hann mig um; þegar ég er dauður er mér sama hvað þeir gera við mig svo lengi sem þeir skera úr mér hjartað og senda það heim til írlands. Hjartað verður að grafa á írlandi, skítt með restina. Heldurðu að þú sjáir um þetta fyrir mig þegar þar að kemur? Ég lofa því, þó ég þykist viss um að ég verði aldrei í aðstöðu til þess að efna þetta loforð. Kannski kem ég ekki einu sinni til með að vita af því þegar hann deyr. Klukkan hálfátta rölti ég svo af stað, dálítið hífuð og óskaplega glöð, í átt að Vindmyllunni. Raula Vér göngum svo léttirílundu á leiðinni. Við barborðið situr sam- kynhneigði vinur minn, James, og ég kasta kveðju á hann meðan Ted dælir Fosters í glas fyrir mig. Ur hátalara í loftinu ómar lagið sem minnir mig alltaf á London - Leaving on a jetplain. Ég veit að við Tony komum til með að syngja þetta lag í karókí næsta föstudagskvöld, líka á laugardags- og sunnudagskvöld ef ég þekki okkur rétt. í þann mund sem ég dreypi á bjórnum er hurðinni hrundið upp og Tony stormar inn um dyrnar, undimnin uppmáluð. Höfundurinn er mastersnemi í alþjóðasiðfraeði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 22. JÚLÍ 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.