Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Page 6
ISLENSKUR GULLSMIÐUR EINI UTLENDINGURINN I FELAGSSKAP DANSKRA SILFURSMIÐA Það mun vera mikill heið- ur fyrir gullsmið að vera boðin þátttaka í félags- skap silfursmiða.TfeÍagi' danskra silfursmiða er einn gullsmiðurog hann er ennfremur eini út- lendingurinn í hópnum; íslendingurinn Pétur Tryggvi. MARGRÉT SVEINBJÖRNSDÓTTIR sótti hann heim á verk- stæði hans í Gentofte og spurði hann út í fagið og ferilinn. VÐ aðalgötuna í Gentofte - sem vitanlega heitir Gentoftegade - hefur lengi verið gullsmíðaverkstæði og -verslun í húsinu númer 68. Þar ræður nú ríkjum gull- og silfursmiðurinn Pétur Tryggvi, sem hefur verið búsettur í Uanmörku síðan 1988. Fyrst um sinn var hann með verkstæði heima en hús- næðið á Gentoftegade keypti hann árið 1992 af gömlum gullsmið sem þá var að hætta störfum. „Hér hafði þá verið gullsmiður í um áttatíu ár,“ segir Pétur, sem í fyrstu hafði einungis í hyggju að mála og flytja svo inn en komst fljótt að því að meira þurfti til. Svo fór að hann fékk Pálmar Kristmundsson arkitekt til að endur- skipuleggja og innrétta húsnæðið frá grunni og óhætt er að segja að það hafi breytt um svip. Grófur múrsteinn, járn, glóandi hraun og gler setja svip sinn á verslunina og á einum veggn- um gefur að líta feiknastórt og fagurblátt mál- verk eftir færeyska myndlistarmanninn Trónd Patursson. Inn af versluninni er verkstæði Pét- urs, þar sem hann smíðar jöfnum höndum fín- gerða skartgripi fyrir kröfuharða kaupendur í Japan, kaleika og annað kirkjusilfur fyrir ís- lenskar kirkjur - og stóra og smáa gripi úr silfri, sem hann hefur að undanförnu sýnt á samsýningum danskra silfursmiða við góðan orðstír. Silfursmiðir halda fast við handverkið Segja má að Pétur hafí gullsmíðina í blóðinu, því hana lærði hann hjá föður sínum, Hjálmari Torfasyni gullsmið. Seinna hélt hann til náms í Gullsmíðaháskólanum í Kaupmannahöfn „og þá fyrst kynnist ég því hvað silfursmíði er,“ segir hann og bætir við að reyndar sé það við- tekin skoðun meðal silfursmiða að gullsmiðir geti ekki smíðað úr silfri nema skartgripi. Sjálfur segist hann alltaf hafa notað hamar við gullsmíðina - sem er annars ekki vel séð í því fagi - og það hafi auðveldað honum aðganginn að silfrinu, þar sem hamarinn gegnir lykilhlut- verki. „Nú er ég ekki með sveinsbréf í silfursmíði en kollegar mínir í silfursmiðahópnum vilja eiginlega heldur kalla mig siifursmið en gullsmið. Nú orðið gengur gullsmíði mest út á að steypa en það hefur ekkert með smíði að gera. Það er þetta með smíðina og handverkið sem silfursmiðirnir vilja halda fast við,“ segir Pétur. Hann talar um þrennskonar tækni í silfursmíðinni: „I fyrsta lagi er það dýpkun, þar sem maður slær alla plötuna upp innan frá á einu járni, í öðru lagi uppdráttur, en þá er plat- an slegin upp utan frá á tré, og í þriðja lagi er svo það sem ég kalla að „klippa og kh'stra" - þegar silfrið er klippt niður og lóðað saman eða brennt - og í mínum augum á það ekkert skylt við smíði.“ Byggist ó tilfinningu og æfingu Vinna með stórar silfurplötur eins og Pétur er að kljást við þegar blaðamaður heimsækir hann útheimtir mikil líkamleg átök. Hann sam- sinnir þegar hann er spurður hvort það sé ekki hörkupúl að vinna með svo stórar plötur og „Draumurinn" er titillinn sem Pétur Tryggvi hefur valið þessu verki úr sterlingssilfri og 18 karata gulli sem hann vann á verkstæðissýningunni í Herning á síðastliðnum vetri og sýndi einnig á sýningunni Danskt silfur 2000 á Koldinghus í sumar. Lengd 60 sm. „ÉGVILHELDURHLÆJA ÚT UM LÍTINN GLUGGA EN GRÁTA ÚT UM STÓRAN" Kanna úr sterlingssilfri með hanka úr 18 karata gulli. Hæö 33 sm. Nú í eigu safnsins í Koldinghus. bætir við að svo krefjist það kerfisbundinnar nákvæmni. „Maður verður að hitta með hamr- inum nákvæmlega þar sem platan nemur við steðjann, annars beyglast hún bara. Maður sér ekki steðjann undir plötunni, svo allt byggist þetta á tilfinningu og æfingu," segir hann og bætir við að það sé langt frá því að silfursmiður sé útlærður þegar ha.nn fær sveinsbréfið, það sé eiginlega fyrst þá sem hann byrjar að læra - af reynslunni. „Og reynslu getur maður ekki lært af bókum, silfursmíðin byggist á því sem hefur verið kallað „leaming by doing“. Það tek- ur mjög langan tíma þangað til maður getur í alvöru farið að kalla sig silfursmið. Og þess silfursmiðir í hópnum.Pétri Tryggva var boðin innganga árið 1995. Hann þáði boðið með þökkum enda mikill heiður fyrir hann sem gullsmið - og ekki síður sem útlending - að vera boðin þátttaka í félagsskap danskra silfursmiða. A þessu ári hefur sýning- arhópurinn verið sérlega virkur og staðið fyrir tveimur stórum og vel sóttum sýningum í Danmörku og á næsta ári er stefnan tekin á Berlín. Morgunblaðið/Margrét Sv. í þessum kaleik mætast þrjú ólík efni; sjálfur bikarinn er úr silfri, bankaður upp úr einní plötu þannig að botninn er miðjan á plötunni, stílkurinn er úr 18 karata gulli og fótinn sagaði Pétur út úr gamalli rennusteinsrist. vegna er það sem flestir silfursmiðir fara út í einhverja aðra vinnu - það er ekki nema einn og einn sem nennir að standa í þessu því þetta er mikið þolinmæðisverk,“ segir Pétur. Enda var svo komið um miðjan áttunda ára- tuginn að silfursmíðafagið var hættulega nærri því að deyja út í Danmörku - en áður fyrr hafði hróður dansks silfurs borist um veröld víða. Þá var það að þeir silfursmiðir sem þó voru eftir ákváðu að hefja fagið aftur til vegs og virðingar og stofnuðu sýningarhópinn Danske splvsmede, sem síðan hefur staðið fyrir reglu- legum sýningum og kynningu á faginu. Stofn- endurnir voru ellefu talsins og nú eru sextán Fagleg vakning Það var þáverandi formaður Danske splvsmede og einn af stofn- endum hópsins, Ib Andersen, sem bauð Pétri að ganga í hópinn. „Þá hafði hann séð kirkjusilfrið sem ég gerði fyrir Vídalínskirkju í Garðabæ," segir Pétur og bætir við að Ib And- ersen hafi einmitt verið skólastjóri Gullsmíðaháskólans þegar hann var þar við nám. „Alla tíð síðan höfum við verið mjög góðir vinir en hann dó í maí í vor, aðeins 68 ára gamall. Það er stórt skarð höggvið í hóp silfursmiða hér við fráfall hans, því hann hefur borið þetta fag á herðunum," segir Pétur, sem nú er sjálfur kominn inn í stjórn félagsins og farinn að vinna af krafti að framgangi silfursmíðinnar, m.a. með því að fá nýtt blóð inn í hóp- inn og stuðla að faglegri vakningu. Meðalaldurinn í faginu hefur verið býsna hár og Pétur er með þeim yngstu, 44 ára gamall. „Sú yngsta er 29 ára en annars er meðalaldurinn um 60 ár,“ segir hann. Danskir silfursmiðir hófu árið 2000 með því að halda fimm mánaða verkstæðissýningu á Listasafninu í Herning á Jótlandi. Fimm silf- ursmiðir unnu í einn mánuð hver á opnu verk- stæði á safninu, þar sem gestir og gangandi gátu fylgst með þeim að störfum, auk þess sem sett var upp sýning með verkum þeirra allra. Fyrstur til að vinna á opna verkstæðinu var einmitt Pétur Tryggvi, sem var þar að störfum allan janúarmánuð. Þar gátu safngestir séð listaverk verða til, stórt og mikið silfurfat með gullskál ofan í, en verkið gefur einmitt að líta hér á síðunni. A eftir honum fylgdu svo silfur- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.