Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Qupperneq 9
hann að menn í Berlín og Model marskálkur vissu um samning hans við uppreisnarmennina. Hann hafði ekki framkvæmt neina af skipunum þeim sem herforingjaráðið í Berlín hafði sent honum. Hann hafði ekki enn fyrirskipað eyði- leggingu einnar einustu verksmiðju í París. Hann hafði fyrir stuttu fengið enn eina skipun- ina frá herforingjaráðinu þar sem Jodl hers- höfðingi fyrirskipaði að tafarlaust yrði byrjað að eyðileggja allar brýr í París. Choltitz var ekki í vafa um að menn tortryggðu hann í Berh'n. Hann áttaði sig á því að á 29 ára for- ingjaferli sínum hafði hann nú í íyrsta skipti gerst sekur um óhlýðni. Hann íhugaði orð Robert Ley um Sippenhaft-lögin. I þunglyndi sínu og einmanleika fannst Choltitz honum hafa mistekizt verk sitt í París. Choltitz var haldinn stanzlausum efa. Efa um agareglur prússnesks herforingja, trú sína á ör- lög Þýzkalands og fyrst og fremst efa um stjórnanda Þriðja ríkisins. Sú hugsun lét hann ekki í friði að maðurinn sem hann hafði heitið hollustu væri vitskertur. Choltitz grunaði að hann hefði ekki verið sendur til Parísar til að verja borgina heldur eyða henni. Það var gott og gilt hemaðarhlutverk að verja París fyrir fjandmönnunum en að eyða borginni þjónaði engum hernaðarlegum tilgangi og var ógem- ingur að réttlæta. Hann gmnaði að vitfirringur- inn í Berlín ætlaðist til þess að hann tortímdi borginni og sæti síðan í öskunni og tæki afleið- ingunum. Hann var tilbúinn að deyja í París sem hermaður en ekki sem glæpamaður. Að- eins eitt svar virtist við þeim ægilega vanda sem Choltitz var í, að Bandamenn brunuðu til borg- arinnar og frelsuðu hana. Hann hafði þá um daginn frétt frá Kurt von der Chevallerie hers- höfðingja að her hans sem verjast átti fyrir utan París hefði verið fluttur annað. Þetta þýddi að ef Bandamenn kæmu nú til Parísar yrðu þeir fyrir lítilli mótstöðu. Bandamenn beðnir um hjólp 22. ágúst færðist uppreisnin í borginni stöð- ugt í aukana. Þýzkir skriðdrekar voru á sveimi víðsvegar um borgina og réðust á götuvirki uppreisnarmanna, hvert á fætur öðm. Von Choltitz boðaði Nordling ræðismann á skrifstofu sína. Hann lýsti yfir óánægju sinni með vopnahlé hans. Nordling benti á að and- spymuhreyfingin í heild hlýddi aðeins skipun- um eins manns, de Gaulle hershöfðingja, og hann væri trúlega einhvers staðar í Normandí um þessar mundir. Choltitz spurði þá ræðis- manninn hvers vegna í ósköpunum einhver færi ekki og talaði við manninn. Andartak vissi Nordling ekki hvernig hann ætti að bregðast við þessum orðum. Hann spurði loks hvort Choltitz gæti gefið honum heimild til að ferðast um víglínur Þjóðverja til fundar við Banda- menn. „Hvers vegna ekki?“ spurði Choltitz. Nordling varð furðu lostinn. Hann lýsti því strax yfir að sem hlutlaus stjómarerindreki væri hann tilbúinn að takast á hendur slíka ferð. Choltitz kinkaði kolli. Hann skýrði því næst frá þeirri klípu sem hann var í. Hann hefði feng- ið hverja skipunina á fætur annarri um að hefja eyðileggingu Parísar en hunsað þær allar. Hann hefði einnig fengið ítrekaðar skipanir um að brjóta uppreisnina á bak aftur með hrotta- legum aðferðum, jafnvel þótt það þýddi eyðingu heilla borgarhverfa. Þessar skipanir hafði hann einnig hunsað - enn. Hann sagði Nordling að hann yrði bráðlega að framfylgja skipununum ella yrði hann settur af eða jafnvel handtekinn. Hann sagði við Nordling að hægt væri að hand- taka hann fyrir drottinsvik fyrir það sem hann vildi að Nordling gerði, því í raun og vera væri hann að biðja Bandamenn um að hjálpa sér. Því næst skrifaði Choltitz niður á blað heimild Nordlings til að fara um víglínur Þjóðverja. Ef þeir yrðu stöðvaðir sagðist hann vera tilbúinn að endurtaka heimildina í síma, þótt honum væri það óljúft. Þegar Choltitz fylgdi Nordling til dyra fannst honum sem þungu fargi væri létt af samvisku sinni. Hann gerði sér þó grein iyrir að ef hann fengi liðsauka myndi hermannssæmd hans neyða hann til að loka borginni fyrir Banda- mönnum. En hann hafði fundið leið til að vara Bandamenn við og ef þeir brygðust ekki fljótt við bæra þeir ábyrgð á eyðingu Parísar gagn- vart sögunni en ekki hann. Fljótlega eftir fund þennan lagði leiðangur Nordlings af stað til Normandí. Eftir langan akstur en litla erfiðleika kom leiðangurinn til Normandí 23. ágúst. Omar Bradley, hershöfðingi í Bandaríkjaher, til- kynnti að þá þegar hefði 4. bryndeild Frjálsra Frakka langt af stað til Parísar auk 4. fótgöngu- liðsdeildar Bandaríkjahers. Choltitz hafði nú fengið enn eina ítrekunina um að brjóta uppreisnina í borginni á bak aftur án nokkurrar miskunnar. I þetta skipti komu skipanirnar beint frá Hitler og vora ruddalegri en nokkru sinni áður. Choltitz var skipað að berja uppreisnina niður með öllum hugsanleg- um raddaaðferðum sem tiltækar væru, þ. á m. eyðingu heilla borgarhverfa og opinberam af- tökum uppreisnarforingja. Loks var enn og aft- ur ítrekað að ef Bandamenn næðu borginni Hermenn von Choltitz þramma fyrir utan höfuðstöðvar hans í Hotel Meurice. spymuhreyfingin reyndi að taka hótelið, en ef reglulegir hermenn kæmu fyrst skyldi gefist upp eftir að nokkram skotum hefði verið hleypt af. Choltitz fangi Stuttu síðar komu fyrstu frönsku hermenn- irnir til Hotel Meurice. Choltitz sat á skrifstofu sinni ásamt helstu foringjum sínum. Hann var sáttur við sjálfan sig. Hermenn hans fram- kvæmdu á þessari stundu skipanir foringjans um að berjast til síðasta skothylkis. Hermanns- sæmd hans hafði ekki beðið hnekki og þegar hann væri orðinn fangi gæti hann með sæmd gefið skipun um uppgjöf. Jafnframt gæti hann beðið dóms sögunnar án ótta eða smánar. Hann hafði ekki látið hefnigjaman Hitler gera sig að böðli þessarar fögra borgar. Hann taldi í ein- lægni að hann hefði þjónað nafni sínu og þjóð rétt í París. Stuttu síðar komu frönsku hermennimir inn á skrifstofuna og handtóku Choltitz og foringja hans. Sendiboðar vora því næst sendir út um borgina til að tilkynna uppgjöfina. Farið var Von Choltitz undirritar uppgjöf þýzka setuliðsins í París. mættu þeir ekki finna annað en algera rústa- breiðu. 24. ágúst fékk Choltitz enn eina fyrirskipun- ina frá yfirherstjóminni í Berlín um að mola miðstöðvar uppreisnarinnar með öllum tiltæk- um ráðum, þ.á m. loftárásum og íkveikju- árásum. Hafði 3. flugflota Þjóðverja verið skip- að að gera miklar loftárásir á þá hluta borgarinnar þar sem uppreisn væri. Þetta þýddi að gera þyrfti loftárásir á nær alla borg- ina. París yrði önnur Varsjá. Choltitz tókst með naumindum að fá yfirmenn flugflotans til að endurskoða skipanimar af þeirri ástæðu að borgin væri full af þýzkum hermönnum. París frelsuð Síðar þennan dag nálguðust fyrstu skrið- drekar Bandamanna borgarmörk Parísar. Þeir höfðu mætt töluverðri mótspymu áður en kom- ið var til borgarinnar og misst nokkuð af skrið- drekum. Takmark þeirra var að komst á sem allra skemmstum tíma til miðbiks borgarinnar. Á leið sinni að þessu marki sínu mættu þeir einnig töluverðri mótspymu og nokkra tjóni, en hersveitir Choltitz vora þó mjög dreifðar vegna uppreisnar andspyrnuhreyfingarinnar. 25. ágúst rann upp og harðir bardagar geis- uðu um alla París. Mikið mannfall hafði orðið á báða bóga. Bandamenn vora þó smám saman að ná yfirhöndinni, bæði vegna töluvert meiri mannafla og einnig sökum þess að hersveitir Choltitz þurftu bæði að berjast við Bandamenn og andspyrnuhreyfinguna. Um morguninn sendu Frjálsir Frakkar Choltitz úrslitakosti um uppgjöf en hann neitaði að taka við úrslitakostum. I höfuðstöðvum Hitlers í Rastenburg fékk Hitler nú loks að vita hversu alvarlegt ástandið væri í París. Hann gjörsamlega umturnaðist í bræðiskasti og öskraði á herforingjana að Bandamenn mættu ekkert finna í París nema rústabreiðu. Hann spurði í móðursýkislegu brjálæði hvers vegna skipanir hans hefðu ekki verið framkvæmdar. Hann heimtaði að fá tafar- laust að vita hvort París væri í ljósum logum eða ekki. Strax var haft samband við höfuðstöðvar Models marskálks og ítrekaðar skipanirnar um að breyta yrði París í rústahrauk ef Bandamenn næðu borginni. Ennfremur fyrirskipaði Hitler að öllum tiltækum flugskeytum af gerðunum V-1 og V-2 í Frakklandi skyldi þegar skotið á París til að hjálpa til við eyðilegginguna, auk þess sem allar tiltækar þýzkar flugvélar skyldu ráðastáborgina. Á meðan á þessu gekk hafði Choltitz tekið ákvörðun sína dapur og þreyttur. Hann gat ekki dæmt menn sína til dauða í löngum og til- gangslausum bardögum sem gerðu engum gagn. Hann hafði þá nokkra áður fengið þær upplýsingar frá yfirstjórn þýzka hersins á vest- urvígstöðvunum að ekki yrði með neinu móti mögulegt að koma setuliðinu í París undan ef Bandamenn tækju borgina. Hann fyrirskipaði því að höfuðstöðvamar skyldu varðar ef and- með Choltitz út úr hótelinu í átt til næstu bif- reiðar. Frönsku hermennirnir áttu fullt í fangi með að verja fanga sína fyrir æstum mannfjöld- anum. Úr öllum áttum var reynt að hrifsa til Choltitz og hrákinn og níðyrðin dundu á honum eins og haglél. Choltitz sætti sig við reiði hefni- gjams múgsins, virðulegur og án þess að láta sér bregða. Loks var komizt með Choltitz í gegnum múginn í bifreiðina sem beið hans. Stuttu síðar undirritaði hann skriflega uppgjöf sína, áður en hann var fluttur í fangabúðir í Bandaríkjunum. Herforingjar von Choltitz vora sendir út um borgina til að fyrirskipa afskekktum þýzkum virkjum að gefast upp. Smám saman gáfust virkin eitt af öðra upp. 26. ágúst hringdi Jodl hershöfðingi til höfuð- stöðva Models marskálks. Model marskálkur var ekki við en herráðsformaður hans, Hans Speidel hershöfðingi, svaraði. Jodl skipaði honum að framkvæma þegar skipanirnar um að láta flugskeytum rigna yfii’ París frá yfir hundrað skotstöðum í Frakklandi. Speidel lagði tólið á og ákvað þegar að gleyma þessum skip- unum. Stuttu síðar var hann handtekinn af Gestapo. Hann var m.a. spurður um aðild hans að samsærinu gegn Hitler og sat í þýzku fang- elsi til stríðsloka. 28. ágúst var hafið sakamál gegn Choltitz og meintum vitorðsmönnum hans í þýzka ríkisrétt- inum vegna agabrota í París, en þar sem ekki var hægt að útiloka að Choltitz hefði bragðizt vegna þess að hann hefði særzt var fjölskylda hans ekki gerð ábyrg fyrir gerðum hans. Dietrich von Choltitz var látinn laus úr fanga- búðum í apríl 1947 eftir tveggja ára og átta mánaða dvöl þar. Þegar hann kom aftur til Þýzkalands varð hann fyrir lítilsvirðingu frá ýmsum fyrrverandi samherforingjum sínum og skrifaði þá bókina Brennur París? (Brennt Pai’- is?) 1951, þar sem hann varði gerðir sínar og óhlýðni við leiðtoga sem hann taldi vera orðinn vitskertan. Von Choltitz lést 4. nóvember 1966 í Baden-Baden í Vestur-Þýzkalandi. IIEIMILDIK: Compton’s Interactive Encyclopedia, Compton’s New Media, Inc. Encyclopedia Britannica, Encyclopedia Britannica, Inc. http-yAvww.paris.org Larry Collins & Dominique Lapierre, Brennur París?, 1965 The New Universal Encyclopedia, The Educational Book Co., Ltd. Þorsteinn Thorarensen, De Gaulle, 1963 Höfundurinn býr á Skagaströnd. ELÍSABETJÖKULSDÓTTIR UÓÐ TILNÍNU BJARKAR ÁRNADÓTTUR 7.6.1941-16.4. 2000 Hún Nína er dáin og það er þögn allt í kring nm mig og brot, já allt fullt af brotum sem liggja einsog hráviði allstaðar, Þvíþrátt fyrir allt tókst henni að skapa heim, skapa heim utan um okkar sam- band, brothættan, úrgleri, ognú erhann sprunginn ogenginn rekurlengur upp skellihlátra íþessum heimi, eða kemurmeð lævísa, jafnvel kvikindislega athugasemd, hveturmann til dáða, huggarmann, fussar jafnvel, les ljóð með rómantískum streng, kallar mig Ellu Stínu, segist vilja deyja og biður mann um að koma, biður mann um að hlusta, biður mann um að bjóða sér í kjöt- súpu, til að finna bragðið af lífinu, sem þrátt fyrir allt, brann á hennar vörum, þessi kona, þessi kona, og þarna sá ég þig síðast, svartklædda með skartgripi að drýgja dáð, hetjudáð, þú svona veik, að fara að lesa sögu í útvarpið og tæknimaðurinn grét, grét á bak við glerið. Til að elska Ég veit ekki til hvers ég er fædd en það fyrsta sem ég tek eftir eru þessar hendur, hvílíkar hendur. Og blá augun sem kunna ekki að fela. Bogadregin lína við mjaðmirnar oghárið. Og varir mínar, óseðjandi. En meðþennan líkama dettur mér í hug að ég hljóti að vera fædd til að elska. Ljóð Ég hef misst af bláberjunum og haustlaufið erfarið að íjúka. Egmissti af öllu, sumrinu, haustinu ogkannski dey égí vetur, eða hverju skyldi hann hafa svarað ef éghefði spurt hann hvort hann vildi sofa hjá mér? Höfundur erskáld. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 23. SEPTEMBER 2000 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.