Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Side 17

Lesbók Morgunblaðsins - 23.09.2000, Side 17
Sigrún Einarsdóttir og Sören S. Larsen við verk sem eru á sýningunni. Hvers vegna hafið þið ekki haldið einkasýn- ingu í allan þennan tíma? „Við erum með mikið bákn á bakinu þar sem verkstæðið er. Eins og aðrir listamenn vinnum við þessa gripi í frítímanum. ísland er lítið land og þótt kollegar okkar erlendis geti unnið eina sýningu og flutt hana milli staða, vegna þess að markaðurinn er svo stór, er það ekki hægt á Islandi. Hér vinnur þú ný verk fyrir hverja sýningu og getur ekki sýnt þau aftur á næstu sýningu. Það er því töluvert átak íyrir okkur og mikil vinna að undirbúa svona sýningu og við höfum bara kvöldin og helgarnar til þess.“ Listsköpun og þróun Á sýningunni eru litríkir og gullfallegir skúlptúrar sem Sören segist hafa unnið lengi að. „Það er engin ný hugsun í þeim hjá mér en nokkur þróun,“ segir hann. „Ég hef verið að breyta tækninni. Fyrst var ég aðeins með kringlótt form en nú hef ég breytt forminu og er með þríhyrninga. Ég slípa glerið líka meira en áður. Skúlptúrinnsem ég kalla „Himna- stiga“ eru eins konar framhald af skúlptúr sem ég gerði 1984 og er kallaður „Himnavatn". Hann er eins konar gluggaverk í nælonvír en núna tengi ég diskana með járni. Það er sagt að rithöfundar séu alltaf að skrifa sömu söguna og það á við um alla lista- menn. Sagan þróast bara og breytist eftir því sem listamaðurinn þroskast og nær betri tök- um á því listformi sem hann vinnur við. „Ég dáist alltaf að því fólki sem getur þróast á hraða snigilsins," segir Sigrún, „vegna þess að ég er alltaf á ferðinni. Þetta er svo lítið þjóð- félag sem kallar stöðugt á nýjungar vegna þess að hraðinn er svo mikill hér. Það er frekar erf- itt fyrir listamann að fá að þróast hér hægt og rólega vegna þess að þá er sagt að hann sé allt- af að gera það sama. Það þarf því nokkuð sterk bein til þess að halda ótrauður áfram á sinni braut.“ Listhandverksmaðurinn „Hjá mér er það handverkið sem er númer eitt, tvö og þrjú,“ segir Sören. „Ég lærði múr- verk áður en ég fór í listnám og lærði keramik. Ég lít fyrst og fremst á mig sem listhandverks- mann og vil alls ekki kalla mig listamann. Ég ber mikla vii'ðingu fyrir handverkinu. Ég hef lært að blása gler og það sem mér finnst svo skemmtilegt er að vinna með gler sem er 4.000 ára gamalt, jafnvel eldra. Það sem er svo gam- an er að það eru stöðugt að opnast nýjar dyr, nýir möguleikar. Glerið er mjúkt og mjög sveigjanlegt form en jafnframt svo erfitt efni að maður er eins og Lísa í Undralandi og veit aldrei á hverju er von næst.“ Hvernig tilfinning er það að sýna aftur eftir sextán ára hlé? „Nú þegar þetta er komið á koppinn finnst okkur þetta mjög spennandi, okkur finnst þetta dálítið eins og endurkoma. Við erum búin að vera svo einangruð og vernduð á verkstæð- inu okkar og upplifum þetta því eins og við séum að kasta okkur út í hringiðuna. En þette er mjög gott hús og þetta er svo gaman að víí erum þegar búin að ákveða aðra sýningu.“ • • Morgunblaðið/Ámi Sæberg Karólína Lárusdóttir sýnir minningar sínar í málverkum. „Prestarnir eru bara tákn. Tákn fyrir hvern- ig andrúmsloftið var á þessum tíma þegar embættismenn þóttu mjög merkilegt fólk.“ Hvað með sveitina og garðana og bílinn við hliðið? „Það eru tvær myndir þarna sem eru sumar- bústaðarmyndir. Þú myndir ekki trúa því en við vorum með sumarbústað í Fossvoginum. Það var úti í sveit og það var alltaf verið að gera eitthvað við garðinn þar. Eitt sinn kom stór bíll með fullt af mönnum og jarðýtu eða gröfu. Ég man ekki hvað þeir voru að gera en það leit flott út. Hin myndin frá sumarbústað- num er óljós minning af því að einn daginn stóðu einhverjir menn við hliðið og mamma og Leija voru að segja þeim að fai'a í burtu.“ Leija? „Leija fylgdi fjölskyldunni í áratugi. Hún ýtti pabba fram og til baka í barnavagni þegar hún var fimmtán ára og seinna passaði hún okkur bömin hans. Hún var barnapía fyiir þrjár kynslóðir og hluti af stórfjölskyldunni. Hún var alltaf í peysufötum, þar til seinustu árin, og með peysufatafléttur. Hún hló alltaf þessi lifandis ósköp og var aðalmanneskjan í öllum veislum, spjallaði við alla og skemmti sér manna best. Hún gifti sig aldrei eða eignaðist börn. Hún bara flutti inn í fjölskylduna okkar og fylgdi henni alla tíð.“ Geirmundur og fleiri karakterar Karólína bendir á eina mynd og segir: „Þessi mynd heitir Geirmundur kemur með matinn frá Hótel Borg. Ég hugsaði með mér hvort ég ætti að þora að mála hana - en það eru einmitt myndimar sem maður á að mála, þessar sem maður þorir ekki að mála. Þegar við vorum krakkar, lét mamma alltaf senda mat í hádeginu frá Hótel Borg. Hún gat hringt niður á Hótel Borg, fengið matseðilinn og valið hvað hún vildi fá í hádeginu. Við höfð- um vinnukonu sem lagði á borð. Svo kom Geir- mundur og sótti pottana og fór með þá niður á Hótel Borg þar sem kokkamir settu mat í þá og hann kom heim með þá, glóðheita í bflnum og við borðuðum matinn frá Hótel Borg. Þetta gerði mamma vegna þess að pabbi átti Hótel Borg. Hvort mamma áttaði sig á því eða ekki, þá var þetta alger skandall. Að hún skyldi ekki elda matinn sjálf, var auðvitað algert tabú. Og hún bakaði aldrei. Það var hvíslast á um þetta í skólanum og var alveg hræðilega pínlegt fyrir okkur. Geirmundur var karakter. Hann kvæntist aldrei og vann fyrir Feldinn. Pabbi og maður- inn sem bjó á efri hæðinni á Hagamel 10, ráku fyrirtæki sem hét Feldur, þar sem það besta var selt sem til var í þá tíð, til dæmis kápur frá Englandi og annar kvenfatnaður. Það var ekki mikið hægt að fá á þeim tíma. Það var allt svo lokað og það var eins og fólk fyndi til stolts þegar það sagði: „Það er bannað,“ eins og þetta væri einhver valdaleikur. Það mátti ekki neitt - eftir því sem ég man og ég held að ég sé ekk- ert ein um að vera laus við eftirþrá eftir þess- um tímum. En Geirmundur er á tveimur myndum. Hin myndin er af því þegar hann fer inn á brauðstofuna á Hótel Borg og fær sér kaffi og kleinu hjá Jórunni yfirsmurbrauð- sjómfrú. Hún var annar karakter og var alltaf hvítklædd. Ekki hætt að mála fljúgandi fólk Það er ekkert loftkennt, fljúgandi eða myst- ískt við fólkið í myndum Karólínu að þessu sinni en hún segist ekki vera hætt að mála mystískar myndir af fólki sem er á flugi; þær séu ennþá í vatnslitamyndunum hennar. „En í olíumálverkunum er fólkið yfirleitt svo stórt og feitt og þungt að það getur ekki flogið," segir hún og bætir við: „En það flýgur í einni mynd af báti á Þingvallavatni. Þingvellir eru endalaus uppspretta af mynd- efni. Sumarbústaðurinn, Hótel Borg og Þing- vellir eru endalaust þema. Það var farið í laut- arferðir út frá þessum þremur stöðum. En það er ekki lengur hægt að fara inn í raunveruleik- ann eins og hann var á Hótel Borg vegna þess að þar er allt svo breytt. Ég er hins vegar ánægð með það hvernig nýir eigendur hafc gert hótelið upp. Það er mjög fallegt. Það er ekki heldur hægt að fara inn i raunveruleikann í sumarbústaðnum vegna þess að hann er ekki til. En Þingvellir eru ennþá til.“ Þegar Karólína er spurð hvers vegna hún taki þessi þemu fyrir, eins og Gullfoss, Hótel Borg, sumarbústaðinn og Þingvelli, segir hún: „Það er eins og ég sé að koma öllu heim og saman. Það er eins og ég sé að koma í höfn. Ég veit ekki hvar og hvernig en þetta er mjög sterk tilfinning.“ Hinn 26. október verður opnuð önnur sýning á verkum Karólínu. Hún verður í Bankside- galleríinu í London, sem er við hliðina á nýja Tate-galleríinu. Þar sýnir hún vatnslita- og grafíkmyndir. „Þetta er óskaplega stórt gallerí og hefur mun meira veggpláss en hér er - en ég er tilbúin með grafíkmyndirnar og þaðA bara eftir að setja þær í ramma. Ég er skil- hrædd við að vera með tvær sýningar í einu en ég ætla samt að gera það. Það er svo auðvelt að hræða sjálfan sig.“ Aðspurð um myndefnið á þeirri sýningu seg- ir hún það allt vera íslenskt. „Myndirnar á þeirri sýningu eru mjög líkar myndunum sem hér eru, en auk þess eru þar myndir frá Danmörku. Þar er þó meira af svíf- andi englum og slíku en myndefnið mjög skylt. Þetta er allt partur af því að vera að koma í höfn.“ Finndu til óttans en gerðu það samt Ástæðuna fyrir því að svo skammt sé á milli sýninga, segir Karólína vera þá að sýningin í Listasafni Kópavogs hafi frestast um eitt ár af óviðráðanlegum ástæðum og um tíma hafi hún verið að hugsa um að hætta við aðra sýning- una. „En eins og máltækið segir: Pinndu til ótt- ans en gerðu það samt, og ég ákvað að standa við báðar sýningarnar. Ég veit að ég mála ekki eins og aðrir og ég veit að það pirrar suma. En ég mála svona. Þetta er bara ég og ég ætla ekkert að biðjast afsökunar á því. Ég er komin á þann aldur að ég vil halda trúnað við sjálfa mig og lifa lífi mínu í friði. Ég tek einn dag í einu og sé hvað lífið hefur upp á að bjóða og það líður ekki sá dagur að maður sjái ekki eitthvað skemmtilegt og gott. Hver einasti dagur er kraftaverk í sjálfu sér. Ég er bara svo þakklát fyrir að h<*£a haft aðstöðu til að mála myndir og fyrir það að fólk vilji kaupa myndimar mínar. Ég á líka tvö yndisleg börn og get með sanni sagt að ég hafi verið ákaflega heppin í lífinu." LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/USTIR 23. SEPTEMBER 2000 1 7 f

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.