Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 11
f Ur Laugardai, 1923. Yfir landinu hvílir einhver höfgi líkt og það sé í biðstöðu þessa kyrrðarstund. Síðustu æviár sín dvaldist Þórarinn mikið í Laugardalnum á sumrin, síðast í sumarbústað sínum, Birkihlíð, þar sem hann andaðist 10. júlí 1924. Þetta var eitt frjóasta tímabilið á ferli hans. I mörgum verkanna frá þessu tímabili er myndbyggingin önnur en hingað til hafði eink- ennt verk hans. Sjóndeildarhringurinn er hár og sjónum beint að jarðargróðrinum eða rofa- börðunum í forgrunni. Drættirnir eru ólíkt djarfari en áður og kröftugri en á móti koma mildir og Ijósir litir fjarlægra fjalla í bakgrunni. Þessi myndskipan, og ekki síst náttúrusýn þar sem lággróðurinn er í fyrirrúmi, leiðir hugann að hraunmyndum Kjarvals löngu síðar. í öðrum verkum frá þessu tímabili gætir meiri einföld- unar og samþjöppunar forma en áður og áhersla lögð á að skapa heild, bæði í formi og lit. Góð dæmi um þetta eru Stórisjór og Vatnajök- ull frá 1921 og Hekla frá 1924. í þessum verk- um, þar sem öllum smáatriðum er sleppt og blá- ir litatónar rfkja, hefur Þórarinn leitast við að kalla fram ákveðin hughrif í heild verksins. Þessar breytingar í list Þórarins síðustu árin telur Björn Th. Björnsson að rekja megi til mikilla samskipta hans við aðra listamenn, ekki síst Kjarval, en á þessum árum voru ungir lista- menn, sem dvalist höfðu mörg ár erlendis, að koma heim og hefja feril hér sinn heima. Einn llir, 1900. ákveðnum stað og á það við um flestar lands- lagsmyndir Þórarins. Hið huglæga er einnig til staðar í málverkinu Hvítá frá 1903. Myndin sýnir hest á beit við árbakka í forgrunni en handan árinnar sést fjall sem speglast í vatninu þar sem ekki sést gára á vatni. Það er hásumar en degi tekið að halla og höfgi yfir landinu. Hér, sem í myndunum frá Þingvöllum, nýtir Þóra- rinn sér speglunina og birtuna til að skapa and- rúmsloft kyrrðar þar sem áhorfandanum finnst hann vera vitni að augnabliki sem varir að ei- lífu. Flestar landslagsmyndir Þórarins eru mann- lausar. Þá sjaldan maðurinn birtist þar er hann aðkomumaður í landinu, maður sem hugsar eða saknar einhvers, ekki maður sem býr í sveitinni og samsamast landinu. í þessum myndum er engin atburðarás. Það sem gerist, er í huga mannsins sem hefur tyllt sér niður. Til eru myndir sem sýna karl eða konu sitja við sjó og horfa út á sundin við Reykjavík. Þau snúa baki við áhorfandanum og horfa í átt til skips eða báts sem siglir burt. I þessum myndum má finna andblæ er leiðir hugann að þeirri róman- tísku hefð sem kennd er við Caspar David Friedrich og gera má ráð fyrir að Þórarinn hafí þekkt til. Svipað er að segja um myndina Áning frá 1910. Þar situr maður, listamaðurinn sjálf- ur, í brekku með hest sinn og snýr baki við áhorfandanum. Hann hallar sér örlítið fram og horfir yfir sólroðið landið, Þingvelli, sem við honum blasir. Hann er einn með náttúrunni. andi litameðferð Þórarins þar sem hann segir litina hafa sérstaka mýkt sem falli að formi myndarinnar. Jafnframt talar hann um hið sér- staka andrúmsloft í málverkum hans, „sem er eins og í ætt við þögn hins ósnerta lands." Á hinum stóru sýningum á norrænni alda- mótalist víðs vegar um heim undanfarin tæp tuttugu ár hafa verk Þórarins hlotið almenna athygli og verið sett í alþjóðlegt samhengi. Sýn- ingar þessar eru vitnisburður um endurskoðun á því hvernig listasagan hefur verið. Þá endur- skoðun má m.a. rekja til bandaríska listfræð- ingsins Roberts Rosenblums sem snemma á 8. áratugnum vakti athygli á annarri hefð í nú- tímalist en þeirri franskættuðu og formrænu, þ.e. rómantískri hefð sem rekja mátti til Casp- ars Davids Friedrichs. Kjarninn í þessari hefð var samkvæmt Rosenblum leitin að því sem er manninum æðra í náttúrunni sem væri til vitnis um þrá mannsins eftir einhverju heilögu í af- helguðum heimi. Endurskoðun heims- listasögunnar hefur leitt að til þess að í stað, kenninga um almenna sögulega þróun hefur at- hyglin beinst að öllum undantekningunum frá meginstraumnum. Þetta hefur m.a. orðið til þess að menn hafa beint sjónum að sérstöðu norrænnar aldamótalistar og varpað ljósi á gildi hennar í listasögu Vesturlanda í stað þess að líta á hana sem endurskin þess sem gerðist í París. Meðal þess, sem þótt hefur einkenna ¦ WrW* ' jS. " AÉ^ « Lrtt<gHj 0***** BB P^»^ ff~st3 Áning, 1910. þeirra var Jón Stefánsson sem var farinn að koma reglulega til íslands á sumrin. Vitað er að samskipti þeirra Þórarins voru nokkur, m.a. í gegnum Listvinafélagið, og að Þórarinn mat þennan vel menntaða starfsbróður sinn mikils. Með kynnum sínum af þeim Kjarval og Jóni hefur hann kynnst róttækum viðhorfum til lista. I nokkrum landslagsmyndum Þórarins frá síðustu æviárum hans, svo sem myndunum Stórisjór og Vatnajökull og Hekla, má greina áhrif frá Jóni Stefánssyni. Þótt Þórarinn haldi sig við stemmda litatóna í þessum verkum, hef- ur hann með einföldun forma landsins og svöl- um litatónum skapað myndræna heild sem leið- ir hugann að verkum Jóns. Þórarinn lést um það leyti sem róttæk við- horf í listum og bókmenntum fóru að gera vart við sig hér á landi. Nokkrum árum seinna voru þau viðhorf sem hann stóð fyrir, hin rómantíska landslagshefð þar sem fegurð náttúrunnar var vegsömuð, ekki lengur í gildi. Enda þótt síðasta skeiðið á ferli hans bendi til þess, að hann hefði verið líklegur til að mæta nýjum viðhorfum með opnum huga, tilheyrir list hans fyrsta tímabil- inu í íslenskri myndlistarsögu 20. aldar sem kennt er við starf frumherjanna og tengist hug- myndafræðilega sjálfstæðisbaráttu og upp- byggingu nýs samfélags. Selma Jónsdóttir hefur eins og Björn Th. Björnsson vakið athygli á tengslum landslags- túlkunar Þórarins við rómantíska ljóðagerð ís- lenskra skálda á 19. öld og bendir sérstaklega á náttúruljóð Steingríms Thorsteinssonar þar sem náttúran er hyllt sem helgidómur sem er manninum fullkomnari og vekur innra með honum sterka þrá. I grein í sýningarskrá með yfirlitssýningu á verkum Þórarins í Listasafni Islands á aldarafmæli hans árið 1967 tengir Selma verk hans hinni ljóðrænu síðrómantík sem enn átti leið að hjörtum íslendinga í upp- hafi 20. aldar. Segja má að sú sýning hafi opnað augu manna fyrir list hans. Meðal þeirra sem skrifuðu um sýninguna í blóðin voru tveir af fulltrúum abstraktmálverksins, þeir Hjörleifur Sigurðsson og Valtýr Pétursson. Það vekur at- hygli að Valtýr talar sérstaklega um hina seið- norræna myndlist, er huglæg túlkun á dul- magni náttúrunnar sem er ríkur þáttur í nor- rænni menningu. Á sýningum þessum hafa myndir Þórarins frá fyrstu starfsárum hans prýtt veggi, nú síðast Þingvellir frá árinu 1900 í eigu Listasafns íslands, á sýningunni The Year 1900. Art at the Crossroads sem haldin var á þessu ári í Royal Academy of Arts í London og Solomon Guggenheim-safninu í New York. Á þessum norrænu sýningum hefur gefist tækifæri til að sjá hvað verk Þórarins eiga sam- eiginlegt með verkum samtíðarmanna hans og hvað skilur á milli. Hin upphafna kyrrð í verk- um hans kallar fram áþekk hughrif og í verkum þeirra. Áhorfandinn skynjar djúphugult, allt að því tregablandið, andrúmsloft í þvi hálfrökkri sem einkennir þau. Það, sem virðist skilja á milli verka Þórarins og norrænna listamanna, er, auk akademískra vinnubragða hans, ákveð- in innri togstreita í verkum hinna síðarnefndu sem ekki er að finna í verkum hans. Þar er frek- ar um að ræða hyllingu til náttúrunnar, fegurð- ar hennar og mikilleiks, en að verið sé að tjá persónulegar tilfinningar. í því sambandi er vert að hafa í huga að hlutverk Þórarins var annað en þeirra: að ryðja myndlist braut í landi þar sem menningarumræðan var mótuð af bar- áttu fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. Líklégt má telja að hugmyndin að baki nor- rænu sýningunum hafi átt mikinn þátt í að menn hér á landi hafi farið að endurmeta list Þórarins. Á það ekki aðeins við um sögulega stöðu hans heldur og hina huglægu landslags- túlkun í verkum hans. Sem dæmi má nefna að svo virðist sem íslenskir málarar af yngri kyn- slóð hafi þar fundið samsvörun við það sem þeir hafa sjálfir verið að leita. Má ef til vill túlka það, með vísun til kenningar Rosenblums, sem vitn- isburð um þrá mannsins eftir að eiga hlutdeild í einhverju sem er stærra og fullkomnara en hann sjálfur og að sú þrá lifi allar stefnur og strauma. Höfundur er listfræðingur og veitir forstöðu Lista- safni Einars Jónssonar. BYRJUN ALDAR + LESBÓK MORGUNBLAÐSINS - MENNING/LISTIR 14. OKTÓBER 2000 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.