Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 14.10.2000, Blaðsíða 12
REGNSKOGURINN EFTIR INGIBJÖRGU ELSU BJÖRNSDÓTTUR Allur frumskógurinn á Indlandi, í Bangladesh, á Sri Lanka og á Haíti hefur þegar verið gjörnýttur. Árið 1999 eyddust stór svæði í regnskógi Amazon. Um er að ræða svæði sem er 17.383 ferkílómetroTrá stærð. Einu góðu fréttirnar eru þær að eyðileggingin þar hefur ekki aukist heldur stendur hún í stað. Eyðileggingin hefði þannig getað verið meiri einkum vegna mikillar gengisfellingar á brasilíska gjaldmiðlinum á síðasta ári. REGNSKÓGUR kallast sá skógur í hitabeltinu þar sem meðalhiti kaldasta mánaðar- ins er yfir 18°C, og mánaðar- úrkoma er 100 mm eða meira. í regnskóginum rignir nánast samfellt og vara þurrkar ein- ungis í nokkra daga eða vikur. Stærstu regnskógarsvæðin eru í Ameríku, 4 milljónir ferkflómetra að flatarmáli. Stórir regnskógar eru einnig í Malasíu eyjaklasan- um og í Indónesíu. Afríski regnskógurinn er minnstur eða 1,8 milljón ferkílómetrar að flatarmáli. Hann liggur að mestu leyti á Kongósvæðinu. Dýralíf regnskógarins Regnskógarnir eru elstu vistkerfi jarðar- innar. Rannsóknir á steingervingum sýna að regnskógarnir f Suðaustur Asíu hafa varð- veist í núverandi mynd í 70 til 100 milljónir ára. Regnskógarnir eru einnig það vistkerfi jarðarinnar sem er einna margbreytilegast að gerð. Ekki er vitað nákvæmlega hversu margar tegundir lífvera lifa á jörðinni. Lauslega áætlað er þó talið að rúmur helmingur allra dýra- og plöntutegunda lifi í regnskóginum. Dæmigerð flatarmíla (2,5 ferkm) í regnskóg- inum er þannig búsvæði fyrir 1500 tegundir af blómplöntum , 750 trjátegundir, 125 teg- undir spendýra, 400 fuglategundir, 100 teg. skriðdýra, 60 tegundir froskdýra og 150 mis- munandi tegundir af fiðrildum. Dýralíf í regnskógunum er mismunandi eftir svæðum. Þannig eru mun fleiri prím- atategundir í skógum Ameríku og Afríku, en í Asíu. Regnskógurinn í Suður Ameríku ein- kennist einnig af því hversu fuglalíf er þar fjölbreytt. Á Amazonsvæðinu teygir skógur- inn sig upp í hlíðar Andesfjalla, en þar verð- ur dýralíf fáskrúðugra eftir því sem lengra er farið upp í fjallendið. Sum dýr regnskógarins lifa einungis í krónum trjánna, önnur veiða aðeins á næt- urnar. Mörg spendýr og fuglar lifa á næring- arríkum ávöxtum eins og múskati (Myristica fragrans), fíkjum og pálmahnetum. Önnur dýr sérhæfa sig í ákveðnum fæðutegundum. Almennt gildir um regnskóginn að sérhæfing dýrategunda er þar mjög mikil. Leðurblökur í regnskógunum lifa þannig á safa sérstakra blóma eins og Pachira macrocarpa sem opna sig á næturnar á sama tíma og leðurblökurn- ar fara á kreik. Leðurblökurnar dreifa í stað- inn frjókorni plantnanna um nærliggjandi svæði. Tígrisdýr f regnskógum Asíu éta einn- ig mjög gjarnan ávöxtinn Durian (Durio zi- bethinus) sem gefur frá sér sterka og ein- kennandi lykt sem tígrisdýrin þekkja. Meira að segja fiskarnir í regnskógunum éta ávexti sem gúmmítréð Hevea brasiliensis lætur þeim í té. Frumskógarkottur í veiðihug Eftir því sem regnskógurinn þynnist og eyðist rofna þessi nánu tengsl á milli dýra og plantna. Vistkerfið verður einfaldara og teg- undafátækara. Viss hætta skapast á því að vistkerfið hrynji. Trén sjálf standa samt sem áður eina öld eða lengur jafnvel þótt að dýra- líf skógarins sé aðeins svipur hjá sjón. Þann- ig getur skógurinn virst heilbrigður löngu eftir að plöntu- og dýralíf hans hefur orðið fyrir miklu tjóni. Gagnsemi regnskógarins I upphafi höfðu Evrópumenn mestan áhuga á regnskóginum vegna kryddsins. Svartur pipar (Piper nigrum) og kanill (Cinnamonum) voru þannig meðal þeirra kryddtegunda sem regnskógurinn geymdi. Seinna uppgötvuðu menn í skógunum van- illu, kakó, kaffi, te og sykurreyr. Gúmmí var safnað á stórum svæðum í Amazón og borgin Manaus varð á tímabili miðstöð gúmmíversl- unar. Enn í dag eru regnskógarnir mjög verð- mæt auðlind. Til dæmis framleiðir olíutréð Copaifera langsdorfii 40 lítra af sérstakri ol- íu á ári sem hægt er að nota í staðinn fyrir steinolíu (kerosene). Reikna má með að slík olía verði eftirsótt í framtíðinni þegar olíu- birgðir heimsins minnka. Kannski eru ein helstu hagrænu rökin fyr- ir varðveislu regnskógarins þau, að mörg lyf eiga uppruna sinn að rekja til plantna sem þar vaxa. Þannig vaxa 70 % þeirra plantna sem gera gagn gegn krabbameini einvörð- ungu í regnskógunum. Hætt er við, ef regn- skógurinn eyðileggst, að mikilvæg lyf upp- götvist ekki, eður hverfi af sjónarsviðinu. Ein helstu rökin fyrir varðveislu regnskógarins eru að mörg lyf eiga uppruna sinn að rekja til plantna sem þar vaxa. 70% plantna sem gagn gera gegn krabbameini vaxa einvörðungu þar. Áætlað er að um helmingur allra plöntu- og dýrategunda helmsins lifi í regnskóginum. Á myndinni sést einn af konungum skógarins, en komið hef- ur í Ijós að tfgrisdýr í regnskógum Asíu gæða sér stundum á ákveðnum ávextl og fiskar éta jafhvel ávexti einnig. Hlutverk regnskógarins í hringrás kolefnís og vatns Regnskógurinn varðveitir mjög mikið af kolefni á hverjum tíma. Það þýðir að ef regn- skógur brennur fer mikið af koltvíoxíði og metani út í andrúmsloftið, en koltvíoxíð og metan eru gróðurhúsalofttegundir. Gróður- húsalofttegundir breyta m.a. hringrás vatns- ins, skýjafari og skýjamyndun, hringrás og úrkomu auk þess sem þær valda hlýnun and- rúmslofts jarðar. Þannig flýtir bruni regn- skógarins fyrir hlýnun andrúmsloftsins. Ein ástæða til þess að varðveita regnskóg- inn er fólgin í mikilvægu hlutverki hans í því að varðveita loftslag jarðarinnar eins og það er. Regnskógurinn er einnig uppspretta mik- ils magns súrefnis í andrúmsloftinu og hann 1 2 ŒSBÓK MORGUNBIAÐSINS - MENNING/USTIR 14. OKTÓBER 2000

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.